Einhverf móðir missir forsjá yfir syni sínum - segir sviptinguna mannréttindabrot Erla Hlynsdóttir skrifar 24. október 2012 20:00 Lára Kristín Brynjólfsdóttir. Einhverf móðir segist hafa misst forsjá yfir syni sínum vegna þess að hún er einhverf. Einhverfuráðgjafi telur brotið á mannréttindum hennar. Dómari úrskurðaði á þriðjudag í forsjármáli 28 ára einhverfar móður. Bloggfærsla hennar um þá reynslu að missa son sinn hefur vakið mikla athygli. „Það eru í raun og veru allir í sjokki yfir dómnum því þetta er í raun og veru brot á öllum mannréttindalögum. Ég er að missa forræði yfir syni mínum fyrir það að vera einhverf og í raun og veru hræðslu, ég er öðruvísi og það þykir ekki nógu gott,“ segir Lára Kristín Brynjólfsdóttir. Laufey Ingibjörg Gunnarsdóttir einhverfuráðgjafi hefur unnið mikið með Láru og þekkir hana vel. „Mér finnst Lára fullkomlega hæf móðir, en hún þarf stuðning vegna sinnar fötlunar, hún á rétt á stuðningi og það er að mínu mati ákveðið mannréttindabrot að hún skuli vera svipt sínum foreldrarétti og það virðist vera á grundvelli fötlunar,“ segir Laufey. Framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans sagði fyrir dómnum að Lára hefði fengið fjölda rangra greininga áður en hún var rétt greind með einhverfu. „Þetta byrjaði með Landspítalanum og röngum greiningum þar fyrir þremur árum síðan. Þar fékk ég rangar greiningar. Þar var talað um að ég væri mögulega ekki hæf móður vegna þess að ég var með geðklofa, ég var með persónuleikaröskun, ég var með geðhvarfasýki og eitthvað svona. Ég var talin vanhæf og það hefur bara ekkert breyst,“ segir Lára Kristín. Lögheimili sonar hennar var flutt til föður hans þegar Lára var vistuð á geðdeild. Forsjársviptingin kom einhverfuráðgjafanum Laufeyju í opna skjöldu. „Hann kom mér á óvart því í dómssalnum átti Lára góðan dag með góðu fólki sem studdi hana, bæði fjölskyldu sinni og fagfólki og það var enginn sem sagði eitt eða neitt á móti henni og þess vegna kom það verulega á óvart að það var eins og það hefði ekki verið tekið tillit til neins sem kom fram í dómssalnum,“ segir Laufey. Lára ljómar þegar hún talar um son sinn. „Strákurinn minn, hann er að verða sjö ára núna í desember. hann er greindur með ódæmigerða einhverfu. hann er bara alveg yndislegur strákur, hann er rosalega duglegur og já, hress strákur. Yndislegur,“ segir hún að lokum. Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Einhverf móðir segist hafa misst forsjá yfir syni sínum vegna þess að hún er einhverf. Einhverfuráðgjafi telur brotið á mannréttindum hennar. Dómari úrskurðaði á þriðjudag í forsjármáli 28 ára einhverfar móður. Bloggfærsla hennar um þá reynslu að missa son sinn hefur vakið mikla athygli. „Það eru í raun og veru allir í sjokki yfir dómnum því þetta er í raun og veru brot á öllum mannréttindalögum. Ég er að missa forræði yfir syni mínum fyrir það að vera einhverf og í raun og veru hræðslu, ég er öðruvísi og það þykir ekki nógu gott,“ segir Lára Kristín Brynjólfsdóttir. Laufey Ingibjörg Gunnarsdóttir einhverfuráðgjafi hefur unnið mikið með Láru og þekkir hana vel. „Mér finnst Lára fullkomlega hæf móðir, en hún þarf stuðning vegna sinnar fötlunar, hún á rétt á stuðningi og það er að mínu mati ákveðið mannréttindabrot að hún skuli vera svipt sínum foreldrarétti og það virðist vera á grundvelli fötlunar,“ segir Laufey. Framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans sagði fyrir dómnum að Lára hefði fengið fjölda rangra greininga áður en hún var rétt greind með einhverfu. „Þetta byrjaði með Landspítalanum og röngum greiningum þar fyrir þremur árum síðan. Þar fékk ég rangar greiningar. Þar var talað um að ég væri mögulega ekki hæf móður vegna þess að ég var með geðklofa, ég var með persónuleikaröskun, ég var með geðhvarfasýki og eitthvað svona. Ég var talin vanhæf og það hefur bara ekkert breyst,“ segir Lára Kristín. Lögheimili sonar hennar var flutt til föður hans þegar Lára var vistuð á geðdeild. Forsjársviptingin kom einhverfuráðgjafanum Laufeyju í opna skjöldu. „Hann kom mér á óvart því í dómssalnum átti Lára góðan dag með góðu fólki sem studdi hana, bæði fjölskyldu sinni og fagfólki og það var enginn sem sagði eitt eða neitt á móti henni og þess vegna kom það verulega á óvart að það var eins og það hefði ekki verið tekið tillit til neins sem kom fram í dómssalnum,“ segir Laufey. Lára ljómar þegar hún talar um son sinn. „Strákurinn minn, hann er að verða sjö ára núna í desember. hann er greindur með ódæmigerða einhverfu. hann er bara alveg yndislegur strákur, hann er rosalega duglegur og já, hress strákur. Yndislegur,“ segir hún að lokum.
Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira