Sjálfhverfa kynslóðin: Gæti orðið rof í keðjunni Karen Kjartansdóttir skrifar 19. nóvember 2012 19:01 Það kemur til með að hafa miklar afleiðingar að eignir heillar kynslóðar þurrkist út og gott betur. Þetta segir verkfræðingur sem reiknað hefur út að á meðan hrein eign Íslendinga á aldrinum 30 til 45 ára hafi horfið, hafi eignastaða þeirra sem eru 60 - 75 ára aukist mjög. Um helgina birtist grein í Fréttablaðinu eftir Karl Sigfússon verkfræðing þar sem hann fór yfir eignastöðu fólks eftir því hvaða kynslóð það tilheyrir. Tilefnið voru skrif Sighvats Björgvinssonar, fyrrverandi ráðherra um það sem hann kallaði sjálfhverfu kynslóðina - en í þeim fullyrti hann að Íslendingar á aldrinum 30 til 45 ára hugsi aðeins um sjálfa sig, kvarti, kveini og heimti leiðréttingu á kjörum síðum á grundvelli forsendubrests. Karl vildi athuga hvað væri til í fullyrðingum Sighvats og fór yfir gögn frá ríkisskattstjóra. „Ég sótti mér bara gögn sem eru aðgengileg öllum á vef ríkisskattstjóra og færði þau í þennan búning, það er í þessar 15 ára kynslóðir sem hann leggur upp með. Svona bara til að átta mig á því hvað hafði gerst í eignastöðu þessara hópa. Útkoman er miklu dramatískari en ég hélt í fyrstu. Þetta var miklu skýrari breyting á fáum árum í eignastöðu þessa aldurshóps heldur en ég reiknaði með," segir Karl. Karl segir að gögnin sýni að tal Sighvats, um eignabruna gamla fólksins, eigi ekki við rök að styðjast. Hlutfallsleg eignastaða milli kynslóða hafi verið stöðug á árunum 1996, 2001 og 2006. Árið 2011 eða eftir hrunið breytist staðan mjög. Eignir sjálfhverfu kynslóðarinnar svokölluðu þurkast út - og gott betur. Á sama tíma aukist eignastaða þeirra sem eldri eru. Gríðarleg eignatilfærsla hafi orðið frá þeim sem yngir eru til eldri kynslóða. Fréttastofa hafði samband við Sighvat sem staddur er erlendis og spurði hann út í grein Karls, hann sagði svara að vænta á næstu dögum. Vissulega hefði gjaldmiðillinn hrunið og þar með hefðu skuldir skuldugasta hópsins aukist mjög. Hann hafnaði því þó alveg að eignatilfærsla hefði orðið. Karl óttast að þessi staða geti haft miklar afleiðingar. „Ég held að þetta komi til með að hafa miklar afleiðingar, við verðum að átta okkur á því að ef að heildareignir, nettó-eignir það er hreinar eign, 45 ára og yngri eru neikvæðar, í þessu tilfelli mínus átta milljarðar, þá þýðir það að þessi hópur stendur ekki sterkur á svellinu í framhaldinu. Því þetta fólk eru væntanlega kaupendur, til dæmis af húsum Sighvats og annarra af hans kynslóð. Með þessu gæti orðið rof í keðjunni. Það er ákveðin virkni á húsnæðismarkaði. Fólk býr á svona þremur fjórum stöðum yfir ævina, með fasta búsetu. Það er fyrsta íbúð, síðan hæð og svo fara margir í einbýlishús og minnka svo aftur við sig. Þessi keðja rofnar og það er umhugsunarefni því svona ójafnvægi kemur niður á öllum fyrr eða síðar," segir Karl að lokum. Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Það kemur til með að hafa miklar afleiðingar að eignir heillar kynslóðar þurrkist út og gott betur. Þetta segir verkfræðingur sem reiknað hefur út að á meðan hrein eign Íslendinga á aldrinum 30 til 45 ára hafi horfið, hafi eignastaða þeirra sem eru 60 - 75 ára aukist mjög. Um helgina birtist grein í Fréttablaðinu eftir Karl Sigfússon verkfræðing þar sem hann fór yfir eignastöðu fólks eftir því hvaða kynslóð það tilheyrir. Tilefnið voru skrif Sighvats Björgvinssonar, fyrrverandi ráðherra um það sem hann kallaði sjálfhverfu kynslóðina - en í þeim fullyrti hann að Íslendingar á aldrinum 30 til 45 ára hugsi aðeins um sjálfa sig, kvarti, kveini og heimti leiðréttingu á kjörum síðum á grundvelli forsendubrests. Karl vildi athuga hvað væri til í fullyrðingum Sighvats og fór yfir gögn frá ríkisskattstjóra. „Ég sótti mér bara gögn sem eru aðgengileg öllum á vef ríkisskattstjóra og færði þau í þennan búning, það er í þessar 15 ára kynslóðir sem hann leggur upp með. Svona bara til að átta mig á því hvað hafði gerst í eignastöðu þessara hópa. Útkoman er miklu dramatískari en ég hélt í fyrstu. Þetta var miklu skýrari breyting á fáum árum í eignastöðu þessa aldurshóps heldur en ég reiknaði með," segir Karl. Karl segir að gögnin sýni að tal Sighvats, um eignabruna gamla fólksins, eigi ekki við rök að styðjast. Hlutfallsleg eignastaða milli kynslóða hafi verið stöðug á árunum 1996, 2001 og 2006. Árið 2011 eða eftir hrunið breytist staðan mjög. Eignir sjálfhverfu kynslóðarinnar svokölluðu þurkast út - og gott betur. Á sama tíma aukist eignastaða þeirra sem eldri eru. Gríðarleg eignatilfærsla hafi orðið frá þeim sem yngir eru til eldri kynslóða. Fréttastofa hafði samband við Sighvat sem staddur er erlendis og spurði hann út í grein Karls, hann sagði svara að vænta á næstu dögum. Vissulega hefði gjaldmiðillinn hrunið og þar með hefðu skuldir skuldugasta hópsins aukist mjög. Hann hafnaði því þó alveg að eignatilfærsla hefði orðið. Karl óttast að þessi staða geti haft miklar afleiðingar. „Ég held að þetta komi til með að hafa miklar afleiðingar, við verðum að átta okkur á því að ef að heildareignir, nettó-eignir það er hreinar eign, 45 ára og yngri eru neikvæðar, í þessu tilfelli mínus átta milljarðar, þá þýðir það að þessi hópur stendur ekki sterkur á svellinu í framhaldinu. Því þetta fólk eru væntanlega kaupendur, til dæmis af húsum Sighvats og annarra af hans kynslóð. Með þessu gæti orðið rof í keðjunni. Það er ákveðin virkni á húsnæðismarkaði. Fólk býr á svona þremur fjórum stöðum yfir ævina, með fasta búsetu. Það er fyrsta íbúð, síðan hæð og svo fara margir í einbýlishús og minnka svo aftur við sig. Þessi keðja rofnar og það er umhugsunarefni því svona ójafnvægi kemur niður á öllum fyrr eða síðar," segir Karl að lokum.
Mest lesið Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira