Fleiri fréttir

Málflutningur ekki uppbyggilegur

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi aðkomu Kínverja að norðurslóðamálum á fundi norðurskautsráðsins í Finnlandi í vikunni og gaf í skyn að þeir hefðu einhver annarleg markmið í huga sem stöfuðu ekki af áhyggjum af loftslagsbreytingum.

Aldrei fleiri lyfjatengd andlát

Þrjátíu og níu manns dóu vegna lyfjaeitrunar í fyrra, fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári. Flestir létu lífið vegna morfínskyldra lyfja og eru vísbendingar um að meira sé flutt ólöglega til landsins nú en áður. Þróunin er stórhættuleg að mati lyfjateymis embættis landlæknis.

"Spurning hvort breytingar henti okkur mönnunum“

Skordýralíf á landinu getur tekið stakkaskiptum á örfáum árum vegna loftlagsbreytinga. Klaufhali er dæmi um pöddu sem hefur nú numið land, eftir nokkrar tilraunir, vegna breyttra aðstæðna.

Þarf að endurskoða útgjöld eða afgang

Skera þarf niður útgjöld eða taka fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar til endurskoðunar að sögn formanns fjárlaganefndar Alþingis. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá er gert ráð fyrir samdrætti á árinu en ekki hagvexti, sem allar áætlanir byggjast á.

Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar

Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.

Lögregla þurfi að upplýsa þolendur

Lögreglu verður skylt að upplýsa þolanda kynferðisbrots um framgang málsins meðan á rannsókn stendur og fær réttargæslumaður að spyrja ákærða spurninga fyrir dómi.

Eining um að fækka dælunum

Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær meginlínur og samningsmarkmið í viðræðum við olíufélögin, sem miða að því að fækka bensínstöðvum í borginni um helming.

TR getur hafið endurgreiðslur

Félagsmálaráðuneytið sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að TR geti nú hafið endurútreikning bóta vegna búsetuhlutfalls þeirra sem búsettir hafa verið erlendis.

Gífurleg fjölgun á slysum vegna fíkniefnaaksturs

Fjöldi slasaðra vegna fíkniefnaaksturs hefur margfaldast á síðustu árum. Deildarstjóri hjá Samgöngustofu segir tíðindin hörmuleg. Erfitt sé þó að taka á vandanum með auglýsingaherferð.

Orkan okkar andvíg gegnsæi um orkuverð

Frosti Sigurjónsson, segir ekki til hagsbóta að auka gegnsæi um raforkuverð. Landsvirkjun eigi að nýta upplýsingaleynd í samningum. Forstjóri Landsvirkjunar segir stóriðju helst hafa hag af því að innleiða ekki orkupakkann.

Félagsbústaðir leyfa gæludýr

Stjórn Félagsbústaða samþykkti á fundi í síðustu viku tillögu um að hunda- og kattahald yrði leyft í fjölbýlishúsum félagsins.

Vonar að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka

Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu.

Nálgumst þolmörk margra lífvera

Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því.

Ekki ástæða til að fresta þriðja orkupakkanum fram á haust

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, telur ekki raunhæft að verða við kröfu um að fresta afgreiðslu þriðja orkupakkans fram á haust. Hún segist telja að meirihlutastuðningur sé við málið í utanríkismálanefnd.

Slysum vegna fíkniefnaaksturs fjölgar stórlega

Nærri þrefalt fleiri slösuðust í umferðarslysum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna í fyrra en fyrir áratug síðan og í fyrsta sinn er fíkniefnaakstur orðið stærra vandamál en ölvunarakstur. Samgönguráðherra segir þetta mikið áhyggjuefni og að málið verði skoðað í tengslum við breytingar á umferðarlögum.

Bensínstöðvar í þéttri íbúðabyggð fyrstar til að fara

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags-og samgönguráðs Reykjavíkurborgar, segir að bensínstöðvar sem staðsettar eru inni í þéttri íbúðabyggð verði fyrstar til að fara en þær sem eru staðsettar við stofnbrautir aftur á móti síðastar.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Til stendur að fækka bensínstöðvum í Reykjavíkurborg um helming fyrir árið 2025 sem þýðir að minnsta kosti tuttugu bensínstöðvar hverfi úr borginni. Þessi stefna var samþykkt í borgarráði í dag og nánar verður rætt við Dag B. Eggertsson borgarstjóra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um málið.

Sjá næstu 50 fréttir