Fleiri fréttir

Gjöró­líkir per­sónu­leikar Bidens og Trumps eigi eftir að hafa á­hrif á stefnuna

Albert Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra, segir viðbúið að margt muni breytast hvað varðar bandaríska utanríkisstefnu nú eftir að Joe Biden og hans stjórn hefur tekið við völdum í Bandaríkjunum að lokinni embættistíð Donalds Trump. Samkeppni Bandaríkjanna og Kína muni þó áfram vega þungt í bandarískri utanríkisstefnu. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti, tekur undir þetta og sér fram á breytta stefnu í málefnum Norðurslóða og samskiptum við bandamenn í Evrópu.

Telur elsta nafn Íslands vera Thymele og gríska sæfara hafa fundið landið

Grískur fréttamiðill segir nýja vísbendingu um að það voru Grikkir sem fundu Ísland á fjórðu öld fyrir Krist og að eyjan hafi fyrst verið kennd við altari. Breskur málvísindamaður telur að fyrsta nafn Íslands, sem gríski sæfarinn Pýþeas er sagður hafa gefið landinu, hafi ekki verið Thule heldur Thymele, sem á forngrísku þýðir altari.

„Hin miklu tíðindi“ eru þau að nú er kona varaforseti

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, óskar nýjum forseta Bandaríkjanna velfarnaðar nú þegar hann hefur tekið við embætti. Guðni hyggur að meiri áhersla verði lögð meðal annars á loftslagsmál og jafnréttismál í tíð nýrrar ríkisstjórnar í Bandaríkjunum frá því sem var í stjórnartíð Trump. Guðni segir ein stærstu tíðindin vera þau að í fyrsta sinn sé það nú kona sem gegni embætti varaforseta.

Höfðu varað við því að heilsugæslan væri ekki tilbúin

Kvensjúkdómalæknar höfðu varað við því að heilsugæslan væri ekki í stakk búin til að taka yfir krabbameinsskimanir um áramótin. Þeir segja of mikla óvissu ríkja sem auki líkur á mistökum. Kona sem greindist með alvarlegar frumubreytingar fær engin svör um hvenær hún fær að fara í frekari rannsóknir.

Vegrið vantar við tugi kílómetra vegarins um Ísafjarðardjúp

Rannsókn lögreglu á tildrögum banaslyssins sem varð í Skötufirði á laugardag er ekki lokið. Hálka var á veginum þegar slysið varð og afar lélegt símasamband var á svæðinu. Þá voru engin vegrið við veginn þar sem að bíllinn rann út af og hafnaði í sjónum. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að samkvæmt úttekt sem gerð var við Ísafjarðardjúp árið 2013 vanti vegrið á nokkurra tuga kílómetra kafla, meðal annars í Skötufirði, til að uppfylla núgildandi kröfur.

Rafræn bólusetningarvottorð aðgengileg á morgun

Þeir fyrstu sem fengu bólusetningu við covid-19 hér á landi fá sína seinni sprautu í dag og á morgun. Embætti landlæknis leggur nú lokahönd á rafræna lausn sem á að gera fólki kleift að nálgast bólusetningarvottorð í gegnum netið á heimasíðunni heilsuvera.is.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Joe Biden sór embættiseið og tók við völdum sem forseti Bandaríkjanna í dag. Við förum ítarlega yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en vænta má að stefnubreytingar í Hvíta húsinu muni hafa víðtæk áhrif, bæði vestanhafs og á alþjóðavísu.

Hækka viðbúnaðarstig og rýma svæði á Siglufirði

Veðurstofa Íslands hefur hækkað viðbúnaðarstig í hættustig vegna snjóflóðahættu á Norðurlandi. Ákveðið hefur verið að rýma svæði sem er syðst á Siglufirði og mun lögregla hafa samband við fólkið sem þarf að yfirgefa heimili sín.

Lögreglan lýkur brátt rannsókn á málinu í Ásmundarsal

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýkur væntanlega rannsókn sinni á hvort að sóttvarnarlög hafi verið brotin í Ásmundarsal á Þorláksmessu. Í framhaldinu verður hún send til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um framhaldið. 

Talinn hafa ekið of hratt og ekki gætt að við­vörunar­merkjum

Ökumaður bifhjóls sem lést í slysi á Innstrandavegi við Hrófá, suður af Hólmavík, í júní 2019 er talinn hafa ekið of hratt og ekki gætt að viðvörunarmerkjum um einbreiða brú og hættu. Hann hafi misst stjórn á hjólinu við nauðhemlun, fallið af því og kastast á kyrrstæðan bíl.

Samfélagið á Flateyri slegið

Rannsókn lögreglu á tildrögum banaslyssins í Skötufirði gengur vel en er ekki lokið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vestfjörðum. Bænastund verður haldin í Flateyrarkirkju í kvöld. Sóknarpresturinn segir slysið hafa mikil áhrif á samfélagið.

Hundruð viðbótarskammta með tilkomu betri sprautna

Nýjar sprautur gera það að verkum að hægt verður að ná aukaskammti upp úr hverju bóluefnaglasi sem kemur til landsins. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir nýju sprauturnar tryggja að ekki einn einasti dropi fari til spillis.

Fluttur með þyrlu á Landspítalann eftir umferðarslys á Vesturlandsvegi

Bílstjóri vöruflutningabíls var fluttur á slysadeild Landspítalans eftir að bíllinn fór út af Vesturlandsvegi í Melasveit. Afar hvasst er á svæðinu og gengur á með miklum hviðum. Þjóðveginum var lokað í á aðra klukkustund vegna slyssins en nú er umferð hleypt í gegn í hollum.

Gáfu forseta Íslands Alþingishátíðarstell frá 1930

Ragnar Önundarson, fyrrverandi bankastjóri og bankamaður, og eiginkona hans Áslaug Þorgeirsdóttir, sem kenndi heimilisfræði við Hofstaðaskóla um árabil, færðu embætti forseta Íslands veglega gjöf á dögunum. Fjallað var um gjöfina á vef embættisins í gær.

Segir ekki hægt að af­skrifa valda­tíð Trumps sem al­gjört frá­vik

Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir ekki hægt að afskrifa valdatíð Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, sem algjört frávik. Hann hafi sprottið úr jarðvegi sem hafi orðið til jafnt og þétt í Bandaríkjunum allt frá árinu 1970 þegar íhaldsöfl risu upp gegn ákveðinni frjálslyndisbylgju sem þá var.

Skíðaskáli Siglfirðinga færðist úr stað í snjóflóði

Snjóflóð féll á skíðasvæðinu á Siglufirði, sennilega í morgun. Egill Rögnvaldsson svæðisstjóri skíðasvæðisins segir í samtali við fréttastofu að erfitt sé að átta sig á umfangi flóðsins en mikill skafrenningur er á svæðinu og þurftu menn frá að hverfa.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um Joe Biden sem sver embættiseið sem 46. forseti Bandaríkjanna síðar í dag. Þá verður rætt við sóknarprestinn á Vesfjörðum um slysið hörmulega í Skötufirði og áhrif þess á samfélagið fyrir vestan

Líðan mannsins eftir atvikum góð

Líðan mannsins sem lifði af bílslysið í Skötufirði á laugardag er eftir atvikum góð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Maður á reynslu­lausn hand­tekinn fyrir búðar­hnupl

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann eftir að tilkynnt var um þjófnað úr verslun í hverfi 101 í Reykjavík. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maður í annarlegu ástandi hafi þar verið staðinn að því að stela vörum.

Ætlar að kyssa kallinn sinn strax eftir bólu­setningu

Til stendur að hefja bólusetningu 70 ára og eldri sem búa heima hjá sér í næstu viku. Sóttvarnalæknir og landlæknir sendu heilbrigðisstarfsfólki ráðleggingar í gær um hvernig bólusetja eigi eldri og hrumari einstaklinga við Covid-19. Þar kemur fram að vega og meta þurfi hvert tilvik fyrir sig.

Fatlaðar konur festist í ofbeldisfullum aðstæðum

Talið er að um þrjár af hverjum fjórum fötluðum konum verði fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Dæmi eru um aðtekin séu þeim hjálpartækin þannig að þær komist ekki burt úr ofbeldisfullum aðstæðum.

Ó­sam­mála um refsingu fyrir að af­neita Hel­förinni

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði í dag ásamt fleiri þingmönnum fram frumvarp til laga sem myndu gera það refsivert að afneita Helförinni. Refsingin gæti numið allt að tveggja ára fangelsi. Þingmaður Pírata er mótfallinn frumvarpinu. 

Um tíu ein­staklingar undir fer­tugu bráð­kvaddir á ári hverju

Í kringum tíu einstaklingar undir fertugu deyja svokölluðum skyndidauða hérlendis á hverju ári. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala, segir að yfirleitt sé það breytilegt eftir aldri hvað veldur því að einstaklingar verða bráðkvaddir.

Erfiðast að sjá fólk hrapa

Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson stefnir á að standa á toppnum á K2 áður en mánuðurinn er á enda. Hópurinn býr sig nú undir aftakaveður sem spáð er á morgun og bíður átekta á meðan það gengur yfir. Tveir hafa týnt lífi á fjallinu undanfarna daga.

Grunur um fleiri mál þar sem börn fá greitt fyrir nektar­myndir

Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir þrjú til sex mál fullorðinna einstaklinga sem greiða fyrir nektarmyndir af börnum til rannsóknar hjá embættinu. Grunur sé um fleiri mál af sama toga.

Áform um lögleiðingu neysluskammta fíkniefna í samráðsgátt

Áform heilbriðisráðherra um að leggja fram frumvarp sem heimilar vörslu takmarkaðs magns ávana- og fíkniefna eru komin í samráðsgátt stjórnvalda. Frumvarpinu yrði ætlað að stuðlað að því að taka skref í átt frá refsistefnu í málaflokknum.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Washington svipar til herstöðvar vegna aukinnar öryggisgæslu, segir íslensk kona sem er búsett í borginni. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Í borginni eru nú 25 þúsund þjóðvarðliðar við störf í vegna embættistöku Joes Biden á morgun.

Ríkið styrkir Landsbjörgu til kaupa á björgunarskipum

Ríkið styrkir Landsbjörgu um allt að 450 milljónir króna til kaupa á þremur björgunarskipum á árunum 2021-2023 samkvæmt samkomulagi sem var undirritað í dag. Auk þess var undirrituð viljayfirlýsing um kaup á sjö skipum til viðbótar á næstu tíu árum.

„Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“

Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði.

Leggja til að afneitun helfararinnar verði bönnuð

Frumvarp sem leggur til bann við afneitun helfararinnar var lagt fram á Alþingi í dag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Samfylkingar, er flutningsmaður frumvarpsins en þingflokkur Samfylkingar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og Andrés Ingi Jónsson, sem er utan flokka, standa einnig að málinu. 

Sjá næstu 50 fréttir