Innlent

Telegraph fjallar um Hildi

Breski blaðamaðurinn Emma Barnett, skrifar grein um baráttu Hildar Lilliendahl við Facebook, á vefsíðu breska dagblaðsins, Daily Telegraph, í dag.

Í greininni rekur Emma vandræði Hildar sem hún lenti í eftir að hún endurbirti ummæli Stefáns Heiðars Erlingssonar, sem hún túlkaði sem morðhótun í sinn garð. Ummælin birti Stefán á eigin heimasíðu en þar kom fram að hann væri tilbúin að keyra og bakka aftur yfir Hildi vegna skoðana hennar.

Facebook brást harkalega við endurbirtingu Hildar á ummælunum og lokaði aðgangi hennar að síðunni í mánuð.

Breski blaðamaðurinn velti fyrir sér hvort það sé ekki undarlegt að viðkomandi megi birta svona ummæli án afleiðinga en sá sem verður fyrir barðinu er refsað fyrir það eitt að vekja athygli á hótuninni.

Umdeilt myndaalbúm Hildar, Karlar sem hata konur, hefur einnig vakið mikla athygli erlendis, en í grein Emmu segir að fyrir skömmu hafi heimasíðunni everydaysexism verið komið á laggirnar í sama tilgangi og albúm Hildar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×