Fleiri fréttir Klámiðnaðurinn boðar verkfall í mars Klámmyndaframleiðendur í Los Angeles í Bandaríkjunum hafa boðað verkfall í næsta mánuði þegar nýjar reglur um getnaðarvarnir í kvikmyndum taka gildi. 21.2.2012 12:04 Um sextíu þúsund krónum stolið úr peningaskáp Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú þjófnað úr peningaskáp í Pósthúsi bæjarins. Um sextíu þúsund krónur er að ræða en lögreglan vill ekki gefa upp hvort skápurinn hafi verið læstur eða ekki. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki en málið er í rannsókn hjá lögreglu. 21.2.2012 11:33 Hassmolar í heimahúsi Lögregla á Akranesi framkvæmdi húsleit í heimahúsi í vikunni þar sem nokkrir hassmolar fundust. Húsráðandi gekkst við að eiga molana. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að nokkrir umráðmenn ökutækja hafi fengið sektarboð vegna ólöglegrar lagningar og þá voru einnig skráningarnúmer tekin af nokkrum ökutækjum vegna þess að þau voru ótryggð auk þess sem sum þeirra höfðu ekki verið færð til skoðunar um langan tíma. 21.2.2012 11:13 Segja að lögreglan gangi gegn tilmælum Ögmundar Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent kvörtun til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra vegna ákvörðunar embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að taka ekki við kvörtunum vegna vörslusviptinga fjármálafyrirtækja. 21.2.2012 10:48 Rúmlega fjögur þúsund sækja um að skjóta hreindýr Þrátt fyrir að það muni kosta 135 þúsund krónur að fá að skjóta einn hreindýratarf í sumar, hefur Umhverfisstofnun fengið rúmlega 4.300 umsóknir um veiðileyfi. 21.2.2012 09:34 Nýfæddar stúlkur geta vænst þess að lifa lengur en drengir Árið 2011 létust 1.985 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 998 karlar og 987 konur. Dánartíðni var 6,2 látnir á hverja 1.000 íbúa og lækkaði lítillega frá árinu 2010. Þetta kemur fram á vef hagstofunnar. Þar segir einnig að á síðasta ári gátu nýfæddir drengir hér á landi vænst þess að ná að meðaltali 79,9 árum í aldri en stúlkur 83,6 árum. Þá var ungbarnadauði á Íslandi 0,9 börn af hverjum 1000 lifandi fæddum á síðasta ári en var 2,2 börn af hverjum 1000 lifandi fæddum árið 2010. 21.2.2012 09:26 Byrjað að fjarlægja PIP púða Skurðaðgerðir vegna brottnáms PIP brjóstapúða hófust á Landspítalanum í gærmorgun. Talið er að um 440 konur hér á landi séu með púðana, en af þeim fengu 393 bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem boðið var að láta fjarlægja púðana úr þeim á Landspítalanum. Nýir sílíkonpúðar verða ekki settir í konurnar í sömu aðgerð. 21.2.2012 08:00 Telur frumvarpið of flókið til að setja í þjóðaratkvæði Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ og ritari EFTA-dómstólsins, segir stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs of fjölþætt til að hægt sé að bera það í einu lagi undir þjóðina til samþykkis eða synjunar. Þarna séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess með sanngirni að þeim verði svarað af eða á. 21.2.2012 07:30 Kom að þjófum á heimili sínu Húsráðanda í íbúð í Hraunbæ í Reykjavík var illa brugðið þegar hann kom heim til sín í gærkvöldi, því þar voru tveir óboðnir gestir í óða önn að sanka að sér verðmætum úr íbúðinni. 21.2.2012 07:20 Bílþjófnaður í Eyjum Tilkynnt var um bílþjófnað í Vestmannaeyjum í gærmorgun og fann lögreglan bílinn fyrir utan íbúðarhús. 21.2.2012 07:02 Annasamt ár hjá ríkissáttasemjara Alls 63 kjaradeilum var vísað til ríkissáttasemjara á árinu 2011. Aðeins einu sinni hefur fleiri málum verið vísað til embættisins á einu ári. 21.2.2012 07:00 HH segir sýslumenn standa í ólöglegum aðgerðum Hagsmunasamtök heimilanna (HH) telja, í ljósi nýgengins Hæstaréttardókms um ólögmæti vaxtaútreikninga gengistryggðra lána, að sýslumenn sem framkvæmt hafa fjárnám, nauðungarsölur og gjaldþrotaúrskurði á grundvelli slíkra ólögmætra útreikninga, hafi tekið sér dómsvald á meðan réttaróvissa ríkti. 21.2.2012 06:40 Tveir fluttir á sjúkrahús vegna ammoníaksleka Tveir starfsmenn úr fiskiðjuveri HB.Granda á Vopnafirði voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri í gærkvöldi eftir að hafa andað að sér ammoníaki, sem fór að leka þar út í andrúmsloftið. 21.2.2012 06:37 Gæti veikt stöðu innlendra aðila Félag löggiltra endurskoðenda segir frumvarp um undanþágu skatta og gjalda af IPA styrkjum Evrópusambandsins (ESB) ekki fylgja þeirri kröfu að styrkirnir skuli renna óskiptir til þeirra verkefna sem þeim er ætlað. Þetta kemur fram í umsögn félagsins um frumvarpið, en það verður líklega afgreitt innan skamms úr efnahags- og viðskiptanefnd til annarrar umræðu á þingi. 21.2.2012 06:00 Milljarður í áætlun sem óvissa ríkir um Unnið hefur verið að rammaáætlun síðan árið 1999. Þremur verkefnisstjórnum og nokkrum skýrslum síðar er enn deilt um útkomu hennar og það sem meira er; sjálfar forsendurnar fyrir henni. Stjórnarflokkunum gengur illa að koma sér niður á endanlega flokkun náttúrusvæða og málið gæti reynst þeim erfitt. 21.2.2012 05:30 Ísland gerir ekki nóg til að fyrirbyggja kynþáttafordóma Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðs (ECRI) um Ísland sem kynnt verður í dag. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur til úrbóta og mælist ECRI til þess að íslensk stjórnvöld setji þrjú mál í sérstakan forgang. 21.2.2012 05:00 Tvöfalt fleiri kaupa á netinu Tvöfalt fleiri farmiðar og strætókort voru seld á netinu í janúar en á sama tíma í fyrra. Þá hefur heimsóknum á vef Strætó fjölgað um 45 prósent eftir að nýtt rauntímakort var þar tekið í notkun. Á rauntímakortinu er staðsetning vagna uppfærð á tíu sekúndna fresti fyrir tilstilli GPS-búnaðar í vögnunum. 21.2.2012 04:30 Telja uppruna frekar skipta máli Framhaldsskólanemar sem eiga foreldra frá öðru landi en Íslandi eru líklegri til að telja menningu sína og uppruna mikilvæga en börn sem eiga bara íslenska foreldra. 21.2.2012 04:00 Íslenskur piltur lést í umferðarslysi í Tansaníu Íslenskur maður lést í alvarlegu umferðarslysi á laugardaginn í Tansaníu. Utanríkisráðuneytið staðfesti í samtali við Vísi að maðurinn hefði látist en vildi ekki gefa upp nánari upplýsingar um málið. 20.2.2012 20:21 Dýrasti hamborgari heims mun ekki kom í veg fyrir hungursneyð "Þetta er meira gert til skemmtunar og til þess að sækja nýja þekkingu frekar en til þess að fæða okkur,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, um dýrasta hamborgara heimsins, sem hollenskir vísindamenn bjuggu til. 20.2.2012 21:15 Makríll stuðlar að húsasmíði á Suðurnesjum Makrílveiðar valda því að eitt af sjávarútvegsfyrirtækjum Suðurnesja stendur í þrjúhundruð milljóna króna framkvæmdum og sést byggingarkrani nú á hreyfingu í Garðinum. 20.2.2012 20:00 Vegagerð innan við 10 prósent af því sem áður var Samningar um nýframkvæmdir í vegagerð á Íslandi hafa undanfarin þrjú ár fallið niður í að vera innan við einn fimmti af því sem áður var að meðaltali og á síðasta ári voru þær innan við einn tíundi af því sem áður tíðkaðist, eða aðeins upp á 871 milljón króna, þegar meðaltalið var áður yfir 10 milljarðar króna á ári. 20.2.2012 19:28 Nauðungarsölu ekki frestað þrátt fyrir hæstaréttardóm Sýslumannsembættið í Reykjavík hefur ekki tekið ákvörðun um að fresta nauðungarsölum á fasteignum vegna óvissu um gengislán. Allajafna er það undir bönkunum komið hvort fólk geti fengið frest á nauðungarsölum. Skuldara var, að eigin sögn, neitað um frestun á nauðungarsölu eftir að Hæstaréttardómurinn féll. 20.2.2012 19:00 Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20.2.2012 18:28 Rauði Krossinn biður um vopnahlé í Sýrlandi Alþjóðanefnd Rauða Krossins hefur hafið samningaviðræður við stjórnvöld og andspyrnuhópa í Sýrlandi. Samtökin vonast til þess að vopnahléi verði komið á svo að hægt verði að koma neyðargögnum til landsins. 20.2.2012 17:48 Jafnmargir dópaðir og fullir Alls voru átján ökumenn teknir fyrir að keyra undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu voru ölvaðir undir stýri, átta karlar og ein kona.Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi og þrír hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Þá voru einnig níu sem keyrðu undir áhrifum fíkniefna, en það voru allt karlar. Einn þeirra hefur aldrei öðlast ökuréttindi og annar reyndist vera á stolnum bíl, segir í tilkynningu frá lögreglu. 20.2.2012 16:17 Rannsókn gengur vel og lýkur í vikunni Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur nauðgunarkærum á hendur Agli Einarssyni, betur þekktum sem Gillzenegger, miðar vel og verður að öllum líkindum send til ákærusviðs lögreglunnar á næstu dögum. Þetta segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar í samtali við fréttastofu. Kærurnar verða svo sendar saman til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort að ákært verði í málinu. Egill var kærður ásamt unnustu sinni í lok nóvember í fyrra fyrir nauðgun á heimili þeirra í Kópavogi. Hann var svo aftur kærður fyrir nauðgun í janúar á þessu ári. 20.2.2012 14:37 "Líkamlegt atgervi hefur mest að segja í málum sem þessum" "Þetta er mjög sérstakt mál og óvenjulegt,“ sagði Guðmundur Björnsson endurhæfingarlæknir um mál sænska mannsins sem lá grafinn í bíl sínum í tvo mánuði. 20.2.2012 19:40 Fjarlægðu skráningarnúmer af hundrað bílum Skárninganúmer voru fjarlægð af rúmlega eitt hundrað ökutækjum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en þau voru ýmist ótryggð eða óskoðuð, og jafnvel hvorutveggja. 20.2.2012 15:38 Mannfall og fjöldaflótti í mexíkósku fangelsi Að minnsta kosti 44 létust í gær þegar átök brutust út milli tveggja gengja í mexíkósku fangelsi. 20.2.2012 15:31 Fiskikar féll á brjóstkassa manns Maður slasaðist á brjóstkassa eftir að hann fékk fiskikar yfir sig sem var verið að hífa upp úr lest báts í Þorlákshöfn á níunda tímanum í morgun. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala í Fossvogi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi liggur ekki fyrir hve alvarlega hann er slasaður. 20.2.2012 14:25 Buster fann kannabis í nærbuxunum á 16 ára pilti Lögreglumenn á Selfossi höfðu afskipti af nokkrum ungmennum á föstudagskvöld en bifreið sem þau var stöðvuð í þeim tilgangi að kanna ástand ökumanns. Hann reyndist í lagi en út úr bifreiðinni lagði sterka kannabislykt og var því fíkniefnahundurinn Buster kallaður til. 20.2.2012 14:24 Stefnan samhengislaus Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Teits Atlasonar bloggara, sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að í staðinn fyrir að reyna ná sáttum í meiðyrðamáli sem Gunnlaugur M. Sigmundsson höfðaði gegn bloggaranum hefði Gunnlaugur frekar ákveðið að senda honum nafnlaus SMS. Lögmaður Gunnlaugs sagði SMS-skilaboðin hafa verið saklaus og að þau ættu ekkert erindi í málflutning málsins. 20.2.2012 13:37 Bílvelta í Flóanum Bíll með tvo innanborðs fór út af veginum í Flóanum í hádeginu, við bæinn Kjartansstaði. Bíllinn lenti í krapa og við það missti ökumaðurinn stjórnina með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Frá þessu er greint á sunnlenska fréttamiðlinum dfs.is. Um erlenda ferðamenn á bílaleigubíl var að ræða og þurfti að beita klippum til þess að ná ökumanninum út. Farþeginn komst út úr bílnum af eigin sjálfsdáðum. 20.2.2012 13:33 Fái að breyta verðtryggðu í óverðtryggt Neytendasamtökin vilja að heimili sem vilja breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð eigi að fá að gera það með lágum tilkostnaði. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn samtakanna sendi frá sér í dag en þar segir að þessa sé krafist af öllum þeim aðilum sem veiti íbúðarlán, hvort sem lántakendur hafa verið í viðskiptum við viðkomandi eða eru að færa viðskipti sín til annars fjármálafyrirtækis. 20.2.2012 13:24 Allir þrír ákærðir fyrir tilraun til manndráps Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps en þeir er sakaðir um hafa staðið að skotárás við Bryggjuhverfið í Reykjavík í nóvember í fyrra. 20.2.2012 12:08 Rafmagnstengill brann yfir Allt tiltækt slökkvilið var sent að Klettagörðum á tólfta tímanum í dag þegar tilkynnt var um reyk í Sendibílastöðinni hf. Þegar slökkvilið mætti á svæðið kom í ljós að enginn eldur var laus. Rafmagnstengill hafði ofhitnað og við það fór að rjúka úr honum. Lítil hætta var því á ferðum. 20.2.2012 12:07 Eftirlitsmenn komnir til Írans Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunar komu til Íran í dag. Er þetta í annað skiptið í mánuðinum sem eftirlitsmenn heimsækja Íran en þeir munu halda áfram rannsókn sinni á kjarnorkuáætlun landsins. 20.2.2012 12:32 Mikill reykur í Klettagörðum Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Klettagörðum 1 þar sem mikill reykur gaus upp fyrir stundu. Óljóst er hvort eldur logi en húsið hefur ekki verið rýmt. Sendibílastöðin hf er þar til húsa. 20.2.2012 11:44 Solla er besti hráfæðiskokkur í heimi Hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir fór með sigur af hólmi í keppni hráfæðismatreiðslumanna en úrslitin hafa nú verið kunngjörð. Sólveig, eða Solla eins og hún er kölluð var tilnefnd í tveimur flokkum, "BEST of RAW Gourmet Chef“ og líka í "Best RAW Simple Chef“ og sigraði hún báða flokkana. Valið fór fram á netinu en úrslitin voru kunngjörð við hátíðlega athöfn í San Franciso. Solla greinir frá úrslitunum á Facebook síðu sinni í dag. 20.2.2012 10:45 Þakhýsi dæmt niður en komið upp aftur „Það þarf ekki síst að vekja athygli á þessum yfirgangi hjá borginni,“ segir Arngunnur R. Jónsdóttir, sem enn á ný glímir við þakhýsi sem nágrannar höfðu áður fjarlægt eftir dóm Hæstaréttar en hafa nú sett upp aftur í kjölfar breytinga á deiliskipulagi í Húsahverfi í Grafarvogi. 20.2.2012 08:00 Segir umhverfisráðuneytið að breytast í bákn Örn Bergsson formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi gagnrýnir umhverfisráðuneytið harðlega fyrir að vera að breytast í bákn. 20.2.2012 07:37 Ökumaður í tómu tjóni Ökumaður, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði við eftirlit í gær, reyndist í meira lagi brotlegur. 20.2.2012 07:24 Hópur ungmenna réðist á mann vegna fíkniefnaskuldar Hópur ungmenna réðst á ungan mann fyrir utan verslun við Arnarbakka í Reykjavík í gærkvöldi og veitti honum áverka. 20.2.2012 07:06 Vilja frjálsan opnunartíma Hallveig, félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, hefur ályktað að gera eigi opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur frjálsan. Telur stjórn félagsins það ekki í verkahring borgaryfirvalda að stjórna opnunartíma skemmtistaða. 20.2.2012 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Klámiðnaðurinn boðar verkfall í mars Klámmyndaframleiðendur í Los Angeles í Bandaríkjunum hafa boðað verkfall í næsta mánuði þegar nýjar reglur um getnaðarvarnir í kvikmyndum taka gildi. 21.2.2012 12:04
Um sextíu þúsund krónum stolið úr peningaskáp Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú þjófnað úr peningaskáp í Pósthúsi bæjarins. Um sextíu þúsund krónur er að ræða en lögreglan vill ekki gefa upp hvort skápurinn hafi verið læstur eða ekki. Ekki er vitað hver eða hverjir voru þarna að verki en málið er í rannsókn hjá lögreglu. 21.2.2012 11:33
Hassmolar í heimahúsi Lögregla á Akranesi framkvæmdi húsleit í heimahúsi í vikunni þar sem nokkrir hassmolar fundust. Húsráðandi gekkst við að eiga molana. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að nokkrir umráðmenn ökutækja hafi fengið sektarboð vegna ólöglegrar lagningar og þá voru einnig skráningarnúmer tekin af nokkrum ökutækjum vegna þess að þau voru ótryggð auk þess sem sum þeirra höfðu ekki verið færð til skoðunar um langan tíma. 21.2.2012 11:13
Segja að lögreglan gangi gegn tilmælum Ögmundar Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent kvörtun til Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra vegna ákvörðunar embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að taka ekki við kvörtunum vegna vörslusviptinga fjármálafyrirtækja. 21.2.2012 10:48
Rúmlega fjögur þúsund sækja um að skjóta hreindýr Þrátt fyrir að það muni kosta 135 þúsund krónur að fá að skjóta einn hreindýratarf í sumar, hefur Umhverfisstofnun fengið rúmlega 4.300 umsóknir um veiðileyfi. 21.2.2012 09:34
Nýfæddar stúlkur geta vænst þess að lifa lengur en drengir Árið 2011 létust 1.985 einstaklingar sem búsettir voru á Íslandi, 998 karlar og 987 konur. Dánartíðni var 6,2 látnir á hverja 1.000 íbúa og lækkaði lítillega frá árinu 2010. Þetta kemur fram á vef hagstofunnar. Þar segir einnig að á síðasta ári gátu nýfæddir drengir hér á landi vænst þess að ná að meðaltali 79,9 árum í aldri en stúlkur 83,6 árum. Þá var ungbarnadauði á Íslandi 0,9 börn af hverjum 1000 lifandi fæddum á síðasta ári en var 2,2 börn af hverjum 1000 lifandi fæddum árið 2010. 21.2.2012 09:26
Byrjað að fjarlægja PIP púða Skurðaðgerðir vegna brottnáms PIP brjóstapúða hófust á Landspítalanum í gærmorgun. Talið er að um 440 konur hér á landi séu með púðana, en af þeim fengu 393 bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem boðið var að láta fjarlægja púðana úr þeim á Landspítalanum. Nýir sílíkonpúðar verða ekki settir í konurnar í sömu aðgerð. 21.2.2012 08:00
Telur frumvarpið of flókið til að setja í þjóðaratkvæði Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ og ritari EFTA-dómstólsins, segir stjórnarskrárfrumvarp stjórnlagaráðs of fjölþætt til að hægt sé að bera það í einu lagi undir þjóðina til samþykkis eða synjunar. Þarna séu einfaldlega of mörg flókin og stefnumótandi atriði tekin saman á einn stað til að hægt sé að ætlast til þess með sanngirni að þeim verði svarað af eða á. 21.2.2012 07:30
Kom að þjófum á heimili sínu Húsráðanda í íbúð í Hraunbæ í Reykjavík var illa brugðið þegar hann kom heim til sín í gærkvöldi, því þar voru tveir óboðnir gestir í óða önn að sanka að sér verðmætum úr íbúðinni. 21.2.2012 07:20
Bílþjófnaður í Eyjum Tilkynnt var um bílþjófnað í Vestmannaeyjum í gærmorgun og fann lögreglan bílinn fyrir utan íbúðarhús. 21.2.2012 07:02
Annasamt ár hjá ríkissáttasemjara Alls 63 kjaradeilum var vísað til ríkissáttasemjara á árinu 2011. Aðeins einu sinni hefur fleiri málum verið vísað til embættisins á einu ári. 21.2.2012 07:00
HH segir sýslumenn standa í ólöglegum aðgerðum Hagsmunasamtök heimilanna (HH) telja, í ljósi nýgengins Hæstaréttardókms um ólögmæti vaxtaútreikninga gengistryggðra lána, að sýslumenn sem framkvæmt hafa fjárnám, nauðungarsölur og gjaldþrotaúrskurði á grundvelli slíkra ólögmætra útreikninga, hafi tekið sér dómsvald á meðan réttaróvissa ríkti. 21.2.2012 06:40
Tveir fluttir á sjúkrahús vegna ammoníaksleka Tveir starfsmenn úr fiskiðjuveri HB.Granda á Vopnafirði voru fluttir á sjúkrahúsið á Akureyri í gærkvöldi eftir að hafa andað að sér ammoníaki, sem fór að leka þar út í andrúmsloftið. 21.2.2012 06:37
Gæti veikt stöðu innlendra aðila Félag löggiltra endurskoðenda segir frumvarp um undanþágu skatta og gjalda af IPA styrkjum Evrópusambandsins (ESB) ekki fylgja þeirri kröfu að styrkirnir skuli renna óskiptir til þeirra verkefna sem þeim er ætlað. Þetta kemur fram í umsögn félagsins um frumvarpið, en það verður líklega afgreitt innan skamms úr efnahags- og viðskiptanefnd til annarrar umræðu á þingi. 21.2.2012 06:00
Milljarður í áætlun sem óvissa ríkir um Unnið hefur verið að rammaáætlun síðan árið 1999. Þremur verkefnisstjórnum og nokkrum skýrslum síðar er enn deilt um útkomu hennar og það sem meira er; sjálfar forsendurnar fyrir henni. Stjórnarflokkunum gengur illa að koma sér niður á endanlega flokkun náttúrusvæða og málið gæti reynst þeim erfitt. 21.2.2012 05:30
Ísland gerir ekki nóg til að fyrirbyggja kynþáttafordóma Talsvert er enn óunnið í baráttunni gegn kynþáttafordómum á Íslandi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu Kynþáttafordómanefndar Evrópuráðs (ECRI) um Ísland sem kynnt verður í dag. Í skýrslunni eru lagðar fram nokkrar tillögur til úrbóta og mælist ECRI til þess að íslensk stjórnvöld setji þrjú mál í sérstakan forgang. 21.2.2012 05:00
Tvöfalt fleiri kaupa á netinu Tvöfalt fleiri farmiðar og strætókort voru seld á netinu í janúar en á sama tíma í fyrra. Þá hefur heimsóknum á vef Strætó fjölgað um 45 prósent eftir að nýtt rauntímakort var þar tekið í notkun. Á rauntímakortinu er staðsetning vagna uppfærð á tíu sekúndna fresti fyrir tilstilli GPS-búnaðar í vögnunum. 21.2.2012 04:30
Telja uppruna frekar skipta máli Framhaldsskólanemar sem eiga foreldra frá öðru landi en Íslandi eru líklegri til að telja menningu sína og uppruna mikilvæga en börn sem eiga bara íslenska foreldra. 21.2.2012 04:00
Íslenskur piltur lést í umferðarslysi í Tansaníu Íslenskur maður lést í alvarlegu umferðarslysi á laugardaginn í Tansaníu. Utanríkisráðuneytið staðfesti í samtali við Vísi að maðurinn hefði látist en vildi ekki gefa upp nánari upplýsingar um málið. 20.2.2012 20:21
Dýrasti hamborgari heims mun ekki kom í veg fyrir hungursneyð "Þetta er meira gert til skemmtunar og til þess að sækja nýja þekkingu frekar en til þess að fæða okkur,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, um dýrasta hamborgara heimsins, sem hollenskir vísindamenn bjuggu til. 20.2.2012 21:15
Makríll stuðlar að húsasmíði á Suðurnesjum Makrílveiðar valda því að eitt af sjávarútvegsfyrirtækjum Suðurnesja stendur í þrjúhundruð milljóna króna framkvæmdum og sést byggingarkrani nú á hreyfingu í Garðinum. 20.2.2012 20:00
Vegagerð innan við 10 prósent af því sem áður var Samningar um nýframkvæmdir í vegagerð á Íslandi hafa undanfarin þrjú ár fallið niður í að vera innan við einn fimmti af því sem áður var að meðaltali og á síðasta ári voru þær innan við einn tíundi af því sem áður tíðkaðist, eða aðeins upp á 871 milljón króna, þegar meðaltalið var áður yfir 10 milljarðar króna á ári. 20.2.2012 19:28
Nauðungarsölu ekki frestað þrátt fyrir hæstaréttardóm Sýslumannsembættið í Reykjavík hefur ekki tekið ákvörðun um að fresta nauðungarsölum á fasteignum vegna óvissu um gengislán. Allajafna er það undir bönkunum komið hvort fólk geti fengið frest á nauðungarsölum. Skuldara var, að eigin sögn, neitað um frestun á nauðungarsölu eftir að Hæstaréttardómurinn féll. 20.2.2012 19:00
Dæmdur fyrir að verða kornabarni að bana - vill endurupptöku málsins Maður sem dæmdur var í átján mánaða fangelsi í Hæstarétti fyrir níu árum fyrir að valda dauða níu mánaða drengs með hristingi, ætlar að fara fram á að mál sitt verði endurupptekið. Hann vísar í álit erlendra sérfæðinga og nýjar rannsóknir. 20.2.2012 18:28
Rauði Krossinn biður um vopnahlé í Sýrlandi Alþjóðanefnd Rauða Krossins hefur hafið samningaviðræður við stjórnvöld og andspyrnuhópa í Sýrlandi. Samtökin vonast til þess að vopnahléi verði komið á svo að hægt verði að koma neyðargögnum til landsins. 20.2.2012 17:48
Jafnmargir dópaðir og fullir Alls voru átján ökumenn teknir fyrir að keyra undir áhrifum áfengis eða fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Níu voru ölvaðir undir stýri, átta karlar og ein kona.Einn þessara ökumanna hafði þegar verið sviptur ökuleyfi og þrír hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Þá voru einnig níu sem keyrðu undir áhrifum fíkniefna, en það voru allt karlar. Einn þeirra hefur aldrei öðlast ökuréttindi og annar reyndist vera á stolnum bíl, segir í tilkynningu frá lögreglu. 20.2.2012 16:17
Rannsókn gengur vel og lýkur í vikunni Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tveimur nauðgunarkærum á hendur Agli Einarssyni, betur þekktum sem Gillzenegger, miðar vel og verður að öllum líkindum send til ákærusviðs lögreglunnar á næstu dögum. Þetta segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar í samtali við fréttastofu. Kærurnar verða svo sendar saman til ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort að ákært verði í málinu. Egill var kærður ásamt unnustu sinni í lok nóvember í fyrra fyrir nauðgun á heimili þeirra í Kópavogi. Hann var svo aftur kærður fyrir nauðgun í janúar á þessu ári. 20.2.2012 14:37
"Líkamlegt atgervi hefur mest að segja í málum sem þessum" "Þetta er mjög sérstakt mál og óvenjulegt,“ sagði Guðmundur Björnsson endurhæfingarlæknir um mál sænska mannsins sem lá grafinn í bíl sínum í tvo mánuði. 20.2.2012 19:40
Fjarlægðu skráningarnúmer af hundrað bílum Skárninganúmer voru fjarlægð af rúmlega eitt hundrað ökutækjum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en þau voru ýmist ótryggð eða óskoðuð, og jafnvel hvorutveggja. 20.2.2012 15:38
Mannfall og fjöldaflótti í mexíkósku fangelsi Að minnsta kosti 44 létust í gær þegar átök brutust út milli tveggja gengja í mexíkósku fangelsi. 20.2.2012 15:31
Fiskikar féll á brjóstkassa manns Maður slasaðist á brjóstkassa eftir að hann fékk fiskikar yfir sig sem var verið að hífa upp úr lest báts í Þorlákshöfn á níunda tímanum í morgun. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala í Fossvogi en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi liggur ekki fyrir hve alvarlega hann er slasaður. 20.2.2012 14:25
Buster fann kannabis í nærbuxunum á 16 ára pilti Lögreglumenn á Selfossi höfðu afskipti af nokkrum ungmennum á föstudagskvöld en bifreið sem þau var stöðvuð í þeim tilgangi að kanna ástand ökumanns. Hann reyndist í lagi en út úr bifreiðinni lagði sterka kannabislykt og var því fíkniefnahundurinn Buster kallaður til. 20.2.2012 14:24
Stefnan samhengislaus Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Teits Atlasonar bloggara, sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að í staðinn fyrir að reyna ná sáttum í meiðyrðamáli sem Gunnlaugur M. Sigmundsson höfðaði gegn bloggaranum hefði Gunnlaugur frekar ákveðið að senda honum nafnlaus SMS. Lögmaður Gunnlaugs sagði SMS-skilaboðin hafa verið saklaus og að þau ættu ekkert erindi í málflutning málsins. 20.2.2012 13:37
Bílvelta í Flóanum Bíll með tvo innanborðs fór út af veginum í Flóanum í hádeginu, við bæinn Kjartansstaði. Bíllinn lenti í krapa og við það missti ökumaðurinn stjórnina með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Frá þessu er greint á sunnlenska fréttamiðlinum dfs.is. Um erlenda ferðamenn á bílaleigubíl var að ræða og þurfti að beita klippum til þess að ná ökumanninum út. Farþeginn komst út úr bílnum af eigin sjálfsdáðum. 20.2.2012 13:33
Fái að breyta verðtryggðu í óverðtryggt Neytendasamtökin vilja að heimili sem vilja breyta verðtryggðum lánum í óverðtryggð eigi að fá að gera það með lágum tilkostnaði. Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn samtakanna sendi frá sér í dag en þar segir að þessa sé krafist af öllum þeim aðilum sem veiti íbúðarlán, hvort sem lántakendur hafa verið í viðskiptum við viðkomandi eða eru að færa viðskipti sín til annars fjármálafyrirtækis. 20.2.2012 13:24
Allir þrír ákærðir fyrir tilraun til manndráps Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir tilraun til manndráps en þeir er sakaðir um hafa staðið að skotárás við Bryggjuhverfið í Reykjavík í nóvember í fyrra. 20.2.2012 12:08
Rafmagnstengill brann yfir Allt tiltækt slökkvilið var sent að Klettagörðum á tólfta tímanum í dag þegar tilkynnt var um reyk í Sendibílastöðinni hf. Þegar slökkvilið mætti á svæðið kom í ljós að enginn eldur var laus. Rafmagnstengill hafði ofhitnað og við það fór að rjúka úr honum. Lítil hætta var því á ferðum. 20.2.2012 12:07
Eftirlitsmenn komnir til Írans Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunar komu til Íran í dag. Er þetta í annað skiptið í mánuðinum sem eftirlitsmenn heimsækja Íran en þeir munu halda áfram rannsókn sinni á kjarnorkuáætlun landsins. 20.2.2012 12:32
Mikill reykur í Klettagörðum Allt tiltækt slökkvilið var kallað að Klettagörðum 1 þar sem mikill reykur gaus upp fyrir stundu. Óljóst er hvort eldur logi en húsið hefur ekki verið rýmt. Sendibílastöðin hf er þar til húsa. 20.2.2012 11:44
Solla er besti hráfæðiskokkur í heimi Hráfæðiskokkurinn Sólveig Eiríksdóttir fór með sigur af hólmi í keppni hráfæðismatreiðslumanna en úrslitin hafa nú verið kunngjörð. Sólveig, eða Solla eins og hún er kölluð var tilnefnd í tveimur flokkum, "BEST of RAW Gourmet Chef“ og líka í "Best RAW Simple Chef“ og sigraði hún báða flokkana. Valið fór fram á netinu en úrslitin voru kunngjörð við hátíðlega athöfn í San Franciso. Solla greinir frá úrslitunum á Facebook síðu sinni í dag. 20.2.2012 10:45
Þakhýsi dæmt niður en komið upp aftur „Það þarf ekki síst að vekja athygli á þessum yfirgangi hjá borginni,“ segir Arngunnur R. Jónsdóttir, sem enn á ný glímir við þakhýsi sem nágrannar höfðu áður fjarlægt eftir dóm Hæstaréttar en hafa nú sett upp aftur í kjölfar breytinga á deiliskipulagi í Húsahverfi í Grafarvogi. 20.2.2012 08:00
Segir umhverfisráðuneytið að breytast í bákn Örn Bergsson formaður Landssamtaka landeigenda á Íslandi gagnrýnir umhverfisráðuneytið harðlega fyrir að vera að breytast í bákn. 20.2.2012 07:37
Ökumaður í tómu tjóni Ökumaður, sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði við eftirlit í gær, reyndist í meira lagi brotlegur. 20.2.2012 07:24
Hópur ungmenna réðist á mann vegna fíkniefnaskuldar Hópur ungmenna réðst á ungan mann fyrir utan verslun við Arnarbakka í Reykjavík í gærkvöldi og veitti honum áverka. 20.2.2012 07:06
Vilja frjálsan opnunartíma Hallveig, félag ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, hefur ályktað að gera eigi opnunartíma skemmtistaða í miðborg Reykjavíkur frjálsan. Telur stjórn félagsins það ekki í verkahring borgaryfirvalda að stjórna opnunartíma skemmtistaða. 20.2.2012 07:00