Innlent

Flóttamanni frá Írak vísað út landi fyrir hádegið

Flóttamanni frá Írak hefur verið vísað úr landi og verður honum fylgt út núna fyrir hádegi.

Samtökin No Borders Iceland skora á Ögmund Jónasson innanríkisráðherra að stöðva brottflutninginn. Þau benda á að Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hafi varað við að flóttamenn séu sendir aftur til stríðssvæða á borð við Írak.

Þegar Íraka hafi verið vísað héðan í september til Noregs, samkvæmt svonefndri Dyflinarreglugerð, hafi hann verið sendur þaðan til Bagdad, og síðan hafi ekkert til hans spurst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×