Innlent

Vara fólk við því að vera á ferðinni í kvöld

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint mynd/þorgils
Lögreglan á Hvolsvelli varar fólk við því að vera á ferðinni í kvöld og nótt vegna vonskuveðurs sem spáð er á suður- og vesturlandi.

Veðurstofan sendi út stormviðvörun síðdegis í dag. Búist er við ofsveðri seint í kvöld og í alla nótt í Vestmannaeyjum, við Eyjafjöll, Mýrdalsjökul og Öræfajökul.

Búast má við snörpum vinhviðum undir Eyjafjöllum og við Öræfajökul frá því klukkan 19 í kvöld og þar til klukkan 7 í fyrramálið.

Veðurhorfur á landinu til miðnættis annað kvöld:

Vaxandi austan- og norðaustanátt, 15-23 m/s S- og V-lands seint í kvöld, en 23-30 í Vestmannaeyjum, við Eyjafjöll, Mýrdalsjökul og Öræfajökul. Mun hægari vindur á NA-verðu landinu. Fer að snjóa syðst í kvöld og víðar á landinu í nótt. Lægir S-lands uppúr hádegi á morgun og slydda eða rigning með köflum þar, en allhvöss austan- og norðaustanátt um N-vert landið fram á annað kvöld og snjókoma eða slydda. Hægt hlýnandi veður, hiti 0 til 5 stig S-lands á morgun, en minnkandi frost fyrir norðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×