Fleiri fréttir

Bara tveir kostir í stöðunni

Mönnum er líklegast að verða ljósara að valkostirnir varðandi framtíðargjaldmiðil Íslendinga eru varla aðrir en áframhaldandi fyrirkomulag með krónu eða innganga í Evrópusambandið og myntbandalagið, segir Jón Þór Sturluson, dósent í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík og fyrrverandi aðstoðarmaður Björgvins Sigurðssonar þáverandi viðskiptaráðherra. Þannig skýrir Jón Þór niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 um viðhorf fólks til krónunnar.

Farið fram á vikulangt gæsluvarðhald

Lögreglan á Akureyri hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru grunaðir um að hafa veitt karlmanni á áttræðisaldri alvarlega áverka um helgina.

Kvótinn minnkar vegna síldardauðans

Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir einboðið að aflaráðgjöf stofnunarinnar í síld verði töluvert lægri vegna síldardauðans í Kolgrafarfirði. Sérfræðingar frá Hafró mæla nú umfang síldardauðans í firðinum með sérstökum neðansjávarmyndavélum.

Lamdi mann með hafnaboltakylfu og hótaði lögreglu lífláti

Karlmaður var handtekinn fyrir utan veitingahús á Ísafirði aðfaranótt sunnudags. Ástæðan var sú að maðurinn áttu í útistöðum við gest á staðnum og beitti þar hafnarboltakylfu í þeim erjum eins og fram kemur í tilkynningu lögreglu.

Rafmagnstruflanir á Vesturlandi

Rafmagnstruflanir hafa verðið á Staðarsveitalínu í morgun og leysti lína út rétt eftir klukkan níu. Vinnuflokkur Rarik frá Ólafsvík er lagður af stað til bilanaleitar. Snjókoma er á svæðinu og líklegt að það sé ísing sem er ástæða bilunarinnar á línunni.

Lögreglan skammaði eldavélaþjóf á fimmtugsaldri

Íbúi í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum kom á lögreglustöðina og tilkynnti að eldavél, sem hann hafði tekið úr íbúð sinni vegna breytinga innan stokks, hefði verið stolið af lóðinni.

Rúmlega helmingur vill halda í krónuna

Meirihluti landsmanna vill að krónan verði framtíðargjaldmiðill landsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Fleiri vilja halda krónunni nú en fyrir tveimur árum.

Ölvaður ökumaður ók á hús í Hafnarfirði

Ölvaður ökumaður missti stjórn á bíl sínum í Hafnarfirði um kvöldmatarleitið í gærkvöldi með þeim afleiðinugm að bíllinn fór í gegnum grindverk um húsagarð, og hafnaði á húsinu.

Tveir ungir menn enn í haldi á Akureyri eftir fólskulega líkamsárás

Tveir ungir karlmenn sitja enn í haldi lögreglunnar á Akureyri eftir að þeir voru handteknir á Skagaströnd um hádegisbil í gær, grunaðir um að hafa undir morgun ráðist inn á heimili karlmanns á áttræðisaldri á Skagaströnd og veitt honum alvarlega höfuðáverka.

Konan sem hrapaði í Esjunni er látin

Kona , sem hrapaði í hlíðum Esjunnar um miðjan dag í gær, var úrskurðuð látin þegar björgunarmenn komust með hana niður á láglendi í gærkvöldi eftir fjölmennan og hættulegan leiðangur.

Þungt haldinn á gjörgæslu eftir árás dóttursonar síns

Nítján ára piltur braust við annan mann inn til afa síns á Skagaströnd og veitti honum alvarlega höfuðáverka. Maðurinn er grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur frændum hans. Piltarnir voru enn í haldi í gærkvöldi.

Margar erfðabreyttar matvörur ómerktar

Neytendasamtökin krefjast þess að reglugerð um merkingar á matvælum verði hert og eftirfylgni bætt. Ítrekaðar kvartanir hafa borist samtökunum og þá sérstaklega vegna vanmerkinga á genabreyttum matvælum. Talsvert hefur einnig verið kvartað yfir viðbættu vatni í kjöti og fiski.

Alvarleg líkamsárás á Skagaströnd

Tveir menn eru í haldi lögreglunnar á Akureyri grunaðir um alvarlega líkamsárás á heimili á Skagaströnd snemma í morgun. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri í samtali við Vísi.

Björgunarmenn komnir niður með konuna

Búið er að flytja göngukonuna sem slasaðist í Esju fyrr í dag í sjúkrabíl, en fjallamenn björgunarsveitanna komu niður að vegi rétt í þessu.

Væri gaman að sjá barnavagninn eftir 40 ár

"Ég hefði nú gaman af því að sjá barnavagninn. Hann á að vera þarna," sagði Guðrún Ingibergsdóttir í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld, þar sem fjallað var um eldgosið á Heimaey.

Komnir á slysstað í Esju

Björgunarmenn í Esju hafa nú náð til göngukonunnar sem hrapaði og þeirra samferðamanna hennar sem biðu á slysstaðnum.

Alvarlegt slys í Esju

Slökkvilið og björgunarsveitir eru nú að störfum í Esju þar sem kona liggur slösuð eftir fall.

Farið fram á gæsluvarðhald í skotárásarmáli

Þremur af þeim fjórum sem lögregla handtók í tengslum við skotárás á Eyrarbakka í gærmorgun var sleppt seint í gærkvöldi. Lögregla hefur farið fram á gæsluvarðhald yfir einum þeirra sem kom að árásinni.

Er framlag Íslands í Eurovision stolið?

"Lag sem samið er í hefðbundnum þjóðlagastíl, svo ég tali nú ekki um þegar það er í stíl sem er jafn margreyndur og hinn keltneski, og lagið heldur fast í hönd hins hefðbundna, þá er náttúrulega voðinn vís,“ segir hljómlistarmaðurinn Magnús Kjartansson í kjölfar umræðu um að framlag Íslendinga til Eurovision-keppninnar sé stolið lag.

Opið í Skálafelli og Bláfjöllum

Í dag er fyrsti opnunardagur í Skálafelli þennan veturinn en þar, og í Bláfjöllum, opnaði núna klukkan tíu og verður opið til fimm í dag.

Eyþór Ingi vann - Fer til Malmö í maí

Eyþór Ingi mun flytja lagið Ég á líf fyrir Íslands hönd í Eurovision í maí. Hann er jafnframt sigurvegari Söngvakeppni sjónvarpsins í ár, en úrslitin voru gerð kunn í kvöld. Lag og texti, Ég á líf, er eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson.

Ég á líf og Ég syng keppa til úrslita

Tvö lög, lögin Ég á líf og Ég syng, keppa um sigurinn í Söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Þetta varð ljóst þegar fyrri atkvæðagreiðslu lauk í kvöld. Það lag sem vinnur verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Malmö í Svíþjóð í maí. Sigurvegarinn verður kjörinn í síðari atkvæðagreiðslu í kvöld.

Meintur fíkniefnasmyglari laus úr fangelsi

Einn fimmmenninganna, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli, er laus úr haldi. Manninum, sem er á þrítugsaldri og var handtekinn í byrjun vikunnar, var sleppt úr haldi lögreglu í gærkvöld.

Lýsti yfir goslokum í ylvolgum gíg Eldfells

Eyjamaðurinn Svavar Steingrímsson var í hópi sex manna, undir forystu Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem fyrstir fóru ofan í gíg Eldfells að kvöldi 2. júlí árið 1973 til að kanna hvort eldgosinu á Heimaey væri lokið.

Brotist inn á aðgang 250 þúsund Twitter notenda

Brotist var inn á síður 250 þúsund Twitternotenda í umsvifamiklu netsvindli. Bob Lord, talsmaður öryggismála hjá Twitter, segir að notendanöfnum hafi verið stolið, sem og lykilorðum og öðrum gögnum.

Nýjum formanni fagnað

Árni Páll Árnason er nýr formaður Samfylkingarinnar og það er óhætt að segja að andrúmsloftið hafi verið rafmagnað þegar úrslitum var lýst í formannskjöri rétt fyrir hádegi í dag. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum til að fanga augnablikið.

Sjá næstu 50 fréttir