Innlent

Sigurður Jónsson dæmdur í skilorðsbundið fangelsi

Sigurður Jónsson knattspyrnuþjálfari
Sigurður Jónsson knattspyrnuþjálfari
Íslenski knattspyrnuþjálfarinn Sigurður Jónsson, sem hefur þjálfað í Svíþjóð síðustu ár, var í Héraðsdómi Stokkhólms í dag dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða sekt fyrir að beita fyrrum kærustu sína ofbeldi og ofsækja hana meðal annars með tölvupóstum og textaskilaboðum.

Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að ráðast á kærustuna fyrrverandi um borði í flugvél á leið frá Mallorca til Stokkhólms en var sýknaður af grófustu ásökunum í ákærunni. Það er fréttamiðillinn Nyheter 24 sem greinir frá málinu.

Verjandi Sigurðar segir við sænska fjölmiðla að dómnum verði áfrýjað og segir að nú geti Sigurður horft fram á veginn og einbeitt sér að knattspyrnuþjálfun.

Málið hefur vakið töluverða athygli í Svíþjóð en Sigurður er þjálfari 1. deildar liðisins Enköping.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×