Fleiri fréttir

Þrjú aðildarfélög Kennarasambandsins semja

Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla skrifuðu undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt og í morgun.

Hálf öld frá brunanum á Þingvöllum

Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá brunanum sem var mikið reiðarslag fyrir þjóðina. Forsætisráðherrahjónin, ásamt dóttursyni þeirra, höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt.

Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli

Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki.

Fimm milljónir í að rífa upp ársgamalt undirlag

Loka hefur þurft af ákveðið svæði Breiðholtslaugar vegna framkvæmda við undirlag leiktækja við laugina. Leiktækin og undirlag þeirra var sett upp síðasta sumar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar nú kosti um fimm milljónir króna.

Fjölskyldan fer í sóttkví í húsbíl á Vestfjörðum

Þorvaldur Flemming Jensen er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem búa erlendis en hyggjast koma til landsins í frí. Þorvaldur viðurkennir að hann hafi verið tvístígandi og segir fyrirkomulag með fjögurra daga sóttkví íslenskra ríkisborgara enn þá vera óljóst.

Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt

Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt.

Áreitti fólk á Austurvelli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í mjög annarlegu ástandi við Austurvöll upp úr klukkan hálf sex í gærkvöldi. Sá hafði verið að áreita fólk.

Síma­mótið spilað á 37 völlum

Símamótið fer fram í Kópavogi á morgun og um helgina. Að hámarki fimm hundruð manns mega koma saman í einu samkvæmt sóttvarnareglum en von er á tæplega 2500 þátttakendum á mótinu. Þeim fylgja þó foreldrar, dómarar og aðrir gestir.

Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu

Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu.

Vísar á­sökunum um van­rækslu gjafa á bug

Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, vísar á bug ásökunum um að skólinn hafi svívirt minningu konu hvers afkomendur ánöfnuðu Háskólanum jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Alls fóru rúmlega ellefu þúsund farþegar úr landi um Leifstöð í júní. Af erlendum ferðamönnum voru Þjóðverjar og Danir fjölmennastir. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Jarðskjálfti við Grindavík að stærð 3,3

Jarðskjálfti að stærð 3,3 mældist klukkan korter yfir fjögur síðdegis um 3,5 kílómetra norðaustan við Grindavík. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið.

Hreinsun langt komin í Hrísey

Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum.

Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“

Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun.

Svona var 84. upplýsingafundurinn

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2.

Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri

Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs.

Sjá næstu 50 fréttir