Fleiri fréttir

Innstæðutryggingar alltaf út í krónum

Már Guðmundsson seðlabankastjóri kallar eftir því að verulegar takmarkanir verði settar við lánveitingum í erlendri mynt til heimila. Þá telur hann æskilegt að festa í lög að innstæðutryggingar verði aðeins greiddar út í íslenskum krónum. Þetta var meðal þess sem kom fram í erindi Más á ráðstefnu sem Landsbankinn stóð fyrir á fimmtudag undir yfirskriftinni „Staðan á Íslandi – fjármálastöðugleiki“.

Markaðsaðilar svartsýnir á verðbólgu

Markaðsaðilar á skuldabréfamarkaði búast ekki við því að Seðlabankanum takist að ná verðbólgumarkmiði sínu á næstu tveimur árum. Þá gera þeir ráð fyrir 4,3% meðalverðbólgu næstu 10 ár sem er talsvert umfram markmiðið um 2,5%. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Seðlabankinn stóð fyrir á meðal markaðsaðila um væntingar þeirra til þróunar hagstærða næstu misseri.

Óttast að Marel þurfi að fara úr landi

Theo Hoen, forstjóri Marels, óttast að fyrirtækið þurfi að yfirgefa landið verði gjaldeyrishöft lengi við lýði. Þá sé nauðsynlegt að skýra hvernig peningamálum verði hér háttað til frambúðar. Hoen flutti erindi á ráðstefnu sem Landsbankinn stóð fyrir í fyrradag undir yfirskriftinni „Hvað þarf til að halda íslenskum fyrirtækjum í landi?“

Snorri vill aftur í Brekkuskóla

Snorri Óskarsson, forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins á Akureyri, stefnir á að fara aftur að kenna í Brekkuskóla. Hann var sendur í leyfi frá störfum á dögunum eftir að foreldrar barna kvörtuðu undan skrifum hans um samkynhneigða á bloggsíðu. Snorri var jafnframt kærður til lögreglu fyrir ummæli sín en lögreglan vísaði kærunni frá í dag.

Komu Herjólfs til Vestmannaeyja seinkar

Herjólfur er nú á leið til Vestmannaeyja í seinni ferð dagsins, en honum mun seinka. Samkvæmt upplýsingum frá rekstrarstjóra Herjólfs er gert ráð fyrir því að hann verði við bryggju í Eyjum upp úr klukkan 1 í nótt.

Varað við vindhviðum undir Hafnarfjalli

Reikna má með vindhviðum allt að 30 til 40 metrum á sekúndu undir Hafnarfjalli og á utanverðu Kjalarnesi frá um klukkan sex í kvöld og fram eftir kvöldi. Að sama skapi staðbundið hviðuveður á norðanverðu Snæfellsnesi þar til í fyrramálið.

Nafn mannsins sem lést

Maðurinn sem lést í eldsvoða í Ólafsvík í nótt hét Theódór Árni Emanúelsson til heimilis að Grundarbraut 18 í Ólafsvík. Hann var einhleypur og barnlaus. Tilkynning um eldinn barst um klukkan tuttugu mínútur yfir tvö, en þá var húsið fullt af reyk. Maðurinn var meðvitundarlaus þegar reykkafarar komu að honum inni í húsinu og báru lífgunartilraunir ekki árangur.

Fréttastjóri DV yfirheyrður vegna FME-málsins

Ingi Freyr Vilhjálmsson, fréttastjóri DV, er einn þriggja sakborninga sem yfirheyrðir voru í dag vegna kæru Fjármálaeftirlitsins til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á hendur Gunnari Andersen, fyrrverandi forstjóra stofnunarinnar. Þetta kemur fram á DV.is í dag. Auk hans var Gunnar sjálfur yfirheyrður og einn til viðbótar.

Nei, þú átt ekki bílinn þinn

Innanríkisráðuneytið hefur í tvígang hafnað beiðnum fólks um að fá að vera skráðir eigendur bíla sinna í stað bílalánafyrirtækja. Lektor í lögfræði sakar stjórnvöld um meðvirkni með risunum á bankamarkaði.

Fá tilkynningar um týnda unglinga annan hvern dag

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að meðaltali fengið tilkynningu um týnda unglinga annan hvern dag á síðastliðnum fjórum árum. Forstöðumaður fjölskyldumiðstöðvar ráðleggur foreldrum að eyða tíma með börnum sínum.

Almannavarnir: Hugið vel að híbýlum

Mikilvægt er að íbúar á jarðskjálftasvæðum hugi vel að híbýlum sínum, hillum, húsgögnum, málverkum og myndum og öðru lauslegu, þannig að ekki skapist hætta í jarðskjálftum. Sérstaklega á þetta við um svefnherbergi og eldhús. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum ríkislögreglustjóra en undanfarna daga hafa jarðskjálftar orðið bæði á Suðvesturlandi og fyrir norðan.

Reyndi að verjast ofbeldismanni með kíttispaða

Átján ára gamall piltur var dæmdur fyrir líkamsárás í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Maðurinn sló niður karlmann og sparkaði í hann í jörðinni í janúar árið 2010.

Kæru á hendur Snorra í Betel vísað frá

Lögreglustjóraembættið á Akureyri hefur vísað kæru Péturs Maack forstöðusálfræðings á hendur Snorra Óskarssyni kennara í Brekkuskóla, sem jafnan er kenndur við Betel, frá. Pétur lagði fram kæru hjá lögreglunni á Akureyri fyrir síðustu helgi, vegna skrifa Snorra um samkynhneigða á bloggi sínu.

Nágranni sá glóð í glugganum

Karlmaður fórst í eldsvoða í Ólafsvík í nótt og annar liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítalans eftir bruna í Reykjavík í nótt.

Má heita Kvikkfix

Hæstiréttur Íslands staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna fyrirtækið Nýir Tímar ehf., af því að nota nafnið Kvikkfix í heimildaleysi.

"Mér fannst eins og sumir væru komnir í framboð svolítið snemma"

"Nei, það kom ekkert upp á milli okkar Lilju en það voru þarna innan um einstaklingar sem ég hafði ekki áhuga á að vinna með," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi Stormur. Hann hefur nú sagt skilið við nýja stjórnmálaaflið Samstöðu þar sem hann var varaformaður. Hann kveður sáttur en segist aldrei hafa ætlað í framboð.

Siggi stormur hættur í Samstöðu

Sigurður Þ. Ragnarsson, oft kallaður Siggi stormur, hefur sagt skilið við Samstöðu flokk lýðræðis og velferðar en hann var þar í forsvari þar ásamt Lilju Mósesdóttur.

Leiðari Fréttablaðsins

Vegna mistaka vantaði síðustu línuna aftan á leiðara Fréttablaðsins í prentaðri útgáfu blaðsins í dag. Lokamálsgrein leiðarans, sem Ólafur Stephensen skrifar, er í heild þannig:

Þingmenn ósáttir við viðbrögð fjármálafyrirtækja

Þingmenn gera athugasemdir við að fjármálafyrirtæki sendi út greiðsluseðla líkt og ófallinn sé nýlegur dómur Hæstaréttar um gengislán. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði á miðvikudagskvöld um viðbrögð fjármálafyrirtækja.

Eldur í Tunguseli

Tveir voru fluttir á slysadeild þegar eldur kom upp í íbúð á þriðju hæð í Tunguseli 8 í Breiðholti á öðrum tímanum í nótt. Mikinn reyk lagði um allt húsið og því var ákveðið að rýma allar íbúðir í húsinu. Bíll frá Rauða krossinum kom á staðinn til að hýsa alla íbúanna í húsinu og þeim verður fundinn samastaður í nótt. Engar upplýsingar hafa enn fengist um ástand þeirra sem fluttir voru á slysadeild.

Vefsvæði hrundi eftir birtingu á persónuupplýsingum um þingmenn

Vefurinn Svipan.is hrundi í kvöld eftir að vefurinn birti tengla á veðbókarvottorð þingmanna úr öllum þingflokkum á Alþingi. Vísir hefur ekki náð tali af fulltrúum ritstjórnar Svipunnar en á fésbókarsíðu sem ritstjórn Svipunnar heldur úti segir að frumrannsókn á ástæðum þess að vefurinn hrundi leiði til þeirrar niðurstöðu að vefurinn hafi orðið fyrir tölvuárás. Veðbókarvottorð eru þinglýstar upplýsingar um eignir manna og skuldir.

Barnaverndanefndir tóku á móti 24 tilkynningum á dag

Að meðaltali bárust tæplega 24 tilkynningar á dag til barnaverndanefnda í fyrra. Þeim fækkaði þó um 6,5% frá árinu á undan. Fjöldi tilkynninga í fyrra var í heild 8.661, en 9.264 árið á undan. Tilkynningum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um tæplega 2% og um 17% á landsbyggðinni þegar allt árið er skoðað. Á vefsíðu Barnaverndastofu segir að tilkynning til barnaverndarnefndar verði að barnaverndarmáli ef tekin er ákvörðun um könnun máls í kjölfar tilkynningarinnar.

Kirkjan krefst þess að þjóðkirkjan verði áfram í stjórnarskrá

Kirkjuráð hefur sent öllum alþingismönnum og fulltrúum í stjórnlagaráði áskorun kirkjuþings þess efnis að ákvæði um þjóðkirkju verði áfram í þeirri stjórnarskrá sem Alþingi hefur í hyggju að afgreiða. Að öðrum kosti verði þess gætt að ákvörðun um afnám þjóðkirkju úr stjórnarskrá verði tekin á þann veg sem núgildandi stjórnarskrá býður svo að þjóðin sjálf fái notið þess réttar að greiða sérstaklega atkvæði um slíka ákvörðun.

Vonbrigði að tillögu Bjarna skuli hafa verið vísað frá

"Þetta voru vonbrigði, en ég get ekki sagt að þetta komi endilega svo mikið á óvart,“ segir Birgir Ármansson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi flokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Hann segir að sjálfstæðismenn hafi grunað að fylgjendur ákærunnar hafi verið búnir að tryggja máli sínu stuðning þegar tillaga Bjarna Benediktssonar um að fella málið niður var afgreidd út úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd með þeirri niðurstöðu að vísa ætti tillögu Bjarna frá.

Hæstiréttur dæmir Herbert til að greiða milljónir

Herbert Guðmundsson söngvari og Svala Guðbjörg Jóhannesdóttir, fyrrverandi eiginkona hans, voru í dag dæmd til að greiða 3,6 milljónir króna vegna vangoldinna hússjóðsgjalda. Hæstiréttur kvað upp dóminn í dag og staðfesti þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, sama efnis, sem kveðinn var upp 25. júní 2010.

Gunnar lýsir sig saklausan af sakargiftum

"Gögn frá Landsbankanum um umræddan stjórnamálamann hefur umbjóðandi minn aldrei séð þrátt fyrir fullyrðingar fjölmiðla nú í dagum hið gagnstæða.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Gunnari Þ. Andersen, sem hann sendi á fjölmiðla vegna brottreksturs síns frá Fjármálaeftirlitinu. Þá hefur hann verið kærður til lögreglu fyrir að afla gagna með ólögmætum hætti. Það var RÚV sem greindi frá því að gögnin sem hann fékk í hendur hafi varðar Guðlaug Þór Þórðarson, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Mottumars ýtt úr vör

Mottumars, árvekni og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins var formlega ýtt úr vör í dag, þriðja árið í röð. Formaður félagsins segir átakið hafa náð vel til karla en markmiðið er að safna þrjátíu og fimm milljónum í mars.

Segir annmarka á hugmyndum Helga Hjörvar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra telur að annmarkar séu á hugmynd Helga Hjörvars um fjármögnun á leiðréttingum verðtryggðra lána. Hún vill ná sáttum í skuldamálum heimilanna með fulltrúum allra flokka.

Ísbjörn kallar á tugi nýrra starfa á Ísafirði

Í fyrsta sinn í tvo áratugi hefur togari bæst í flota Vestfirðinga. Hartnær þrjátíu störf eru að bætast við á Ísafirði vegna kaupa á rækjutogara, sem fer í sína fyrstu veiðiferð í næstu viku. Eigendur ætla með skipakaupunum að styrkja rækjuiðnaðinn í höfuðstað Vestfjarða.

Reynt að þvinga stúlku í sendibíl - lögreglan óskar eftir vitnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna að atviki er varð á Skothúsvegi við Tjarnargötu í Reykjavík föstudagskvöldið 24. febrúar klukkan 22.20. Þar var reynt að þvinga stúlku, sem var fótgangandi á vesturleið, inn í hvítan sendibíl sem var staðsettur á gangstétt við götuna.

Guðlaugur Þór: "Grafalvarlegt og með ólíkindum ef rétt reynist“

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki fengið formlega staðfestingu á því að Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hafi komist yfir gögn um fjárhag þingmannsins, með ólögmætum hætti. Stjórn FME hefur kært Gunnar fyrir að hafa komist yfir gögnin, auk þess sem hann var rekinn í morgun.

Vigtaði vitlaust - Eins og að fá egg í andlitið

Friðrik Höskuldsson, sá sem vigtaði matvörur og komst að þeirri niðurstöðu að pakkningarnar voru ítrekað vitlaust merktar, segir á Facebook síðu sinni að hann hafi gert mistök. Þannig biðst hann afsökunar og skrifar:

Svindl ef vörur eru of léttar - Neytendastofa skoðar málið

"Miðað við þær upplýsingar sem þarna koma fram þá er verið að svindla á neytendum,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, um vigtun Friðriks Höskuldssonar á matvælum, sem hann birti á Facebook. Þar kom fram að raunþyngd á öllum innlendum vörum reyndist minni en uppgefin þyngd á umbúðum varanna.

Sjá næstu 50 fréttir