Vorum oft hrædd um þá 26. október 2011 15:30 Magnea með Bjarka Leó og Finnur með Bjart Elí. Þeir eru hressir drengir og hefur ekki orðið meint af fimmtán vikna dvöl á vökudeild í upphafi lífsins. Fréttablaðið/GVA Magnea Þórey Hilmarsdóttir og Finnur Bjarki Tryggvason áttu saman tvö börn, Hilmar nítján ára og Andreu fimmtán ára, þegar þau ákváðu að eignast eitt til viðbótar. „Til að hafa eitthvað að gera," eins og Magnea orðar það glettin. Í stað eins fengu þau tvo litla gleðigjafa, þá Bjarka Leó og Bjart Elí, sem komu í heiminn í janúar síðastliðnum. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig. „Þeir áttu að koma í heiminn um miðjan apríl en í byrjun janúar kom í ljós að næring í gegnum naflastreng var farin að skerðast til annars tvíburans," útskýrir Finnur. Í framhaldi var ákveðið að fylgjast með en strax í næstu skoðun var ljóst að Magnea þyrfti að fara í keisaraskurð. „Það náðist að gefa mér sterasprautur til að hjálpa til við lungnaþroska og blóðþrýsting strákanna," segir Magnea sem situr með sprækan Bjarka Leó í fanginu á heimili móður hennar í Mosfellsbænum. Þau Finnur búa á Hvolsvelli en koma reglulega í bæinn í eftirlit með strákana. Bjartur litli liggur hjá pabba sínum, töluvert minni en eineggja bróðir hans en samt afar líflegur að sjá eins og vera ber hjá heilbrigðum dreng. „Það munaði ekki nema 200 grömmum á þeim við fæðingu en Bjartur hefur átt aðeins erfiðara og hefur því þroskast hægar," útskýrir Magnea. Þau Finnur höfðu fengið að kynnast starfi vökudeildar aðeins áður en kom að keisaraskurðinum enda vissu þau að hún yrði heimili þeirra næstu mánuði. „Drengirnir okkar héldu læknunum alveg á tánum," segir Finnur, en eins og þau höfðu verið vöruð við gekk tilveran út á að fara eitt skref fram og tvö aftur. „Þeir fóru báðir í stóra aðgerð þar sem fósturæðin lokaðist ekki. Síðan fengu þeir ýmsar sýkingar og veiktust á víxl," lýsir hann og bætir við, „maður var oft skíthræddur." Þau Magnea dvöldu mikið á spítalanum en fengu til umráða íbúð Barnaspítalans í Eskihlíð. „Það bjargaði okkur alveg," segja þau, en að fimmtán viknum liðnum fengu bræðurnir að koma heim. Þeim virðist ekki hafa orðið meint af. „Þegar við fórum í síðustu skoðun sagði læknirinn þeirra við mig að nú væru þeir orðnir venjulegir drengir," segir Magnea og kjassar Bjarka. Drengina nefndu þau strax og þeir fæddust en þeir voru skírðir í sumar um leið og Magnea og Finnur giftu sig. „Okkur fannst þá ekki koma annað til greina en að afþakka brúðkaupsgjafir og biðja gesti að gefa í styrktarsjóð fyrir vökudeildina," segir Magnea. „Það sló okkur á deildinni að í þessu flotta húsnæði voru langflest tækin merkt gjafir," segir Finnur, en þau hjónin dást einlæglega að Kvenfélaginu Hringnum. Brúðkaupsgestirnir tóku við sér og nægilegt fé safnaðist til að kaupa tólf hægindastóla og kerru með lúxusstól. „Gjöfina keyptum við í samráði við starfsmenn vökudeildarinnar," útskýrir Finnur. Magnea og Finnur eru sammála um að starfsfólk vökudeildarinnar sé til fyrirmyndar. „Þau tóku afar vel utan um okkur og gáfu mikið af sér," segir Finnur. „Við kynntumst starfsfólkinu vel og meira að segja reddaði Helga hjúkrunarkona okkur í sumar þegar hún kom austur og passaði strákana þegar við giftum okkur," segir Magnea glaðlega. Fjölskyldan hefur ekki alveg sagt skilið við vökudeildina. „Við komum alltaf á vökudeildina ef við eigum leið um. Það er líka gott fyrir foreldra sem eru að ganga í gegnum þessa hluti að sjá börn sem hafa komist í gegnum ferlið og eru heilbrigð," segir Finnur. solveig@frettabladid.is Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Magnea Þórey Hilmarsdóttir og Finnur Bjarki Tryggvason áttu saman tvö börn, Hilmar nítján ára og Andreu fimmtán ára, þegar þau ákváðu að eignast eitt til viðbótar. „Til að hafa eitthvað að gera," eins og Magnea orðar það glettin. Í stað eins fengu þau tvo litla gleðigjafa, þá Bjarka Leó og Bjart Elí, sem komu í heiminn í janúar síðastliðnum. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig. „Þeir áttu að koma í heiminn um miðjan apríl en í byrjun janúar kom í ljós að næring í gegnum naflastreng var farin að skerðast til annars tvíburans," útskýrir Finnur. Í framhaldi var ákveðið að fylgjast með en strax í næstu skoðun var ljóst að Magnea þyrfti að fara í keisaraskurð. „Það náðist að gefa mér sterasprautur til að hjálpa til við lungnaþroska og blóðþrýsting strákanna," segir Magnea sem situr með sprækan Bjarka Leó í fanginu á heimili móður hennar í Mosfellsbænum. Þau Finnur búa á Hvolsvelli en koma reglulega í bæinn í eftirlit með strákana. Bjartur litli liggur hjá pabba sínum, töluvert minni en eineggja bróðir hans en samt afar líflegur að sjá eins og vera ber hjá heilbrigðum dreng. „Það munaði ekki nema 200 grömmum á þeim við fæðingu en Bjartur hefur átt aðeins erfiðara og hefur því þroskast hægar," útskýrir Magnea. Þau Finnur höfðu fengið að kynnast starfi vökudeildar aðeins áður en kom að keisaraskurðinum enda vissu þau að hún yrði heimili þeirra næstu mánuði. „Drengirnir okkar héldu læknunum alveg á tánum," segir Finnur, en eins og þau höfðu verið vöruð við gekk tilveran út á að fara eitt skref fram og tvö aftur. „Þeir fóru báðir í stóra aðgerð þar sem fósturæðin lokaðist ekki. Síðan fengu þeir ýmsar sýkingar og veiktust á víxl," lýsir hann og bætir við, „maður var oft skíthræddur." Þau Magnea dvöldu mikið á spítalanum en fengu til umráða íbúð Barnaspítalans í Eskihlíð. „Það bjargaði okkur alveg," segja þau, en að fimmtán viknum liðnum fengu bræðurnir að koma heim. Þeim virðist ekki hafa orðið meint af. „Þegar við fórum í síðustu skoðun sagði læknirinn þeirra við mig að nú væru þeir orðnir venjulegir drengir," segir Magnea og kjassar Bjarka. Drengina nefndu þau strax og þeir fæddust en þeir voru skírðir í sumar um leið og Magnea og Finnur giftu sig. „Okkur fannst þá ekki koma annað til greina en að afþakka brúðkaupsgjafir og biðja gesti að gefa í styrktarsjóð fyrir vökudeildina," segir Magnea. „Það sló okkur á deildinni að í þessu flotta húsnæði voru langflest tækin merkt gjafir," segir Finnur, en þau hjónin dást einlæglega að Kvenfélaginu Hringnum. Brúðkaupsgestirnir tóku við sér og nægilegt fé safnaðist til að kaupa tólf hægindastóla og kerru með lúxusstól. „Gjöfina keyptum við í samráði við starfsmenn vökudeildarinnar," útskýrir Finnur. Magnea og Finnur eru sammála um að starfsfólk vökudeildarinnar sé til fyrirmyndar. „Þau tóku afar vel utan um okkur og gáfu mikið af sér," segir Finnur. „Við kynntumst starfsfólkinu vel og meira að segja reddaði Helga hjúkrunarkona okkur í sumar þegar hún kom austur og passaði strákana þegar við giftum okkur," segir Magnea glaðlega. Fjölskyldan hefur ekki alveg sagt skilið við vökudeildina. „Við komum alltaf á vökudeildina ef við eigum leið um. Það er líka gott fyrir foreldra sem eru að ganga í gegnum þessa hluti að sjá börn sem hafa komist í gegnum ferlið og eru heilbrigð," segir Finnur. solveig@frettabladid.is
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira