Fleiri fréttir

Safna Pez-körlum fyrir einhverfan dreng

Pez-safn Hilmars Geirs Ingibjargarsonar týndist í flutningum eftir bruna. Hilmar er einhverfur og hefur fengið ótrúleg viðbrögð við söfnuninni. Drengur frá Selfossi sem er í hjólastól kom færandi hendi.

Var Ben Stiller toppurinn?

Dægurmál og pólitík eiga ekki að vera aðskildir hlutir, segir Bergur Ebbi Benediktsson sem hér lítur um öxl og rifjar upp árið þegar venjulegt fólk fékk aftur áhuga á pólitík. Hann veltir því einnig fyrir sér hvort hægt væri að búa til hugtakið "Peak-Iceland".

Pókerstarfsemi grasserar á Íslandi

Pókerklúbbar eru starfræktir hér á landi, en samkvæmt lögum er óheimilt fyrir þriðja aðila að hagnast á fjárhættuspili.

Hafna sjálfstæðu gjaldi á ferðamenn

Sjálfstæðismenn í Rangárþingi eystra vilja strax hefja undirbúning að gjaldtöku við ferðamannastaði eins og Skógafoss og Seljalandsfoss. Meirihluti Framsóknarflokks í sveitarstjórninni ákvað þó að bíða tillagna frá atvinnuvegaráðherra.

Konunni haldið sofandi

Ástand konunnar sem slasaðist alvarlega í árekstri tveggja bíla á Hellisheiði á fjórða tímanum í gær er óbreytt. Henni er haldið sofandi í öndunarvél að sögn vakthafandi læknis á Landspítalanum. Slysið varð með þeim hættti að tveir fólksbílar, sem voru að koma úr gagnstæðri átt, skullu saman. Í öðrum bílnum voru tveir farþegar með ökumanni, og voru meiðsl þeirra ekki talin alvarleg. Í hinum bílnum var konan ein á ferð, og er hún alvarlega slösuð.

Reykfylltur bíll vakti athygli lögreglu

Lögreglumenn veittu bifreið einni athygli á Snorrabraut á tíunda tímanum í gærkvöldi. Í henni voru tveir rúmlega tvítugir karlmenn í miklu reykjarkófi. Lögregla stöðvaði bílinn og í í ljós kom að reykurinn stafaði af kannabisreykingum ökumanns og farþega. Þeir voru báðir í annarlegu ástandi og einnig fannst kannabis í bílnum sem mennirnir áttu til góða umfram það sem þeir voru að reykja.

Hljóðlát bylting í sjávarútvegi

Stór sjávarútvegsfyrirtæki leggja sífellt meiri áherslu á fullnýtingu hráefnis. Stór frystiskip eru seld úr landi eða þeim breytt til að koma með fiskinn óunninn að landi. Ástæðan er að hluta til ytri skilyrði greinarinnar en ekki síður hugarfarsbreyting um nýtingu hráefnis.

Rafmagnstruflanir fyrir vestan

Breiðadalslína 1 á Vestfjörðum leysti út rétt eftir miðnætti og var rafmagn komið á aftur um tíu mínutúm síðar. Á heimasíðu Orkubús Vesfjarða segir að orsök útsláttarins séu ókunn en rafmagn fór meðal annars af Bolungarvík og af Ísafirði.

Vilja lausnarfé fyrir gögn tölvunotenda

Ólíklegt er að íslenskir tölvunotendur hafi sloppið við nýlega tölvuóværu sem heldur gögnum á tölvum í gíslingu gegn lausnargjaldi. Um 250 þúsund tölvur eru sýktar á heimsvísu. Engin trygging er fyrir því að gögnin fáist aftur þó lausnagjald sé greitt.

Ríkið hækkar verð á áfengi, bensíni og vegabréfum

Gjaldskárhækkanir hjá ríkinu eru minni um þessi áramót en undanfarin ár. Þó hækkar bensín um 2,50 krónur lítrinn og díselolína aðeins minna. Innritunargjöld í Háskóla hækka um 15 þúsund og vegabréf um 2000 kr.

"Við töpuðum öllu“

"Sannleikurinn er sá að hátíðin kom út í 30 miljónum í mínus. Við töpuðum eignum okkar, bifreiðum okkar, við töpuðum öllu,“ segir Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir, í ítarlegum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld.

Fyllingin lykillinn að góðum kalkúni

Kalkúnn verður á borðum margra landsmanna um áramótin. Fyllingin er lykilinn að góðum kalkúni að sögn Úlfars Eysteinssonar, matreiðslumanns á Þremur frökkum.

Karl Steinar fór til Paragvæ vegna hvarfs Friðriks

Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum.

Karlmenn eru í mestri hættu varðandi skotelda

Gunnar Már Zoega augnlæknir skorar á kvenþjóðina að líta eftir unglingsstrákum sínum í aðdraganda gamlársdags og eiginmönnunum á gamlársdagskvöld svo þeir verði sér ekki að voða með flugeldum.

Alvarlegt umferðarslys á Hellisheiði

Alvarlegt umferðarlys varð á Hellisheiði á fjórða tímanum í dag og er vegurinn yfir heiðina lokaður. Umferð er beint um Þrengslaveg.

Björgunarsveitamenn sækja slasaða konu

Björgunarsveitamenn í Árnessýslu og sjúkraflutningamenn frá Selfossi eru nú að bera konu sem slasaðist á göngu niður úr Ingólfsfjalli milli Hveragerðis og Selfoss.

Margir óánægðir með val á íþróttamanni ársins

"Ég var alveg viss um að hún yrði valin en ég er greinilega bjartsýniskona," segir Eva Einarsdóttir, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, sem taldi frjálsíþróttakonuna Anítu Hinriksdóttur eiga titilinn skilið.

Almannahagsmunum fórnað fyrir skammtíma bókhaldstrikk

Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi VG segir að með sölu á hlut Orkuveitunnar í HS veitum til Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis sé verið að stíga fyrsta skrefið í almennri einkavæðingu vatnsveitna.

Vegagerðin varar við hvassviðri

Vegagerðin varar við hvassviðri á sunnan- og vestanverðu landinu í dag og vaxandi skafrenningi norðvestantil. Hálkublettir eru á flestum vegum landsins.

Slökkviliðið sinnti fjölda útkalla

Eldur kom upp á nokkrum stöðum á landinu í nótt. Í gærkvöld var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins í tvígang kallað út til þess að slökkva eld í ruslagámum í Vesturbænum.

Volkswagen hættir að framleiða rúgbrauðið

Ein þekktasta bifreið allra tíma, Volkswagen Camper eða "rúgbrauðið“ eins og hann er jafnan kallaður á íslensku, er komin á leiðarenda. Síðasta framleiðslulína bílsins verður klár í Brasilíu á gamlársdag.

Leigubílstjóri elti ökufant

Á fimmta tímanum í nótt tilkynnti leigubílstjóri til lögreglu að ekið hefði verið á bíl hans í Ártúnsbrekku og upphófst eftirför.

Tveir á slysadeild eftir árekstur

Tveir menn voru fluttir á slysadeild á þriðja tímanum í nótt eftir að hafa ekið jeppabifreið á staur á Vatnsendavegi.

Hörð samkeppni í flugeldasölu

Flugeldasala hófst í dag víða um land. Björgunarsveitarmenn vinna í rúma tvo mánuði á ári hverju í sjálfaboðavinnu við útköll á landi og sjó.

Sjá næstu 50 fréttir