Innlent

Lögreglan á 250 skammbyssur

Öll lögregluembættin á landinu hafa skammbyssur á lögreglustöðvum sínum, allt frá þremur upp í fjörutíu og tvær.
Öll lögregluembættin á landinu hafa skammbyssur á lögreglustöðvum sínum, allt frá þremur upp í fjörutíu og tvær. Mynd/Stefán Karlsson

Lögregluembættin víðsvegar um land hafa tvö hundrað fimmtíu og fjórar skammbyssur til umráða og þrjátíu og sjö riffla. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin eftir samráðsfundi innanríkisráðuneytisins og ríkislögreglustjóra í byrjun október síðastliðnum, og fréttastofa hefur undir höndum.

Ríkislögreglustjóri, sem sérsveitin tilheyrir, hefur flest vopn undir höndum, eða tvö hundrað og tvö, en inn í þeirri tölu eru sjálfvirk vopn, haglabyssur og önnur vopn. Öll lögregluembættin á landinu hafa skammbyssur á lögreglustöðvum sínum, allt frá þremur upp í fjörutíu og tvær.

Í skýrslunni kemur fram að ríkislögreglustjóri telji að lögreglan geti ekki sinnt þeim verkefnum sem hún þarf að gera lögum samkvæmt - vegna fjárskorts og manneklu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.