Fleiri fréttir

Ekki boðið upp á iðjuleysi í Skálholti

Verkefni nýs vígslubiskups í Skálholti, séra Kristjáns Vals Ingólfssonar, verða í meiri tengslum við samfélagið heldur en störf vígslubiskupa hafa verið hingað til.

Lést í varðhaldi lögreglunnar

Karlmaður af pólskum uppruna lést í fangaklefa sínum á Suðurnesjum aðfaranótt þriðjudags. Lögreglan á Suðurnesjum staðfestir í samtali við fréttastofu maðurinn hafi látist í þeirra umsjá, en ekki er vitað dró manninn til dauða. Krufning mun leiða það í ljós.

Með fimm vélum til Heidelberg

„Það hefur ekki gengið illa hjá okkur,“ segir Þorvarður Gunnarsson, forstjóri endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte, nýkominn heim frá Heidelberg í Þýskalandi þar sem hann fagnaði um helgina árshátíð ásamt starfsmönnum sínum og mökum þeirra.

Gæti hafa verið blekktur með staðdeyfilyfi

Sautján ára piltur sem tekinn var með 30 þúsund e-töflur í farangri sínum í Leifsstöð fyrir tæpum tveimur vikum reyndist einnig hafa í fórum sínum tvö kíló af staðdeyfilyfinu líkódíni. Þetta hefur efnagreining leitt í ljós.

Þyrlan fann tvo villta pilta

Víðtæk leit var gerð í nótt að tveimur nítján ára gömlum piltum sem villtust á Reykjanesi. Þeir höfðu verið á fjórhjólum og hringdu í föður annars þeirra um miðnættið og sögðust vera rammvilltir í nágrenni við Fagradalsfjalla norður af Grindavík. Lögreglan á Suðurnesjum hóf strax leit og síðan voru björgunarsveitir kallaðar út ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrlan fann svo drengina heila á húfi skömmu eftir að leit hófst og flutti til Grindavíkur.

Sex konur til viðbótar ásaka Ólaf Skúlason

Að minnsta kosti sex konur til viðbótar segja að Ólafur Skúlason heitinn, fyrrum biskup, hafi brotið gegn sér kynferðislega. Einhverjar af konunum hafa látið fagráð þjóðkirkjunnar vita af málinu.

Hröð atburðarás þegar fíklar smitast af HIV

Hlutfall HIV-smitaðra sprautufíkla hefur hækkað gífurlega á síðustu árum. Nauðsynlegt er að lágmarka skaðann með vakningu, betra aðgengi að smokkum og hreinum nálum. Þegar fíklar fá fréttir af jákvæðum niðurstöðum búast þeir oft á tíðum við þeim.

Áfallahjálp í Office 1 vegna verslunarstjóra

„Þetta er hálfpartinn eins og að takast á við dauðsfall í fjölskyldunni,“ lýsir Kjartan Örn Sigurðsson, forstjóri Office 1, áhrifum þess að samstarfsmaður til margra ára var rekinn vegna stórfellds þjófnaðar.

Ró yfir Kötlu í nótt

Lítið var um jarðskjálfta í Mýrdalsjökli í nótt eftir óróa síðustu daga. Um sjö smáskjálftar sjást á mælum veðurstofunnar en í gær voru þeir á þriðja tug. Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur, flaug yfir Kötlu í gærkvöldi ásamt vísindamönnum, sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og fulltrúa frá Almannavörnum.

ESB er enn vandræðamál

Enn einu sinni þurftu stjórnarliðar að svara fyrir málsmeðferð sína varðandi aðildarumsókn að Evrópusambandinu á Alþingi í gær. Málið ætlar að reynast stjórninni til ómældra vandræða, enda virðast ekki allir líta svo á að samþykkt Alþingis í málinu hafi úrslitavald.

Opnir fundir verða haldnir

Utanríkismálanefnd mun halda opna fundi um aðildarviðræður að Evrópusambandinu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ítrekaði kröfu sína á fundi nefndarinnar í gær. Samþykkt var að bíða eftir formanninum, Árna Þór Sigurðssyni, sem væntanlegur var til landsins í gær, og ákveða fyrsta opna fundinn í dag.

Ökuþór á sjötugsaldri slapp með skrekkinn

Ökumaðurinn sem slasaðist eftir kappakstur á Hafnarfjarðarvegi í fyrrakvöld er 66 ára gamall, fæddur í nóvember árið 1944. Myndband úr leigubíl virðist sýna að hann hafi att kappi við hálfþrítugan ökumann annars bíls á vel rúmlega hundrað kílómetra hraða.

Segja upp fólki semjist ekki við ríkið

Öllu starfsfólki Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði, alls um 105 manns, verður sagt upp störfum um næstu mánaðarmót náist ekki samningar við ríkið.

Jarðhiti aukist mjög mikið undir Kötlu

Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans, flaug yfir Kötlu í dag ásamt sérfræðingum frá Veðurstofu Íslands og fulltrúa frá Almannavörnum. Hann segir að greinileg aukning sé í jarðhita undir jöklinum og að Katla sýni nú ýmis merki sem túlka megi sem langtíma undanfara eldgoss.

Vill að borgin veiti umsögn um kvótafrumvarpið

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja að gerð verði úttekt á áhrifum breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu á atvinnulíf í Reykjavík. Einnig að farið verði fram á það að Reykjavíkurborg veiti Alþingi umsögn sína um málið með hliðsjón af hagsmunum Reykjavíkur. Tillaga þessa efnis var lög fram á borgarstjórnarfundi í dag.

Þjálfun hefur taugaverndandi áhrif á heilann

Málþing um parkinsonsveiki verður haldið í Valsheimilinu á fimmtudaginn. Þar verður greint frá því helsta sem áunnist hefur í meðferð sjúklinga síðasta áratug. Meðal annars mun Andri Þ. Sigurgeirsson sjúkraþjálfari fjalla um góð áhrif þjálfunar á parkinsonsveiki.

Ótrúlegt myndband af slysinu í Kópavogi

Mildi þykir að sextíu og sjö ára karlmaður hafi sloppið lítið meiddur þegar bíll sem hann ók fór margar veltur eftir kappakstri á Hafnarfjarðarvegi í gærkvöldi.

Hafa ekki nýtt svigrúmið til að afskrifa skuldir heimila

Fjármálastofnanir hafa ekki nýtt það svigrúm sem þær hafa til að afskrifa skuldir heimila að mati Lilju Mósesdóttur, þingmanns. Aðeins um fjögur prósent af heildarafskriftum bankanna hafa farið til einstaklinga og heimila.

Þrír hafa greinst með alnæmi

Af þeim sautján sem greinst hafa með HIV sýkingar á árinu eru fjórir gagnkynhneigðir einstaklingar komir yfir fimmtugt. Fólkið, sem ekki tilheyrir neinum áhættuhópi, hefur líklega verið með sjúkdóminn í nokkur tíma því þrír eru með alnæmi sem er lokastig sjúkdómsins.

92,2 prósent leikskólakennara samþykktu kjarasamning

Leikskólakennarar samþykktu nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin með afgerandi hætti í dag. Kosið var rafrænt og greiddu 1.476 atkvæði, eða 78,8 prósent félagsmanna í félagi leikskólakennara. 92,2 prósent sögðu já og 5,6 prósent sögðu nei. 2,2 félagsmanna skiluðu auðum seðlum.

Hlauparar söfnuðu tæplega 44 milljónum

Alls söfnuðu hlauparar, sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í ágúst, tæplega 44 milljónum króna sem renna til 131 góðgerðarfélags.

Hvetja foreldra til þess að fræða börnin - ekki hræða

Stjórn Heimilis og skóla vill árétta fyrir foreldrum að leggja sig fram við að fræða börnin sín á hreinskilinn hátt um þær hættur sem geta falist í samskiptum sínum við ókunnuga en á þess þó að hræða þau.

Féll fram af svölum en afþakkaði aðstoð

Ökumaður á Akranesi missti stjórn á bílnum sínum við Garðabraut og ók á skilti eftir að barn hjólaði skyndilega út á gangbraut og í veg fyrir bílinn. Enginn slasaðist en bifreiðin var nokkuð skemmd eftir óhappið. Bíllinn sat fastur á skiltinu og þurfti kranabíl til þess að fjarlægja ökutækið.

Mikil skjálftavirkni í Mýrdalsjökli

Mikil skjálftavirkni hefur verið við Goðabungu í Mýrdalsjökli síðasta sólarhring. Á þriðja tug smáskjálfta hafa mælst á svæðinu frá miðnætti. Sá stærsti mældist í nótt en reyndist vera 2,6 á richter.

Umferðarstofa: Lífið er mikils virði

"Það virðist vera eitthvað í mannlegu eðli sem veldur því að menn missa hreinlega stjórn á sér,“ segir Sigurður Helgason, starfsmaður Umferðarstofu, um kappakstur á götum úti.

Vill ekki fangelsi á Hólmsheiði

Björgvin G. Sigurðssyni líst illa á hugmynd innanríkisráðherra um byggingu nýs öryggisfangelsis á Hólmsheiði og segir að mæta megi uppsafnaðri eftirspurn eftir þjónustunni á hagkvæmari hátt. Engin ákvæði séu í fjárlögum um slíka nýja stórbyggingu og því þurfi umræðu um málið í sölum Alþingi.

Víðtæk samstaða um Árósasáttmálann

Óvenjuleg pólitísk sátt náðist á Alþingi laust fyrir hádegi þegar stjórnarflokkarnir féllust á málamiðlun sjálfstæðis- og framsóknarmanna við innleiðingu Árósasáttmálans á Íslandi um aðgang almennings að upplýsingum og ákvörðunum í umhverfis- og auðlindamálum.

Eigin meiðsli kveiktu áhuga

Jón Arnar Magnússon, tugþrautarkappi og um árabil einn fremsti íþróttamaður landsins, er snúinn heim eftir fimm ára nám í kírópraktík við virtan háskóla í Englandi. Áhugi hans á náminu kviknaði út frá hans eigin reynslu af meiðslum í íþróttum.

Uppselt á Iceland Airwaves

Nú í morgun seldust upp síðustu miðarnir á Iceland Airwaves, fimm vikum fyrir hátíð. Aldrei hefur selst upp svo fljótt og því ríkir mikil gleði hjá skipuleggjendum Iceland Airwaves.

Frjálshyggjumenn fordæma ummæli Bjarna Ben

Stjórn Frjálshyggjufélagsins segir að erlend fjárfesting sé lykilatriði í framtíðarvelgengni íslenska þjóðarbúsins og vísar stjórnin þar til áforma Huangs Nubo og þeirrar hugmyndir hans hafa mætt hér á landi. Í ályktun félagsins segir að andúð róttækra vinstrimanna á erlendri fjárfestingu sé vel kunn en hinsvegar hveði við nýjan tón hjá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, þegar hann segir það ekki sjálfsagt að útlendingar geti keypt stórar jarðir hér á landi. Frjálshyggjufélagið fordæmir ummæli Bjarna og segir að með ummælum sínum sé hann kominn í flokk með vinstrimönnum á borð við Ögmund Jónasson og Lilju Mósesdóttur.

Óþekk heimasæta og smávægilegt óhapp

Barn hljóp í veg fyrir bifreið á Hraunvegi við Kirkjugerði í Vestmanneyjum í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni lenti annað framhjól bifreiðarinnar á hægri fæti barnsins. Barnið slapp þó betur en á horfði, en ekki var um alvarlega áverka að ræða.

Fundu bíl á hvolfi

Lögreglumenn í Vestmannaeyjum urðu heldur undrandi á sunnudaginn þegar þeir óku fram á bifreið á hvolfi á Höfðavegi við Kinnina.

Vilja sameiginlegan nefndafund vegna ESB málsins

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd og sjávar- og landbúnaðarnefnd Alþingis hafa óskað eftir sameiginlegum fundi nefndanna. Í bréfti frá Ólöfu Nordal varaformanni flokksins segir að tilefni fundarins sé bréf frá Jan Tombinski, fastafulltrúa Póllands hjá Evrópusambandinu sem barst í gær, en þar kemur fram að ísland sé ekki tilbúið til samninga um landbúnaðarmál í aðildarviðræðunum.

Kappakstur í gærkvöldi: Ökumennirnir 25 og 67 ára gamlir

Ökumaður bifreiðar, sem missti stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarðarvegi um klukkan korter yfir sjö í gærkvöldi, slapp betur en leit út í fyrstu. Bíllinn er gjörónýtur en lögregla telur að tveir bílar hafi verið í kappakstri á veginum þegar ökumaður annars þeirra missti stjórnina.

Settu vegfarendur í stórhættu

Karlmaður slasaðist þegar hann missti stjórn á bíl sínum í ofsaakstri á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk um sjöleytið í gærkvöldi. Bíllinn lenti á ljósastaur og valt nokkuð hundruð metra.

Segir aðlögunaráætlun verða unna í landbúnaðarráðuneytinu

Sérfræðingar landbúnaðarráðuneytisins og undirstofnana þess þurfa að vinna þá áætlun sem Evrópusambandið fer fram á að verði unnin áður en aðildarviðræður um landbúnaðarmál halda áfram, segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.

Fréttaskýring: Aðildarviðræður tefjast

Gera verður áætlun um hvernig laga eigi íslenska landbúnaðarkerfið að kerfi ESB áður en aðildarviðræður um landbúnaðarmál hefjast. ESB segir að taka eigi tillit til sérstakra aðstæðna í landbúnaðarmálum á Íslandi.

Vill varðveita arfleifð náttúrunnar

Huang Nubo hefur engan áhuga á pólitík og þykir leitt að verið sé að tengja hann við stjórnmálaöfl. Hann mun afsala sér vatnsréttindum á Grímsstöðum og er á móti virkjunum í Jökulsá. Huang svaraði spurningum Fréttablaðsins með tölvupósti í gær.

Ófaglærðir ráðnir í staðinn

Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg hyggjast fjölmenna á opinn fund borgarstjórnar í dag til þess að leggja áherslu á launakröfur sínar. Í byrjun júní felldu félagsráðgjafarnir með 75 prósentum greiddra atkvæða samninga sem þeim buðust og er þá farið að lengja eftir að viðunandi niðurstaða fáist.

Árni Páll segir tolla loka á útflutning

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir samninga um viðskiptafrelsi ekki ná takmarki sínu ef tollkvótum er beitt með þeim hætti að varan sé dýrari á kvótunum en utan þeirra. Slíkt geti ekki verið markmið samninga af slíku tagi.

Sjá næstu 50 fréttir