Fleiri fréttir Bíl, flatskjá og áfengi stolið í Þorlákshöfn Brotist var inn á bílaverkstæði Bíliðjunnar við Unubakka í Þorlákshöfn í nótt og þaðan stolið lykli að rauðri Mazda bifreið sem stóð fyrir utan verkstæðið. Skráninganúmer voru tekin af annari bifreið, sem var þar hjá, og þeim komið yfir á Mazda bifreiðina. Að því loknu ók þjófurinn af stað og í burtu frá verkstæðinu. 19.10.2011 15:22 Stendur við ábendingu sína Ríkisendurskoðun telur að ekkert hafi komið fram sem breyti niðurstöðum stofnunarinnar um innkaup löggæslustofnana sem finna má í ábendingu hennar frá því í lok september um að hluti viðskipta löggæslustofnana hafi farið í bága við lög um opinber innkaup en stofnanirniar keyptum vörur af fjórum fyrirtækjum í eigu lögreglumanna eða venslamanna fyrir rúmlega 91 milljón króna. 19.10.2011 14:53 Bernaisesósa innkölluð Ölgerðin hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla Dass bearnaissesósu þar sem ofnæmis- og óþolsvaldar eru ekki nægjanlega vel merktir á umbúðum vörunnar. 19.10.2011 14:49 Sigurður Jónsson dæmdur í skilorðsbundið fangelsi Íslenski knattspyrnuþjálfarinn Sigurður Jónsson, sem hefur þjálfað í Svíþjóð síðustu ár, var í Héraðsdómi Stokkhólms í dag dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt fyrir að beita fyrrum kærustu sína ofbeldi og ofsækja hana meðal annars með tölvupóstum og textaskilaboðum. 19.10.2011 13:41 Íslenskir hestar notaðir við tökur á Hobbitanum Íslenskir hestar eru notaðir við tökur á stórmyndinni Hobbitanum sem tekin er upp á Nýja-Sjálandi um þessar mundir. Þeir eru reiðskjótar dverganna þrettán. Aðeins um 100 íslenskir hestar eru til í landinu. 19.10.2011 13:30 Móeiðar er sárt saknað eftir að hún strauk „Auðvitað vill maður vita hvar hryssan er - hvor hún sé á lífi eða dauð," segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, eigandi hryssu sem er búin að vera týnd í að minnsta kosti tvær vikur. 19.10.2011 13:00 Bjarni Ben yfirheyrður sem vitni: Hef ekkert að fela Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, var yfirheyrður sem vitni í rannsókn sérstaks saksóknara á Sjóvármálinu sem snýr meðal annars að meintum brotum á lögum um hlutafélög. Bjarni segist ekkert hafa fela hvað varðar aðkomu sína að málinu. 19.10.2011 11:24 Ísland komið í 4. sæti á HM í bridge Íslendingar hækkuðu sig í morgun um tvö sæti á heimsmeistaramótinu í bridge með því að sigra Singapúr 22-8. Eftir leikinn eru Íslendingar í 4. sæti með 169,5 stig en átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina sem hefst nk. sunnudag. 19.10.2011 11:13 Biskup mætti ekki á málþing um kirkjuna Karl Sigurbjörnsson biskup mætti ekki á málþing sem haldið var í Háskóla Íslands í gær um kynferðislegt ofbeldi innan íslensku þjóðkirkjunnar. 19.10.2011 11:00 Kýldi annan mann sem lá í rúmi sínu Karlmaður um tvítugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur gær dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn sló annan mann, sem lá í rúmi sínu, einu höggi með krepptum hnefa í mars á síðasta ári. Þolandinn hlaut skurð á vinstri augabrún sem var 2 sentimetrar og þurfti sauma 4 spor til að loka skurðinum. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi en hann hefur áður gengið undir greiðslu sektar hjá lögreglu fyrir fíkniefnalagabrot og viðurlagaákvörðun fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 19.10.2011 10:53 Stækkunarstjóri ESB til Íslands Štefan Füle, framkvæmdastjóri stækkunar- og nágrannastefnu ESB, mun á miðvikudag og fimmtudag heimsækja Ísland í fyrsta sinn síðan landið sótti um aðild að Evrópusambandinu. Í heimsókninni mun hann ræða við bæði ráðamenn og hagsmunaaðila um innihald nýútkominnar framvinduskýrslu um Ísland og næstu skref í aðildarferlinu. 19.10.2011 10:44 Skildu fórnarlambið eftir með alvarlegar innvortis blæðingar Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landsspítalans eftir að hafa legið þar um hríð á milli heims og helju, eftir fólskulega líkamsárás fjögurra karlmanna á hann á sunnudagskvöldið. 19.10.2011 10:20 82 prósent vilja taka Guðmundar- og Geirfinnsmálið aftur upp 82 prósent landsmanna eru frekar eða mjög sammála því að dómstólar taki aftur upp Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Um 55 prósent eru mjög sammála því að málið verðið tekið aftur upp og um 27 prósent eru frekar sammála því. 19.10.2011 10:13 Ekkert varð úr jarðskjálftahrinu Ekkert varð úr jarðskjálftahrinu, sem hófst um 34 kílómetra norður af Siglufirði fyrir hádegi í gær. Þá mældust þrír skjálftar vel yfir þrjá á Richter, sá snaprasti var þrír komma sex. 19.10.2011 08:04 Segir forstjóra Landsvirkjunar tvísaga Forstjóri Landsvirkjunar er tvísaga og pólitísk fingraför fjármálaráðherra af stjórn Landsvirkjunar eru greinileg, segir í ályktun Framsóknarfélags Þingeyinga, í tilefni þess að Alcoa er hætt við að byggja álver að Bakka við Húsavík. 19.10.2011 07:49 Verkfall hjá Hafrannsókn hefur staðið í þrjár vikur Verkfall undirmanna á Hafrannsóknaskipunum hefur nú staðið í þrjár vikur og virðist vera alveg í hnút því nýr fundur hefur ekki verið boðaður. 19.10.2011 07:41 Unnið úr ábendingum varðandi ránið Rannsóknadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er nú að vinna úr ýmsum ábendingum sem henni bárust í gær varðandi ránið í úraverslun Michelsens við Laugaveg á mánudagsmorgun, en lögregla gefur ekki upp hvort einhver hefur verið yfirheyrður. 19.10.2011 07:26 Flugfeyjur aftur að samningaborðinu hjá Ríkissáttasemjara Nýskipuð samninganefnd flugfreyja hjá Icelandair hefur verið boðuð til fundar við fulltrúa félagsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan níu fyrir hádegi. 19.10.2011 07:19 Biðlisti í fangelsi styttist með aukinni samfélagsþjónustu Alls bíða 368 eftir afplánun refsivistar, samkvæmt upplýsingum sem fram komu á fundi allsherjar- og menntamálanefnd með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í gær. Ráðherra segir að með því að fara eftir lögum sem Alþingi samþykkti um fullnustu refsingu sé hægt að fækka um 100 á biðlistanum. 19.10.2011 06:30 Algjört minnisleysi í dómsal Ákæruvaldið krefst átján mánaða fangelsis yfir tveimur síbrotamönnum, sem ákærðir eru fyrir vopnað rán. Mennirnir tilheyra svokölluðu Árnesgengi, en meðlimir þess voru ákærðir í sjötíu liðum eftir að hafa farið ránshendi um landið árið 2006. Þá er krafist sex til níu mánaða fangelsis yfir konu sem ákærð er fyrir hlutdeild í ráninu. Fólkið er ákært fyrir að færa mann nauðugan, með því að ógna honum með hnífum, á heimili hans og ræna þar tækjum og munum að verðmæti um tvær milljónir króna. 19.10.2011 06:30 Hráki í gervigrasinu sýkir sár íþróttafólks Mörg dæmi eru um að íþróttaiðkendur hafi fengið sýkingar í sár eftir að hafa dottið í gervigrasið í íþróttahúsinu Boganum á Akureyri. Ástæðan liggur í því að gervigrasið hefur ekki verið sótthreinsað eða þrifið frá því að húsið var opnað fyrir átta árum. Nú hefur verið brugðist við vandanum í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Sigfús Ólafur Helgason, formaður íþróttafélagsins Þórs og umsjónarmaður í Boganum, benti á þetta vandamál í viðtali við N4 Sjónvarp á mánudagskvöld. 19.10.2011 06:00 Biskup ákærður fyrir þöggun Dr. Fortune minntist á málþinginu á kaþólskan biskup í Kansas sem var ákærður síðastliðinn föstudag fyrir að hylma yfir presti í sókn sinni sem var með hundruð barnaklámsmynda á tölvu sinni. Biskupinn, Robert Finn, er sakaður um að hafa brugðist skyldu sinni gagnvart börnum. 19.10.2011 06:00 Bæjarstjóra sagt upp störfum Eirnýju Valsdóttur, bæjarstjóra Voga á Vatnsleysuströnd, hefur verið sagt upp störfum og Anna Hulda Friðriksdóttir skrifstofustjóri hefur tekið við störfum um tímasakir. Þetta segir í tilkynningu frá bæjarfélaginu. 19.10.2011 05:00 María ósátt við að hætta Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Leikfélags Akureyrar, LA, telur að uppsögn Maríu Sigurðardóttur leikhússtjóra hafi verið gerð í fullri sátt við hana. María sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í fyrradag þar sem fram kemur meðal annars að hún sé ósátt við að fá ekki að ljúka leikárinu. Þá segir hún að fjárhagsvandræðum leikfélagsins hafi verið haldið leyndum fyrir stjórn og leikhússtjóra, þó að útlit sé fyrir að þar sé um að kenna þekkingarskorti og reynsluleysi fremur en ásetningi. 19.10.2011 04:00 Gerðardómi frestað á ný Gerðardómi í deilum Norðuráls og HS orku hefur verið frestað fram í miðjan næsta mánuð. Deilan snýst um verð á orku frá fyrirtækinu, en fyrirtækin hafa tekist á fyrir gerðardómi í Svíþjóð. 19.10.2011 04:00 Í lífshættu eftir hrottalega árás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær og fyrradag fjóra menn sem grunaðir eru um að hafa gengið svo í skrokk á manni að hann var í lífshættu eftir misþyrmingarnar. 19.10.2011 11:00 Ekkert unnið til úrbóta Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra skilaði í ársbyrjun 2010 skýrslu með tillögum um það hvernig mætti bregðast við skipulagðri glæpastarfsemi útlendinga. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að tillögurnar séu nú hillufóður einhversstaðar í ráðuneytinu. 18.10.2011 23:45 Vill D-vítamínbæta matvörur Prófessor í næringarfræði vill að D-vítamín verði sett í matvæli eins og mjólk, smjör og olíur til að sporna gegn D-vítamínskorti landsmanna. 18.10.2011 21:14 Sjalfboðaliðar aðstoða börn við heimanám og lesa fyrir aldraða Einn af mörgum sjálfboðaliðum Rauða krossins segir það hafa gefið sér tilgang að sinna starfinu. Hann aðstoðar í hverri viku börn við heimanám og les úr bókum fyrir aldraða. 18.10.2011 21:37 Embættismenn eigi að geta átt samskipti við forsetann Embættismenn forsætisráðuneytisins eiga að geta haft samskipti við embætti forseta Íslands án þess að þau samskipti verði túlkuð sem íhlutun í starf forseta. Þetta segir í bréfi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. 18.10.2011 19:49 Asnaeyru rædd á Alþingi í dag Ákvörðun Alcoa að hætta við álver á Bakka varð tilefni snarpra orðaskipta á Alþingi í dag þar sem þingmenn ríkisstjórnarinnar tókust á um það við stjórnarandstöðuna hver hefði dregið hvern á asnaeyrunum í málinu. 18.10.2011 17:00 Höfði opinn almenningi Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að Höfði við Borgartún verði hafður almenningi til sýnis með reglubundnum hætti. Útbúið verði efni, miðað við þarfir ferðamanna, með upplýsingum um sögu hússins þar sem hlutverki þess í fundi leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna árið 1986 verði m.a. gerð góð skil. Sérstök áhersla verði lögð á að vernda húsið og láta það halda svipmóti sínu og virðuleika þrátt fyrir aukna notkun. Innheimtur verði aðgangseyrir, sem standa skal undir kostnaði. 18.10.2011 16:42 Ólafur Ragnar: Málatilbúnaður Jóhönnu rakalaus tilraun til íhlutunar Í bréfi sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á síðasta ári, segir að tilhneiging forystumanna ríkisstjórna á undanförnum árum og áratugum að fara út fyrir eðlileg valdmörk sín. 18.10.2011 16:31 Guðrún Ebba þarf ekki að fyrirgefa föður sínum - Erindið í heild sinni Guðrún Ebba Ólafsdóttir finnur ekki lengur hjá sér þörf til að fyrirgefa föður sínum sem misnotaði hana kynferðislega. Hún gerði lengi þá kröfu til sín að hún fyrigæfi honum, því það væri í samræmi við hið guðlega orð. 18.10.2011 15:36 Hefur þú séð Nubiu Silvu? Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir Nubiu Silva 15 ára stúlku. Nubia er um 160 cm á hæð, dökkhærð og grannvaxin. Nubia fór frá heimili sínu þann 11. október síðastliðinn. Ekki er vitað með vissu hvernig hún er klædd en lögreglan hefur upplýsingar um að hún sé á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Nubiu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488 4110. 18.10.2011 15:05 Blóðugur innbrotsþjófur staðinn að verki Innbrotsþjófur var staðinn að verki við að brjótast inn á hárgreiðslustofu á Grensásveginum í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir inni á hárgreiðslustofunni en starfsfólk var ekki mætt til vinnu þegar maðurinn braust þar inn. Hann skar sig á hönd þegar hann braut gler til að komast inn á stofuna og var því blóðugur þegar lögreglumenn komu á staðinn. Maðurinn, sem er góðkunningi lögreglunnar, var í annarlegu ástandi og verður yfirheyrður síðar í dag þegar víman er runnin af honum. 18.10.2011 14:50 Vitnaleiðslum lokið í Baugsmáli Vitnaleiðslum í skattahluta Baugsmálsins lauk nú rétt eftir klukkan tvö í dag. Alls voru níu vitni leidd fyrir dóminn. Þar af voru fimm fyrir hádegi en fjögur nú eftir hádegi. Þeirra á meðal var Anna Þórðardóttir endurskoðandi, sem meðal annars annaðist skattframtöl fyrir Tryggva Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Baugs, á árunum 2000 til ársins 2002. 18.10.2011 14:31 Snörp jarðskjálftahrina norður af Siglufirði Snörp skjálftahrina varð norður af Siglufirði frá klukkan tíu í morgun til hálf tólf. Nokkrir skjálftar um þrír að stærð mældust á svæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki óalgengt að skjálftar mælist á þessu svæði. Engar tilkynningar hafa borist frá fólki um að skjálftarnir hafi fundist. 18.10.2011 13:31 Segir pólitík hafa ráðið úrslitum um brotthvarf Alcoa Það er pólítísk niðurstaða sem veldur því að Alcoa hættir við álver á Húsavík, að mati forseta bæjarstjórnar Norðurþings, sem segir þetta afleiðingu af stefnu núverandi ríkisstjórnar. 18.10.2011 12:53 Michelsen býður eina milljón króna í fundarlaun Frank Michelsen, eigandi úra- og skargripaverslunarinnar sem rænd var í gær, býður fundarlaun hverjum þeim sem geta gefið upplýsingar um ránið. Komi vísbending sem leiði til þess að málið verði upplýst og ránsfengurinn endurheimtur, fær sá hinn sami milljón króna fundarlaun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá eigandanum. 18.10.2011 12:20 Jón Ásgeir skipti sér ekki af skattskilunum Stefán Hilmarsson, sem var endurskoðandi fyrir fjárfestingafélagið Gaum og Baug þegar félögin voru stofnuð, segist hafa séð um skattskýrslugerð fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson persónulega á þeim tíma líka. Stefán bar vitni við aðalmeðferð skattahluta Baugsmálsins í morgun. Stefán sagði að hann og Ragnar Þórhallsson hafi annast framtalsgerð fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson saman. Jón Ásgeir hafi ekki sjálfur skipt sér af þeirri framtalsgerð. 18.10.2011 12:11 Lögreglan braut ekki lög við innkaup ,,Ég hef sannfærst um að embætti ríkislögreglustjóra hafi farið að lögum í innkaupum sínum. Sú mynd sem dregin hefur verið upp í fjölmiðlum af embættinu er ómakleg og röng. Hins vegar eru þessi mál almennt ekki í nógu góðum farvegi og því eru tilteknir þættir þeirra teknir til sérstakrar skoðunar," segir Ögmundur Jónasson innanríkisáðherra, í tilkynningu frá Innanríkisráðuneytinu, um innkaup ríkislögreglustjóra á tólum og tækjum fyrir lögregluna. 18.10.2011 11:42 Vopnað rán á Laugavegi: Þekkir þú manninn á myndinni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manna sem frömdu vopnað rán í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun. 18.10.2011 11:04 Sautján ára stúlka framvísaði fölsuðum skilríkjum á veitingastað Það var mikið að gera hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið og þá sérstaklega um helgina en nokkuð var um útköll vegna ölvunaróláta. 18.10.2011 10:57 Fjögur og hálft tonn af hamborgurum seldust á 24 tímum "Já, ég held að ég verði bara að vera heiðarlegur og segja að þetta fór fram úr okkar björtustu vonum," segir Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hópkaupa.is sem seldu yfir 40 þúsund hamborgara frá Metró á vefsíðu sinni í gær. Tilboðið var í gangi í 24 klukkutíma en með því var hægt að kaupa ostborgara á 99 krónur í staðinn fyrir 350 krónur. 18.10.2011 10:28 Sjá næstu 50 fréttir
Bíl, flatskjá og áfengi stolið í Þorlákshöfn Brotist var inn á bílaverkstæði Bíliðjunnar við Unubakka í Þorlákshöfn í nótt og þaðan stolið lykli að rauðri Mazda bifreið sem stóð fyrir utan verkstæðið. Skráninganúmer voru tekin af annari bifreið, sem var þar hjá, og þeim komið yfir á Mazda bifreiðina. Að því loknu ók þjófurinn af stað og í burtu frá verkstæðinu. 19.10.2011 15:22
Stendur við ábendingu sína Ríkisendurskoðun telur að ekkert hafi komið fram sem breyti niðurstöðum stofnunarinnar um innkaup löggæslustofnana sem finna má í ábendingu hennar frá því í lok september um að hluti viðskipta löggæslustofnana hafi farið í bága við lög um opinber innkaup en stofnanirniar keyptum vörur af fjórum fyrirtækjum í eigu lögreglumanna eða venslamanna fyrir rúmlega 91 milljón króna. 19.10.2011 14:53
Bernaisesósa innkölluð Ölgerðin hefur í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, ákveðið að innkalla Dass bearnaissesósu þar sem ofnæmis- og óþolsvaldar eru ekki nægjanlega vel merktir á umbúðum vörunnar. 19.10.2011 14:49
Sigurður Jónsson dæmdur í skilorðsbundið fangelsi Íslenski knattspyrnuþjálfarinn Sigurður Jónsson, sem hefur þjálfað í Svíþjóð síðustu ár, var í Héraðsdómi Stokkhólms í dag dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt fyrir að beita fyrrum kærustu sína ofbeldi og ofsækja hana meðal annars með tölvupóstum og textaskilaboðum. 19.10.2011 13:41
Íslenskir hestar notaðir við tökur á Hobbitanum Íslenskir hestar eru notaðir við tökur á stórmyndinni Hobbitanum sem tekin er upp á Nýja-Sjálandi um þessar mundir. Þeir eru reiðskjótar dverganna þrettán. Aðeins um 100 íslenskir hestar eru til í landinu. 19.10.2011 13:30
Móeiðar er sárt saknað eftir að hún strauk „Auðvitað vill maður vita hvar hryssan er - hvor hún sé á lífi eða dauð," segir Guðrún Katrín Jóhannsdóttir, eigandi hryssu sem er búin að vera týnd í að minnsta kosti tvær vikur. 19.10.2011 13:00
Bjarni Ben yfirheyrður sem vitni: Hef ekkert að fela Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, var yfirheyrður sem vitni í rannsókn sérstaks saksóknara á Sjóvármálinu sem snýr meðal annars að meintum brotum á lögum um hlutafélög. Bjarni segist ekkert hafa fela hvað varðar aðkomu sína að málinu. 19.10.2011 11:24
Ísland komið í 4. sæti á HM í bridge Íslendingar hækkuðu sig í morgun um tvö sæti á heimsmeistaramótinu í bridge með því að sigra Singapúr 22-8. Eftir leikinn eru Íslendingar í 4. sæti með 169,5 stig en átta efstu liðin fara í úrslitakeppnina sem hefst nk. sunnudag. 19.10.2011 11:13
Biskup mætti ekki á málþing um kirkjuna Karl Sigurbjörnsson biskup mætti ekki á málþing sem haldið var í Háskóla Íslands í gær um kynferðislegt ofbeldi innan íslensku þjóðkirkjunnar. 19.10.2011 11:00
Kýldi annan mann sem lá í rúmi sínu Karlmaður um tvítugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur gær dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Maðurinn sló annan mann, sem lá í rúmi sínu, einu höggi með krepptum hnefa í mars á síðasta ári. Þolandinn hlaut skurð á vinstri augabrún sem var 2 sentimetrar og þurfti sauma 4 spor til að loka skurðinum. Maðurinn játaði brot sitt fyrir dómi en hann hefur áður gengið undir greiðslu sektar hjá lögreglu fyrir fíkniefnalagabrot og viðurlagaákvörðun fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. 19.10.2011 10:53
Stækkunarstjóri ESB til Íslands Štefan Füle, framkvæmdastjóri stækkunar- og nágrannastefnu ESB, mun á miðvikudag og fimmtudag heimsækja Ísland í fyrsta sinn síðan landið sótti um aðild að Evrópusambandinu. Í heimsókninni mun hann ræða við bæði ráðamenn og hagsmunaaðila um innihald nýútkominnar framvinduskýrslu um Ísland og næstu skref í aðildarferlinu. 19.10.2011 10:44
Skildu fórnarlambið eftir með alvarlegar innvortis blæðingar Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landsspítalans eftir að hafa legið þar um hríð á milli heims og helju, eftir fólskulega líkamsárás fjögurra karlmanna á hann á sunnudagskvöldið. 19.10.2011 10:20
82 prósent vilja taka Guðmundar- og Geirfinnsmálið aftur upp 82 prósent landsmanna eru frekar eða mjög sammála því að dómstólar taki aftur upp Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Um 55 prósent eru mjög sammála því að málið verðið tekið aftur upp og um 27 prósent eru frekar sammála því. 19.10.2011 10:13
Ekkert varð úr jarðskjálftahrinu Ekkert varð úr jarðskjálftahrinu, sem hófst um 34 kílómetra norður af Siglufirði fyrir hádegi í gær. Þá mældust þrír skjálftar vel yfir þrjá á Richter, sá snaprasti var þrír komma sex. 19.10.2011 08:04
Segir forstjóra Landsvirkjunar tvísaga Forstjóri Landsvirkjunar er tvísaga og pólitísk fingraför fjármálaráðherra af stjórn Landsvirkjunar eru greinileg, segir í ályktun Framsóknarfélags Þingeyinga, í tilefni þess að Alcoa er hætt við að byggja álver að Bakka við Húsavík. 19.10.2011 07:49
Verkfall hjá Hafrannsókn hefur staðið í þrjár vikur Verkfall undirmanna á Hafrannsóknaskipunum hefur nú staðið í þrjár vikur og virðist vera alveg í hnút því nýr fundur hefur ekki verið boðaður. 19.10.2011 07:41
Unnið úr ábendingum varðandi ránið Rannsóknadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er nú að vinna úr ýmsum ábendingum sem henni bárust í gær varðandi ránið í úraverslun Michelsens við Laugaveg á mánudagsmorgun, en lögregla gefur ekki upp hvort einhver hefur verið yfirheyrður. 19.10.2011 07:26
Flugfeyjur aftur að samningaborðinu hjá Ríkissáttasemjara Nýskipuð samninganefnd flugfreyja hjá Icelandair hefur verið boðuð til fundar við fulltrúa félagsins hjá Ríkissáttasemjara klukkan níu fyrir hádegi. 19.10.2011 07:19
Biðlisti í fangelsi styttist með aukinni samfélagsþjónustu Alls bíða 368 eftir afplánun refsivistar, samkvæmt upplýsingum sem fram komu á fundi allsherjar- og menntamálanefnd með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í gær. Ráðherra segir að með því að fara eftir lögum sem Alþingi samþykkti um fullnustu refsingu sé hægt að fækka um 100 á biðlistanum. 19.10.2011 06:30
Algjört minnisleysi í dómsal Ákæruvaldið krefst átján mánaða fangelsis yfir tveimur síbrotamönnum, sem ákærðir eru fyrir vopnað rán. Mennirnir tilheyra svokölluðu Árnesgengi, en meðlimir þess voru ákærðir í sjötíu liðum eftir að hafa farið ránshendi um landið árið 2006. Þá er krafist sex til níu mánaða fangelsis yfir konu sem ákærð er fyrir hlutdeild í ráninu. Fólkið er ákært fyrir að færa mann nauðugan, með því að ógna honum með hnífum, á heimili hans og ræna þar tækjum og munum að verðmæti um tvær milljónir króna. 19.10.2011 06:30
Hráki í gervigrasinu sýkir sár íþróttafólks Mörg dæmi eru um að íþróttaiðkendur hafi fengið sýkingar í sár eftir að hafa dottið í gervigrasið í íþróttahúsinu Boganum á Akureyri. Ástæðan liggur í því að gervigrasið hefur ekki verið sótthreinsað eða þrifið frá því að húsið var opnað fyrir átta árum. Nú hefur verið brugðist við vandanum í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra. Sigfús Ólafur Helgason, formaður íþróttafélagsins Þórs og umsjónarmaður í Boganum, benti á þetta vandamál í viðtali við N4 Sjónvarp á mánudagskvöld. 19.10.2011 06:00
Biskup ákærður fyrir þöggun Dr. Fortune minntist á málþinginu á kaþólskan biskup í Kansas sem var ákærður síðastliðinn föstudag fyrir að hylma yfir presti í sókn sinni sem var með hundruð barnaklámsmynda á tölvu sinni. Biskupinn, Robert Finn, er sakaður um að hafa brugðist skyldu sinni gagnvart börnum. 19.10.2011 06:00
Bæjarstjóra sagt upp störfum Eirnýju Valsdóttur, bæjarstjóra Voga á Vatnsleysuströnd, hefur verið sagt upp störfum og Anna Hulda Friðriksdóttir skrifstofustjóri hefur tekið við störfum um tímasakir. Þetta segir í tilkynningu frá bæjarfélaginu. 19.10.2011 05:00
María ósátt við að hætta Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Leikfélags Akureyrar, LA, telur að uppsögn Maríu Sigurðardóttur leikhússtjóra hafi verið gerð í fullri sátt við hana. María sendi frá sér yfirlýsingu til fjölmiðla í fyrradag þar sem fram kemur meðal annars að hún sé ósátt við að fá ekki að ljúka leikárinu. Þá segir hún að fjárhagsvandræðum leikfélagsins hafi verið haldið leyndum fyrir stjórn og leikhússtjóra, þó að útlit sé fyrir að þar sé um að kenna þekkingarskorti og reynsluleysi fremur en ásetningi. 19.10.2011 04:00
Gerðardómi frestað á ný Gerðardómi í deilum Norðuráls og HS orku hefur verið frestað fram í miðjan næsta mánuð. Deilan snýst um verð á orku frá fyrirtækinu, en fyrirtækin hafa tekist á fyrir gerðardómi í Svíþjóð. 19.10.2011 04:00
Í lífshættu eftir hrottalega árás Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær og fyrradag fjóra menn sem grunaðir eru um að hafa gengið svo í skrokk á manni að hann var í lífshættu eftir misþyrmingarnar. 19.10.2011 11:00
Ekkert unnið til úrbóta Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra skilaði í ársbyrjun 2010 skýrslu með tillögum um það hvernig mætti bregðast við skipulagðri glæpastarfsemi útlendinga. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, telur að tillögurnar séu nú hillufóður einhversstaðar í ráðuneytinu. 18.10.2011 23:45
Vill D-vítamínbæta matvörur Prófessor í næringarfræði vill að D-vítamín verði sett í matvæli eins og mjólk, smjör og olíur til að sporna gegn D-vítamínskorti landsmanna. 18.10.2011 21:14
Sjalfboðaliðar aðstoða börn við heimanám og lesa fyrir aldraða Einn af mörgum sjálfboðaliðum Rauða krossins segir það hafa gefið sér tilgang að sinna starfinu. Hann aðstoðar í hverri viku börn við heimanám og les úr bókum fyrir aldraða. 18.10.2011 21:37
Embættismenn eigi að geta átt samskipti við forsetann Embættismenn forsætisráðuneytisins eiga að geta haft samskipti við embætti forseta Íslands án þess að þau samskipti verði túlkuð sem íhlutun í starf forseta. Þetta segir í bréfi sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sendi Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands. 18.10.2011 19:49
Asnaeyru rædd á Alþingi í dag Ákvörðun Alcoa að hætta við álver á Bakka varð tilefni snarpra orðaskipta á Alþingi í dag þar sem þingmenn ríkisstjórnarinnar tókust á um það við stjórnarandstöðuna hver hefði dregið hvern á asnaeyrunum í málinu. 18.10.2011 17:00
Höfði opinn almenningi Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í dag að Höfði við Borgartún verði hafður almenningi til sýnis með reglubundnum hætti. Útbúið verði efni, miðað við þarfir ferðamanna, með upplýsingum um sögu hússins þar sem hlutverki þess í fundi leiðtoga Bandaríkjanna og Sovétríkjanna árið 1986 verði m.a. gerð góð skil. Sérstök áhersla verði lögð á að vernda húsið og láta það halda svipmóti sínu og virðuleika þrátt fyrir aukna notkun. Innheimtur verði aðgangseyrir, sem standa skal undir kostnaði. 18.10.2011 16:42
Ólafur Ragnar: Málatilbúnaður Jóhönnu rakalaus tilraun til íhlutunar Í bréfi sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á síðasta ári, segir að tilhneiging forystumanna ríkisstjórna á undanförnum árum og áratugum að fara út fyrir eðlileg valdmörk sín. 18.10.2011 16:31
Guðrún Ebba þarf ekki að fyrirgefa föður sínum - Erindið í heild sinni Guðrún Ebba Ólafsdóttir finnur ekki lengur hjá sér þörf til að fyrirgefa föður sínum sem misnotaði hana kynferðislega. Hún gerði lengi þá kröfu til sín að hún fyrigæfi honum, því það væri í samræmi við hið guðlega orð. 18.10.2011 15:36
Hefur þú séð Nubiu Silvu? Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir Nubiu Silva 15 ára stúlku. Nubia er um 160 cm á hæð, dökkhærð og grannvaxin. Nubia fór frá heimili sínu þann 11. október síðastliðinn. Ekki er vitað með vissu hvernig hún er klædd en lögreglan hefur upplýsingar um að hún sé á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem hafa upplýsingar um ferðir Nubiu eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lögregluna á Hvolsvelli í síma 488 4110. 18.10.2011 15:05
Blóðugur innbrotsþjófur staðinn að verki Innbrotsþjófur var staðinn að verki við að brjótast inn á hárgreiðslustofu á Grensásveginum í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir inni á hárgreiðslustofunni en starfsfólk var ekki mætt til vinnu þegar maðurinn braust þar inn. Hann skar sig á hönd þegar hann braut gler til að komast inn á stofuna og var því blóðugur þegar lögreglumenn komu á staðinn. Maðurinn, sem er góðkunningi lögreglunnar, var í annarlegu ástandi og verður yfirheyrður síðar í dag þegar víman er runnin af honum. 18.10.2011 14:50
Vitnaleiðslum lokið í Baugsmáli Vitnaleiðslum í skattahluta Baugsmálsins lauk nú rétt eftir klukkan tvö í dag. Alls voru níu vitni leidd fyrir dóminn. Þar af voru fimm fyrir hádegi en fjögur nú eftir hádegi. Þeirra á meðal var Anna Þórðardóttir endurskoðandi, sem meðal annars annaðist skattframtöl fyrir Tryggva Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Baugs, á árunum 2000 til ársins 2002. 18.10.2011 14:31
Snörp jarðskjálftahrina norður af Siglufirði Snörp skjálftahrina varð norður af Siglufirði frá klukkan tíu í morgun til hálf tólf. Nokkrir skjálftar um þrír að stærð mældust á svæðinu en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki óalgengt að skjálftar mælist á þessu svæði. Engar tilkynningar hafa borist frá fólki um að skjálftarnir hafi fundist. 18.10.2011 13:31
Segir pólitík hafa ráðið úrslitum um brotthvarf Alcoa Það er pólítísk niðurstaða sem veldur því að Alcoa hættir við álver á Húsavík, að mati forseta bæjarstjórnar Norðurþings, sem segir þetta afleiðingu af stefnu núverandi ríkisstjórnar. 18.10.2011 12:53
Michelsen býður eina milljón króna í fundarlaun Frank Michelsen, eigandi úra- og skargripaverslunarinnar sem rænd var í gær, býður fundarlaun hverjum þeim sem geta gefið upplýsingar um ránið. Komi vísbending sem leiði til þess að málið verði upplýst og ránsfengurinn endurheimtur, fær sá hinn sami milljón króna fundarlaun. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá eigandanum. 18.10.2011 12:20
Jón Ásgeir skipti sér ekki af skattskilunum Stefán Hilmarsson, sem var endurskoðandi fyrir fjárfestingafélagið Gaum og Baug þegar félögin voru stofnuð, segist hafa séð um skattskýrslugerð fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson persónulega á þeim tíma líka. Stefán bar vitni við aðalmeðferð skattahluta Baugsmálsins í morgun. Stefán sagði að hann og Ragnar Þórhallsson hafi annast framtalsgerð fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson saman. Jón Ásgeir hafi ekki sjálfur skipt sér af þeirri framtalsgerð. 18.10.2011 12:11
Lögreglan braut ekki lög við innkaup ,,Ég hef sannfærst um að embætti ríkislögreglustjóra hafi farið að lögum í innkaupum sínum. Sú mynd sem dregin hefur verið upp í fjölmiðlum af embættinu er ómakleg og röng. Hins vegar eru þessi mál almennt ekki í nógu góðum farvegi og því eru tilteknir þættir þeirra teknir til sérstakrar skoðunar," segir Ögmundur Jónasson innanríkisáðherra, í tilkynningu frá Innanríkisráðuneytinu, um innkaup ríkislögreglustjóra á tólum og tækjum fyrir lögregluna. 18.10.2011 11:42
Vopnað rán á Laugavegi: Þekkir þú manninn á myndinni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manna sem frömdu vopnað rán í úraverslun á Laugavegi í Reykjavík á ellefta tímanum í gærmorgun. 18.10.2011 11:04
Sautján ára stúlka framvísaði fölsuðum skilríkjum á veitingastað Það var mikið að gera hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið og þá sérstaklega um helgina en nokkuð var um útköll vegna ölvunaróláta. 18.10.2011 10:57
Fjögur og hálft tonn af hamborgurum seldust á 24 tímum "Já, ég held að ég verði bara að vera heiðarlegur og segja að þetta fór fram úr okkar björtustu vonum," segir Árni Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hópkaupa.is sem seldu yfir 40 þúsund hamborgara frá Metró á vefsíðu sinni í gær. Tilboðið var í gangi í 24 klukkutíma en með því var hægt að kaupa ostborgara á 99 krónur í staðinn fyrir 350 krónur. 18.10.2011 10:28