Biðlisti í fangelsi styttist með aukinni samfélagsþjónustu 19. október 2011 06:30 Íslensk stjórnvöld voru gagnrýnd á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrir aðbúnað í fangelsum. Fangelsi við Skólavörðustíg og í Kópavogi eru rekin á undanþágu. Aukin samfélagsþjónusta mun grynnka á biðlistum eftir plássi. fréttablaðið/stefán Alls bíða 368 eftir afplánun refsivistar, samkvæmt upplýsingum sem fram komu á fundi allsherjar- og menntamálanefnd með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í gær. Ráðherra segir að með því að fara eftir lögum sem Alþingi samþykkti um fullnustu refsingu sé hægt að fækka um 100 á biðlistanum. Alþingi samþykkti í september að víkka út heimildir til samfélagsþjónustu í stað refsivistar. Áður var hægt að beita þeim úrræðum gagnvart þeim sem höfðu hlotið sex mánaða dóm eða minna, en nú miðast það við níu mánaða dóm. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að lagabreytingin sé meiri háttar skref í fangelsismálum landsins. Með aukinni samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti til fullnustu refsingar sé Ísland komið framarlega í málaflokknum, miðað við nágrannalöndin. Þegar er unnið að því hjá Fangelsismálastofnun að taka á móti þeim sem munu gegna samfélagsþjónustu. Rafrænt eftirlit gæti tekið meiri tíma og verið kostnaðarsamara, að sögn Páls. Ögmundur sagði á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í gær að hann vildi skoða frekari möguleika á annars konar refsingum en fangelsisvist. „Ég er þeirrar skoðunar að í fangelsi eigi aðeins að sitja þeir sem eru samfélaginu hættulegir." Ögmundur segir tilkostnaðinn við samfélagsþjónustu einhvern, en ekkert í líkingu við kostnaðarsama sólarhringsgæslu með fullu fæði. „Þá er þetta miklu manneskjulegri og uppbyggilegri leið." Páll segir að efling þessa úrræðis sé samfélagslega mikilvæg. Eftir standi þó að tvö ónýt fangelsi séu enn notuð og úr því verði að bæta. Ráðherra upplýsti á nefndarfundinum að kostnaður við uppbyggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði kæmi fram í annarri umræðu fjárlaga. Frumhönnun fangelsisins liggi fyrir. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira
Alls bíða 368 eftir afplánun refsivistar, samkvæmt upplýsingum sem fram komu á fundi allsherjar- og menntamálanefnd með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í gær. Ráðherra segir að með því að fara eftir lögum sem Alþingi samþykkti um fullnustu refsingu sé hægt að fækka um 100 á biðlistanum. Alþingi samþykkti í september að víkka út heimildir til samfélagsþjónustu í stað refsivistar. Áður var hægt að beita þeim úrræðum gagnvart þeim sem höfðu hlotið sex mánaða dóm eða minna, en nú miðast það við níu mánaða dóm. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að lagabreytingin sé meiri háttar skref í fangelsismálum landsins. Með aukinni samfélagsþjónustu og rafrænu eftirliti til fullnustu refsingar sé Ísland komið framarlega í málaflokknum, miðað við nágrannalöndin. Þegar er unnið að því hjá Fangelsismálastofnun að taka á móti þeim sem munu gegna samfélagsþjónustu. Rafrænt eftirlit gæti tekið meiri tíma og verið kostnaðarsamara, að sögn Páls. Ögmundur sagði á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í gær að hann vildi skoða frekari möguleika á annars konar refsingum en fangelsisvist. „Ég er þeirrar skoðunar að í fangelsi eigi aðeins að sitja þeir sem eru samfélaginu hættulegir." Ögmundur segir tilkostnaðinn við samfélagsþjónustu einhvern, en ekkert í líkingu við kostnaðarsama sólarhringsgæslu með fullu fæði. „Þá er þetta miklu manneskjulegri og uppbyggilegri leið." Páll segir að efling þessa úrræðis sé samfélagslega mikilvæg. Eftir standi þó að tvö ónýt fangelsi séu enn notuð og úr því verði að bæta. Ráðherra upplýsti á nefndarfundinum að kostnaður við uppbyggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði kæmi fram í annarri umræðu fjárlaga. Frumhönnun fangelsisins liggi fyrir. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Sjá meira