„Þetta var bara einfaldlega ekki nóg“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 8. júní 2018 20:00 Ljósmæður felldu nýjan kjarasamning við íslenska ríkið í atkvæðagreiðslu sem lauk í nótt með miklum meirihluta. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir samninginn einfaldlega ekki nógu góðan. Áttatíu og sjö prósent félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, en sextíu og þrjú prósent þeirra kusu að fella samninginn, 33,7 prósent kusu með og þrjú komma þrjú prósent skiluðu auðu. Samningurinn var undirritaður í síðustu viku eftir fjölmarga formlega og óformlega samningafundi.Taldir þú þennan samning nógu góðan?„Nei, í rauninni hefði maður viljað gera miklu, miklu betur,“ segir Katrín Sif.Segir ekki nægilega lagt í Í samningnum fólst meðal annars rúmlega fjögurra prósenta launahækkun auk þess sem gert var ráð fyrir sextíu milljón króna greiðslu til launaleiðréttingar og fleiri aðgerða. „Það er ekki nægilega lagt í. Við náttúrulega lögðum upp með það að við viljum fá leiðréttingu á launasetningu sem okkur finnst algjörlega réttlætanleg og sanngjörn og höfum fært rök fyrir. Þetta var bara einfaldlega ekki nóg,“ segir Katrín Sif. Á þriðja tug ljósmæðra höfðu sagt upp störfum í maí, en eftir undirritun samningsins lýstu nokkrar þeirra því yfir að þær hygðust ekki draga uppsagnirnar til baka. Katrín kveðst vona að nýtt samtal komist á um launamálin sem fyrst. „Ég veit ekki alveg hvort það verði næsta skref að við óskum eftir fundi með samninganefndinni eða hvort við verðum boðaðar á fund, sem væri voða gott. Ég veit ekki heldur hvort við séum ennþá undir ríkissáttasemjara, en mér finnst það bara mjög líklegt.“ Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira
Ljósmæður felldu nýjan kjarasamning við íslenska ríkið í atkvæðagreiðslu sem lauk í nótt með miklum meirihluta. Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir samninginn einfaldlega ekki nógu góðan. Áttatíu og sjö prósent félaga í Ljósmæðrafélagi Íslands tóku þátt í atkvæðagreiðslunni, en sextíu og þrjú prósent þeirra kusu að fella samninginn, 33,7 prósent kusu með og þrjú komma þrjú prósent skiluðu auðu. Samningurinn var undirritaður í síðustu viku eftir fjölmarga formlega og óformlega samningafundi.Taldir þú þennan samning nógu góðan?„Nei, í rauninni hefði maður viljað gera miklu, miklu betur,“ segir Katrín Sif.Segir ekki nægilega lagt í Í samningnum fólst meðal annars rúmlega fjögurra prósenta launahækkun auk þess sem gert var ráð fyrir sextíu milljón króna greiðslu til launaleiðréttingar og fleiri aðgerða. „Það er ekki nægilega lagt í. Við náttúrulega lögðum upp með það að við viljum fá leiðréttingu á launasetningu sem okkur finnst algjörlega réttlætanleg og sanngjörn og höfum fært rök fyrir. Þetta var bara einfaldlega ekki nóg,“ segir Katrín Sif. Á þriðja tug ljósmæðra höfðu sagt upp störfum í maí, en eftir undirritun samningsins lýstu nokkrar þeirra því yfir að þær hygðust ekki draga uppsagnirnar til baka. Katrín kveðst vona að nýtt samtal komist á um launamálin sem fyrst. „Ég veit ekki alveg hvort það verði næsta skref að við óskum eftir fundi með samninganefndinni eða hvort við verðum boðaðar á fund, sem væri voða gott. Ég veit ekki heldur hvort við séum ennþá undir ríkissáttasemjara, en mér finnst það bara mjög líklegt.“
Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Sjá meira