Fleiri fréttir

Baráttuandi í bænum

Fjöldi fólks kom saman á Ingólfstorgi í dag á útifundi í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins, 1. maí.

Landvernd vill hvorki stærri Keflavíkurflugvöll né fleiri ferðamenn

Umhverfisverndarsamtökin Landvernd leggjast gegn því að Keflavíkurflugvöllur verði stækkaður frekar vegna umhverfisáhrifa sem það hefði í för með sér. Þetta ályktaði aðalfundur félagsins í gær. Framkvæmdastjóri samtakanna segir að draga verði úr flugi, engin ástæða sé til þess að ýta undir frekari fjölgun ferðamanna til landsins.

Krakkaveldi með baráttufund í Iðnó

Stjórnmálaflokkur krakka, Krakkaveldi, býður til baráttufundar á morgun, 1. maí. Þar ætla þau að fræða fólk um hver þau eru og hvernig þau vilja bjarga jörðinni.

Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa

Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt.

Maí­mánuður heilsar kulda­lega

Þokuloft liggur eins og mara yfir landinu í morgunsárið en mun brotna upp þegar nær dregur hádegi, sér í lagi á Suðvesturlandi.

Fá lóðir undir fjölda íbúða í Skerjafirði

Borgarráð samþykkti í liðnum mánuði að veita félagi í eigu meðal annars Hauks Guðmundssonar og Péturs Marteinssonar lóðavilyrði til uppbyggingar á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Skerjafirði.

Stýrihópur um samgöngumál

Settur hefur verið á fót stýrihópur til að hefja viðræður til að móta tillögur um næstu skref í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu.

Fjölbreytt hátíðahöld

Hátíðahöld í tilefni 1. maí verða í meira en 30 sveitarfélögum samkvæmt tilkynningu frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar sem útifundur verður. Fer gangan af stað klukkan 13.30.

Fangelsin kaupa tóbak fyrir milljónir 

Fangelsismálastofnun kaupir tóbak fyrir hundruð þúsunda króna í hverjum mánuði fyrir fanga. Tóbakið er selt í fangelsissjoppunum á Litla-Hrauni og Sogni. Stofnunin hefur engar tekjur af og selur tóbakið á kostnaðarverði.

Vonar að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð

Íbúi við Kambsveg sem varð fyrir árás þegar ókunnugur maður réðist inn á heimili hans í gær segist vona að árásarmaðurinn fái viðeigandi aðstoð. Ellefu ára dóttur hans var mjög brugðið en brást hárrétt við aðstæðum.

Fræðimenn greinir á um hvort valdframsal þriðja orkupakkans rúmist innan stjórnarskrár

Sú leið sem er farin með upptöku tilskipana þriðja orkupakkans samrýmist tveggja stoða kerfi EES-samningsins að mati Skúla Magnússonar dósents og héraðsdómara. Ágreiningur er hins vegar meðal fræðimanna í lögfræði um hvort valdframsalið sé nægilega vel afmarkað og skilgreint þannig að það rúmist innan íslensku stjórnarskrárinnar.

Yfir 17 stiga hiti í Reykjavík í dag

Það hefur verið óvenju hlýtt víða um land í dag miðað við árstíma samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands og mældist til að mynda 17,1 gráða á sjálfvirku stöðinni við Veðurstofunnar í Reykjavík í dag.

Stefnt að opnun Landeyjahafnar á fimmtudag

Stefnt er að því að Herjólfur sigli um Landeyjahöfn á fimmtudagsmorgun. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að ákvörðunin sé tekin með fyrirvara um mælingar sem gerðar verða í höfninni á morgun, miðvikudag.

Óþekkta konan stígur fram og segir smáhlutinn vera skopparakringlu

Óþekkta konan sem þingmenn Miðflokksins telja að hafi afhent Báru Halldórsdóttur "ljósan mun“ á barnum Klaustri að kvöldi 20. nóvember er Ragnheiður Erla Björnsdóttir, vinkona Báru. Ljósi munurinn sem hún á að hafa afhent Báru var að sögn Ragnheiðar Erlu lítil skopparakringla.

Játaði morðið við handtökuna

Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins.

Vegagerðin innkallaði bankaábyrgðir vegna nýs Herjólfs

Íslenska ríkið hefur krafist þess að skipasmíðastöðin Crist í Póllandi sem smíðar nýjan Herjólf endurgreiði þann kostnað sem greiddur hefur verið vegna smíði skipsins. Björgvin Ólafsson, umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi, segir þetta ígildi riftunar samnings um nýsmíðina.

„Veldur hver á heldur – við þokumst nær samningi“

Það kvað við nýjan og eilítið bjartari tón hjá iðnaðarmönnum í dag því um helgina höfðu samninganefndir samflots iðnaðarmanna teiknað upp verkfallsaðgerðir færi það svo að kjaraviðræður við Samtök atvinnulífsins bæru ekki árangur.

Sjá næstu 50 fréttir