Fleiri fréttir

Fjöl­skyldan fer í aðra sýna­töku á morgun

Par um þrítugt og ungt barn þeirra, sem keyrðu út af veginum í Skötufirði fyrr í dag og út í sjó, fara í seinni sýnatöku á morgun. Þau voru á leið heim til sín eftir að hafa verið erlendis og fóru í sýnatöku við komuna til landsins sem skilaði neikvæðum niðurstöðum.

„Áhættan er aldrei núll“

Sóttvarnalæknir segir hættuna á því að hið svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar verði ráðandi hér á landi, líkt og óttast er að gerist í Bandaríkjunum, velta á því hversu vel gangi á landamærum.

Fjölskylda flutt með þyrlu til Reykjavíkur eftir slysið

Þau þrjú sem voru í bílnum sem fór í sjóinn í Skötufirði voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík með þyrlum Landhelgisgæslunnar nú eftir hádegi. Komið var með fólkið á Borgarspítalann á öðrum tímanum.

Enginn greindist innan­lands í gær

Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta hefur fréttastofa fengið staðfest frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni.

Búast ekki við að rýmingu verði af­létt strax

Rýming er enn í gildi á Seyðisfirði og fylgjast sérfræðingar náið með stöðunni. Talsverðri úrkomu var spáð á Seyðisfirði í nótt en var hún þó minni en búist var við. Sérfræðingar gera allt eins ráð fyrir því að úrkoman gæti orðið meiri í dag.

Skip­verjum létt að málinu sé lokið en furða sig á refsingunni

Skipverjum á Júlíusi Geirmundssyni sem smituðust af Covid-19 í veiðiferð um borð í skipinu er létt að máli vegna veikinda þeirra sé lokið en óvissan hefur verið þeim þungbær. Einhverjir þeirra séu þó undrandi á dómi skipstjóra togarans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Verkalýðsfélagi Vestfjarða.

Segir aðgerðir á landamærum ekki geta verið mildari

Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna, segir að einhvern veginn þurfi að girða fyrir að fólk geti komist hjá því að sæta sóttkví. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í gær að frá og með deginum í dag yrði skylda fyrir þá sem koma til landsins að fara í tvöfalda skimun með fimm daga sóttkví á milli. Þeim sem neita verður meinaður aðgangur að landinu.

Sveimandi lægð stjórnar veðri helgarinnar

Veðri helgarinnar er stjórnað af lægð sem sveimar um landið. Sökum nálægðar hennar við landið er veður fjölbreytt á landinu, austlæg átt og rigning austanlands framan af degi en breytilegar áttir í öðrum landshlutum.

Barðstrendingar fá ekki skólann sinn opnaðan

Bæjarstjóri Vesturbyggðar segir ekki standa til að opna aftur grunnskólann á Barðaströnd. Sveitarfélagið skoði hins vegar að bjóða foreldrum yngstu barnanna upp á þjónustu dagforeldra í sveitinni svo ekki þurfi að aka þeim yfir fjallveg.

Seyð­firðingar fá aukna sál­fræði­þjónustu

Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið veitt 17 milljóna króna viðbótarfjárframlagi til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu Seyðfirðinga vegna aurskriðanna sem féllu í desember. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins.

Hluti Seyðis­fjarðar rýmdur vegna mikillar úr­komu

Lögreglustjórinn á Austurlandi í samráði við Ríkislögreglustjóra og Veðurstofu Íslands hefur ákveðið að rýma hluta Seyðisfjarðar vegna úrkomuspár. Stefnt er að því að rýmingu verði lokið klukkan tíu í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embætti ríkislögreglustjóra.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Allir sem koma til landsins þurfa nú að fara í tvöfalda skimun frá og með deginum í dag. Ástæðan er ítrekuð sóttkvíarbrot farþega. Við ræðum við Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um þessa ákvörðun hennar.

Hæst­á­nægður með skimunar­skylduna og vonar að ræðan hafi hjálpað

Sigurgeir Sigmundsson yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að ákvörðun heilbrigðisráðherra um að skylda alla í tvöfalda skimun á landamærum sé mikið ánægjuefni. Hann þakkar ríkisstjórninni fyrir skjót viðbrögð. Enn eigi þó eftir að útfæra framkvæmd reglugerðarinnar á flugvellinum.

Starfsmanni í Skarðshlíðarskóla sagt upp vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni

Starfsmanni við Skarðshlíðarskóla hefur verið sagt upp störfum vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Þetta herma heimildir fréttastofu. Skólastjóri í Skarðshlíðarskóla hefur eftir lögreglu að ekkert bendi til þess að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað innan veggja skólans eða í skólastarfi á vegum skólans.

Slasaður vélsleðamaður hífður upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar

Laust fyrir klukkan hálf tvö fékk Lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynningu um vélsleðaslys í Tröllaskaga nálægt Lágheiði. Viðbragðsaðilar á svæðinu voru ræstir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar og þá var aðgerðarstjórn virkjuð á Akureyri.

Bólusetningarvottorð tekin gild á landamærum

Heilbrigðisráðherra hefur samþykkt tillögu vinnuhóps um vottorð, þess efnis að bólusetningarvottorð sem uppfylla leiðbeiningar sóttvarnalæknis og gefin eru út í EES/EFTA-ríki, verði tekin gild á landamærum Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.

Furðar sig á á­kvörðun heil­brigðis­ráð­herra og spyr hvað hafi eigin­lega breyst

Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis telur stjórnvöld ekki hafa heimild í lögum til að skylda alla farþega sem koma til landsins í tvöfalda skimun, líkt og heilbrigðisráðherra tilkynnti í hádeginu. Helga Vala furðar sig á því að ráðherra telji sig hafa heimild til þess núna og spyr hvað hafi breyst frá því að málið kom til álita í síðustu viku.

Segir leitt að missa 4×4 og hafnar á­sökunum um harð­línu­stefnu

„Okkur finnst mjög leiðinlegt að missa 4×4. Það eru mjög mörg mál sem við eigum sameiginleg og hagsmunir sem við eigum sameiginlega.“ Þetta segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, um ákvörðun Ferðaklúbbsins 4×4 að segja sig úr Landvernd. Hún hafnar ásökunum klubbsins um að Landvernd hafi rekið stefnu undanfarin ár sem hafi verið öfgakennd og markast af harðlínu.

250 milljónir í nýtt gras­æfinga­svæði Fram í Úlfarsár­dal

Borgarráð hefur heimilað umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar að bjóða út framkvæmdir vegna nýs grasæfingasvæði fyrir knattspyrnuiðkun á íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal. Þar verða tveir æfingavellir með vökvunarkerfi, en kostnaðaráætlun hljóðar upp á 250 milljónir króna.

Litakóðunarkerfi á landamærum frá og með 1. maí

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að frá og með 1. maí verði tekið upp litakóðunarkerfi á landamærum. Áfram verði tvöföld skimun á landamærum fyrir rauð lönd en einstaklingar sem koma frá grænum og appelsínugulum löndum verður boðið upp á að mæta með neikvætt PCR próf og fara svo í staka skimun á landamærum.

Lýsti strax þakklæti til íslensku þjóðarinnar

Guðmundur Felix Grétarsson er einstaklega þakklátur þeim stuðningi sem hann hefur fengið frá íslensku þjóðinni. Þetta segir Sylwia Nowakowska Gretarsson, eiginkona Guðmundar, í samtali við fréttastofu. Tímamót urðu á miðvikudag þegar Guðmundur Felix undirgekkst ágræðslu á báðum handleggjum alveg upp við axlir og var aðgerðin söguleg í heimi læknavísindanna.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum okkar fjöllum við um væntanlegar breytingar á reglum á landamærum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn og yfirlýsingu frá Pfizer sem barst í morgun um að bóluefnisskammtar sem hingað berast verði færri en áður var áætlað.

Bein útsending: Hvernig bregst ríkisstjórnin við nýjustu tillögu Þórólfs?

Ríkisstjórnin situr nú á reglulegum föstudagsfundi í Ráðherrabústaðnum. Samkvæmt heimildum Vísis eru aðgerðir á landamærum stóra mál fundarins og von á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrar og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fari yfir stöðuna og kynni jafnvel breytingar á fyrirkomulagi á landamærum að fundi loknum.

Fimm greindust innan­lands

Fimm greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær. Fjórir þeirra sem greindust voru í sóttkví, en einn ekki. Sjö greindust á landamærum.

„Núna erum við að ljúka mjög erfiðri lotu“

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að það sem standi upp úr fyrir honum í baráttunni við kórónuveiruna síðasta árið sé samstaða þjóðarinnar.

Gul viðvörun á Austfjörðum vegna mikillar rigningar

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna talsverðrar eða mikillar rigningar. Viðvörunin tekur gildi klukkan eitt í nótt og stendur til klukkan þrjú síðdegis á morgun, laugardag. Þá á að draga úr úrkomuákefð.

Sjá næstu 50 fréttir