Fleiri fréttir

Lægð að landinu á fimmtudag

Það verður víða rólegheita veður í dag ef marka má spákort Veðustofunnar. Búast má við hægum vindi og súld eða dálítilli rigningu fyrir norðan.

Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar

Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB

Kjærsgaard líkt við frekt barn á Íslandi

Formaður danska þingsins, Pia Kjærsgaard, fær kaldar kveðjur í leiðara danska dagblaðsins Information í gær, vegna viðbragða sinna við mótmælum íslenskra þingmanna á fullveldishátíðinni í síðustu viku.

Helmingur á Vogi hefur keypt lyfseðilskyld lyf

Rúmlega helmingur innritaðra sjúklinga á Sjúkrahúsinu Vogi, eða 52 prósent, hafði keypt lyfseðilskyld lyf á götunni samkvæmt mánaðarlegri könnun sem SÁÁ gerir á verðlagi á ólögmætum lyfjum.

Bið eftir þinglýsingu  styttist í sekúndubrot

Frumvarp sem heimilar rafrænar þinglýsingar er tilbúið og verður lagt fram á Alþingi í haust. Fullnægjandi skjölum verður þinglýst í gegnum tölvukerfi á örskotsstundu. Ráðherra segir málið hafa velkst of lengi um í stjórnkerfinu.

Áhyggjuefni hversu marga skorti reynslu

Fjölmörg dæmi eru um leiðsögumenn og fararstjóra hér á landi sem litla þekkingu hafa á starfinu. Starfsheitið er ekki lögverndað. Ferðamálaráðherra leitar lausna.

Hótel Adam í kastljósi fjölmiðla síðan 2016

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í dag starfsemi Hótels Adams við Skólavörðustíg. Hótel Adam komst í kastljós fjölmiðla árið 2016 þegar vakin var athygli á því að vatn í flöskum, sem selt var á hótelinu, reyndist vera kranavatn.

Viðurkenndi ofbeldi gegn konu sinni

Karlmaður á Vestfjörðum hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi. Héraðsdómur Vestfjarða hvað upp dóm sinn þann 18. júlí eða átta vikum eftir að brotið átti sér stað.

Vilja fá alla með

Druslugangan fer fram í Reykjavík næsta laugardag, 28. júlí. Gangan snýst um að útrýma kynferðisofbeldi, en í ár verður lögð áhersla á að ná til nýrra hópa og byggja á árangri #MeToo

Færri fljúga innanlands

Um 8000 færri farþegar fóru um flugvelli landsins á fyrri helmingi árs en á sama tímabili í fyrra.

Hitinn varla yfir 15 stig

Úrkoma og napurleiki munu einkenna veðrið næstu daga ef marka má spákort Veðurstofunnar.

Dönsuðu við ræningjana

Löggiltir sjóræningjar létu greipar sópa í Reykjavík 23. júlí 1808. Reykvíkingar dönsuðu við þá tvö kvöld í röð en ránið var síðar dæmt ólögmætt vegna varnarleysis Íslendinga.

Öruggara á internetinu

Bálkakeðjur er tengdar söfnun, varðveislu og miðlun gagna á netinu með öruggari hætti en áður. Stórskotalið heldur fyrirlestra á ráðstefnu um efnið í Hörpu.

Upphaflegar áætlanir afar óraunhæfar

Þegar óbyggðanefnd var komið á fót var reiknað með að hún lyki verkefnum sínum árið 2007 og kostnaður við hana yrði tæpar tíu milljónir króna árlega.

Héldu minningarathöfn í Vatnsmýrinni

Ungir jafnaðarmenn héldu minningarathöfn við Norræna húsið í dag til minningar um þá sem létu lífið í hryðjuverkunum í Útey þann 22.júlí 2011.

Samninganefndir náðu sáttum

Samninganefndir ljósmæðra og ríkisins náðu loks saman í gær en fyrir helgi virtist deilan vera í algjörum hnút. Formaður samninganefndar ljósmæðra segist vongóð um framhaldið og að heilt yfir taki félagskonur Ljósmæðrafélagsins vel í samningana.

Fréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans segir að það muni taka tíma að koma starfsemi spítalans í eðlilegt horf eftir verkfall ljósmæðra. Hann vonast til þess að þær ljósmæður sem hafa hætt störfum snúi til baka. Rætt verður við Pál í fréttum Stöðvar tvö.

Sjá næstu 50 fréttir