Söfnuðu 90 þúsund krónum: „Það er hægt að breyta rosalega miklu með litlu“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. apríl 2015 12:47 Þær stöllur fá afhent viðurkenningarskjal í Setbergsskóla í dag en söfnun þeirra hjálpar bágstöddum börnum um heim allan. Vísir/Þórhildur/UNICEF „Þetta byrjaði af því að við vorum að læra um fátækt og svoleiðis,“ segir Björg Bergsteinsdóttir, nemandi í 10. bekk í Setbergsskóla en hún ásamt bestu vinkonu sinni safnaði tæplega nítíu þúsund krónum til styrktar UNICEF. Peningarnir voru afhentir í dag og þá fengu krakkarnir í árgangnum sem tóku þátt viðurkenningarskjal frá hjálparsamtökunum. „Kennarinn okkar sagði að það væri hægt að kaupa hús sem hægt er að byggja frá grunni fyrir munaðarlaus börn.“ Málið var rætt í bekknum og mikill áhugi var fyrir því að leggja börnum víðsvegar um heiminn sem hafa það ekki jafngott og börn hér á landi lið. „Við besta vinkona mín ákváðum bara að framkvæma verkefnið.“Vildu auka möguleika barnanna á menntun Stúlkurnar höfðu lagt upp með að safna 130 þúsund krónum sem dugir fyrir húsi. „En því miður náðum við ekki því markmiði en við söfnuðum nítíu þúsund,“ útskýrir Björg. Ákveðið var að nýta peninginn til þess að kaupa skólagögn, vatnsdælur og bóluefni fyrir börnin. En af hverju ákváðu stelpurnar að taka þátt í verkefninu? „Örugglega fyrst og fremst af því að þúsund krónur eru ekki eins mikið fyrir okkur og þær eru fyrir þau. Þetta fólk þarna úti hefur það ekkert rosalega gott og það er hægt að breyta rosalega miklu með litlu.“ Björgu þótti mikilvægt að geta aðstoðað börnin við að sækja sér menntun og þess vegna völdu þær stöllur að gefa skólagögn. „Svo var okkur sagt að ef við kaupum vatnsdælu þá þurfa krakkarnir ekki að labba langa leið til að sækja vatn. Þá erum við að spara krökkunum tíma og þau geta þá lært í staðinn. Við viljum auka menntun barnanna.“Sigríður er upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi og var hæstánægð með framtak krakkanna.Vísir/Aðsend myndFramtakið hjálpar virkilega börnum úti í heimi Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, segir safnanir sem þessar hafa mikil áhrif á líf barna í þróunarlöndunum. „Þetta hefur bein áhrif á líf barna um víða veröld þar sem að nemendurnir náðu að safna. Það mun tryggja börnum hreint vatn í gegnum vatnsdælu sem þau náðu að safna fyrir, börn munu fá námsgögn, skammta af bóluefni gegn mænusótt. Þannig að þetta á virkilega eftir að koma í góðar þarfir. Þetta sýnir bara að framtak barna á Íslandi getur virkilega hjálpað börnum annars staðar í heiminum,“ sagði Sigríður. Verkefnið sem krakkarnir völdu hjá UNICEF kallast Sannar gjafir. Sannar gjafir UNICEF eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir bágstödd börn. Gjöfunum er dreift til barna og fjölskyldna þeirra í samfélögum þar sem þörfin er mest. Börnin völdu því með beinum hætti í hvaða lífsnauðsynjar peningarnir sem þau söfnuðu fara. Þeirra gjöf skilaði einni vatnsdælu, námsgögnum fyrir 80 börn, 200 skömmtum af bóluefni gegn mænusótt, 200 skömmtum af bóluefni gegn mislingum, 600 skömmtum ormalyfi og 150 skömmtum af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir vannærð börn. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Sjá meira
„Þetta byrjaði af því að við vorum að læra um fátækt og svoleiðis,“ segir Björg Bergsteinsdóttir, nemandi í 10. bekk í Setbergsskóla en hún ásamt bestu vinkonu sinni safnaði tæplega nítíu þúsund krónum til styrktar UNICEF. Peningarnir voru afhentir í dag og þá fengu krakkarnir í árgangnum sem tóku þátt viðurkenningarskjal frá hjálparsamtökunum. „Kennarinn okkar sagði að það væri hægt að kaupa hús sem hægt er að byggja frá grunni fyrir munaðarlaus börn.“ Málið var rætt í bekknum og mikill áhugi var fyrir því að leggja börnum víðsvegar um heiminn sem hafa það ekki jafngott og börn hér á landi lið. „Við besta vinkona mín ákváðum bara að framkvæma verkefnið.“Vildu auka möguleika barnanna á menntun Stúlkurnar höfðu lagt upp með að safna 130 þúsund krónum sem dugir fyrir húsi. „En því miður náðum við ekki því markmiði en við söfnuðum nítíu þúsund,“ útskýrir Björg. Ákveðið var að nýta peninginn til þess að kaupa skólagögn, vatnsdælur og bóluefni fyrir börnin. En af hverju ákváðu stelpurnar að taka þátt í verkefninu? „Örugglega fyrst og fremst af því að þúsund krónur eru ekki eins mikið fyrir okkur og þær eru fyrir þau. Þetta fólk þarna úti hefur það ekkert rosalega gott og það er hægt að breyta rosalega miklu með litlu.“ Björgu þótti mikilvægt að geta aðstoðað börnin við að sækja sér menntun og þess vegna völdu þær stöllur að gefa skólagögn. „Svo var okkur sagt að ef við kaupum vatnsdælu þá þurfa krakkarnir ekki að labba langa leið til að sækja vatn. Þá erum við að spara krökkunum tíma og þau geta þá lært í staðinn. Við viljum auka menntun barnanna.“Sigríður er upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi og var hæstánægð með framtak krakkanna.Vísir/Aðsend myndFramtakið hjálpar virkilega börnum úti í heimi Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, segir safnanir sem þessar hafa mikil áhrif á líf barna í þróunarlöndunum. „Þetta hefur bein áhrif á líf barna um víða veröld þar sem að nemendurnir náðu að safna. Það mun tryggja börnum hreint vatn í gegnum vatnsdælu sem þau náðu að safna fyrir, börn munu fá námsgögn, skammta af bóluefni gegn mænusótt. Þannig að þetta á virkilega eftir að koma í góðar þarfir. Þetta sýnir bara að framtak barna á Íslandi getur virkilega hjálpað börnum annars staðar í heiminum,“ sagði Sigríður. Verkefnið sem krakkarnir völdu hjá UNICEF kallast Sannar gjafir. Sannar gjafir UNICEF eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir bágstödd börn. Gjöfunum er dreift til barna og fjölskyldna þeirra í samfélögum þar sem þörfin er mest. Börnin völdu því með beinum hætti í hvaða lífsnauðsynjar peningarnir sem þau söfnuðu fara. Þeirra gjöf skilaði einni vatnsdælu, námsgögnum fyrir 80 börn, 200 skömmtum af bóluefni gegn mænusótt, 200 skömmtum af bóluefni gegn mislingum, 600 skömmtum ormalyfi og 150 skömmtum af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir vannærð börn.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Sjá meira