Innlent

Óttast alvarleg atvik vegna stöðunnar á bráðamóttökunni

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Mikael Mikaelsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. 
Mikael Mikaelsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.  VÍSIR/ARNAR

Yfirlæknir óttast alvarleg atvik þar sem fólk verði fyrir varanlegum skaða vegna stöðunnar á bráðamóttöku Landspítalans. Fyrir hádegi í dag dvöldu tíu sjúklingar á göngum bráðamóttökunnar.

Félag bráðalækna sendi frá sér yfirlýsingu á laugardag þar sem fram kemur að yfirgnæfandi líkur séu á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeila Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því.

„Staðan er erfið, það eru tíu sem bíða á gangi og við erum á morgni mánudags og það má búast við því að ástandið versni með deginum. Það eru tuttugu í bið eftir að komast inn á deild og sá sem hefur beðið lengst á deilinni er búinn að vera í 56 klukkustundir,“ segir Mikael Smári Mikaelsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni og bætir við að þetta starfi af innlagnarteppu á spítalanum.

Í yfirlýsingu bráðalækna segir að ekki náist skilgreind neyðarmönnun bráðalækna á deildinni þessa stundina og í sumar.

„Mér líður auðvitað mjög illa. Þetta er ekki sú þjónusta sem við viljum bjóða. Það mesta sem ég óttast eru atvik og alvarleg atvik. Sérstaklega þegar líf eða limir eða hreinlega, að fólk gæti orðið fyrir alvarlegum eða varanlegum skaða,“ segir Mikael. Allir séu þó að gera sitt besta við að lágmarka alvarleg atvik.

Mikael heldur í vonina um að ástandið batni. „Ástandið er að ná krísu í sumar og stjórn spítalans er búin að leggja fyrir verkefni til allra stjórnenda spítalans um að finna leið til að aðstoða okkur svo að þeir sem koma og leita til okkar fái betri þjónustu,“ segir Mikael. 


Tengdar fréttir

Telja líkur á manns­látum vegna undir­mönnunar

Yfirgnæfandi líkur eru á alvarlegum atvikum og jafnvel mannslátum í sjúklingaþjónustu á bráðadeild Landspítalans í Fossvogi vegna undirmönnunar, að mati Félags bráðalækna. Stjórnendur spítalans og ríkisstjórnin beri ábyrgð á því.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×