Fleiri fréttir

Bíll logaði í Mosfellsbæ

Óttast var að eldurinn gæti teygt sig í húsið sem bíllinn stóð við og því fóru slökkviliðsmenn á tveimur slökkviliðsbílum á vettvang.

Flókin og umfangsmikil aðgerð

Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir í lok janúar um það hvernig greiðslur Tryggingastofnunar til um þúsund öryrkja verða leiðréttar. Velferðarráðuneytið hefur staðfest að fjöldi öryrkja, sem búið hefur í öðru EES-landi, hafi ranglega fengið skertar bætur um árabil.

Fara á spítala á Bretlandi á morgun

Fólkið sem slasaðist í banaslysinu á brúnni yfir Núpsvötn er ferðafært og heldur til síns heima í Bretlandi á morgun. Þar verða þau öll lögð inn á sjúkrahús þó áverkar þeirra séu mis alvarlegir.

Grunur um salmonellu í kjúklingaslátrun

Í reglubundnu eftirliti með salmonellu í kjúklingaslátrun hjá Reykjagarði, sem selur kjúkling undir vörumerkjunum Holta og Kjörfugli, kom upp grunur um að salmonella hefði greinst í einum kjúklingahópnum.

Sendlinum krossbrá þegar fjöldi lögreglumanna beið hans

Jóhann Axel Viðarsson, 21 árs karlmaður sem í janúar í fyrra tók við meintum fíkniefnum sem stíluð voru á Skáksamband Íslands, segist ekki hafa áttað sig á alvarleika málsins fyrr en hann var handtekinn af miklum fjölda lögreglumanna.

Sigurður kýs að tjá sig ekkert frekar

Sigurður Ragnar Kristinsson, sem sætir ákæru héraðssaksóknara fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað innflutning á fimm kílóum af amfetamíni hingað til lands frá Spáni, neitaði að tjá sig þegar aðalmeðferð í málinu hófst við Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.

Bjóða upp á ókeypis skimun

Krabbameinsfélagið hefur ákveðið að ráðast í tilraunaverkefni og bjóða upp á ókeypis fyrstu skimun fyrir krabbameinum á árinu 2019.

Börn með krabbamein fengu hár Atla að gjöf

Atli Freyr Ágústsson er ellefu ára gamall og var þangað til á síðasta ári með hár niður á rass. Hann ákvað á síðasta ári að láta klippa sig og gefa hárið til samtaka sem búa til hárkollur fyrir börn sem glíma við krabbamein.

Áslaug Arna leggur til opnari háskóla

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú frumvarp um opnari háskóla, þar sem reynsla úr atvinnulífinu og fjölbreytt þekking yrði metin til inngöngu.

Reykhólahreppi óheimilt að velja óöruggari leið

Ákvæði vegalaga gætu meinað Reykhólahreppi að velja R-leið með Þorskafjarðarbrú þar sem sveitarfélagi er óheimilt að víkja frá tillögu Vegagerðarinnar ef það leiðir til minna umferðaröryggis.

Hundrað ára minkabani

Kristrún Sigurfinnsdóttir frá Efsta Dal í Bláskógabyggð fagnaði nýlega 100 ára afmæli sínu. Hún hefur gert mikið af því að veiða mink í gegnum árin, auk þess að veiða fiska í net.

Frumhvötin virkjast í bogfimi

Það er eitthvað í frumhvöt mannsins sem virkjast þegar bogfimi er stunduð segir bogfimiþjálfari. Gestir Glerártorgs á Akureyri gátu prófað að skjóta í mark á sérstökum bogfimidögum.

Telur kjötskatt gott lýðheilsu- og loftslagsmál

Stjórnarþingmaður telur að sérstakur kjötskattur gæti verið rökrétt skref, jafnt til að bregðast við áhrifum kjötneyslu á heilsufar en ekki síður sem liður í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.

Haldið upp á þrettándann í dag

Þrettándagleði verður haldin víða á höfuðborgarsvæðinu í dag með tilheyrandi brennum og flugeldum. Dagurinn á sér langa og merkilega sögu að sögn Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þjóðfræðings.

Kúabændur byggja og byggja

Margrét Gísladóttir framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda er ánægð með hvað kúabændur eru duglegir að byggja.

Bitcoin "algjört eyðingarafl“ að mati Andra Snæs

Rafmyntir á borð við Bitcoin eru algjört eyðingarafl að mati Andra Snæs Magnasonar rithöfunds. Hann vill að orkumálastjóri beiti sér fyrir því á heimsvísu að rafmyntir verði bannaðar. Þannig sé hægt að spara gríðarlega orku.

Hefur enga þýðingu að birta fyrirvara um Facebook á Facebook

Fjölmargir Íslendingar hafa birt yfirlýsingu á Facebook-síðum sínum undanfarinn sólarhring þess efnis að Facebook hafi ekki leyfi til þess að nota myndir, skilaboð og annað hugverk sem þeir hafi sett inn á Facebook og birt opinberlega.

Ferðalangar sýni aðgát vegna gulrar viðvörunar

Búast má við samgöngutruflunum á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra í dag. Gul viðvörun er í gildi fyrir þessa landshluta fram að hádegi í dag. Ferðalöngum er bent á að sýna aðgát.

Sjá næstu 50 fréttir