Fleiri fréttir

Furðar sig á frestun frumvarps um lækkun veiðigjalda

Forsætisráðherra væntir þess að frumvarp um veiðigjöld komi fram næsta haust. Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir sæta furðu að Alþingi skyldi ekki samþykkja frumvarp um lækkun veiðigjalda fyrir sumarhlé.

Ævinlega þakklát starfsfólki Landspítalans

Sigrún Elísabeth Arnardóttir, sem lenti í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi nálægt Kjalarnesi, segist vera starfsfólki Landspítalans ævinlega þakklát. Enn bíður þó stórt verkefni.

Vill eyða tali um minni- og meirihluta

Nýr forseti bæjarstjórnar Árborgar segir að samtal minni og meirihluta eigi alltaf að eiga sér stað þar sem tilgangurinn er að ræða sig niður á niðurstöðu mála.

„Inngróna tánögl skal ekki lækna með því að taka fótinn af“

Formaður Læknafélags Reykjavíkur lýsir aðgerðum heilbrigðisráðherra og stjórnsýslunnar í máli sérfræðilækna við að verið sé að lækna inngróna tánögl með því að taka fótinn af við ökla. Forsætisráðherra segir að verið sé að fylgja ráðgjöf í málinu, ekki sé verið að hverfa frá einkarekstri.

Lýsir áhyggjum yfir atvinnuleysi háskólamenntaðra

Stóraukin aðsókn er í Háskóla Íslands í haust á sama tíma og formaður BHM lýsir áhyggjum yfir atvinnuleysi háskólamenntaðra. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, þvertekur fyrir að of margir Íslendingar fari í háskólanám, þó skoða mætti að velja í auknum mæli inn í nám.

Leiguverð hafi ekki hækkað óeðlilega hjá Heimavöllum

Framkvæmdastjóri Heimavalla segir stefnt að því að selja um 400 eignir út úr félaginu og kaupa jafn margar, en hagkvæmari, í staðinn, þannig verði hægt að hækka leigutekjur. Hann hafnar því að leiguverð hjá félaginu hafi hækkað óeðlilega mikið síðustu misseri.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Framkvæmdastjóri leigufélagsins Heimavalla hafnar því að húsaleiga hafi hækkað óeðlilega mikið á undanförnum misserum. Rætt verður við hann í fréttum Stöðvar tvö.

Vongóð um lendingu í byrjun næstu viku

Oddviti Vinstri Grænna er vongóð um að lending náist í meirihlutaviðræðum í Reykjavík í byrjun næstu viku. Áfram verður fundað um helgina, en oddviti Viðreisnar segir samstöðu ríkja um helstu málefni.

Segir mikinn missi vera að Bourdain

Bourdain svipti sig lífi í Frakklandi. Var að taka upp tólftu þáttaröð Parts Unknown. Kom til Íslands og gerði þátt sem var sýndur 2005. Sigurður Gíslason matreiðslumaður segir að kynni sín af Bourdain hafi verið afar góð.

Stóraukin aðsókn samhliða áhyggjum af atvinnuleysi

Formaður BHM segir að virkja þurfi mannauð og hugvit til að bregðast við breytingum á vinnumarkaði. Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar segir störfum fyrir háskólamenntaða ekki fjölga nógu hratt.

„Þetta var bara einfaldlega ekki nóg“

Ljósmæður felldu nýjan kjarasamning við íslenska ríkið í atkvæðagreiðslu sem lauk í nótt með miklum meirihluta. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir samninginn einfaldlega ekki nógu góðan.

Tilnefning Braga stendur

Velferðarráðuneytið sætir harðri gagnrýni fyrir rannsókn sína á meintum afskiptum Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, af einstökum málum hjá barnaverndarnefndum. Þetta kemur fram í úttekt sem kynnt var í morgun. Bragi segir niðurstöðuna mikinn létti, en framboði hans til barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna verður haldið til streitu.

Mun verða við beiðni Braga um endurupptöku

Velferðarráðuneytið mun verða við beiðni Braga Guðbrandssonar um endurupptöku á athugun ráðuneytisins á kvörtunum þriggja barnaverndarnefnda í garð Braga.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ljósmæður felldu nýgerðan kjarasamning við ríkið í atkvæðagreiðslu sem lauk í gær en tæplega sjötíu prósent greiddu atkvæði gegn samningnum.

Áhyggjufullir foreldrar endurheimtu ungann sinn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, ásamt slökkviliði, kom hrafnsunga til bjargar í dag. Unginn hafði dottið úr hreiðri sínu og komu viðbragðsaðilar honum heilum og höldnu til foreldra sinna sem höfðu búið sér laup í Austurbæjarskóla.

Sjá næstu 50 fréttir