Fleiri fréttir

Þeim sem ekki fá boð er vísað frá fyrri part dags

Gríðarlega löng röð hefur myndast fyrir utan Laugardalshöll, þar sem verið er að bólusetja fyrir Covid-19 með bóluefni AstraZeneca í dag. Röðin nær alla leið upp á Suðurlandsbraut og hringinn í kring um túnið við hlið hallarinnar.

Ólíklegt að það verði af afglæpavæðingu neysluskammta

Ólíklegt er að frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta nái í gegnum þingið á lokadögum þess að mati Birgis Ármanssonar, þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins. Píratar hyggjast þá leggja fram eigið frumvarp í staðinn.

Kjörin for­maður Ferða­fé­lags Ís­lands fyrst kvenna

Anna Dóra Sæþórsdóttir hefur verið kjörinn nýr forseti Ferðafélags Íslands og tekur við af Ólafi Erni Haraldssyni, sem gegnt hefur embættinu síðustu sautján ár. Anna Dóra er fyrsta konan til að taka við embætti forseta FÍ í 94 ára sögu félagsins.

Kvartað vegna þátt­töku Ás­laugar og Víðis í „Ég trúi“

Kvartað var til um­boðs­manns Al­þingis yfir þátt­töku Ás­laugar Örnu Sigur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra og Víðis Reynis­sonar, yfir­lög­reglu­þjóns al­manna­varna, í mynd­bandinu „Ég trúi“, sem hlað­varpið Eigin konur gaf út til stuðnings þol­endum of­beldis.

Vilja fjar­lægja minningu um hörmu­lega at­burði og reisa eitt­hvað fal­legt

Framkvæmdir við að rífa brunarústirnar að Bræðraborgarstíg 1 í vesturbæ Reykjavíkur hófust í dag. Húsið brann seint í júnímánuði á síðasta ári með þeim afleiðingum að þrjú létu lífið. Talsmaður nýrra eigenda hússins segir vonir standa til að hægt verði að klára niðurrif hratt og vel.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum okkar heyrum við í föður sjö ára stúlku sem brást hetjulega við þegar maður gerði tilraun til að nema hana á brott af leikvelli í Grafarvogi í gærkvöldi.

Bjarni um Guðlaug: „Orð sögð í hita leiksins“

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hefur skilning á að mönnum hlaupi kapp í kinn í prófkjörsbaráttu, eins og raunin varð með Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra á sigurfögnuði um helgina.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum fjöllum við um bólusetningarátakið í Laugardalshöll sem hófst í morgun af fullum krafti með bólusetningu í árgöngum sem dregnir voru út í síðustu viku. Stefnt er að því að starfsfólk átaksins fái síðan frí um miðjan júlí.

Ekkert bendir til netárásar

Bilun hjá fyrirtækinu Fastly olli því að mikill fjöldi vefsíðna lá niðri um heim allan í morgun. Forstöðumaður netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunnar segir bilunina áhyggjuefni.

„Co­vid lýkur ekki fyrr en því lýkur alls staðar“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir baráttuna við kórónuveiruna hvergi nærri búna, þrátt fyrir að bjartari tímar séu fram undan hér á landi. Enn sé langt í land og segir Víðir að við verðum að taka þátt í alþjóðlegri baráttu gegn veirunni.

Stórfelldur lyklaþjófnaður í Grafarvogslaug

Óprúttnir aðilar hafa á aðeins þremur vikum stolið um 60 lyklum úr búningsklefa karla í Grafarvogslaug. Tjón laugarinnar vegna þessa nemur um hálfri milljón króna en það kostar í kringum 9 þúsund krónur að endurnýja hvern lykil og skrá.

Tveir beinbrotnir skipverjar fluttir á sjúkrahús

Lögreglu barst tilkynning um kl. 3.30 í nótt um að tveir skipverjar um borð í togara hefðu slasast. Togarinn var við veiðar en hélt í land með skipverjana, sem voru fluttir með sjúkrabifreið á bráðamóttöku Landspítala.

Ríkis­stjórnin hafi staðist prófið með prýði

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórninni hafi tekist að leysa þau óvæntu og gríðarstóru verkefni sem fylgdu kórónuveirufaraldrinum og hún hafi staðist prófið „með prýði.“ Þetta kom fram í máli hennar í eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld.

Segir á­hyggjurnar af stjórnar­sam­starfinu hafa raun­gerst

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lýsti því í ræðu á eldhúsdagsumræðum á Alþingi nú í kvöld hvers vegna hann sagði skilið við þingflokkinn í nóvember 2019. Hann gekk til liðs við þingflokk Pírata í febrúar 2021.

Segir lífskjörin ekki verða tekin að láni

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra segir skuldsetningu ríkissjóðs ekki vera réttu leiðina til þess að viðhalda þeim lífskjörum sem Íslendingar hafa vanist. Hann telur verðmætasköpun og sókn á erlendum mörkuðum mikilvæga í þessu samhengi.

„Faðm­lag stjórnar­flokkanna er kæfandi fyrir einka­rekstur“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að ríkisstjórnarsamstarfið sem hún kallar „faðmlag íhaldsflokkanna þriggja“ hafi verið „svo nærandi að hægri deild stjórnarsamstarfsins hefur ekki gert neinar athugasemdir við það þegar vinstri deild stjórnarsamstarfsins sýnir sitt rétta andlit.“

„Bilið milli al­mennings og fárra auð­jöfra eykst“

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir heildarmyndina af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins nú vera að koma í ljós. Allt stefni í kreppu þar sem sumir verða miklu efnaðri á meðan aðrir hafi enn minna milli handanna en áður.

Hægt að spá fyrir um hvenær maður deyr með blóðprufu

Hægt er að spá fyrir um það með talsverðri nákvæmni hvað fólk á langt eftir ólifað með því að skoða prótein í blóði, samkvæmt nýrri rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöðurnar gætu til dæmis nýst til lyfjaþróunar.

Sjá næstu 50 fréttir