Innlent

Vitnaleiðslum lokið í Baugsmáli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Anna Þórðardóttir, sem sá um skattframtalsgerð fyrir Tryggva Jónsson, mætti fyrir dóminn. Hér er Tryggvi Jónsson ásamt lögmönnunum Gesti Jónssyni og Jakobi Möller í dómssal árið 2007.
Anna Þórðardóttir, sem sá um skattframtalsgerð fyrir Tryggva Jónsson, mætti fyrir dóminn. Hér er Tryggvi Jónsson ásamt lögmönnunum Gesti Jónssyni og Jakobi Möller í dómssal árið 2007.
Vitnaleiðslum í skattahluta Baugsmálsins lauk nú rétt eftir klukkan tvö í dag. Alls voru níu vitni leidd fyrir dóminn. Þar af voru fimm fyrir hádegi en fjögur nú eftir hádegi. Þeirra á meðal var Anna Þórðardóttir endurskoðandi, sem meðal annars annaðist skattframtöl fyrir Tryggva Jónsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Baugs, á árunum 2000 til ársins 2002. Í morgun voru meðal annars Stefán Hilmarsson, fyrrverandi endurskoðandi Baugs, Jón Björnsson, fyrrverandi forstjóri Haga, Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, og Óskar Magnússon, sem var forstjóri Hagkaupa leiddir fyrir dóminn sem vitni. Umrædd mál snýst um ákæru á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Kristínu Jóhannesdóttur, Tryggva Jónssyni auk fjárfestingafélagsins Gaums fyrir stórfelld skattalagabrot.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×