Innlent

Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa

Ari Brynjólfsson skrifar
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR. Birgir Ísleifur Gunnarsson

Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. Fulltrúar OR funduðu í ráðuneytinu á mánudaginn vegna málsins.

„Fundurinn í gær var ágætur en okkur finnst afstaða ráðuneytisins til samspils sveitarstjórnarlaganna og laga um vatnsveitur í þessu efni enn óljós,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu óskaði OR eftir leiðbeiningum um vatnsgjald. Þær voru sendar en Orkuveitan mat þær ekki fullnægjandi og óskaði í framhaldinu eftir nánari útskýringum.

Eiríkur segir að Veitur muni fylgjast með vinnu ráðuneytisins um gjaldskrár annarra vatnsveitna til að fá gleggri sýn á skilning stjórnvalda á lögunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.