Einhverf móðir missir forsjá yfir syni sínum - segir sviptinguna mannréttindabrot Erla Hlynsdóttir skrifar 24. október 2012 20:00 Lára Kristín Brynjólfsdóttir. Einhverf móðir segist hafa misst forsjá yfir syni sínum vegna þess að hún er einhverf. Einhverfuráðgjafi telur brotið á mannréttindum hennar. Dómari úrskurðaði á þriðjudag í forsjármáli 28 ára einhverfar móður. Bloggfærsla hennar um þá reynslu að missa son sinn hefur vakið mikla athygli. „Það eru í raun og veru allir í sjokki yfir dómnum því þetta er í raun og veru brot á öllum mannréttindalögum. Ég er að missa forræði yfir syni mínum fyrir það að vera einhverf og í raun og veru hræðslu, ég er öðruvísi og það þykir ekki nógu gott,“ segir Lára Kristín Brynjólfsdóttir. Laufey Ingibjörg Gunnarsdóttir einhverfuráðgjafi hefur unnið mikið með Láru og þekkir hana vel. „Mér finnst Lára fullkomlega hæf móðir, en hún þarf stuðning vegna sinnar fötlunar, hún á rétt á stuðningi og það er að mínu mati ákveðið mannréttindabrot að hún skuli vera svipt sínum foreldrarétti og það virðist vera á grundvelli fötlunar,“ segir Laufey. Framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans sagði fyrir dómnum að Lára hefði fengið fjölda rangra greininga áður en hún var rétt greind með einhverfu. „Þetta byrjaði með Landspítalanum og röngum greiningum þar fyrir þremur árum síðan. Þar fékk ég rangar greiningar. Þar var talað um að ég væri mögulega ekki hæf móður vegna þess að ég var með geðklofa, ég var með persónuleikaröskun, ég var með geðhvarfasýki og eitthvað svona. Ég var talin vanhæf og það hefur bara ekkert breyst,“ segir Lára Kristín. Lögheimili sonar hennar var flutt til föður hans þegar Lára var vistuð á geðdeild. Forsjársviptingin kom einhverfuráðgjafanum Laufeyju í opna skjöldu. „Hann kom mér á óvart því í dómssalnum átti Lára góðan dag með góðu fólki sem studdi hana, bæði fjölskyldu sinni og fagfólki og það var enginn sem sagði eitt eða neitt á móti henni og þess vegna kom það verulega á óvart að það var eins og það hefði ekki verið tekið tillit til neins sem kom fram í dómssalnum,“ segir Laufey. Lára ljómar þegar hún talar um son sinn. „Strákurinn minn, hann er að verða sjö ára núna í desember. hann er greindur með ódæmigerða einhverfu. hann er bara alveg yndislegur strákur, hann er rosalega duglegur og já, hress strákur. Yndislegur,“ segir hún að lokum. Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Einhverf móðir segist hafa misst forsjá yfir syni sínum vegna þess að hún er einhverf. Einhverfuráðgjafi telur brotið á mannréttindum hennar. Dómari úrskurðaði á þriðjudag í forsjármáli 28 ára einhverfar móður. Bloggfærsla hennar um þá reynslu að missa son sinn hefur vakið mikla athygli. „Það eru í raun og veru allir í sjokki yfir dómnum því þetta er í raun og veru brot á öllum mannréttindalögum. Ég er að missa forræði yfir syni mínum fyrir það að vera einhverf og í raun og veru hræðslu, ég er öðruvísi og það þykir ekki nógu gott,“ segir Lára Kristín Brynjólfsdóttir. Laufey Ingibjörg Gunnarsdóttir einhverfuráðgjafi hefur unnið mikið með Láru og þekkir hana vel. „Mér finnst Lára fullkomlega hæf móðir, en hún þarf stuðning vegna sinnar fötlunar, hún á rétt á stuðningi og það er að mínu mati ákveðið mannréttindabrot að hún skuli vera svipt sínum foreldrarétti og það virðist vera á grundvelli fötlunar,“ segir Laufey. Framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans sagði fyrir dómnum að Lára hefði fengið fjölda rangra greininga áður en hún var rétt greind með einhverfu. „Þetta byrjaði með Landspítalanum og röngum greiningum þar fyrir þremur árum síðan. Þar fékk ég rangar greiningar. Þar var talað um að ég væri mögulega ekki hæf móður vegna þess að ég var með geðklofa, ég var með persónuleikaröskun, ég var með geðhvarfasýki og eitthvað svona. Ég var talin vanhæf og það hefur bara ekkert breyst,“ segir Lára Kristín. Lögheimili sonar hennar var flutt til föður hans þegar Lára var vistuð á geðdeild. Forsjársviptingin kom einhverfuráðgjafanum Laufeyju í opna skjöldu. „Hann kom mér á óvart því í dómssalnum átti Lára góðan dag með góðu fólki sem studdi hana, bæði fjölskyldu sinni og fagfólki og það var enginn sem sagði eitt eða neitt á móti henni og þess vegna kom það verulega á óvart að það var eins og það hefði ekki verið tekið tillit til neins sem kom fram í dómssalnum,“ segir Laufey. Lára ljómar þegar hún talar um son sinn. „Strákurinn minn, hann er að verða sjö ára núna í desember. hann er greindur með ódæmigerða einhverfu. hann er bara alveg yndislegur strákur, hann er rosalega duglegur og já, hress strákur. Yndislegur,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira