Fleiri fréttir

Frumvarp um fæðingarorlof afleitt að mati verðandi móður

Frumvarp félagsmálaráðherra um lengingu fæðingarorlofs felur í sér að bæta við rétt hvors foreldris um sig. Kona sem á von á barni í byrjun næsta árs gagnrýnir ósveigjanleika í reglunum. Þetta fer gegn leiðbeiningum landlæknis um að hafa barn á brjósti út fyrsta árið og lengur ef það hentar móður og barni.

Ráðherra styður Hönnu Sigríði

Hanna Sigríður var skipuð forstjóri án auglýsingar af ráðherranum og tók við sem forstjóri um síðustu áramót. Síðan þá hefur mikil ólga kraumað meðal starfsmanna.

Afskekkt hótelmæðgin vilja vegabætur á Ströndum strax

Mæðginin Eva Sigurbjörnsdóttir oddviti og Héðinn Birnir Ásbjörnsson, hótelhaldari á Hótel Djúpavík, krefjast þess að Alþingi forði "merkilegustu sveit landsins“ frá því að leggjast í eyði. Annað yrði ríkisstjórn undir foryst

Attentus lagði til að ráðgjafi stigi til hliðar

Stjórnsýsla Stjórnendur Attent­us höfðu sjálfir frumkvæði að því að nýr ráðgjafi tæki yfir verkefni sem fyrirtækið var fengið til að vinna í samstarfi við stjórnendur Vinnueftirlitsins.

Kanni kynbundinn launamun söngvara Íslensku óperunnar

Formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna segir kjarasamninga hafa verið brotna í samningum Íslensku óperunnar við söngvara sem tóku þátt í sýningunni Brúðkaup Fígarós. Æfingalaun kvenkyns söngvara hafi verið afar lág. Verið sé að snúa niður kjör þeirra sem í raun beri uppi árangur Óperunnar.

Réðst á konu og stakk af

Karlmaður réðst á konu fyrir utan verslun í miðbænum og veitti henni áverka á fjórða tímanum í nótt.

„Það vissu allir af kynferðisofbeldinu en enginn gerði neitt“

Kona sem greindi sem barn frá kynferðisofbeldi af hálfu stjúpföður síns segir að kerfið hafi algjörlega brugðist sér á þeim tíma. Hún hafi þurft að umgangast hann þrátt fyrir ofbeldið. Hún segir sögu sína til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig.

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ríflega sjötíu börn með offitu eru á biðlista til að komast að í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins og þurfa að bíða í allt að ár eftir þjónustu. Sérfræðingar í Heilsuskólanum segja stöðuna slæma, enda er þetta eina formlega úrræðið sem kerfið býður upp á fyrir börnin.

Engin vettvangsferð að svo stöddu

Dómari í máli sem varðar stórfellda amfetamínframleiðslu sér að svo stöddu ekki ástæðu til þess að farið verði í vettvangsferð í sumarbústaðabyggð í Borgarfirði. Þrír eru ákærðir fyrir framleiðslu á rúmum átta kílóum af amfetamíni í sumarbústaðinum.

Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur

Fimmti hver unglingsdrengur á Vestfjörðum er of feitur samkvæmt nýjustu mælingum á ofþyngd íslenskra grunnskólabarna. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að vestfirsk börn labbi eða hjóli sjaldnar í skólann en jafnaldrar þeirra annars staðar á landinu. Tölurnar komi honum þó á óvart og kallar hann eftir rannsóknum á offitu barna.

Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“

Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var.

Birta myndbönd af herþotunum á lofti yfir Íslandi

Flugmenn ítöslsku herflugsveitarinnar sem sinnti loftrýmisgæslu hér á landi í síðasta mánuði máttu engan tíma missa við æfingar hér á landi, líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi þegar líkt var eftir útkalli.

Sameining rædd á Suðurlandi

Tillaga oddvita Skaftárhrepps um að hafnar verði viðræður um kosti og galla sameiningar sveitarfélaganna Ásahrepps, Rangárþings ytra, Rangárþings eystra, Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps var samþykkt í sveitarstjórn.

Boðað varaflugvallagjald sagt ólöglegt

Forstjóri Icelandair segir áform um varaflugvallagjöld ólögleg og varhugaverð og brjóta gegn EES-samningi. Isavia lýsir áhyggjum af samblöndun byggðastefnu og reksturs Keflavíkurf lugvallar.

Vilja stytta grunnskólanámið

Samtök atvinnulífsins segja að sameina þurfi háskóla hérlendis og leggja til að ráðherra skipi nefnd til að fara í saumana á hvort hér þurfi sjö háskóla. Áður hafi verið rætt um sameiningu en ekki orðið af því.

Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap

Einum eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Attentus var gert að hætta störfum fyrir Vinnueftirlitið eftir meintan dónaskap í garð starfsmanna sem sendu kvörtunarbréf til félagsmálaráðherra. Annar úr eigendahópi Attentus tók síðar við.

Sjá næstu 50 fréttir