Fleiri fréttir

Sjómaðurinn var í þrjár og hálfa klukkustund í sjónum

Íslenski sjómaðurinn, sem var bjargað úr Noregshafi í gærdag, var búinn að vera í þrjár og hálfa klukkustund í sjónum þegar þyrlu norsku gæslunnar fann hann. Maðurinn var vel búinn enda komst hann í flotbúning áður en togarinn Hallgrímur SI-77 sökk í gærdag.

Stúdentar kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna einkunnaskila

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur kvartað til umboðsmanns Alþingis ástand einkunnaskila við Háskóla Íslands. Í yfirlýsingu frá ráðinu er bent á að samkvæmt reglum skólans skuli skila einkunnum innan tveggja vikna, en auka vika er veitt yfir jólin.

Reykjanesbrautin opin en þungfær

Vegagerðin hefur nú opnað Reykjanesbrautina. Lögreglan á Suðurnesjum hvetur fólk þó til þess að sýna sérstaka tillitssemi og varúð. Mælst er til þess að menn taki ekki fram úr heldur aki rólega og af yfirvegun. Enn skefur mikið þótt ofankoma sé hætt og verst er ástandið við afleggjarana til Grindavíkur og til Voga.

Rautt þýðir ófært

Það hefur varla farið framhjá neinum að víðast hvar um land er ófært eða mjög þungfært. Á heimasíðu Vegagerðarinnar er að finna kort af öllum landsfjórðungum þar sem færð er skráð í rauntíma. Svona var staðan klukkan tíu í morgun en rauðu vegirnir eru ófærir. Eins og sjá má eru Vestfirðir til að mynda kolófærir og þá er kolófært víðast hvar á Suðvesturlandi.

Brottför Herjólfs frestast til hádegis

Búið er að fresta brottför Herjólfs til hádegis í dag. Í tilkynningu segir að brottför Herjólfs vrður kl. 12 frá Eyjum og kl. 17 frá Þorlákshöfn. Aðeins verður farin ein ferð í dag og því ferðir dagsins sameinaðar í eina.

Náðu þjófi á hlaupum með kannabisplöntu í fanginu

Lögreglan fékk ábendingu um að brotist hafi verið inn í hús við Hverfisgötu í Reykjavík rétt fyrir miðnætti, og náði innbrotsþjófnum á hlaupum skömmu síðar. Hann reyndist vera með kannabisplöntu á sér, sem hann hafði stolið í húsinu.

Illfært í húsagötum - 35 tæki vinna við ruðning

Vegna snjóþyngsla er víða illfært í Reykjavík, einkum í húsagötum og á bílastæðum. Klukkan fjögur í nótt voru um 35 tæki Reykjavíkurborgar og verktaka á hennar vegum farin af stað til snjóhreinsunar samkvæmt tilkynningu frá borginni.

Reykjanesbraut aftur lokuð í báðar áttir

Reykjanesbrautin er aftur lokuð í báðar áttir. Lögreglan á Suðurnesjum segir að hinsvegar sé nú opið frá Sandgerði og Garði upp á Keflavíkurflugvöll og til Keflavíkur.

Telja tölvupóst frá Steingrími setja málið í sérkennilegt ljós

Óútskýrð atburðarás fór af stað vorið 2009, eftir að Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var tilkynnt um niðurfellingu máls hans af hálfu Fjármálaeftirlitsins og hann hugðist snúa aftur til starfa í fjármálaráðuneytinu. Þetta sagði verjandinn Karl Axelsson þegar hann flutti málsvörn Baldurs fyrir Hæstarétti í gær. Í greinargerð Baldurs til réttarins segir að atburðarásin setji málið í besta falli í sérkennilegt samhengi.

Búið að opna Reykjanesbrautina í suðurátt

Búið er að opna Reykjanesbraut í aðra áttina eða frá Hafnafirði til Keflavíkur en ekki búið að hleypa umferð á frá Keflavík til Hafnafjarðar. Þetta kemur fram í uppfærðri tilkynningu frá Vegagerðinni.

Reykjanesbrautin lokuð um óákveðinn tíma

Vegna veðurs verður Reykjanesbrautin, Hellisheiði og Þrengslin lokuð um óákveðin tíma. Hættustigi hefur varið lýst yfir á Súðavíkurhlíð og Eyrarhlíð og eru þessar leiðir því lokaðar.

Kostnaður við snjómokstur sprengir kostnaðaráætlun

Kostnaður við snjómokstur í höfuðborginni er löngu búinn að sprengja allar áætlanir, segir Sighvatur Arnarsson, skrifstofustjóri á framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Kostnaður borgarinnar við snjómokstur á öllu síðasta ári var um 385 milljónir króna, þar af nærri 150 milljónir króna vegna moksturs í desember. Árið áður var kostnaðurinn um 200 milljónir króna.

Kolófært víða, snjóflóðahætta og rafmagnsleysi

Hellisheiði, Þrengslavegi og Reykjanesbraut var lokað í gærkvöldi vegna ófærðar og óveðurs og eru Hellisheiði og Þrengsli enn ófær, en Reykjanesbraut var opnuð til suðurs fyrir hálftíma.

Lyfjaefna ekki getið á umbúðum

Mörg fæðubótarefni sem markaðssett eru sem kynörvandi eða sem lausn við risvanda karla eru bönnuð hér á landi vegna þess að þau innihalda lyfjaefni sem ekki er getið á umbúðum.

Birgjar mismuna verslunum

Minni verslanir á dagvörumarkaði greiða að meðaltali um 15% hærra verð fyrir vörur frá birgjum en Hagar, stærsta dagvörukeðja á Íslandi. Í nokkrum vöruflokkum er lægsta smásöluverð Haga lægra en það innkaupsverð sem minni verslunum býðst hjá birgjum.

Gætu þurft að borga yfirvöldum

Fyrirtæki á Leifsstöð og íslensk flugfélög gætu þurft að greiða gjald til lögregluyfirvalda fyrir afgreiðslu á starfsmannaumsóknum. Starfsfólk þarf viðurkenndan aðgangspassa frá yfirvöldum til að komast leiðar sinnar á flugvellinum.

Skákdagurinn haldinn í dag

Skákdagur Íslands er haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í dag, á 77 ára afmælisdegi stórmeistarans Friðriks Ólafssonar.

Eyjamenn fá nýja ferju eftir þrjú ár

Ný ferja mun hefja siglingar milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja ekki síðar en árið 2015. Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að láta smíða skipið í ljósi þeirra vandamála sem komið hafa upp með siglingar Herjólfs til hafnarinnar síðan hún var tekin í notkun um mitt ár 2010. Talið er að ferjan kosti um fjóra milljarða króna.

Segja skýrsluna meingallaða

Skýrsla Hagfræðideildar Háskóla Íslands um kostnað við niðurfærslu íbúðarlána er meingölluð að mati Hagsmunasamtaka heimilanna.

Fárviðri á leitarstað - þriggja manna enn leitað

Veðurskilyrði hafa versnað á svæðinu þar sem þriggja manna er nú leitað eftir að togarinn Hallgrímur SI-77 sökk í dag. Samkvæmt norska ríkisútvarpinu eru 30 metrar á sekúndu á svæðinu sem er fárviðri. Ölduhæð fer upp í fimmtán metra.

Fundu mannlausan björgunarbát

Aftenposten í Noregi greinir frá því að leitarmenn hafi fundið mannlausan björgunarbát í kvöld. Þriggja manna er saknað eftir að skipið Hallgrímur SI-77 sökk um 270 kílómetrum frá Stad, nærri Álasundi, um klukkan hálf tvö í dag.

Togarinn sem sökk heitir Hallgrímur SI-77

Búið er að greina frá nafni skipsins sem sökk í Noregi í fjölmiðlum þar í landi. Togarinn heitir Hallgrímur SI-77 og er frá Siglufirði. Búið er að ná í alla aðstandendur mannanna sem voru um borð í togaranum. Eins og greint hefur verið frá þá hefur einum manni verið bjargað. Hann var fluttur til Álasunds og er ástand hans gott.

84 prósent af 4000 Ipod-spilurum voru keyptir erlendis

84 prósent iPod Nano-spilara, sem voru afturkallaðir hér á landi í nóvember á síðasta ári, voru keyptir í útlöndum. Þetta kemur fram í viðtali við Bjarna Ákason, framkvæmdastjóri hjá Epli.is, sem selur Apple vörur. Við hann var rætt í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem þetta kom fram.

Sjómaðurinn vel á sig kominn - þriggja enn leitað

Maðurinn, sem var bjargað úr sjónum síðdegis, er kominn í land, og er vel á sig kominn. Þriggja er enn saknað eftir að íslenskur togari sökk um 270 kílómetrum norðvestur af Stad sem er nærri Álasundi.

Vill ívilnun frá iðnaðarráðherra til að leigja Grímsstaði

Kínverjinn Huang Nubo hefur á grundvelli nýlegra laga um ívilnanir sótt um undanþágu til iðnaðarráðherra til langtímaleigu á Grímsstöðum á Fjöllum í því skyni að reisa þar lúxushótel en einnig til að reisa fimm stjörnu hótel á Reykjavíkursvæðinu. Ósk Nubos í fyrrasumar um að kaupa Grímsstaði olli uppámi innan ríkisstjórnarinnar en svo fór á endanum að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra synjaði fyrirtæki Nubos um undanþágu til að kaupa jörðina.

Átti að selja skipið í brotajárn - fárviðri á svæðinu

Skipið, sem sökk nærri Noregi, var á leiðinni þangað þar sem selja átti það í brotajárn. Ekki er gefið upp hvað togarinn heitir en þriggja manna er saknað eins og Vísir hefur greint frá eftir að skipið sökk fyrr í dag. Norskir fjölmiðlar telja að þeir séu allir Íslendingar.

Gagnrýna greinargerð hagfræðideildar harðlega

Hagsmunasamtök Heimilanna vísa greinargerð Hagfræðideildar Háskóla Íslands um kostnað við niðurfellingu íbúðalána til föðurhúsanna eins og það er orðað og segja samtökin greinargerðina meingallaða. Í tilkynningu frá þeim segir að farið sé rangt með tölur og að margar meinlegar villur sé þar að finna. Birting á greinargerðinni er því að mati samtakanna hvorki til þess fallin að styrkja orðspor Hagfræðistofnunar né auka traust til stjórnvalda.

200 þúsund sáu flugeldasýningu Íslendinga

Yfir 200.000 nýttu sér vefmyndavélar Mílu til að fylgjast með flugeldasýningu Íslendinga á gamlárskvöld. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Míla hafi sett upp vefmyndavélar fyrir áramótin til þess að streyma beint frá áramótunum en vélar voru settar upp í Reykjavík og á Akureyri. Heimsóknir voru víðs vegar að úr heiminum, flestar frá Evrópu og Bandaríkjunum.

Rýming á Ísafirði vegna snjóflóðahættu

Lögreglustjórinn á Ísafirði, í samráði við Veðurstofu Íslands, hefur ákveðið að láta rýma iðnaðarsvæði undir Seljalandshlíð á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. Það hefur snjóað mikið í dag á svæðinu en rýmingu á að vera lokið klukkan 17, samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum. Ákvörðun um frekari rýmingu verður tekin í kvöld. Vegirnir um Súðavíkurhlíð og Eyrarhlíð eru lokaðir vegna snjóflóðahættu og nokkur snjóflóð hafa fallið í dag á Siglufjarðarvegi.

Tafir á Reykjanesbraut við Mjódd vegna áreksturs

Árekstur varð á Reykjanesbraut nú fyrir stundu til móts við Mjóddina í Breiðholti. Samkvæmt upplýsingum frá árekstur.is eru miklar tafir í suðurátt vegna óhappsins og eru ökumenn beðnir um að sýna þolinmæði.

Landsbjörg varar ferðalanga við

Slysavarnafélagið Landsbjörg varar fólk eindregið við því að halda á fjöll á norðanverðum Vestfjörðum og á Norðurlandi nú þegar snjóflóðahætta er víða á svæðinu. Í tilkynningu segir að snjóflóð gætu einnig fallið víðar, sérstaklega þar sem fólk er á ferðinni, t.d. á vélsleðum og því ætti enginn að vera á ferð í fjalllendi nema kunna að meta snjóflóðahættu og vera með snjóflóðaýli, stöng og skóflu.

Yfirlýsing: Egill vill formlega rannsókn á röngum sakargiftum

Egill Einarsson, sem á síðasta ári var kærður ásamt unnustu sinni fyrir nauðgun segir að kæran eigi ekki við rök að styðjast og vísar í rannsóknargögn lögreglu. Hann hyggst fara fram á að lögregla rannsaki nú hvort um vísvitandi rangar sakargiftir á hendur sér hafi verið að ræða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Egill sendir frá sér í dag. Ríkissaksóknari hefur kæruna á hendur Agli nú til umfjöllunar en á dögunum barst önnur kæra til lögreglu.

Vegum víða lokað vegna snjóflóðahættu

Nokkur snjóflóð hafa fallið í dag á Siglufjarðarvegi og hefur honum nú verið lokað að því er fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni. Búast má við snjóflóðahættu víða á vegum á Vestfjörðum í dag miðað við veðurspá. Eins er búist við snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla og á norðanverðum Tröllaskaga í dag.

Með 53 kannabisplöntur

Karlmaður fæddur árið 1983 var dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár, fyrir fíkniefnalagabrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Maðurinn játaði að hafa tæplega hálft gramm af marijúana og fimmtíu og þrjá kannabisplöntur í fórum sínum. Maðurinn þarf að greiða rúmlega 70 þúsund krónur í málskostnað og þá voru ýmis tól og tæki sem notuð eru við kannabisræktun gerð upptæk.

Sjá næstu 50 fréttir