Sindri um týndu Bitcoin-tölvurnar: „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. nóvember 2019 13:02 Sindri Þór ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni. Fréttablaðið/Ernir Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. Bitcoin-málið hefur vakið heimsathygli og vakti strok Sinda ekki síst mikla athygli. Ítarlega var fjallað um málið í fjölmiðlum hér á landi, sem og erlendis. Varðaði það stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr þremur gagnaverum, tveimur í Reykjanesbæ og einu í Borgarnesi í desember 2017 og janúar 2018. Tölvurnar voru notaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin og hefur búnaðurinn enn ekki skilað sér.Átti að fá fimmtán prósent til frambúðarÍ viðtalinu við Vanity Fair er hinn alþjóðlegi huldumaður nefndur Herra X og segir Sindri að hann hafi lofað sér fimmtán prósent af tekjunum sem búnaðurinn myndi skila við Bitcoin-gröftinn. Reiknaði Sindri með að fá allt að 1,2 milljónir dollara á ári, um 150 milljónir, til frambúðar.„Þetta varð bara að gerast,“ segist Sindri hafa hugsað með sjálfum sér. „Ég er til í að fara í fangelsi fyrir þetta, svona gerist bara einu sinni á ævinni.“Sjá einnig: GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“Og í fangelsi fór hann en Sindri var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsisvisti fyrir aðild sína að málinu. Í viðtalinu segir Sindri að ekki hafi verið hægt að segja nei við hinn alþjóðlega og dularfulla glæpamann sem Sindri hefur haldið fram að sé höfuðpaur málsins.Forsíða umfjöllunar Vanity Fair.Lögreglustjórinn segist ekki trúa á álfa og tröll Aðspurður um þennan dularfulla Herra X segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að hann trúi ekki á álfa og tröll, ólíkt mörgum Íslendingum.Grein Vanity Fair er nokkuð ítarleg og fer meðal annars yfir það sem kveikti áhuga erlendra fjölmiðla á málinu á sínum tíma. Sindri strauk úr fangelsi og komst úr landi með áætlunarflugi til Stokkhólms, nokkrum sætaröðum framar sat Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.„Við spjölluðum ekki saman,“ segir Sindri í viðtalinu. „Ég var að reyna að fara huldu höfði.“Í greininni segir einnig að sé Herra X til þá sé ljóst að hann leiki lausum hala, líkt og búnaðurinn sem stolið var og hefur aldrei komið í leitirnar. Möguleiki sé á því að þær séu enn í gangi í einhverju vöruhúsi að grafa eftir Bitcoin.„Kannski hafa tölvurnar verið í gangi allan tímann,“ segir Sindri. „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki.“ Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“ Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu. 2. apríl 2019 14:30 Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30 Sindri og Matthías áfrýja Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar. 27. janúar 2019 19:14 Töldu svör fimm vina fjarstæðukennd Augljóst þyki að allir hafi þeir sammælst um að veita lögreglu engar upplýsingar og nefna aldrei samverkamenn. 18. janúar 2019 13:01 Steinsofandi á sófanum meðan þjófar létu greipar sópa í gagnaverinu Öryggisvörður segist hafa farið af vakt í gagnaveri Advania og heim til sín á klósettið vegna magaverks. Þar hafi hann sofnað. Sömu nótt var glænýjum tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Advania. 6. desember 2018 09:00 Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10 Reyfarakennd aðalmeðferð í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sakborningar hræddir við menn sem voru ekki í dómsalnum og vildu ekki gefa upp hlut annarra í málinu, nema öryggisvarðarins sem er sakaður um að aðstoða þá. 5. desember 2018 13:15 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
Maðurinn sem skipulagði þjófnað á tölvubúnaði sem stolið var í Bitcoin-málinu er sagður vera alþjóðlegur, dularfullur og hættulegur í umfjöllun Vanity Fair um málið. Rætt er við Sindra Þór Stefánsson, einn af þeim sem dæmdur var í fangelsi vegna málsins, sem segist kannski vita og kannski ekki vita hvað orðið hafi um búnaðinn ófundna sem stolið var. Bitcoin-málið hefur vakið heimsathygli og vakti strok Sinda ekki síst mikla athygli. Ítarlega var fjallað um málið í fjölmiðlum hér á landi, sem og erlendis. Varðaði það stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr þremur gagnaverum, tveimur í Reykjanesbæ og einu í Borgarnesi í desember 2017 og janúar 2018. Tölvurnar voru notaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin og hefur búnaðurinn enn ekki skilað sér.Átti að fá fimmtán prósent til frambúðarÍ viðtalinu við Vanity Fair er hinn alþjóðlegi huldumaður nefndur Herra X og segir Sindri að hann hafi lofað sér fimmtán prósent af tekjunum sem búnaðurinn myndi skila við Bitcoin-gröftinn. Reiknaði Sindri með að fá allt að 1,2 milljónir dollara á ári, um 150 milljónir, til frambúðar.„Þetta varð bara að gerast,“ segist Sindri hafa hugsað með sjálfum sér. „Ég er til í að fara í fangelsi fyrir þetta, svona gerist bara einu sinni á ævinni.“Sjá einnig: GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“Og í fangelsi fór hann en Sindri var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsisvisti fyrir aðild sína að málinu. Í viðtalinu segir Sindri að ekki hafi verið hægt að segja nei við hinn alþjóðlega og dularfulla glæpamann sem Sindri hefur haldið fram að sé höfuðpaur málsins.Forsíða umfjöllunar Vanity Fair.Lögreglustjórinn segist ekki trúa á álfa og tröll Aðspurður um þennan dularfulla Herra X segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjórinn á Suðurnesjum, að hann trúi ekki á álfa og tröll, ólíkt mörgum Íslendingum.Grein Vanity Fair er nokkuð ítarleg og fer meðal annars yfir það sem kveikti áhuga erlendra fjölmiðla á málinu á sínum tíma. Sindri strauk úr fangelsi og komst úr landi með áætlunarflugi til Stokkhólms, nokkrum sætaröðum framar sat Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.„Við spjölluðum ekki saman,“ segir Sindri í viðtalinu. „Ég var að reyna að fara huldu höfði.“Í greininni segir einnig að sé Herra X til þá sé ljóst að hann leiki lausum hala, líkt og búnaðurinn sem stolið var og hefur aldrei komið í leitirnar. Möguleiki sé á því að þær séu enn í gangi í einhverju vöruhúsi að grafa eftir Bitcoin.„Kannski hafa tölvurnar verið í gangi allan tímann,“ segir Sindri. „Kannski veit ég hvar þær eru og kannski ekki.“
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“ Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu. 2. apríl 2019 14:30 Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30 Sindri og Matthías áfrýja Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar. 27. janúar 2019 19:14 Töldu svör fimm vina fjarstæðukennd Augljóst þyki að allir hafi þeir sammælst um að veita lögreglu engar upplýsingar og nefna aldrei samverkamenn. 18. janúar 2019 13:01 Steinsofandi á sófanum meðan þjófar létu greipar sópa í gagnaverinu Öryggisvörður segist hafa farið af vakt í gagnaveri Advania og heim til sín á klósettið vegna magaverks. Þar hafi hann sofnað. Sömu nótt var glænýjum tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Advania. 6. desember 2018 09:00 Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10 Reyfarakennd aðalmeðferð í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sakborningar hræddir við menn sem voru ekki í dómsalnum og vildu ekki gefa upp hlut annarra í málinu, nema öryggisvarðarins sem er sakaður um að aðstoða þá. 5. desember 2018 13:15 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Lína Langsokkur - Uppselt er á 50 sýningar Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Sjá meira
GQ fjallar ítarlega um Bitcoin-málið: „Ég vildi bara gefa þeim fingurinn“ Ítarlega umfjöllun um Bitcoin-málið svokallaða, einn stærsta þjófnað Íslandssögunnar, má finna í apríl-tölublaði bresku útgáfu tísku- og lífstíls tímaritsins GQ. Þar er meðal annars rætt við Sindra Þór Stefánsson, sem flúði fangelsi til Svíþjóðar er málið var til rannsóknar lögreglu. 2. apríl 2019 14:30
Sindri Þór dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi Dómur féll í Bitcoin-málinu í Héraðsdómi Reykjaness í dag. 17. janúar 2019 14:30
Sindri og Matthías áfrýja Sindri Þór og Matthías Jón, sem hlutu þyngstu dómana í Bitcoin-málinu, áfrýja dómnum til Landsréttar. 27. janúar 2019 19:14
Töldu svör fimm vina fjarstæðukennd Augljóst þyki að allir hafi þeir sammælst um að veita lögreglu engar upplýsingar og nefna aldrei samverkamenn. 18. janúar 2019 13:01
Steinsofandi á sófanum meðan þjófar létu greipar sópa í gagnaverinu Öryggisvörður segist hafa farið af vakt í gagnaveri Advania og heim til sín á klósettið vegna magaverks. Þar hafi hann sofnað. Sömu nótt var glænýjum tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Advania. 6. desember 2018 09:00
Rannsakandi segir mynstrið kýrskýrt dæmi um skipulagða brotastarfsemi Starfsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sagði símanotkun ákærðu í Bitcoin-málinu gefa vísbendingar um að innbrotin í gagnaverunum hafi verið nokkuð skipulögð. 7. desember 2018 11:10
Reyfarakennd aðalmeðferð í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Sakborningar hræddir við menn sem voru ekki í dómsalnum og vildu ekki gefa upp hlut annarra í málinu, nema öryggisvarðarins sem er sakaður um að aðstoða þá. 5. desember 2018 13:15