Fleiri fréttir

Bein út­sending: Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Fimmtán greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands síðasta sólarhringinn. Ekki hafa fleiri greinst á einum degi á einni viku. Rætt verður við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni í fréttatímanum.

Fimmtán greindust innanlands

Fimmtán manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands síðasta sólarhringinn. Þrettán þeirra voru í sóttkví við greiningu samkvæmt nýjustu tölum landlæknis og almannavarna.

Djúp lægð fjarlægist landið

Gera má ráð fyrir norðan og norðvestan 8-15 metrum á sekúndu með ringingu eða snjókomu um landið norðanvert, en lítilli úrkomu annars staðar.

Yfirlögregluþjónar stefna vegna umdeildra kjarabóta

Hópur yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna hefur stefnt ríkislögreglustjóra og ríkinu vegna ákvörðunar um að afturkalla samninga sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við þá og bætti launakjör þeirra og lífeyrirsgreiðslur.

Bein útsending: Umhverfisþing Pírata

Umhverfisþing Pírata hefst klukkan 11 og stendur til 14. Meðal framsögufólks eru Andri Snær Magnason, Auður Önnu Magnúsdóttir og Kristín Vala Ragnarsdóttir.

Á­rekstur á Sæ­braut

Tveir sendibílar rákust saman á mótum Sæbrautar og Kringlumýrarbrautar skömmu fyrir klukkan níu í morgun.

Lýsir eftir grárri Mercedes Benz-bifreið

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir grárri Mercedes Benz-bifreið árgerð 2008 með bílnúmerinu TN-L25. Síðast var vitað um bifreiðina í Mosfellsbæ klukkan tvö í nótt.

Um þrjú hundruð dómar Landsréttar mögulega í húfi

Óvissa er sögð ríkja um afdrif fleiri en þrjú hundruð dóma sem fjórir dómarar við Landsrétt kváðu upp staðfesti yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu dóm hans frá því í fyrra um að dómararnir hafi verið ranglega skipaðir.

Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit

Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.

„Núna er bara kominn tími til að opna skólana“

Glugginn er núna – opnum skólana, segir móðir framhaldsskólanema sem hefur áhyggjur af langtímaáhrifum af lokun þeirra. Nýnemar segjast sorgmæddir yfir að missa af fyrsta árinu sínu, sem hafi átt að vera besta árið. Menntamálaráðherra fullyrðir að unnið sé að úrbótum.

Nýorkubílar rúmlega helmingur nýskráðra bíla

Ríflega helmingur allra nýskráðra bíla á þessu ári eru nýorkubílar. Borgarstjóri segir Reykjavík ætla að vera leiðandi í aðgengi almennings að hleðslu rafbíla þannig að það eigi ekki að hindra þróun bílaflotans yfir í græna orku.

Braut á bestu vinkonu sinni á Vestfjörðum

Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi til fimm ára fyrir að nauðga konu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða í dag.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Fjallað verður um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fengin viðbrögð frá formanni Öryrkjabandalagsins og forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins í beinni útsendingu.

Lögðu hald á um 1.300 kanna­bis­plöntur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Reykjavík í gær og lagði hald á mikið magn af fíkniefna eða um þrettán hundruð kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar.

Bein útsending: Hádegisfréttir Bylgjunnar

Tíu greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær og af þeim voru sex í sóttkví en fjórir ekki. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni.

Tíu greindust innan­lands

Tíu greindust með kórónu­veiruna innan­lands í gær. Sex af þeim voru í sóttkví við greiningu.

Efast um að þriðju bylgjuna megi rekja til frönsku ferða­mannanna

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi.

Borgin komin í jólabúninginn

Reykjavíkurborg er komin í jólabúninginn nú þegar allar hefðbundnu jólaskreytingarnar eru komnar upp, en alls verða tvö hundruð þúsund perur tendraðar í borginni, sem samsvarar um tuttugu kílómetrum af seríum.

Grunur um vopna­burð reyndist rangur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti nú síðdegis.

Innan við helmingur heimila með fullnægjandi eldvarnir

Sex hafa látið lífið í fjórum eldsvoðum á þessu ári og hafa dauðsföll af völdum bruna ekki verið fleiri á einu ári undanfarinn áratug. Þá er brunavörnum ábótavant á tæplega helmingi heimila landsins. Tveimur eldvarnaátökum var ýtt úr vör í dag.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.