Fleiri fréttir Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar tökum við stöðuna í Geldingadal þar sem var örtröð í gær en öllu rólegra í dag, hvað gesti varðar en ekki veður. Stormur er á svæðinu og gönguleiðinni lokað. 27.3.2021 18:01 Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27.3.2021 17:52 Valgarður leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Valgarður Lyngdal Jónsson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi á Akranesi, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. 27.3.2021 17:00 Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27.3.2021 16:23 „Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli?“ spyrja fæðinga- og kvensjúkdómalæknar „Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið.“ 27.3.2021 15:02 Kýrnar á Hurðarbaki mjólka mest allra kúa á Suðurlandi Bændurnir á Hurðarbaki í Flóa voru verðlaunaðir í gær fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi á síðasta ári. Kýrnar hjá þeim mjólkuðu að meðaltali 8.445 lítra en á bænum eru um 50 mjólkandi kýr. 27.3.2021 14:01 Löngu búinn að láta tattúa yfir Samfylkingarmerkið „Ég er löngu búinn að láta tattúa yfir það!“ svarar Páll Valur Björnsson, spurður að því hvort hann hyggist láta fjarlægja Samfylkingar-merkið af framhandlegg sínum eftir að hafa verið hafnað við uppstillingu á lista flokksins í Suðurkjördæmi. 27.3.2021 13:40 Víða pottur brotinn í lögreglunáminu fyrir norðan Gæðaráð íslenskra háskóla segir lítið traust hægt að bera til Háskólans á Akureyri um að tryggja gæði lögreglunáms á háskólastigi og góða upplifun nemenda af náminu. 27.3.2021 13:28 Allt að 37 prósenta verðmunur á páskaeggjum Bónus var oftast með lægsta verðið á páskaeggjum og Hagkaup með það hæsta samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru og páskaeggjum sem gerð var þann 25. mars. 27.3.2021 12:53 Mikið rusl á gossvæðinu: „Þetta er ekki útihátíðarsvæði“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna segir að mikið hafi verið um tómar áfengisumbúðir og annað rusl á gossvæðinu í gær. Hann brýnir fyrir fólki að ganga vel um svæðið. 27.3.2021 12:30 Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27.3.2021 12:29 „Mögulega vísbending um að búið sé að ná utan um þetta“ Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mögulega vísbendingar um að búið sé að ná tökum á stöðunni þó of snemmt sé að fullyrða um slíkt. 27.3.2021 11:58 Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um nýjustu vendingar í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. 27.3.2021 11:44 Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27.3.2021 11:32 Stúlkan er fundin Stúlkan sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir fyrr í dag er fundin. 27.3.2021 10:44 Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru allir í sóttkví við greiningu. 27.3.2021 10:44 „Þetta er bara skítaveður“ Veðrið mun ekki leika við fjölmarga landsmenn um helgina. Vonskuveður verður á gosstöðvunum og einfaldlega skítaveður að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 27.3.2021 10:21 Veðurfræðingur og náttúruvársérfræðingur beina því til fólks að fara ekki að gosinu í dag Hraunflæði úr gosinu í Geldingadölum hefur verið stöðugt í nótt. „Við sáum í gær að það hefur lokast af þarna svæði við gíginn sem hafði áður verði hægt að ganga að og hraunið rann aðeins meira í áttina að stikuðu gönguleiðinni. Annars hefur rennslið bara verið tiltölulega jafnt,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur um stöðuna á gosinu. 27.3.2021 07:48 Eldgosið stutt frá þar sem Hot Stuff fórst með fjórtán manns Þeirri tillögu hefur verið varpað fram að eldstöðin verði nefnd Hot Stuff, í virðingarskyni við áhöfn og farþega bandarískrar herflugvélar sem fórst á Fagradalsfjalli í síðari heimsstyrjöld. Í hópi þeirra sem létust var æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Evrópu. 27.3.2021 07:43 Beltislaus í framsætinu með sjö mánaða barn í fanginu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið um kvöldmatarleytið í gærkvöldi þar sem farþegi í framsæti hélt á ungabarni í fanginu. Þar voru á ferð foreldrar með sjö mánaða gamalt barn, sem þau sögðu hafa grátið mikið í bílstól sínum. 27.3.2021 07:12 Há leiga á Íslandi meðal ástæðna þess að útlendingar í atvinnuleit fljúga heim Hátt leiguverð hér á landi og þörf til að sinna veikum ættingjum í Póllandi eru meðal ástæðna þess að atvinnulausir Pólverjar dvelja í heimalandi sínu á meðan á atvinnuleit stendur. Þetta segir varaformaður Eflingar. 26.3.2021 22:02 Veðurgluggi í kvöld og nótt en ekkert útivistarveður um helgina Veðurgluggi er í kvöld og nótt fyrir almenning til þess að ganga að eldgosinu í Geldingadölum. Veður mun svo versna á morgun og fram yfir helgi. 26.3.2021 21:31 Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna. 26.3.2021 21:05 Hvað eiga skógrækt og pizzur sameiginlegt? „Klifur“ er nafni á nýrri vél fyrir skógræktarfélög landsins en hún klífur trjáboli til að búa til eldivið. Viðurinn er mjög vinsæll á pizzastöðum landsins. 26.3.2021 20:43 Hefðu átt að velja annan varaflugvöll áður en lagt var í „martraðarflugið“ Illa var staðið að vali á varaflugvelli miðað við veðurskilyrði þegar flugvél Icelandair var flogið til Manchester 23. febrúar 2017. Þá var óveðursboðum ekki gerð nægilega góð skil í flugáætlun umræddan morgun. Þetta kemur fram í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. 26.3.2021 20:19 Heilsugæslunni tókst að bólusetja fleiri en voru boðaðir Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tókst að bólusetja 4400 manns fædda árin 1946-1949 í dag. Fólk var afar ánægt með að fá loks bólusetningu og fáir sem gerðu athugasemd við að bólusett var með bóluefni Astra Zeneca. 26.3.2021 20:00 Með „einhver örlítil einkenni“ sem hann tengdi engan veginn við Covid Tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindist smitaður af kórónuveirunni í gær var utan sóttkvíar. Flugmaður hjá flugfélaginu Erni smitaðist í gær og var utan sóttkvíar. 26.3.2021 20:00 Smyglaði fimm kílóum af hassi í jólapökkum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karl og konu í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning til landsins í desember síðastliðnum. Karlinn hlaut tveggja ára dóm en konan átján mánuði. 26.3.2021 19:11 Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. 26.3.2021 18:46 Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Einn hefur játað á sig morðið í Rauðagerði en talið er að fleiri hafi verið að verki. Fjórtán manns eru með réttarstöðu sakbornings. 26.3.2021 18:05 Nadine verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins Tilkynnt var um verðlaunahafa Blaðamannaverðlaunanna í beinu streymi frá húsakynnum Blaðamannafélagsins í dag. Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun sína um mistök við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. 26.3.2021 17:38 Boða hraðari afhendingu bóluefna í Evrópu Búist er við því að framleiðslugeta bóluefnaframleiðenda í Evrópu aukist á næstunni með opnun nýrra framleiðslustaða. Þetta muni skila sér í hraðari afhendingu bóluefna í álfunni. 26.3.2021 17:29 Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. 26.3.2021 17:07 Nauðgaði samstarfskonu sem hafði búið um hann á sófanum Þröstur Thorarensen, þrítugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu tvær milljónir króna í miskabætur. Landsréttur staðfesti með öllu fyrri dóm yfir Þresti úr héraði. 26.3.2021 16:59 Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26.3.2021 16:47 Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26.3.2021 16:21 Bein útsending: Blaðamannaverðlaun tilkynnt Klukkan 17 verður tilkynnt hverjir hljóta Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir síðasta ár. Vegna samkomutakmarkanna verður athöfnin í streymi. 26.3.2021 16:15 Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. 26.3.2021 15:19 Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26.3.2021 14:14 Um 400 unglingar í Hafnarfirði í sóttkví Allir 209 nemendur unglingadeildar Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru komnir í sóttkví eftir að nemandi í deildinni greindist með kórónuveiruna. 26.3.2021 14:12 Aflýsa öllum flugferðum vegna smits flugmanns Þorri starfsfólks flugfélagsins Ernis er í sóttkví eftir að kórónuveiru smit „læddist inn fyrir dyrnar“ líkt og það er orðað í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu flugfélagsins. 26.3.2021 13:49 Svona var blaðamannafundurinn vegna Rauðagerðismálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 14:03 vegna morðsins sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík í síðasta mánuði. Til umfjöllunar verður rannsókn embættisins á málinu. 26.3.2021 13:17 Atkvæðagreiðsla um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar í júní Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafa samþykkt að atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna fari fram þann 5. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mývatnsstofu. 26.3.2021 13:04 Áhyggjuefni að sá sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum á gosstöðvarnar Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að tengja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær við önnur tilfelli sem hafi komið upp síðustu daga. Tilefni sé til að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran finnist víðar en innan þess hóps sem tengist grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og reynt hefur verið að ná utan um. 26.3.2021 11:50 Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26.3.2021 11:45 Sjá næstu 50 fréttir
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum okkar tökum við stöðuna í Geldingadal þar sem var örtröð í gær en öllu rólegra í dag, hvað gesti varðar en ekki veður. Stormur er á svæðinu og gönguleiðinni lokað. 27.3.2021 18:01
Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27.3.2021 17:52
Valgarður leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi Valgarður Lyngdal Jónsson, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi á Akranesi, mun leiða lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. 27.3.2021 17:00
Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. 27.3.2021 16:23
„Af hverju vill heilbrigðisráðherra ekki þetta ferli?“ spyrja fæðinga- og kvensjúkdómalæknar „Ef leghálsskimunarsýni íslenskra kvenna væru unnin hérlendis myndu þau vera send beint inn á rannsóknarstofu Landspítalans frá sýnatökuaðilanum. Svarið við HPV fengist á 1-2 dögum og færist þá beint inn í rafræna skrá þar sem sýnatökuaðili sér svarið.“ 27.3.2021 15:02
Kýrnar á Hurðarbaki mjólka mest allra kúa á Suðurlandi Bændurnir á Hurðarbaki í Flóa voru verðlaunaðir í gær fyrir að vera með afurðahæsta kúabúið á Suðurlandi á síðasta ári. Kýrnar hjá þeim mjólkuðu að meðaltali 8.445 lítra en á bænum eru um 50 mjólkandi kýr. 27.3.2021 14:01
Löngu búinn að láta tattúa yfir Samfylkingarmerkið „Ég er löngu búinn að láta tattúa yfir það!“ svarar Páll Valur Björnsson, spurður að því hvort hann hyggist láta fjarlægja Samfylkingar-merkið af framhandlegg sínum eftir að hafa verið hafnað við uppstillingu á lista flokksins í Suðurkjördæmi. 27.3.2021 13:40
Víða pottur brotinn í lögreglunáminu fyrir norðan Gæðaráð íslenskra háskóla segir lítið traust hægt að bera til Háskólans á Akureyri um að tryggja gæði lögreglunáms á háskólastigi og góða upplifun nemenda af náminu. 27.3.2021 13:28
Allt að 37 prósenta verðmunur á páskaeggjum Bónus var oftast með lægsta verðið á páskaeggjum og Hagkaup með það hæsta samkvæmt verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á matvöru og páskaeggjum sem gerð var þann 25. mars. 27.3.2021 12:53
Mikið rusl á gossvæðinu: „Þetta er ekki útihátíðarsvæði“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn almannavarna segir að mikið hafi verið um tómar áfengisumbúðir og annað rusl á gossvæðinu í gær. Hann brýnir fyrir fólki að ganga vel um svæðið. 27.3.2021 12:30
Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27.3.2021 12:29
„Mögulega vísbending um að búið sé að ná utan um þetta“ Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví við greiningu. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mögulega vísbendingar um að búið sé að ná tökum á stöðunni þó of snemmt sé að fullyrða um slíkt. 27.3.2021 11:58
Hádegisfréttir Bylgjunnar Í hádegisfréttum Bylgjunnar fjöllum við um nýjustu vendingar í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Fjórir greindust með veiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. 27.3.2021 11:44
Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27.3.2021 11:32
Stúlkan er fundin Stúlkan sem lögreglan á Suðurnesjum lýsti eftir fyrr í dag er fundin. 27.3.2021 10:44
Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Af þeim voru allir í sóttkví við greiningu. 27.3.2021 10:44
„Þetta er bara skítaveður“ Veðrið mun ekki leika við fjölmarga landsmenn um helgina. Vonskuveður verður á gosstöðvunum og einfaldlega skítaveður að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 27.3.2021 10:21
Veðurfræðingur og náttúruvársérfræðingur beina því til fólks að fara ekki að gosinu í dag Hraunflæði úr gosinu í Geldingadölum hefur verið stöðugt í nótt. „Við sáum í gær að það hefur lokast af þarna svæði við gíginn sem hafði áður verði hægt að ganga að og hraunið rann aðeins meira í áttina að stikuðu gönguleiðinni. Annars hefur rennslið bara verið tiltölulega jafnt,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur um stöðuna á gosinu. 27.3.2021 07:48
Eldgosið stutt frá þar sem Hot Stuff fórst með fjórtán manns Þeirri tillögu hefur verið varpað fram að eldstöðin verði nefnd Hot Stuff, í virðingarskyni við áhöfn og farþega bandarískrar herflugvélar sem fórst á Fagradalsfjalli í síðari heimsstyrjöld. Í hópi þeirra sem létust var æðsti hershöfðingi Bandaríkjamanna í Evrópu. 27.3.2021 07:43
Beltislaus í framsætinu með sjö mánaða barn í fanginu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið um kvöldmatarleytið í gærkvöldi þar sem farþegi í framsæti hélt á ungabarni í fanginu. Þar voru á ferð foreldrar með sjö mánaða gamalt barn, sem þau sögðu hafa grátið mikið í bílstól sínum. 27.3.2021 07:12
Há leiga á Íslandi meðal ástæðna þess að útlendingar í atvinnuleit fljúga heim Hátt leiguverð hér á landi og þörf til að sinna veikum ættingjum í Póllandi eru meðal ástæðna þess að atvinnulausir Pólverjar dvelja í heimalandi sínu á meðan á atvinnuleit stendur. Þetta segir varaformaður Eflingar. 26.3.2021 22:02
Veðurgluggi í kvöld og nótt en ekkert útivistarveður um helgina Veðurgluggi er í kvöld og nótt fyrir almenning til þess að ganga að eldgosinu í Geldingadölum. Veður mun svo versna á morgun og fram yfir helgi. 26.3.2021 21:31
Þrír smitaðir til viðbótar í 25 manna hóp Fimm greindust með kórónuveiruna á landamærunum á Seyðisfirði við komu Norrænu á þriðjudag. Tveir þeirra greindust er þeir komu um borð í Norrænu í Hirtshals en þrír greindust til viðbótar við komuna til Íslands. Allir fimm eru hluti af tuttugu og fimm manna hóp sem kom saman í ferjuna. 26.3.2021 21:05
Hvað eiga skógrækt og pizzur sameiginlegt? „Klifur“ er nafni á nýrri vél fyrir skógræktarfélög landsins en hún klífur trjáboli til að búa til eldivið. Viðurinn er mjög vinsæll á pizzastöðum landsins. 26.3.2021 20:43
Hefðu átt að velja annan varaflugvöll áður en lagt var í „martraðarflugið“ Illa var staðið að vali á varaflugvelli miðað við veðurskilyrði þegar flugvél Icelandair var flogið til Manchester 23. febrúar 2017. Þá var óveðursboðum ekki gerð nægilega góð skil í flugáætlun umræddan morgun. Þetta kemur fram í lokaskýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var í dag. 26.3.2021 20:19
Heilsugæslunni tókst að bólusetja fleiri en voru boðaðir Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu tókst að bólusetja 4400 manns fædda árin 1946-1949 í dag. Fólk var afar ánægt með að fá loks bólusetningu og fáir sem gerðu athugasemd við að bólusett var með bóluefni Astra Zeneca. 26.3.2021 20:00
Með „einhver örlítil einkenni“ sem hann tengdi engan veginn við Covid Tvöfalt fleiri eru í sóttkví í dag en í gær eða um þrettánhundruð manns. Einn þeirra sex sem greindist smitaður af kórónuveirunni í gær var utan sóttkvíar. Flugmaður hjá flugfélaginu Erni smitaðist í gær og var utan sóttkvíar. 26.3.2021 20:00
Smyglaði fimm kílóum af hassi í jólapökkum Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karl og konu í fangelsi fyrir stórfelldan fíkniefnainnflutning til landsins í desember síðastliðnum. Karlinn hlaut tveggja ára dóm en konan átján mánuði. 26.3.2021 19:11
Telja sig vita hver hlutdeildarmaðurinn er Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu og eru fjórtán aðilar með réttarstöðu sakbornings. Rannsókn lögreglu snýr einnig að mögulegum hefndaraðgerðum gegn þeim sem liggja undir grun í málinu. Yfirlögregluþjónn segir að um sé að ræða flóknustu morðrannsókn hér á landi í seinni tíð. 26.3.2021 18:46
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Einn hefur játað á sig morðið í Rauðagerði en talið er að fleiri hafi verið að verki. Fjórtán manns eru með réttarstöðu sakbornings. 26.3.2021 18:05
Nadine verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins Tilkynnt var um verðlaunahafa Blaðamannaverðlaunanna í beinu streymi frá húsakynnum Blaðamannafélagsins í dag. Nadine Guðrún Yaghi, fréttamaður Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis, hlaut verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllun sína um mistök við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. 26.3.2021 17:38
Boða hraðari afhendingu bóluefna í Evrópu Búist er við því að framleiðslugeta bóluefnaframleiðenda í Evrópu aukist á næstunni með opnun nýrra framleiðslustaða. Þetta muni skila sér í hraðari afhendingu bóluefna í álfunni. 26.3.2021 17:29
Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. 26.3.2021 17:07
Nauðgaði samstarfskonu sem hafði búið um hann á sófanum Þröstur Thorarensen, þrítugur karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Þá var honum gert að greiða fórnarlambinu tvær milljónir króna í miskabætur. Landsréttur staðfesti með öllu fyrri dóm yfir Þresti úr héraði. 26.3.2021 16:59
Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26.3.2021 16:47
Helgi Seljan þverbraut siðareglur Ríkisútvarpsins ohf Siðanefnd Ríkisútvarpsins hefur dæmt í máli Samherja hf. gegn Helga Seljan og tíu öðrum starfsmönnum Ríkisútvarpsins. Helgi er dæmdur sekur um brot gegn siðareglum stofnunarinnar en hin tíu sleppa hins vegar með skrekkinn. Brot Helga teljast alvarleg. 26.3.2021 16:21
Bein útsending: Blaðamannaverðlaun tilkynnt Klukkan 17 verður tilkynnt hverjir hljóta Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands fyrir síðasta ár. Vegna samkomutakmarkanna verður athöfnin í streymi. 26.3.2021 16:15
Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. 26.3.2021 15:19
Játning liggur fyrir í Rauðagerðismálinu Einstaklingur í haldi hefur játað að hafa banað fertugum albönskum karlmanni þann 13. febrúar síðastliðinn. Lögregla telur játninguna passa við gögn og kenningar lögreglu. Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglu eftir hádegið. 26.3.2021 14:14
Um 400 unglingar í Hafnarfirði í sóttkví Allir 209 nemendur unglingadeildar Víðistaðaskóla í Hafnarfirði eru komnir í sóttkví eftir að nemandi í deildinni greindist með kórónuveiruna. 26.3.2021 14:12
Aflýsa öllum flugferðum vegna smits flugmanns Þorri starfsfólks flugfélagsins Ernis er í sóttkví eftir að kórónuveiru smit „læddist inn fyrir dyrnar“ líkt og það er orðað í stöðuuppfærslu á Facebooksíðu flugfélagsins. 26.3.2021 13:49
Svona var blaðamannafundurinn vegna Rauðagerðismálsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til blaðamannafundar í dag klukkan 14:03 vegna morðsins sem framið var í Rauðagerði í Reykjavík í síðasta mánuði. Til umfjöllunar verður rannsókn embættisins á málinu. 26.3.2021 13:17
Atkvæðagreiðsla um sameiningu Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar í júní Sveitarstjórnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar hafa samþykkt að atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaganna fari fram þann 5. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mývatnsstofu. 26.3.2021 13:04
Áhyggjuefni að sá sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum á gosstöðvarnar Sóttvarnalæknir segir að ekki sé hægt að tengja smitið sem greindist utan sóttkvíar í gær við önnur tilfelli sem hafi komið upp síðustu daga. Tilefni sé til að hafa áhyggjur af því að kórónuveiran finnist víðar en innan þess hóps sem tengist grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og reynt hefur verið að ná utan um. 26.3.2021 11:50
Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26.3.2021 11:45