Innlent

Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa

Ari Brynjólfsson skrifar
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR.
Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR. Birgir Ísleifur Gunnarsson
Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. Fulltrúar OR funduðu í ráðuneytinu á mánudaginn vegna málsins.

„Fundurinn í gær var ágætur en okkur finnst afstaða ráðuneytisins til samspils sveitarstjórnarlaganna og laga um vatnsveitur í þessu efni enn óljós,“ segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu óskaði OR eftir leiðbeiningum um vatnsgjald. Þær voru sendar en Orkuveitan mat þær ekki fullnægjandi og óskaði í framhaldinu eftir nánari útskýringum.

Eiríkur segir að Veitur muni fylgjast með vinnu ráðuneytisins um gjaldskrár annarra vatnsveitna til að fá gleggri sýn á skilning stjórnvalda á lögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×