Fleiri fréttir

Landsbjörg fékk hvatningarverðlaun LÍÚ

LÍÚ afhenti slysavarnarfélaginu Landsbjörgu í dag hvatningarverðlaun LÍÚ. Verðlaunin eru í formi styrkjar að upphæð þriggja milljóna króna sem notaðar verða til reksturs og viðhalds björgunarskipa félagsins.

Hrefnu fækkaði töluvert við Ísland

Niðurstöður reglulegra hvalatalninga sýna að hrefnu fækkaði umtalsvert á grunnsævi við Ísland á árunum 2001 til 2007. Ekki liggja fyrir nægileg gögn til að skýra þá breytingu á útbreiðslu hrefnu sem virðist hafa átt sér stað.

Seldi meydóminn á 100 milljónir

Brasilísk stúlka hefur selt meydóm sinn á netuppboði fyrir tæpar 100 milljónir íslenskra króna. Alls bárust 15 boð í hina tuttugu ára gömlu Catarina Migliorini en það var japanskur karlmaður sem stóð uppi sem sigurvegari.

Vilja leggja veg um Kjöl

Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja leggja heilsársveg um Kjöl og lögðu í dag fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórninni verði falið að kanna hagkvæmni þess. Þess er óskað að ríkisstjórnin skili Alþingi skýrslu um málið fyrir 1. apríl.

Aftur hægt að senda ókeypis sms

Nú er aftur orðið ókeypis að senda smáskilaboð á netinu því fyrir rétt rúmri viku opnaði heimasíðan Skiló.is. Þar má senda sms til allra símakerfa endurgjaldslaust.

Einn á slysadeild eftir bílveltu í Ártúnsbrekku

Bílvelta varð í Ártúnsbrekkunni rétt eftir hádegið í dag. Einn var fluttur á slysadeild, samkvæmt upplýsingum frá sjúkraliðinu. Eins og sést á meðfylgjandi mynd sem Valgarður Gíslason ljósmyndari tók er bíllinn nokkuð skemmdur.

Skjóta hlífiskildi yfir íslensku sauðkindina

Bændasamtökin birtu á dögunum stutta heimildarmynd um sauðfjárrækt á Íslandi. Myndinni er ætlað að auka vegsemd íslensku sauðkindarinnar í augum þjóðarinnar eftir heimildarmynd Herdísar Þorvaldsdóttur um gróðureyðingu vegna lausagöngu búfjár.

Brynjar Mettinisson kominn til Íslands

Brynjar Mettinisson er kominn til Íslands, en hann hefur verið í Svíþjóð hjá mömmu sinni undanfarnar vikur. Brynjar sat í gæsluvarðhaldi í Tælandi í margar vikur, grunaður um aðild að fíkniefnasmygli en málið var síðar látið niður falla. Hann kom til Íslands á mánudaginn. Borghildur Antonsdóttir, móðir Brynjars, sem búsett er í Svíþjóð segir að Brynjar vilji helst vera áfram á Íslandi. "Hann þarf að leita sér að vinnu og ýmislegt,“ segir hún aðspurð um hvað muni taka við hjá Brynjari.

Hótar úrsögn ef Festa kaupir bréf í Eimskipi

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir að ef lífeyrissjóðurinn Festa muni taka þátt í kaupréttarútboði á fyrirtækinu Eimskip þá muni félagið grípa til róttækra aðgerða sem gætu verið fólgnar í því að félagsmenn Verkalýðsfélags Akraness sem eru aðilar að Festu lífeyrissjóði gangi í annan lífeyrissjóð.

Beggi Blindi stefnir á þriðja sætið

Ellefu hafa boðið sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi um fjögur efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Flokksval með stuðningsmönnum fer fram rafrænt um miðjan næsta mánuð.

Jólabjórinn lendir 15. nóvember

Það munu eflaust margir gera sér ferð í Vínbúðir þann 15. nóvember því þá verður jólabjórinn settur í sölu. Fram kemur á vef átvr.is að margir séu farnir að bíða eftir jólabjórnum og mikið hafi verið spurt um hann uppá síðkastið.

Sprengjumaðurinn sleppur við ákæru

Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál Snævars Valentínusar Vagnssonar, 72 ára manns sem kom fyrir lítilli sprengju á Hverfisgötu í janúar síðastliðnum. Ákvörðunin var tekin 12. september. "Við töldum okkur ekki geta heimfært þetta undir nein refsiákvæði,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.

Enn tiplað á tánum í kring um Grástein

„Okkur dettur ekki í hug að hreyfa við álfasteininum,“ segir Ólafur Bjarnason samgöngustjóri hjá Reykjavíkurborg um lagningu nýs hjóla- og göngustígs fram hjá Grásteini við Vesturlandsveg.

Skúli vill funda um svarta vinnu og skattsvik

Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingar hefur óskað eftir því að fjallað verði um svarta atvinnustarfssemi og skattaundanskot í efnahags- og viðskiptanefnd við fyrsta tækifæri í framhaldi af vísbendingum um að slík starfssemi færist í vöxt.

Rjúpnaveiðar hefjast á morgun

Rjúpnaveiðar mega hefjast á morgun og verða veiðarnar takmarkaðar við fjórar helgar, þar sem þær eru á annað borð leyfðar.

Saurmengun í Elliðavatni

Mikil saurmengun greindist í Elliðavatni í nýrri rannsókn, sjöfalt yfir þeim mörkum sem teljast ásættanleg í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Einnig finnst saurmengun á nokkrum stöðum í Elliðaánum en í litlum mæli.

Heimilisofbeldismál sent aftur í rannsókn

Aðalmeðferð fór fram í gær í máli Más Ívars Henryssonar, margdæmds manns, sem ákærður er fyrir fjöldann allan af brotum, meðal annars nokkrar árásir á lögreglumenn.

Stór jarðskjálfti norður af Siglufirði í nótt

Jarðskjálfti upp á 3,5 stig varð laust fyrir klukkan fjögur í nótt norðaustur af Siglufirði og annar upp á 3 stig varð norðaustur af Gjögurtá á ellefta tímanum í gærkvöldi, auk fjölda vægari skjálfta á báðum svæðunum.

Makríldeilan áfram í sama fari

Ekki náðist samkomulag um skiptingu heildarafla í makríl á fundi strandríkja í London, en þriggja daga samningalotu lauk í gær.

Hús Línu öll skráð á 26 ára dóttur hennar

Allar fasteignir Línu Jia, sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um mansal, eru skráðar á 26 ára dóttur hennar. Ein fasteignin er 410 fermetra hús. Ung kínversk stúlka sakaði Línu um að hafa selt sig í vændi árið 2004.

Íslenskum unglingum gengur best í ritun

Íslenskir tíundu bekkingar stóðu sig best í ensku á samræmdu prófunum í ár. Lakastar voru einkunnir þeirra í íslensku. Í einstökum hlutum prófa var meðaleinkunnin hæst í íslenskri ritun.

Leggja til 300.000 tonna kvóta

Hafrannsóknastofnunin leggur til að heildaraflamark loðnu á vertíðinni 2012/2013 verði samtals 300 þúsund tonn. Heildarkvótinn á síðustu vertíð varð 765 þúsund tonn.

Verðlaunaljósmyndari fékk bráðahvítblæði

Ljósmyndarinn Ingólfur Júlíusson greindist með bráðahvítblæði fyrir skömmu og hefur verið haldið í einangrun á Landspítalanum vegna veikinda sinna. Ingólfur er raunar heimsfrægur, ef svo má að orði komast, en fréttaveitan Reuters valdi mynd sem hann tók í gosinu árið 2010 eina af 150 bestu fréttaljósmyndum ársins. Það hafa því líklega milljónir séð myndir Ingólfs en hann hefur einnig unnið sem ljósmyndari fyrir Reuters um árabil.

Hundruð leitað til Símans vegna stolinna farsíma

Alls hafa þrjú hundruð einstaklingar leitað til Símans á síðustu sex mánuðum vegna stolinna farsíma. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, var í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann var spurður út í þjófnað á farsímum í dag.

Vilja hámark á laun verkalýðsforkólfa

Þór Saari mælti fyrir lagafrumvarpi á Alþingi í dag sem miðar að því að lögfesta reglu um hámarkslaun forsvarsmanna verkalýðsfélaga og hagsmunasamtaka launafólks þannig að þau geti aldrei orðið hærri en því sem nemur þreföldum lágmarkskjörum umbjóðenda sinna.

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu

Að höfðu samráði við vísindamenn, lögreglustjórana á Sauðárkróki, Akureyri og Húsavík hefur ríkislögreglustjóri ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.

Vill gefa lántakendum vopn í deilunni við fjármálafyrirtæki

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vill veita lántakendum vopn í deilu sinni við fjármálafyrirtækin. Í viðtali við RÚV fyrr í kvöld sagði þingmaðurinn að hann vildi að sett yrði upp sérstök reiknivél sem endurreikni gengistryggð lán almennings án endurgjalds.

Kynjabundinn launamunur óþolandi

Velferðarráðherra segir óþolandi að launajafnrétti kynjanna hafi enn ekki verið náð á Íslandi. Hann kynnti í dag aðgerðaáætlun til að sporna við vandanum.

Rannsakað hvort Arðvis hafi verið umfangsmikið pýramídasvindl

Í morgun handtóku starfsmenn sérstaks saksóknara þrjá starfsmenn Arðvis, þar á meðal framkvæmdastjórann Bjarna Júlíusson. Húsleitir voru síðan framkvæmdar, meðal annars á skrifstofum fyrirtækisins í Bæjarlind í Kópavogi. Meðal þess sem er rannsakað er hvort um sé að ræða umfangsmikið pýramídasvindl.

Boraði í ellefu þúsund volta streng

Alvarlegt vinnuslys varð á Akureyri á fjórða tímanum í dag þegar karlmaður boraði í ellefu þúsund volta streng. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni brenndist maðurinn illa á úlnliðum og andliti og verður á gjörgæslu í nótt.

Buster og Nökkvi bestir

Fíkniefnahundurinn Buster hjá lögreglunni á Selfossi og Nökkvi hjá lögreglunni Borgarnesi eru bestu fíkniefnahundar landsins eftir Íslandsmeistaramót fíkniefnahunda sem fór fram á Eyrarbakka og Selfossi í gær og í dag, sem tíu hundar tóku þátt.

Einn handtekinn í Grafarvogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með umfangsmiklar aðgerðir í Veghúsum í Grafarvogi þessa stundina en mikið af bensíni er í einni af íbúðum í götunni, eftir því sem fréttastofa kemst næst.

Vara við erlendum tölvuþrjótum

Lögreglunni hafa borist nokkrar tilkynningar nýverið um að fólk sé að fá símtöl, ef til vill erlendis frá, þar sem hringjandi tilkynnir þeim að tölvan á heimilinu sé sýkt með vírus.

Illugi vill frekar betri spítala en ný jarðgöng

Það voru gerð mistök þegar ákveðið var að veita 10 milljörðum í lán vegna framkvæmda við Vaðlaheiðagöng, í stað þess að bæta tækjakost Landspítalans og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Þetta sagði Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag.

Fullorðnir eiga rétt á lyfjum við ADHD

„Miðað við texta fjárlagafrumvarps verður greiðsluþátttöku hætt á lyfjum við ADHD hjá fullorðnum. Við lýsum yfir áhyggjum vegna þess.“

Vél Iceland Express kyrrsett á Keflavíkurflugvelli

Isavia kyrrsetti í morgun Airbus A-320 flugvél tékkneska flugfélagsins Holiday Czeck Airlines vegna ógreiddra lendingargjalda á Keflavíkurflugvelli. Iceland Express hefur ekki staðið skil á greiðslunum vegna flugs á vegum félagsins, eftir því sem fram kemur á vef Víkurfrétta.

Sjá næstu 50 fréttir