Fleiri fréttir

Minningarathöfn um forsætisráðherrahjón og barnabarn þeirra
Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá því að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Íslands, Sigríður Björnsdóttir eiginkona hans og fjögurra ára dóttursonur þeirra fórust í eldsvoða í ráðherrabústaðnum.

Allir umsækjendur með stúdentspróf sem fengu synjun fá skólavist
Háskólaráð Háskólans á Akureyri samþykkti á fundi sínum í morgun að allir umsækjendur með stúdentspróf munu fá jákvætt svar um skólavist fyrir lok dags í dag.

Þrjú aðildarfélög Kennarasambandsins semja
Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla skrifuðu undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga í nótt og í morgun.

Hálf öld frá brunanum á Þingvöllum
Minningarathöfn verður haldin á Þingvöllum í dag til minnast þess að hálf öld er liðin frá brunanum sem var mikið reiðarslag fyrir þjóðina. Forsætisráðherrahjónin, ásamt dóttursyni þeirra, höfðu farið 9. júlí 1970 í ráðherrabústaðinn á Þingvöllum til að dvelja þar yfir nótt.

800 milljóna styrkur til HÍ og annarra samstarfsskóla
Evrópusambandið mun veita allt að fimm milljónum evra til Aurora-háskólanetsins á næstu þremur árum, sem samsvarar um 800 milljónum íslenskra króna

Tillögum að fiskeldi í Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði skilað inn
Tillögur Hafrannsóknarstofnunar að afmörkun fiskeldissvæða í tveimur fjörðum á Austurlandi eru komnar á borð skipulagsstofnunar.

Býst við að ágreiningurinn verði að dómsmáli
Ríkislögreglustjóri á fastlega von á því að fyrirhugaðar breytingar á samningum við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna verði að dómsmáli. Hún segir það ekki vera réttlátt að fámennur hópur í starfsliðinu njóti sérlífeyriskjara sem aðrir geri ekki.

Gjaldkerinn í ársfangelsi fyrir milljónafjárdrátt sem varð að „spennu og fíkn“
Fyrrverandi gjaldkeri Björgunarfélags Árborgar var í dag í Héraðsdómi Suðurlands dæmdur í ársfangelsi fyrir umfangsmikinn fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu sem gjaldkeri árin 2010 til 2017.

Fjórir greindust með veiruna við landamærin
Þrír eru með mótefni við veirunni og því ekki smitandi en einn bíður eftir mótefnamælingu.

Fimm milljónir í að rífa upp ársgamalt undirlag
Loka hefur þurft af ákveðið svæði Breiðholtslaugar vegna framkvæmda við undirlag leiktækja við laugina. Leiktækin og undirlag þeirra var sett upp síðasta sumar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar nú kosti um fimm milljónir króna.

Fjölskyldan fer í sóttkví í húsbíl á Vestfjörðum
Þorvaldur Flemming Jensen er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga, sem búa erlendis en hyggjast koma til landsins í frí. Þorvaldur viðurkennir að hann hafi verið tvístígandi og segir fyrirkomulag með fjögurra daga sóttkví íslenskra ríkisborgara enn þá vera óljóst.

Una dóttir Svandísar heilbrigðisráðherra alvarlega veik
Svandís Svavarsdóttir greinir frá veikindum dóttur sinnar á Facebook.

Laxveiðimenn með hland fyrir hjarta vegna dræmrar veiði
Smálaxinn lætur á sér standa og ef ekki koma góðar göngur þessa daga stefnir í lélegt laxveiðisumar.

Flugfreyjur og Icelandair á fund ríkissáttasemjara í dag
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins, fyrir hönd Icelandair, hittast á fundi klukkan þrjú hjá ríkissáttasemjara í dag til að fara yfir stöðuna á ný.

Áliti ríkislögreglustjóra verður andmælt
Lögmaður Landssambands lögreglumanna telur lögfræðiálit sem Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur aflað ekki standast. Hann vinnur að lögfræðiáliti þar sem sjónarmiðum þess er andmælt.

Áreitti fólk á Austurvelli
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af manni í mjög annarlegu ástandi við Austurvöll upp úr klukkan hálf sex í gærkvöldi. Sá hafði verið að áreita fólk.

Segir rétta tímann núna til að reisa sex milljarða sveitahótel
Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta Hótels á Hellu, er byrjaður á sex milljarða króna framkvæmdum við hótel á eyðijörðinni Orustustöðum austan Kirkjubæjarklausturs. Það verður langstærsti vinnustaður Skaftárhrepps.

Símamótið spilað á 37 völlum
Símamótið fer fram í Kópavogi á morgun og um helgina. Að hámarki fimm hundruð manns mega koma saman í einu samkvæmt sóttvarnareglum en von er á tæplega 2500 þátttakendum á mótinu. Þeim fylgja þó foreldrar, dómarar og aðrir gestir.

Þrastarungi sem víkur ekki frá ellefu ára dreng vekur hann með fuglasöng
Hinn ellefu ára Kári Kamban á heldur óvenjulegt gæludýr, en hann tók að sér munaðarlausan þrastarunga. Þrestinum finnst skemmtilegt að fara í göngutúra og vekur Kára klukkan átta á morgnanna með fuglasöng.

Ríkið býst við reikningi fyrir skimuninni frá Íslenskri erfðagreiningu
Forsætisráðuneytið hefur rætt við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, um að hann sendi reikning fyrir skimun fyrir kórónuveirunni. Mögulegt er að kostnaður við greiningu sýna sem eru tekin á Keflavíkurflugvelli aukist þegar Landspítalinn tekur við skimuninni af fyrirtækinu.

Haraldur hafði ekki heimild til að semja um kjarabætur nokkurra lögregluþjóna
Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri hafði ekki heimild til að semja við yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna um kjarabætur.

Tekist á um skerðingu á hvíldartíma og aukið vinnuframlag
Icelandair er í kapphlaupi við tímann að ljúka samningum við flugfreyjur um kjaraskerðingu og Boeing um afhendingu Max flugvélanna áður en ráðist verður í hlutafjárútboð snemma í næsta mánuði.

Faxaflóahafnir verða af hundruðum milljóna króna
Algert hrun hefur orðið í komum skemmtiferðaskipa til Faxaflóahafna og annarra hafna í landinu á þessu ári vegna kórónuveirufaraldurins.

Þjóðverjar og Danir fjölmennastir þeirra ellefu þúsund ferðamanna sem fóru úr landi um Leifsstöð í júní
Þjóðverjar og Danir voru fjölmennastir þeirra ellefu þúsund ferðamanna sem fóru úr landi um Leifsstöð í júní. Eftir mánaðarmót verður áhersla líklega lögð á að skima Íslendinga við komuna til Íslands.

Hálendisleiðin um Sprengisand opnuð í dag
Hálendisleiðin um Sprengisand opnaðist í dag, en þetta er hálfum mánuði seinna en í fyrra sem þessi drottning íslenskra fjallvega verður fær.

Vísar ásökunum um vanrækslu gjafa á bug
Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, vísar á bug ásökunum um að skólinn hafi svívirt minningu konu hvers afkomendur ánöfnuðu Háskólanum jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum.

Kvöldfréttir Stöðvar 2
Alls fóru rúmlega ellefu þúsund farþegar úr landi um Leifstöð í júní. Af erlendum ferðamönnum voru Þjóðverjar og Danir fjölmennastir. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Jarðskjálfti við Grindavík að stærð 3,3
Jarðskjálfti að stærð 3,3 mældist klukkan korter yfir fjögur síðdegis um 3,5 kílómetra norðaustan við Grindavík. Fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið.

Hreinsun langt komin í Hrísey
Hreinsunarstarf eftir frystihúsbruna í Hrísey er langt komið. Verktaki telur að allt í allt þurfi að flytja um 200 tonn af eyjunni. Talið er að kviknað hafi í frystihúsinu af mannavöldum.

Hafa boðið starfsmönnum vinnu í öðrum fangelsum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir það hafa verið þungbæra ákvörðun að loka fangelsinu á Akureyri.

Skólinn hafi leyft rausnarlegri gjöf ömmunnar að breytast í „sögusvið hryllingsmyndar“
Barnabarn konu, sem ásamt systkinum sínum ánafnaði Háskólanum á Akureyri jörðina Végeirsstaði, húsakost, málverkasafn og fjármuni fyrir rúmum tveimur áratugum, segir skólann „svívirða minningu“ hennar með því að hafa ekki hirt um uppihald jarðarinnar.

Mánuð til viðbótar í gæsluvarðhaldi vegna brunans
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag karlmann á sjötugsaldri, sem var handtekinn í kjölfar brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg, í áframhaldandi gæsluvarðhald til 6. ágúst.

Ekki forsvaranlegt að leggja allan kostnað á ferðamenn
Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar.

Hrósaði UMFÍ fyrir „mjög ábyrga en erfiða ákvörðun“
Framkvæmdanefnd Ungmennafélags Íslands hefur ákveðið að fresta unglingalandsmóti sínu sem halda átti undir lok mánaðarins. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hrósar Ungmennafélaginu mjög fyrir að hafa tekið þessa ákvörðun.

Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið
Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin.

Mun líklega mæla með því að skemmti- og veitingastaðir fái að hafa opið lengur
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur líklegt að hann muni áfram mæla með 500 manna hámarksfjölda á fjöldasamkomum út ágústmánuð. Hins vegar er til skoðunar að rýmka opnunartíma veitinga- og skemmtistaða fyrir næstu mánaðamót.

Sjáðu kynningarmyndbandið Visiting Iceland
Á upplýsingafundi Almannavarna í dag var sýnt brot af kynningarmyndbandinu Visiting Iceland – Official travel information.

Hægt að sækja um stuðningslán
Stjórnendur fyrirtækja geta nú sótt um hin svokölluðu stuðningslán í gegnum vefinn Island.is

Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag.

Svona var 84. upplýsingafundurinn
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2.

Segir vegabætur með styttingu leiðar valda auknum útblæstri
Skipulagsstofnun hafnar þeim rökum Vegagerðarinnar í umhverfismati vegna Dynjandisheiðar að stytting leiðar með þverun Vatnsfjarðar muni draga úr útblæstri. Stofnunin telur þvert á móti að samgöngubætur muni fjölga ferðum og þar með leiða til aukins útblásturs.

Spurst hefur út að vel gangi á Íslandi
Farþegum fjölgar jafnt og þétt sem koma til landsins með Norrænu, en spurst hefur út að vel gangi á Íslandi að taka á móti ferðamönnum. S

Icelandair flytur strandaglópa milli Bandaríkjanna og Armeníu
Samningar hafa náðst um að Icelandair sinni leiguflugi á milli borganna Los Angeles í Bandaríkjunum og Jerevan, höfuðborg Armeníu.

Rannsókn á máli lektorsins lokið
Rannsókn á máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lögmanns og fyrrverandi lektors við Háskóla Íslands er lokið.

Fá ekki inngöngu í viðeigandi háskólanám og telja sig svikin
Hjónin Kolbrún Eva Kristjánsdóttir og Heimir Freyr Heimisson fá ekki inngöngu í nám sem hentar þeim, þrátt fyrir að hafa lokið námi sem á að vera ígildi stúdentsprófs.