Fleiri fréttir

Þýfið úr úraverslunarráninu fundið - einn handtekinn

Þýfið úr ráninu frá Frank Michelsen úrsmiði er fundið. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu efndi til í dag. Verðmæti þýfisins skiptir milljónum. Við segjum nánar frá þessu síðar í dag.

Harður árekstur á Skálholtsvegi

Mjög harður árekstur varð á Skálholtsvegi skammt austan við Biskupstungnabraut um klukkan þrjú í dag. Ökumaður fólksbifreiðar á leið vestur Skálholtsveg er talinn hafa misst bifreið sína út í vegkantin og brugðist við með því að kippa í stýrið inn á veginn. Við það mun hann hafa misst stjórn á bifreiðinni sem fór yfir á rangan vegarhelming og framan á bifreið sem í því kom á móti. Ökumaður var einn í þeirri bifreið en í hinni var farþegi sem skarst talsvert.

Torgið við Hörpu hlýtur norræn arkitektaverðlaun

Torgið við tónlistar- og ráðstefnuhúsið Hörpu hlaut verðlaun á Arkitekturmässan í Gautaborg sem haldin var í fyrsta skipti dagana 24. og 25. október. Áformað er að festa hana í sessi sem stærsta norræna viðburðinn meðal arkitekta, landslagsarkitekta og skipulagsfræðinga sem haldinn verði annað hvert ár.

Vorum oft hrædd um þá

Tvíburarnir Bjarki Leó og Bjartur Elí byrjuðu fyrstu fimmtán vikur ævinnar á vökudeild Barnaspítala Hringsins. Foreldrar þeirra, Magnea og Finnur, gáfu deildinni brúðkaupsgjafir sínar til að þakka fyrir sig.

Blóðugur niðurskurður á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri þarf að fækka störfum um tuttugu og fimm á næsta ári og skera niður í þjónustu á nokkrum deildum miðað við fjárlagafrumvarpið. Bæjarstjórinn vonast til þess að þingmenn endurskoði fjárlögin.

Þór er kominn til Vestmannaeyja

Varðskipið Þór kom til Vestmannaeyja eftir hádegi í dag. Samkvæmt áætlun verður það í Friðarhöfn til sýnis, allt þar til klukkan átta í kvöld. Eftir það siglir skipið frá Vestmannaeyjum og er gert ráð fyrir að það komi að Miðbakka Reykjavíkurhafnar klukkan tvö á morgun. Varðskipið verður til sýnis á Miðbakka á föstudag, laugardag og sunnudag frá klukkan eitt til fimm.

Bæjarstjórnin harmar umræðu um Pál

Bæjarstjórn Kópavogs harmar þá umræðu sem hefur átt sér stað í kjölfar ráðningar Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins. Páll var sem kunnugt er ráðinn til Bankasýslunnar, en tilkynnti í gær að hann hygðist ekki taka að sér starfið eftir að stjórn Bankasýslunnar sagði af sér.

Sjúkrahúsið þarf að fækka starfsfólki um 25

Sjúkrahúsið á Akureyri þarf að fækka starfsmönnum sínum um tuttugu og fimm á næsta ári. Stjórnendur vinna nú að því að breyta endurhæfingar- og barnadeild í fimm dagadeild yfir sumartímann, draga úr skurðþjónustu, fækka rúmum á handlækningasviði og minnka aðra þjónustu eins og á bókasafninu. Forstjóri sjúkrahússins segir biðlista kunna að lengjast.

Samfélagið er í uppnámi

Kolbrún Björt Sigfúsdóttir hélt til Taílands í ágúst í ævintýraleit en hamfarirnar þarhafa breytt hversdeginum. Um þriðjungur af Taílandi er nú undir vatni eftir mestu flóð í landinu á síðustu 50 árum.

Dýraverndarsinnar safna liði til að hreinsa víraflækjur

Hreindýrstarfarnir tveir sem voru fastir saman með vírhönk á hornunum eru lausir hvor frá öðrum eftir að annar þeirra felldi hornin. Vírinn er enn fastur á hinum tarfinum. Dýraverndarsinnar hyggjast fylkja liði á svæðið og fjarlægja víraflækjur.

Lögreglan nýtur mest trausts

Lögreglan nýtur mikils trausts á meðal almennings, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem gerð var dagana 6-10 október.

Ákærður fyrir að kýla lögreglumann

Þrjátíu og sex ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa kýlt lögreglumann í andlitið í lögreglubifreið þann 27. desember 2009. Lögreglumaðurinn hlaut eymsli í andliti vegna árásarinnar. Málið gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þar var sakborningi gefinn kostur á að lýsa yfir afstöðu til ákærunnar. Hann tók sér hins vegar frest og mun ráðfæra sig um það við verjanda sinn.

Viðbúnaðarstig á Reykjavíkurflugvelli

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lýsti yfir viðbúnaðarstigi þegar tilkynnt var um vélarbilun í lítilli einkaþotu sem óskaði eftir viðbúnaðarlendingu um klukkan níu í morgun. Lögreglan lokaði Suðurgötu við Vesturenda Reykjavíkurflugvallar þegar vélin kom inn til lendingar.

Varðskipið Þór kemur til Eyja í dag

Nýja varðskipið Þór er nú suður af landinu og væntanlegt til Vestmannaeyja klukkan tvö í dag, eftir mánaðar siglingu frá Chile, þar sem skipið var smíðað.

Hrina bílþjófnaða gengur yfir höfuðborgarsvæðið

Hrina bílþjófnaða hefur gengið yfir höfuðborgarsvæðið síðustu vikurnar. Að sögn lögreglu hefur rúmlega einum bíl verið stolið á höfuðborgarsvæðinu á dag, að meðaltali, það sem af er mánuðinum.

Fjögur innbrot í borginni í nótt

Brotist var inn á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í nótt og verðmætum stolið í öllum tilvikum. Farið var inn í tvö fyrirtæki og tvö íbúðarhús og er verið að fara yfir hvers er saknað. Þjófarnir komust undan í öllum tilvikum, líklega á bílum.

Tveir með stöðu grunaðs í lífeyrissvikamáli

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er langt komin með rannsókn sína á máli þar sem í ljós kom að Tryggingastofnun hafði haldið áfram að greiða út ellilífeyri á bankareikning konu í tíu ár eftir að hún lést úti í Bandaríkjunum.

Fylgdarþjónusta notar myndir af Ásdísi Rán

„Blessaður vertu, fólkið í Búlgaríu er ekki jafn þröngsýnt og á Íslandi, það myndi enginn trúa því að þetta væri ég hérna úti,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir, ofurfyrirsæta í Búlgaríu.

Innbrotafaraldur í Þorlákshöfn

Innbrotafaraldur hefur geisað í Þorlákshöfn undanfarnar helgar. Að sögn lögreglunnar á Selfossi, sem rannsakar málin, virðast þau tengjast. Íbúarnir ræða nú nauðsyn þess að koma upp eftirlitsmyndavélum á hringtorgi við bæinn og vegum sem liggja að honum.

Norðmenn ráða för í samstarfi um þyrlur

Íslendingar hafa boðið út þyrlukaup í samstarfi við Norðmenn og munu, að því gefnu að Norðmenn samþykki eitthvert tilboð, eignast björgunarþyrlu fyrir árið 2020 sem gæti kostað fimm milljarða.

Frábiður sér hnýsni í kortafærslur

„Við erum bara komin í þjóðfélag sem George Orwell lýsti í bók sinni 1984. Hið vakandi auga ríkisins hefur eftirlit með þér,“ segir Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi alþingismaður, sem hefur stefnt Persónuvernd fyrir dómstóla og krafist ógildingar á úrskurði hennar.

Vill að hvarf Valgeirs Víðissonar verði rannsakað aftur

„Ég trúi því að hann hafi verið myrtur,“ segir Unnur Millý Georgsdóttir, en barnsfaðir hennar, Valgeir Víðisson, hvarf sporlaust árið 1994. Unnur Millý hefur óskað eftir fundi með Ögmundi Jónassyni, dómsmálaráðherra, þar sem hún hyggst biðja hann um að taka upp rannsókn á málinu á ný.

Þór til Íslands á morgun - fjögur ár á leiðinni

Varðskipið Þór er nú komið inn í íslenska leitar- og björgunarsvæðið og verða Vestmannaeyjar fyrsti viðkomustaður þegar komið er til Íslands samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Leggst varðskipið að bryggju í Friðarhöfn á morgun klukkan tvö og verður skipið opið til sýnis milli tvö og átta.

Stöðvuðu landaframleiðslu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði landaframleiðslu í iðnarhúsnæði í Hafnarfirði á sunnudag.

Bjóða 45 þúsund börnum í mat

Sendiráð Norðurlandanna í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, munu gefa 45 þúsund börnum í 125 ríkisskólum í höfuðborg Bandaríkjanna holla og næringarríka máltíð á Norræna matardeginum sem haldinn verður á morgun. Sendiráð Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar standa fyrir matardeginum í samvinnu við skólayfirvöld í Washington.

Skulda Lundúnarborg 242 þúsund krónur

Íslenska sendiráðið í Lundúnum skuldar borgarsjóði Lundúnarborgar 242 þúsund krónur. Ástæðan er sú að það kostar að aka inn í miðborg Lundúna. Fulltrúar sendiráðsins, rétt eins og aðrir þurfa að una þessu, en þeir greiða ekki hverja ferð fyrir sig heldur safna í reikning.

Unglingar teknir á stolnum bíl

Lögreglan handtók um helgina tvo unglingspilta í Arnarnesi í Garðabæ. Lögreglan hafði veitt stolnum fólksbíl eftirför frá Hafnarfjarðarvegi og þegar bíllinn var stöðvaður kom í ljós að ökumaðurinn reyndist vera 16 ára gamall. Félagi hans, ári yngri, sat í framsætinu.

Fundu snák í Breiðholti

Lögreglumenn geta átt von á ýmsu í starfi sínu eins og glögglega kom í ljós í Breiðholti á dögunum. Í húsi í hverfinu reyndist vera snákur. „Dýrið var tekið í vörslu lögreglu og síðan flutt að Keldum þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir,“ segir í tilkynningu.

Flestir bera traust til Gæslunnar

Langflestir bera traust til Landhelgisgæslunnar af öllum þeim stofnunum sem spurt var um í könnun MMR sem gerð var á dögunum. Næstflestir bera mest traust til sérstaks saksóknara, en fæstir bera traust til landsdóms.

Helgi segist ekki hafa gengið of langt í gagnrýni á Bankasýsluna

Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segist ekki hafa gengið of langt í gagnrýni sinni á stjórn bankasýslu ríkisins. Stjórnin sagði af sér í gær en Helgi segir nauðsynlegt að endurreisa trúverðugleika stofnunarinnar. Þingmaður Sjálfstæðisflokks vill hins vegar að hún verði lögð niður.

Strákar nota Netið meira til upplýsingaöflunar en stelpur

Fimmtán ára gamlir strákar nota tölvu mun meira til upplýsingaöflunar en stelpur, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem gerð var til að meta tölvu og netnotkun og til að meta færni nemenda við að vinna með og meta upplýsingar á netsíðum.

Aspirnar fjarlægðar í Vonarstræti og Tjarnargötu

Vinna er hafin við að endurnýja trjágróður í Vonarstræti og Tjarnargötu. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Gráreynir, garðahlynur og skrautreynir munu leysa aspirnar sem þar hafa staðið af hólmi, en rætur þeirra hafa eyðilagt hellulagnir og hitalagnir. Hellulögnin í götunni verður einnig lagfærð. Nýju trén fá gott vaxtarrými, en gengið verður frá svokölluðu rótarburðarlagi undir hellulögðum svæðum þannig að rætur skemmi ekki út frá sér. Auk trjánna verða settir niður 540 krókusar sem blómstra snemma á vorin. Verklok eru áætluð 25. nóvember.

Starfsmenn komu í veg fyrir eldsvoða

Starfsmönnum í vörumiðstöð Samskipa vð Kjalarvog í Reykjavík tókst með snarræði að slökkva eld sem kviknaði í rafmótor við loftræstikerfi í húsinu í gærkvöldi.

Tólf fyrirtæki auglýsa gegn Arion banka

Tólf fyrirtæki segjast í opnuauglýsingu í dagblöðum, ekki sætta sig við að leikreglur á samkeppnismarkaði séu þverbrotnar. Þar vísa þau til Pennans og rifja upp að skilanefnd Kaupings hafi tapað átta milljörðum króna á gjaldþroti félagsins.

Björgun heldur áfram á morgun

Vonast er til þess að hægt verði að bjarga Sölku GK úr Sandgerðishöfn þar sem hún hefur legið í kafi frá því á sunnudag.

Flæðir yfir hálendið og friðlýstar perlur

Skráning Náttúrufræðistofnunar (NÍ) og Landgræðslu Íslands (LÍ) sýnir að lúpína hefur tekið sér varanlega bólfestu á stórum svæðum á hálendinu og í helstu náttúruperlum Íslands sem hafa verið friðlýstar. Forgangsmál er að stemma stigu við útbreiðslu lúpínu á hálendinu.

Áríðandi að tilkynna níðið strax

„Það er gríðarlega mikilvægt að fólk hafi strax samband við lögreglu, sé minnsti grunur um að hryssum hafi verið misþyrmt.“ Þetta segir Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Gæti gegnt mikilvægu ráðgjafarhlutverki

Hagfræðingurinn Paul Collier, sem hefur helgað sig rannsóknum á þróunarríkjum og þróunaraðstoð, segir Ísland geta gegnt mikilvægu hlutverki á sviði þróunaraðstoðar.

Öldruðu drykkjufólki fjölgar

Komum miðaldra og aldraðra einstaklinga á Vog, með alvarleg einkenni dagdrykkju, heldur áfram að fjölga. Sumir þeirra eru að koma á sjúkrahúsið í fyrsta sinn.

Hlaut 15 mánaða dóm fyrir smygl

Tæplega þrítug kona hefur verið dæmd í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að skipuleggja og fjármagna smygl á tæplega 500 grömmum af kókaíni til landsins. Tvö burðardýr, sem hún útvegaði til verksins, voru dæmd í tíu og átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Efnið sem þau fluttu til landsins var sterkt og hefði mátt framleiða úr því rúmlega tvö kíló af kókaíni, að því er fram kemur í dómnum.

Skoðað hvort ákvæðum sé fylgt

Ríkisendurskoðun vinnur nú að úttekt á öllum bindandi þjónustusamningum ráðuneytanna, sem eru rúmlega 140 talsins. Búið er að kalla eftir frekari upplýsingum og svörum frá fimm ráðuneytum og hafa þrjú svarað: mennta- og menningarmálaráðuneyti, velferðarráðuneyti og forsætisráðuneyti.

Sjá næstu 50 fréttir