Fleiri fréttir

Stal bangsa í verslun í miðborginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í gærkvöldi sem grunaður er um að hafa stolið litlum bangsa úr verslun í miðborginni. Í yfirliti lögreglu yfir verkefni kvöldsins er maðurinn sagður hafa afhent bangsann þegar lögreglu bar að garði.

Slakað á grímu­skyldu og sam­komu­tak­mörkunum

Breytingar á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaráðstöfunum tóku gildi nú á miðnætti. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 150 manns. Markverðasta breytingin er sú að verulega er dregið úr kröfum um grímunotkun.

Yndisleg sveitaferð heyrnarlausra barna

Það var mikil gleði og ánægja sem skein úr hverju andliti þegar ellefu heyrnarlaus börn eða verulega heyrnarskert heimsóttu sveitabæ í Biskupstungum í Bláskógabyggð í vikunni og fengu að skoða lömbin og að fara á hestbak. Bærinn heitir Myrkholt.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld segjum við frá sviðsmyndum sem eru uppi um mögulegt streymi hrauns yfir Suðurstrandaveg.

Á­kærðu krafin um tæp­lega 70 milljónir í bætur

Þau fjögur sem ákærð eru fyrir að hafa myrt Armando Beqirai í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn eru sameiginlega krafin um rúmlega 68 milljónir í bætur ásamt vöxtum. Þetta kemur fram í ákæru á hendur fjórmenningunum sem Vísir hefur undir höndum.

„Vonandi ekki langt í að hægt verði að nota þessi lyf hér á landi“

Sálfræðingur vonar að ekki þurfi að bíða lengi eftir að meðferð með lyfjum sem eru unnin úr ofskynjunarsveppum verði leyfð hér á landi. Þau hafi reynst afar vel við mörgum geðröskunum. Lyfin opni milli heilastöðva þannig að fólk virðist eiga auðveldara með að vinna úr ýmsum sálrænum vanda.

„Pínu með í maganum“ að fylgjast með háskaförinni

Fjallgöngumennirnir Heimir Fannar Hallgrímsson og Sigurður Bjarni Sveinsson komust á topp Everest-fjalls í gærkvöldi. Félagarnir hafa safnað áheitum fyrir Umhyggju en framkvæmdastjóri félagsins segist oft hafa verið hrædd um þá á ferðalaginu, sem ekki gekk áfallalaust fyrir sig.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Rúmlega hundrað hafa verið ráðnir til Play en forstjórinn segir engar athugasemdir hafa borist frá þeim um kjör flugfélagsins. Við fjöllum um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Róleg vika í bólusetningum

Það stefnir í rólega viku í bólusetningum hér á landi. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir í samtali við fréttastofu að 7.700 skammtar af Pfizer verði gefnir á miðvikudag á höfuðborgarsvæðinu.

„Íbúar eru mjög sárir yfir þessu“

Reykjanesbær skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið óviðunandi og segist ekki skilja hvers vegna íbúar njóti ekki sömu réttinda og aðrir.

Níu ára túbuleikari slær í gegn í Reykjanesbæ

Níu ára stelpa í Reykjanesbæ hefur vakið athygli fyrir snilli sína við að spila á Túbu en hún var aldrei í vafa þegar hún ákvað að fara í tónlistarskóla, að á túbu skyldi hún læra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um deilur Alþýðusambands Íslands og flugfélagsins Play. Íslenska flugstéttafélagið sakar ASÍ um ósanngjörn og ódrengileg vinnubrögð gagnvart félaginu og Play en forseti ASÍ og forstjóri Play tókust harkalega á í morgun.

Lands­menn héldu í sér á meðan Gagna­magnið steig á stokk

Landsmenn virðast hafa verið mjög samtaka í klósettferðum á meðan á Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva stóð yfir í gær. Lang flestir slepptu því að létta á sér þegar Daði og Gagnamagnið stigu á stokk samkvæmt gögnum sem Veitur sendu um vatnsnotkun fyrir stuttu.

Segir ríkið mismuna íbúum með engri heilbrigðisþjónustu

Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar segir ríkið mismuna íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. 

Búið að slökkva í sinu­bruna í Akra­fjalli

Eldur kviknaði í sinu í Akrafjalli í morgun. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út rétt eftir klukkan tíu í morgun vegna brunans og er að yfirgefa vettvang núna

Bindur miklar vonir við Helga í for­manninum

Spenna og eftirvænting er fyrir landsfundi Landssambands eldri borgara, sem fer fram á Selfossi í vikunni en á fundinum verður nýr formaður landssambandsins kjörinn. Eldri borgarar vilja fá réttindagæslumann eins og fatlaðir hafa.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um stöðu heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum. Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar segir ríkið mismuna íbúum sveitarfélagsins þar sem engin heilbrigðisþjónusta sé veitt íbúunum í sinni heimabyggð.

Anna­söm Euro­vision-nótt hjá lög­reglu

Nokkuð annasöm nótt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og mikið um tilkynningar vegna hávaða frá samkvæmum í heimahúsum. 110 komu inn á borð lögreglu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

„Ef rétt er þá for­dæmi ég til­raunir Sam­herja“

Heimir Már Pétursson, fréttamaður á miðlum Sýnar og mótframbjóðandi Sigríðar Daggar Auðunsdóttur í kjöri til formanns Blaðamannafélags Íslands, fordæmir tilraunir Samherja og annarra til að hafa áhrif á innra starf félagsins.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í fréttum okkar í kvöld fjöllum við um hraunflæði í Nátthaga og hvaða þýðingu það hefur fyrir áframhaldandi tilraunir til að verja Suðurstrandaveg.

Svona rann hraun niður í Nátthaga

Hraun fór að flæða niður í Nátthaga eftir hádegi í dag. Varnargarðar voru settir upp til að reyna að hindra það að hraun myndi flæða niður í Nátthaga og yfir Suðurstrandarveg.

„Skæru­liða­deild“ Sam­herja reyndi að hafa á­hrif á for­manns­kjör BÍ

Skæruliðadeild Samherja, svokölluð, gerði tilraunir til þess að hafa áhrif á formannskjör Blaðamannafélags Íslands, sem fór fram í apríl, í von um að koma í veg fyrir að Sigríður Dögg Auðunsdóttir, fréttamaður á RÚV, yrði nýr formaður félagsins. Formaður BÍ segir tilraunina ólíðandi og alvarlega.

Hraun flæðir niður í Nátthaga

„Það er víst. Hraunið er farið að renna niður í Nátthaga,“ segir Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þegar fréttastofa hafði samband við hann. Mbl.is greindi fyrst frá.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um gosstöðvarnar í Geldingadölum. Hraun tók að flæða yfir annan varnargarðanna í nótt og stefnir nú í átt að Nátthaga. Fólk er beðið um að gæta varúðar á svæðinu en það gæti tekið nokkrar vikur fyrir hraunið að ná að Suðurstrandavegi.

Sjá næstu 50 fréttir