Meira af ungu fólki sem dvelur hér í stuttan tíma Boði Logason skrifar 20. nóvember 2012 11:15 Og svo má ekki gleyma Airwaves-tónlistarhátíðinni en áhrifin í kringum hana eru umtalsverð, segir Helgi Hrannarr. Mynd/Stefán Karlsson Um 40 prósent meiri sala var til erlendra ferðamanna í nóvember og október miðað við sama tíma í fyrra og um 25 til 30 prósent yfir allt árið. Bandaríkjamenn og Norðmenn eyða mestu hér á landi. Helgi Hrannarr Jónsson, framkvæmdastjóri Global Blue, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem sér um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum til ferðamanna (Tax free), segir að aukninguna yfir allt árið megi rekja til þess að um sé að ræða allt öðruvísi mynstur ferðamanna en var í fyrra. „Ásamt því að við erum að sjá smá aukningu á ferðamönnum sem koma í styttri tíma á jaðartímum, febrúar til maí og september til nóvember, og þessi ferðamenn versla. Eins skýrist þetta af mikilli aukningu á meðal Bandaríkjamanna og eins Kínverja," segir hann. Þá nefnir hann að aukin flugtíðni vestur um haf og nýir áfangastaðir hafi vissulega áhrif. „Eins er endurgreiðsluhlutfallið að hækka, það er að segja það eru fleiri sem sækja endurgreiðsluna en áður og má leiða að því líkur að efnahagurinn erlendis hafi þau áhrif að fólk er meðvitaðara og sækir frekar endurgreiðsluna sína," segir hann. Þá segir hann að fjölgun ferðamanna skýri þessa aukningu að hluta, verðbólgan að hluta og svo gengið á haustdögum eftir að krónan veiktist.Mikil sala í kringum Airwaves Í nóvember og október jókst salan um fjörutíu prósent, miðað við sama tímabil í fyrra.. „Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu til dæmis hefur veðurfarið í haust og í sumar haft þau áhrif að sala á fatnaði dróst saman en um leið og haustaði og veður versnaði kom góður kippur," segir hann. „Þá er mynstrið hjá ferðamönnum annað, þeir fara í styttri ferðir og það er meira um yngra fólk sem leggur áherslur á að kaupa sér til dæmis íslenska hönnun." „Og svo má ekki gleyma Airwaves-tónlistarhátíðinni en áhrifin í kringum hana eru umtalsverð. Og það sést á því að það er skýr aukning þá daga sem hátíðin stendur yfir, þrátt fyrir að fjöldi ferðamanna sé ekki hlutfallslega hár."Þurfum yngra fólk sem dvelur hér í stuttan tíma Ef Topp 10 listinn yfir þau þjóðerni sem eyða mestu er skoðaður, segir Helgi Hrannarr að aukning sé hjá öllum þjóðum - óvenjumikil hjá Bandaríkjamönnum, Frökkum, Þjóðverjum, Rússum og Kínverjum. „Bandaríkjamenn eyða mestu hér á landi, eftir þeim koma Norðmenn, svo Þjóðverjar og loks Danir," segir hann. Hann segir að árið hafi almennt verið mjög gott í sölu til erlendra ferðamanna. „Þessi aukning skilar sér alls staðar yfir landið og í öllum geirum, og þar af leiðandi er hægt að tala um jafna og góða tekjudreifingu sem er mjög ánægjulegt. Það sem er áhugavert er sveigjanleiki íslenskrar verslunar og aðlögunarhæfni til að mæta nýjum markhópum ásamt því að leggja meiri áherslu á ýmiskonar þjónustu gagnvart erlendum ferðamönnum," segir hann. „Heilt yfir hefur árangurinn verið góður og búast má við áframhaldandi vexti fái ferðaþjónustan áfram að starfa í friði. Boðaðar skattahækkanir á gistingu geta haft gríðarleg áhrif á aðra afþreyingu og aðra aðila ásamt því að fæla þá ferðamenn frá sem við þurfum helst á að halda - sem er yngra fólk sem kemur í styttri tíma á jaðartímum," segir Helgi Hrannarr að lokum. Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira
Um 40 prósent meiri sala var til erlendra ferðamanna í nóvember og október miðað við sama tíma í fyrra og um 25 til 30 prósent yfir allt árið. Bandaríkjamenn og Norðmenn eyða mestu hér á landi. Helgi Hrannarr Jónsson, framkvæmdastjóri Global Blue, sem er eitt þeirra fyrirtækja sem sér um endurgreiðslu á virðisaukaskattinum til ferðamanna (Tax free), segir að aukninguna yfir allt árið megi rekja til þess að um sé að ræða allt öðruvísi mynstur ferðamanna en var í fyrra. „Ásamt því að við erum að sjá smá aukningu á ferðamönnum sem koma í styttri tíma á jaðartímum, febrúar til maí og september til nóvember, og þessi ferðamenn versla. Eins skýrist þetta af mikilli aukningu á meðal Bandaríkjamanna og eins Kínverja," segir hann. Þá nefnir hann að aukin flugtíðni vestur um haf og nýir áfangastaðir hafi vissulega áhrif. „Eins er endurgreiðsluhlutfallið að hækka, það er að segja það eru fleiri sem sækja endurgreiðsluna en áður og má leiða að því líkur að efnahagurinn erlendis hafi þau áhrif að fólk er meðvitaðara og sækir frekar endurgreiðsluna sína," segir hann. Þá segir hann að fjölgun ferðamanna skýri þessa aukningu að hluta, verðbólgan að hluta og svo gengið á haustdögum eftir að krónan veiktist.Mikil sala í kringum Airwaves Í nóvember og október jókst salan um fjörutíu prósent, miðað við sama tímabil í fyrra.. „Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu til dæmis hefur veðurfarið í haust og í sumar haft þau áhrif að sala á fatnaði dróst saman en um leið og haustaði og veður versnaði kom góður kippur," segir hann. „Þá er mynstrið hjá ferðamönnum annað, þeir fara í styttri ferðir og það er meira um yngra fólk sem leggur áherslur á að kaupa sér til dæmis íslenska hönnun." „Og svo má ekki gleyma Airwaves-tónlistarhátíðinni en áhrifin í kringum hana eru umtalsverð. Og það sést á því að það er skýr aukning þá daga sem hátíðin stendur yfir, þrátt fyrir að fjöldi ferðamanna sé ekki hlutfallslega hár."Þurfum yngra fólk sem dvelur hér í stuttan tíma Ef Topp 10 listinn yfir þau þjóðerni sem eyða mestu er skoðaður, segir Helgi Hrannarr að aukning sé hjá öllum þjóðum - óvenjumikil hjá Bandaríkjamönnum, Frökkum, Þjóðverjum, Rússum og Kínverjum. „Bandaríkjamenn eyða mestu hér á landi, eftir þeim koma Norðmenn, svo Þjóðverjar og loks Danir," segir hann. Hann segir að árið hafi almennt verið mjög gott í sölu til erlendra ferðamanna. „Þessi aukning skilar sér alls staðar yfir landið og í öllum geirum, og þar af leiðandi er hægt að tala um jafna og góða tekjudreifingu sem er mjög ánægjulegt. Það sem er áhugavert er sveigjanleiki íslenskrar verslunar og aðlögunarhæfni til að mæta nýjum markhópum ásamt því að leggja meiri áherslu á ýmiskonar þjónustu gagnvart erlendum ferðamönnum," segir hann. „Heilt yfir hefur árangurinn verið góður og búast má við áframhaldandi vexti fái ferðaþjónustan áfram að starfa í friði. Boðaðar skattahækkanir á gistingu geta haft gríðarleg áhrif á aðra afþreyingu og aðra aðila ásamt því að fæla þá ferðamenn frá sem við þurfum helst á að halda - sem er yngra fólk sem kemur í styttri tíma á jaðartímum," segir Helgi Hrannarr að lokum.
Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Sjá meira