Fleiri fréttir

Segir stöðu mála í dag vera lögleysu

Notendastýrð persónulega aðstoð (NPA) hefur ekki enn verið fest í lög. Samið hefur verið um framhald á verkefninu til 2016. Notendur eru óvissir með framhaldið. Lífsstíl fólks breytt gegn vilja þess, segir Björn Herrera Þorkelsson.

Niðurfærslan gæti horfið með kjarasamningunum

Verðtryggð húsnæðislán eru um 1.200 milljarðar. Verðbólguskot gæti hækkað húsnæðislán um tugi milljarða. Verðbólgan étur upp niðurfærsluna, segir hagfræðingur. Verður að forðast verðbólgu, segir forsætisráðherra.

Íslenskar unglingsmæður lenda í gati í kerfinu

Engin úrræði eru í boði hér á landi fyrir stúlkur undir lögaldri sem eignast börn, þrátt fyrir að unglingaþunganir séu mun algengari en í samanburðarlöndum. Ung móðir segist upplifa sig réttindalausa og utanveltu í kerfinu.

Gott að sjá drenginn heilan á húfi

Mikil mildi er að ekki fór verr þegar tveir drengir, níu og tólf ára bræður, féllu í vatnið við Reykdalsstíflu í Hafnarfirði í síðustu viku. Þar er ekki síst að þakka skjótum viðbrögðum þeirra sem fyrstir voru á vettvang.

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði munu grípa til aðgerða við stífluna

Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði munu grípa til aðgerða og breytinga á svæðinu við Reykdalsstíflu, þar sem tveir ungir drengir lentu í lífsháska í síðustu viku, til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur. Þar til verður lónið tómt. Sextán ára stúlka vann mikið afrek þegar hún aðstoðaði við björgun drengjanna.

Borgarstjóri í Breiðholti næstu tvær vikurnar

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur flutt skrifstofu sína tímabundið í Breiðholtið. Skrifstofa borgarstjóra verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi næstu tvær vikurnar.

Öxarárfoss í miklum ham

Mikil flóð eru í Öxará vegna leysinga sem hafa skilað sér í að Öxarárfoss er vart þekkjanlegur.

Verkföll kunna að bitna á útflutningi

Langvarandi verkföll gætu stöðvað útflutning á makríl til Rússlands. Sláturhús stóðu að slátrun um helgina til að geta annað eftirspurn en langvarandi verkfall gæti komið niður á velferð dýra. BHM útilokar ekki frekari verkfallsaðgerðir.

Sviptur fyrir að draga bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo ökumenn í nótt sem báðir mega búast við að verða sviptir ökuréttindum.

Unnið að sameiningu Iðnskólans og Tækniskólans

Svo gæti farið að Iðnskólinn í Hafnarfirði renni inn í Tækniskólann. Nefnd innan ráðuneytis menntamála vinnur að fýsileikakönnun á samrunanum. "Höfum áhyggjur af stöðu mála,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir.

Hafnfirðingar koma sér upp brandarastíg

Menningarfulltrúi Hafnarfjarðar liggur nú í Hafnarfjarðarbröndurum til að finna þá réttu til að koma fyrir ofan í Strandstígnum. Hugmynd um merkingu með reykingabanni á sundlaugarbotnum var ýtt út af borðinu af öryggisástæðum.

Vantaði 1.200 íbúðir um áramótin

Mikill skortur er á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Það fjölgar í heimilum þar sem ungt fólk dregur það að flytjast að heiman. Íbúðarskortur er farinn að hamla vexti höfuðborgarsvæðisins. Fjölga mun um 25.000 manns til ársloka 2022.

Skortur á íbúðum er farinn að hamla vexti

Alls vantaði 1.200 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu um síðustu áramót. Skortur hefur aukist síðan 2011. Þörf er á allt að 1.700 íbúðum á ári. Hægari uppbygging hjá sveitarfélögum en vonast var til.

Hrun í fuglastofnum staðfest enn og aftur

Rannsóknir Náttúrufræðistofnunar staðfesta enn og aftur að ætisskortur sverfur mjög að mörgum tegundum fugla sem reiða sig á æti í hafinu. Sílafuglar eins og kjói, skúmur, kría, sílamáfur og svartbakur hafa hrunið eða berjast í bökkum.

Sjá næstu 50 fréttir