Fleiri fréttir

Einfalt að skipta skipaeldsneyti út fyrir rafmagn en vantar fjármagn

Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir að efla þurfi eftirlit með því hvort að farþegaskip virði bann um að nota ekki svartolíu við hafnir hér á landi. Þá þurfi að koma til opinbert framlag svo að hægt sé að hraða uppbyggingu á umhverfisvænum háspennustöðvum í íslenskum höfnum sem sjái skipunum fyrir rafmagni í stað eldneytis.

Leitin ekki borið árangur

Að sögn yfirlögregluþjóns á Suðurlandi er sérsveit ríkislögreglustjóra á leið austur að kanna aðstæður fyrir kafara.

Gunnar Bragi vonar að almennir flokksmenn Sjálfstæðisflokksins komi viti fyrir forystuna

Varaformaður Miðflokksins segir að vissulega hafi hann undirbúið innleiðingu þriðja orkupakkans í lög ráðherratíð sinni eins honum bar að gera. Hann hafi hins vegar ekki verið í ríkisstjórn þegar ákveðið var að leita ekki eftir undanþágu frá innleiðingunni. Hann vonar að flokksmenn stjórnarflokkanna komi viti fyrir forystuna í þessu máli.

Elliði hefur áhyggjur af framtíð Garðyrkjuskólans

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss hefur áhyggjur af stöðu og framtíð Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Rektor skólans segir að ekki standi til að gera neinar breytingar á starfseminni á Reykjum.

Ráðuneyti Gunnars Braga lagði til leiðir til að innleiða Þriðja orkupakkann

Í þremur minnisblöðum um Þriðja orkupakkann sem unnin voru í Utanríkisráðuneytinu í ráðherratíð Gunnars Braga Sveinssonar eru lagðar til leiðir til að aðlaga tilskipun Evrópubandalagsins um að koma á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði. Þar kemur jafnframt fram að á meðan íslenska raforkukerfið sé einangrað eigi bindandi ákvarðanir eftirlitsstofnunar Evrópubandalagsins ekki við hér á landi.

Breyta fyrirkomulagi eftir langa röð á fyrri tónleikana

Skipulagi á röðinni inn á tónleika Eds Sheeran á Laugardalsvelli í gærkvöldi var breytt þegar ljóst var orðið að röðin inn á standandi svæði vallarins gengi of hægt fyrir sig. Nýja skipulagið verður notað á seinni tónleikum söngvarans í kvöld.

Leitin við Þingvallavatn hefst að nýju

Leitin að manneskjunni sem gengið er út frá að hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í gær hefst aftur um klukkan níu í dag. Hlé var gert á leitinni laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Stungu sér til sunds í Reynisfjöru

Birkir Örn Fanndal Kárason, bílstjóri og leiðsögumaður, náði í dag myndbandi af konu og barni sem stungu sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru. Engan sakaði en við Reynisfjöru eru skilti sem vara við því að koma nálægt sjónum vegna fjölda banaslysa sem hafa orðið í fjörunni.

„Sena! Þetta er stórskita!“

Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld.

Fundu bakpoka í flæðarmálinu

Enn er gengið út frá því að manneskja hafi verið í bátnum sem fannst mannlaus á floti í Þingvallavatni síðdegis í dag. Leitarmenn fundu bakpoka í flæðarmálinu fyrir skömmu, sem kann að gefa vísbendingu um mannaferðir.

Ljósmóðir dáist að Ronju en mælir ekki með athæfinu

Formaður Ljósmæðrafélags Íslands segir það gott að kona sé í svo góðum tengslum við líkama sinn að hún treysti sér til að fæða barn á eigin spýtur án inngripa heilbrigðisstarfsfólks. Hún mæli hins vegar ekki með því að konur séu einar eða einar með maka sínum í fæðingu.

Segir málflutning Miðflokksmanna um þriðja orkupakkann eins og atriði í hringleikahúsi

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins líkti málflutningi forystu Miðflokksins um þriðja orkupakkann við atriði í hringleikahúsi á opnum fundi í Valhöll í dag. Hann hafnar því alfarið að innleiðing þriðja orkupakkans feli í sér afsal á orkuauðlindunum. Ekkert mál hafi fengið eins mikla umræðu á Alþingi og fá mál verið eins vel undirbúin. Forsvarsmaður undirskriftarsöfnunar um málið innan flokksins segir hann vera klofinn.

Eldur í mosa við Grindavík

Slökkviliðið í Grindavík óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna elds sem logar í mosa í hrauninu við Grindavík.

Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna

Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag.

Ekki skylda að mæta í röðina við Laugardalshöll

Snemm-innritun er aðeins hugsuð fyrir stóra hópa sem ætla ekk inn á tónleika Eds Sheeran á sama tíma en keyptu miða saman. Armbandið sem fæst við innritun er ekki nauðsynlegt til þess að komast á tónleikana. Miði er nóg.

Annað barnanna mest slasað

Einstaklingarnir fjórir sem fluttir voru með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi í Eldhrauni í gærkvöldi voru erlendir ferðamenn. Um var að ræða hjón með tvö börn.

Fullt út úr dyrum í Val­höll

Fullt er út úr dyrum í Valhöll en klukkan ellefu hófst þar fundur þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfið og situr hann ásamt öðrum þingmönnum fyrir svörum.

Stofnanir og stórfyrirtæki laða til sín færa kokka

Opinberar stofnanir og stórfyrirtæki eru í auknum mæli að ráða til sín færustu kokka landsins. Eftirsótt er að komast í þessar stöður vegna þægilegs vinnutíma og góðra launa. Bitnar það á hótelum og stórum veitingastöðum.

Sjá næstu 50 fréttir