

Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.
Karlmaður sem slasaðist alvarlega á hjóli á leið heim úr vinnu fær tæpar fjórtán milljónir króna í bætur frá Verði eftir að Landsréttur dæmdi honum í vil í dag. Héraðsdómur Reykjavíkur hafi áður dæmt Verði í vil.
Mikil eftirspurn er eftir hvolpum þessa dagana. Hundaræktandi segist velja fjölskyldurnar vel enda sé hundaeign langtíma skuldbinding og gífurleg vinna.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það koma til greina að lög verði sett á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar til að binda endi á það.
Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem boðaðar voru í dag gott skref, verið sé að boða meiri vissu í efnahagsmálum.
Glugginn er núna – opnum skólana, segir móðir framhaldsskólanema sem hefur áhyggjur af langtímaáhrifum af lokun þeirra. Nýnemar segjast sorgmæddir yfir að missa af fyrsta árinu sínu, sem hafi átt að vera besta árið. Menntamálaráðherra fullyrðir að unnið sé að úrbótum.
Ríflega helmingur allra nýskráðra bíla á þessu ári eru nýorkubílar. Borgarstjóri segir Reykjavík ætla að vera leiðandi í aðgengi almennings að hleðslu rafbíla þannig að það eigi ekki að hindra þróun bílaflotans yfir í græna orku.
Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi til fimm ára fyrir að nauðga konu. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða í dag.
Atvinnuleysis- og örorkubætur verða hækkaðar á næsta ári. Þá geta rekstraraðilar sem verða fyrir 60 prósenta tekjufalli sótt um svokallaða viðspyrnustyrki. Ríkistjórnin kynnti efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins í dag.
Spegillinn hafnar því algerlega að í pistli sem birtur var á mánudaginn síðastliðinn um efni í skýrslu GRECO samtakanna um íslenska stjórnsýslu hafi fréttamaður Spegilsins ekki greint rétt frá efninu.
Fjallað verður um efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fengin viðbrögð frá formanni Öryrkjabandalagsins og forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins í beinni útsendingu.
Landsréttur hefur sýknað karlmann á þrítugsaldri af ákæru fyrir nauðgun með því að hafa samræði við unga konu sem gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunarástands og svefndrunga.
Ísland, Noregur og Bretland hafa komist að samkomulagi að bráðabirgðafríverslunarsamningi, sem mun taka gildi 1. janúar næstkomandi þar til fríverslunarsamningur milli ríkjanna er í höfn.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Ævari Annel Valgarðssyni, 20 ára.
Veðurstofa Íslands varar við norðvestan eða vestan hvassviðri á Austfjörðum og Suðausturlandi í nótt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Reykjavík í gær og lagði hald á mikið magn af fíkniefna eða um þrettán hundruð kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar.
Félag íslenskra öldrunarlækna (FÍÖ) segir að ekki sé gert ráð fyrir starfsemi öldunarlækningadeilda á nýjum spítala við Hringbraut.
Reglugerðin kveður á um að tónlistarskólum verði heimilt að sinna einstaklingskennslu en halda skuli tveggja metra reglu milli starfsfólks og nemenda.
Sóttvarnalæknir segir það vel þekkt innan faraldsfræða að veira liggi í dvala í ákveðinn tíma áður en hún tekur að greinast í fólki í einhverjum mæli.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði til á ríkisstjórnarfundi í morgun að núverandi fyrirkomulag á landamærum gildi áfram til 1. febrúar.
Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og fjölgaði þannig um sex milli daga. Sóttvarnalæknir segir þó að um sé að ræða eðlilega dagbundna sveiflu.
Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og af þeim voru sex í sóttkví en fjórir ekki. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við Þórólf Guðnason sóttvarnalækni.
Tíu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sex af þeim voru í sóttkví við greiningu.
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setur spurningamerki við að tveir franskir ferðamenn sem komu til Íslands í ágúst og reyndust smitaðir af kórónuveirunni hafi verið valdur að þriðju bylgju faraldursins sem nú gengur yfir hér á landi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í gær og seint í gærkvöldi sem lauk með handtöku tveggja karlmanna. Þetta herma heimildir fréttastofu.
Borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður fjölmenningaráðs segir gagnrýni Sigurðar Inga Jóhannssonar sveitarstjórnarráðherra á pari við að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum.
Dómsmálaráðherra hefur gagnrýnt fréttaflutning RÚV um hvernig íslensk stjórnvöld hafi brugðist við tilmælum GRECO ætluðum til að draga úr spillingu.
Dómsmálaráðuneytið skoðar nú mál fanga sem liggur alvarlega veikur á gjörgæsludeild en hann var fluttur með sjúkrabíl frá fangelsinu á Hólmsheiði á Landspítalann 8. nóvember síðastliðinn.
Sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps lýsir yfir þungum áhyggjum af samgönguöryggi íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum.
Hjónum í Fagrahjalla í Kópavogi var verulega brugðið um þrjúleytið í nótt þegar þau áttuðu sig á því að bjart bál var á lóð þeirra.
Reykjavíkurborg er komin í jólabúninginn nú þegar allar hefðbundnu jólaskreytingarnar eru komnar upp, en alls verða tvö hundruð þúsund perur tendraðar í borginni, sem samsvarar um tuttugu kílómetrum af seríum.
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir ekki nóg að grípa til aðgerða vegna fyrirtækja í vanda í kórónuveirufaraldrinum. Nota eigi tækifærið og ráða í störf hjá hinu opinbera þar sem lengi hafi verið skortur á starfsfólki.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af þremur mönnum í fjölbýlishúsi í Fellahverfi í Breiðholti nú síðdegis.
Sex hafa látið lífið í fjórum eldsvoðum á þessu ári og hafa dauðsföll af völdum bruna ekki verið fleiri á einu ári undanfarinn áratug. Þá er brunavörnum ábótavant á tæplega helmingi heimila landsins. Tveimur eldvarnaátökum var ýtt úr vör í dag.
Starfsfólk hinna ýmsu stofnana borgarinnar hafa í kórónuveirufaraldrinum tekið að sér heimilisstörf í neyðarskýlum og hringt í næstum 800 eldri borgara. Sumir hváðu þegar ég kynnti mig sem þjónustustjóra Listasafns Reykjavíkur, segir starfsmaður.
Barnshafandi vinkonur, sem eru settar örfáum dögum áður en ný lög um fæðingarorlof taka gildi, vonast til að ganga fram yfir til að lögin eigi við um þær. Þær eru þó gagnrýnar á ósveigjanleika nýju laganna.
Svo gæti farið að engin björgunarþyrla verði starfhæf hjá Landhelgisgæslunni um miðja næstu viku ef ekki næst að semja í kjaradeilu hluta flugvirkja Gæslunnar.
Síðdegis í dag varð skjálfti af stærðinni 3,0 um sjö kílómetrum suðaustan af Flatey á Skjálfanda. Tilkynningar hafa borist Veðurstofu Íslands um að skjálftinn hafi fundist í byggð.
Neyðarástand er yfirvofandi hjá Landhelgisgæslunni vegna verkfalls flugvirkja. Sú staða blasir við að þyrlufloti gæslunnar stöðvist á næstu dögum. Rætt verður við Georg Kr. Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, í beinni útsendingu í fréttatíma Stöðvar 2.
Útlit er fyrir að miðbær Kópavogs muni taka stakkaskiptum á næstu árum. Samkvæmt breytingum á aðalskipulagi og deiliskipulagi sem hafa verið samþykktar til kynningar verða 550 íbúðir á svæðinu.
Ívar Örn Ívarsson, sem krafðist þess að íslenska ríkið yrði gert skaðabótaskýlt vegna líkamstjóns sem hann varð fyrir við handtöku árið 2010, tapaði máli sínu í Hæstarétti í dag.
Styrkur svifryks var nærri tvöfalt hærri en heilsuverndarmörk gera ráð fyrir á mælistöð við Grensásveg í gær. Mengun hefur áfram verið viðvarandi í frosti og stillu í borginni í dag þrátt fyrir að borgin hafi látið rykbinda götur. Nagladekk eru sögð vega þungt í svifryksmengun af þessu tagi.
Landhelgisgæslan segir neyðarástand yfirvofandi vegna verkfalls flugvirkja. Nú blasi við að þyrlufloti Landhelgisgæslunnar stöðvist á næstu dögum, í síðasta lagi um miðja næstu viku.
Karlmaðurinn sem birti myndband af sér á Facebook um síðustu helgi þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni fékk dæmdar 1,5 milljónir króna í bætur vegna líkamsárásar sem hann varð fyrir í ágúst í fyrra. Ákærði í málinu hlaut tæplega fjögurra ára dóm.