Fleiri fréttir

Menntastefnumót: „Látum draumana rætast“

Menntastefnumót er uppskeruhátíð þess þróunar- og nýsköpunarstarfs sem hefur sprottið upp í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar í tengslum við innleiðingu menntastefnunnar „Látum draumana rætast“ frá ársbyrjun 2019.

Fimm útköll vegna sinubruna eða óvarkárni

Lögreglan var kölluð til vegna sinubruna á Laugarnestanganum í gækvöldi rétt fyrir miðnættið. Í skeyti lögreglu segir að um afmarkaðan bruna hafi verið að ræða.

Þessar til­­slakanir tóku gildi á mið­­nætti

Almennar fjöldatakmarkanir eru nú miðaðar við 50 manns í stað 20 frá og með miðnætti. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda.

Fjögur út­köll vegna gróður­elda frá því Heið­mörk brann

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur slökkt fjóra sinuelda frá því það slökkti gróðureld í Heiðmörk síðastliðinn fimmtudag. Varðstjóri segir að lítið þurfi til að kveikja sinubruna og að í sumum tilfellum sé grunur um íkveikju.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá nýjustu tíðindum af kórónuveirufaraldrinum og beinum sjónum sérstaklega að Sauðárkróki og Skagafirði þar sem sex manns hið minnsta hafa greinst með kórónuveiruna síðan á föstudag.

Staða flokka í kosningakerfinu í Víglínunni í dag

Fjöldaflokkakerfi virðist komið til að vera í íslenskum stjórnmálum og útlit fyrir að átta flokkar nái fólki á þing í alþingiskosningunum hinn 25. september. Jöfnun þingsæta milli smærri og stærri flokka í samræmi við fylgi þeirra raskast hins vegar meira eftir því sem flokkarnir eru fleiri. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær þá Dr. Ólaf Þ. Harðarson stjórnmálafræði prófessor og Steingrím J. Sigfússon forseta Alþingis til sín í Víglínunni á Stöð 2 í dag.

Vill annað sætið á lista Mið­flokksins

Heiðbrá Ólafsdóttir, formaður Miðflokksdeildar Rangárþings, hefur tilkynnt að hún sækist eftir öðru sæti á framboðslista Miðflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Tíu í haldi á Keflavíkurflugvelli

Tíu manns, sem komu með flugi frá Spáni í gær, eru í haldi á Keflavíkurflugvelli þar sem þeir uppfylla ekki skilyrði þess að koma til landsins. 

Sinueldur í hrauni í Garðabæ

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur verið kallað út vegna sinuelds í hrauni í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði barst tilkynning um klukkan hálf þrjú, en það ku loga í og við gjótu í hrauninu, nærri svokölluðum Hádegishól.

Allt að gerast á Hvolsvelli

Mikill uppbygging á sér nú stað á Hvolsvelli en þar seljast allar lausar lóðir eins og heitar lummur og nýir íbúar flykkjast á staðinn.

Nemandi í Árskóla smitaður af Covid

Nemandi í níunda bekk í Árskóla á Sauðárkróki er smitaður af kórónuveirunni. Þetta staðfestir Óskar G. Björnsson, skólastjóri Árskóla í samtali við fréttastofu. 

Umdeildur dómari vill dæma í miðju framboði

Arnar Þór Jónsson héraðsdómari vill starfa áfram sem dómari þrátt fyrir að vera þátttakandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir sæti á lista í þingkosningum í haust.

Ræddu við fólk sem kveikti eld í og við Heiðmörk

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu ræddu við fólk sem grillaði í Heiðmörk í gær og ungmenni sem kveiktu varðeld við Hvaleyrarvatn í nótt. Óvissustig er í gildi vegna hættu á gróðureldum en yfirlögregluþjónn segir erfitt að banna fólki að nýta sér aðstöðu sem er til staðar.

Þúsundir koma saman á raf­rænu Mennta­stefnu­móti

Búist er við að vel á sjötta þúsund kennara, frístundafræðinga og annað starfsfólk í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar muni hittast á svokölluðu Menntastefnumóti á morgun. Þar munu þau kynna sér nýjustu fræðastauma og nýbreytni í námi og kennslu.

Hádegisfréttir Bylgjunnar kl.12:00

Tveir til viðbótar hafa greinst með kórónuveiruna í Skagafirði. Sveitarstjóri segir fleiri á leið í sóttkví og líkur á að skólum verði lokað. Við ræðum við sveitarstjóra Skagafjarðar í hádegisfréttum.

Geta búist við fleiri smitum fyrir norðan

Staðfest er nú að sex manns séu smitaðir af kórónuveirunni á Sauðárkróki og í Skagafirði og segir sveitarstjórinn þar að búast megi við því að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Þá er viðbúið að fólki í sóttkví fjölgi talsvert mikið í dag.

Taktföst strókavirkni í eldgosinu á Reykjanesi

Háir og kraftmiklir kvikustrókar sem detta niður þess á milli einkenna nú virkni eldgossins á Reykjanesi. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir taktfasta strókavirkni gossins nú bundna við fimmta gíginn sem myndaðist og hefur verið sem virkastur undanfarnar vikur.

Sprengisandur á Bylgjunni

Umræðurþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar frá laust eftir klukkan tíu til hádegis.

Fjallsárlón á meðal dýpstu stöðuvatna landsins

Mælingar jarðvísindamanna á Fjallsárlóni á Breiðamerkursandi benda til þess að það sé um 130 metra djúpt þar sem það er dýpst. Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur við Háskóla Íslands, segir líkur á því að jökullón sem stækka nú ört vegna hops jökla eigi eftir að verða enn dýpri þegar fram líða stundir.

Losa skólp út í sjó við Elliðavog og Arnarvog

Óhreinsuði skólpi verður veitt út í Elliðavog og Arnarvog á meðan dælustöð Veitna við Gelgjutanga er óstarfhæf á morgun. Rafmagn verður tekið af skólpdælustöðinni vegna vinnu við rafdreifikerfi í tengslum við uppbyggingu í Vogabyggð.

„Þó að ég gengi með barnið hans sýndi hann mér enga miskunn“

Séra Karen Lind Ólafsdóttir var í heilt ár að skipuleggja flótta frá manni sem beitti hana alvarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi, sem síðar leiddu til ofsókna í áraraðir. Hann hafði læst hana inni og lokað hana af frá umheiminum með því að taka af henni bæði síma og internet.

Dæmd fyrir að slá son sinn í­trekað í deilum um Fortni­te-spilun

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt móður í fjögurra mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa slegið þrettán ára son sinn eftir rifrildi þeirra í millum um Fortnite-spilamennsku sonarins sem móðirin taldi meiri en góðu hófi gegndi. Fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum, haldi konan almennt skilorð. 

Vill sjá styttri máls­með­ferðar­tíma og fræðslu innan dóms­kerfisins

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, telur að breytingar í dómskerfinu geti orðið til þess að bæta stöðu þolenda kynferðisofbeldis sem kæra gerendur. Hún hefur starfað sem réttargæslumaður brotaþola og segir að oft sé málsmeðferðartími of langur og að fræðslu sé þörf innan og utan dómskerfisins.

Brynjar stefnir á annað sætið í Reykja­vík

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, stefnir á annað sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og vill vera í framvarðasveit flokksins í Reykjavík, eins og hann orðar það. Frá þessu greinir hann á Facebook-síðu sinni.

Gætu gripið til þess að loka skólum

Hátt í 200 Skagfirðingar voru skimaðir fyrir kórónuveirunni í dag eftir að fjórir greindust með veiruna á svæðinu. Lögregla biðlar til fólks að halda sig til hlés en óvíst er með skólahald í næstu viku.

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 segjum við frá nýjustu tíðindum af kórónuveirufaraldrinum hér á landi, en hátt í tvö hundruð manns hafa þurft að fara í skimun í Skagafirði í dag eftir að fjórir greindust með smit þar.

Vöntun á hrossum til slátrunar

Sláturfélag Suðurlands leitar nú logandi ljósi af hrossum til slátrunar til að uppfylla samning um sölu á fersku hrossakjöt til Sviss.

Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar

Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

Elsti gígurinn mættur aftur til leiks

Kvika er aftur farin að leita á yfirborð jarðar upp úr fyrsta gígnum sem myndaðist í gosinu í Fagradalsfjalli. Það er nokkur breyting enda hefur sá gígur verið mjög lítið virkur frá því að virknin færðist yfir í annan gíg skömmu eftir að gosið hófst.

Nýjum sátt­mála ætlað að fækka á­rekstrum

Sérstakur sáttmáli hestafólks og fulltrúa annarra vegfarendahópa var undirritaður í félagsheimili Fáks í Víðidal í morgun. Er það gert í ljósi tíðra óhappa og slysa að undanförnu og ákváðu fulltrúar mismunandi hópar vegfarenda að taka höndum saman um sáttmála sem legið geti til grundavallar fræðslu fyrir alla hlutaðeigandi svo öryggi þeirra og annarra sé sem best tryggt.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.