Fleiri fréttir

Börn geðveikra sett í ruslflokk

Anna Margrét Guðjónsdóttir ólst upp hjá geðveikri móður. Hún segir að það þurfi að búa börnum geðveikra skjól og líflínu, líkt og börnum sem eiga foreldra með aðra sjúkdóma.

Yfir 15 stiga hiti í hnjúkaþey fyrir norðan

Lægðir við suðurhluta Grænlands og hæð yfir Írlandi beina til okkar hlýju og röku lofti langt sunnan úr höfum að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Aðstandendur geðveikra gleymast

Það vantar stuðning og fræðslu fyrir börn sem eiga foreldra með geðsjúkdóm. Þetta segir stjórnarmaður Geðhjálpar sem sjálf ólst upp hjá veikri móður. Hún hafi verið hrædd og kvíðin alla æsku sína og beri þess merki í dag sem fullorðin kona.

Boðar fullt frelsi í nafnagift

Dómsmálaráðherra segist treysta fólki til að velja sér nöfn eða á börn sín og boðar fullt frelsi í þeim málum. Samfélagið eigi ekki að takmarka það frelsi.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Á þremur mánuðum náði rannsóknarteymi að koma sér í mjúkinn hjá namibískum ráðamönnum með það markmiði að staðfesta ásakanir um að þeir hafi þegið mútur gegn kvóta. Þetta kemur fram í umfjöllun Al Jazeera um Samherjaskjölin.

Til vandræða í leigubíl

Leigubílstjóri óskaði í nótt eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem svaf ölvunarsvefni í leigubíl hans.

Annan hvern dag leitar kona á Landspítalann vegna heimilisofbeldis

Annan hvern dag kemur kona á Landspítalann með áverka eftir heimilisofbeldi, samkvæmt nýrri rannsókn. Beinn kostnaður spítalans vegna ofbeldisins nam eitt hundrað milljónum króna á tíu ára tímabili. Raunverulegur kostnaður er þó mun hærri að sögn doktorsnema.

Gunnar Birgisson hættir sem bæjarstjóri

Gunnar Ingi Birgisson lætur á morgun af störfum sem bæjarstjóri Fjallabyggðar. Hann er sagður hafa óskað eftir lausn frá störfum af persónulegum og heilsufarslegum ástæðum.

Undar­legt að nöfn verði undan­skilin ís­lenskri staf­setningu

Nefndarmaður í mannanafnanefnd segist ekki skilja tilganginn með því að leggja niður mannanafnanefnd þegar áherslur stjórnvalda eru að viðhalda og rækta íslenska tungu. Það skjóti skökku við að nöfn megi vera undanskilin íslenskri stafsetningu en ekki önnur orð í tungumálinu.

Breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti til landsins

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið að sérreglum um kampýlóbakter í alifuglakjöti og öflun viðbótartrygginga vegna salmonellu í samstarfi við Matvælastofnun. Í upphafi ársins samþykkti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimild Íslands til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu í innfluttu kjúklinga- og kalkúnakjöti og eggjum. Viðbótartrygging vegna salmonellu í innfluttu svína- og nautakjöti var samþykkt á fundi sameiginlegu EES nefndarinnar 25. október síðastliðin.

Dómharka og útskúfun gerir illt verra

Stöðug fjölgun tilkynntra kynferðisbrota, lágt hlutfall kæra og enn lægra hlutfall mála sem fara fyrir dóm er þekkt staðreynd þegar kemur að kynferðisofbeldi. Sérfræðingar í málaflokknum ræða stöðu og lausnir.

Elskar að elta storma í íslenskri veðurparadís

Muhammed Emin Kizilkaya flutti til Íslands því að hann elskar veðrið. Ekki af því að það er svo gott heldur af því að það er svo slæmt og margbrotið. Á milli þess sem hann les námsbækurnar í Háskóla Íslands eltir hann storma.

Vilja að bærinn heiti áfram Norður-Hvoll

Hjónin á bænum Norður-Hvoli í Mýrdalshreppi vilja að undið verði ofan af nafnabreytingu á bænum sem Þjóðskrá tilkynnti þeim um í fyrra. Ekki hafi verið haft samráð við ábúendur jarðarinnar um nýju nafngiftina á bænum.

Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni

Afstaða, félag fanga, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Félagið segir þá sem neyta vímuefna í flestum tilvikum vera sjúklinga en ekki afbrotamenn og því viðfangsefni heilbrigðiskerfisins.

Skoðar hvort hann muni stefna Vigdísi

Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar er nú að fara yfir það með lögmanni sínum hvort hann muni stefna oddvita Miðflokksins fyrir meiðyrði. Segir hana reyna að höfða til kjósenda sem er reitt út í kerfið.

Sjá næstu 50 fréttir