Fleiri fréttir

Krummalaupur á Selfossi með sex ungum í beinni útsendingu

Þetta er fimmta vorið í röð sem krummapar kemur uppi laupi ofan við skilti Byko á Selfossi. Misjafn hefur verið eftir árum hvað ungarnir eru margir en nú hafa öll met verið slegið því þeir eru sex talsins. Vefmyndavél er við laupinn þannig að það er hægt að fylgjast með foreldrunum fóðra ungana sína og sjá hvernig þeir braggast allan sólarhringinn.

Foreldrar óttast um öryggi barna vegna tveggja bruna á skömmum tíma: „Við ætlum ekki að búa við þetta“

Foreldrar barna í Seljaskóla í Breiðholti eru áhyggjufullir yfir því að kviknað hafi í skólanum í nótt, í annað sinn á mjög skömmum tíma. Skólastjórinn deilir áhyggjum foreldra og segir brýnt að komast til botns í málinu. Tíu kennslustofur skemmdust í brunanum í nótt og þurfa um 250 nemendur að mæta annað en í sínar bekkjarstofur það sem eftir er skólaársins.

Fólk í hverfinu kom líka að innbrotsþjófi fyrir nokkrum dögum

Íbúi í Grafarholti kom að innbrotsþjófi í íbúð sinni aðfaranótt laugardags og rak hann á brott. Íbúinn segist hafa lært það að læsa alltaf íbúðinni en þjófurinn braust inn aðeins nokkrum mínútum eftir að húsráðandi fór að heiman.

Viðamikil æfing í hættulegasta fjalli landsins

Um 60 björgunarsveitarmenn komu að viðamikilli æfingu í Kirkjufelli við Grundarfjörð þar sem nokkur banaslys hafa orðið undanfarin ár. Varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir fjallið hafa verið valið sem vettvang æfingarinnar það sem það sé hættulegasta fjall landsins.

Rósa Björk: Loftslagsvandinn kallar á róttækar samfélagsbreytingar

„Við á Íslandi höfum alltaf talið okkur hafa náttúrulegt forskot þegar kemur að loftslagsmálunum og umhverfismálunum, við séum hérna með hreina orku og hreint vatn, hreint loft og svo framvegis og þurfum þar af leiðandi ekki að gera eins mikið og aðrir og þetta er kannski svolítið að koma í bakið á okkur og hefur verið að gera síðustu árin.“

Vonar að bruninn raski ekki skólastarfi

Skólastjóri Seljaskóla vonar að bruninn í nótt raski ekki skólastarfi og leitað verður strax að húsnæði til að hægt að sé ljúka skólastarfi í næsta mánuði.

Mikið tjón í Seljaskóla eftir bruna

Mikil eldur kom upp í þaki Seljaskóla um miðnætti og barðist slökkvilið við eldinn í alla nótt. Hafsteinn Halldórsson, aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sagði að aðstæður til slökkvistarfs hafi verið mjög erfiðar.

Fyrsti mygluleitarhundur landsins tekin til starfa

"Hann sýnir mér hvar myglan er, hann stendur kyrr og bendir og það gefur okkur vísbendingu um hvar við getum þá leitað af myglunni“, segir Jóhanna Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari, sem á fyrsta mygluleitarhund landsins.

Offita óléttra kvenna vaxandi vandamál

Fjöldi þungaðra kvenna sem greinast með meðgöngusykursýki hefur þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur fjölgað mikið í hópi barnshafandi kvenna í mikilli offitu. Yfirljósmóðir á Landspítalanum hefur miklar áhyggjur af þróuninni og segir mikilvægt að grípa inn í áður en konur verði ófrískar.

Öldungadeildarþingmaður ræðir við Kínverja sem Pompeo sendir tóninn

Nokkrum dögum eftir að utanríkisráðherra Bandaríkjanna gagnrýndi Kínverja fyrir afskipti þeirra af norðurslóðum, mætti öldungadeildarþingmaðurinn og flokkssystir hans Lisa Murkowski á Hringborð norðurslóða í Shanghai. Hún segir ekki þýða að loka augunum fyrir augljósum áhrifum loftslagsbreytinganna.

Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar

Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá.

Sigmundur segir áburðardreifara VG farna af stað

Sigmundur segir RÚV jafnan hafa áhyggjur af stjórnmálamönnum sem hlýddu ekki kerfinu og gerði slíka menn tortryggilega og benti hann RÚV á það að jafnan vantaði einhverja þingmenn á nefndarfundi.

Ruslamál í Öræfunum ófullnægjandi

Hótelstjóri í Skaftafelli segir að ruslamál í Öræfunum séu ófullnægjandi. Engin grenndarstöð sé á svæðinu þrátt fyrir yfir 500 gistirými og fjölda ferðaþjónustuaðila. Reynt hafi verið að vekja athygli sveitarfélagsins á málinu sem skilji öræfin út undan í aðgerðum sínum í umhverfismálum.

Ráðgera mikinn samdrátt í losun

Áætlaður samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda frá orkugeiranum á Íslandi nemur 23 prósentum til ársins 2030 miðað við árið 2005.

Listamenn vilja koma börnum í skákferð

Margir af þekktustu myndlistarmönnum landsins hafa gefið verk sín til að styrkja ferð leikskólabarna á Evrópumótið í skák í sem haldið er í Rúmeníu. Verkin verða boðin upp á Eiðistorgi í dag.

Áslaug Arna segir Sigmund snúa út úr

Formaður utanríkismálanefndar brást illa við ummælum formanns Miðflokksins sem hann hafði uppi í gær, en hann gaf í skyn í fjölmiðlum að fundi utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann á fimmtudag hefði verið haldið leyndum fyrir sér.

Málflutningur ekki uppbyggilegur

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi aðkomu Kínverja að norðurslóðamálum á fundi norðurskautsráðsins í Finnlandi í vikunni og gaf í skyn að þeir hefðu einhver annarleg markmið í huga sem stöfuðu ekki af áhyggjum af loftslagsbreytingum.

Sjá næstu 50 fréttir