Fleiri fréttir Tollarar fá einkennisskjöld og ný föt Á morgun munu tollarar fá ný einkennisföt frá embættinu og er helsta nýjungin sú að einkennisskjöldur með starfsnúmeri tollvarðar verður sýnilegur á vinstra brjósti. 5.9.2011 21:00 Struku af meðferðarheimili og brutust inn í sumarbústaði Þrír ungir drengir struku af meðferðarheimilinu Geldingalæk um miðjan síðasta mánuð og brutust inn í nokkur sumarhús, höfðust þar við í sólarhring og ollu gífurlegum skemmdum. Sumarhúsaeigendur furða sig á skipulagi starfsemi heimilisins og afskiptaleysi lögreglu. 5.9.2011 20:15 Alvarlega slasaður eftir kappakstur í Kópavogi Ökumaður bifreiðar er alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Hafnafjarðarvegi við Kópavogslæk um klukkan korter yfir sjö í kvöld. 5.9.2011 19:48 Fengu sér að borða og skildu barnið eftir í bílnum - málið í skoðun Ungabarn var skilið eftir bundið í bílstól í bifreið fyrir utan veitingahúsið Rána við Hafnargötu í Reykjanesbæ síðdegis í gær. Barnaverndaryfirvöld í bænum eru nú með atvikið til meðferðar. 5.9.2011 19:29 Grænland og Ísland ræða samstarf vegna olíuleitar Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum. 5.9.2011 18:59 Ellilífeyrisþegar gætu þurft að greiða fyrir þvott og mat Heimilismenn á dvalarheimilum gætu þurft að greiða sérstaklega fyrir sjúkraþjálfun, þvott og mat ef niðurskurðartillögur stjórnvalda ná fram að ganga. Dvalarheimilið Hrafnista þarf að skera niður um allt að áttatíu milljónir ef af verður. 5.9.2011 18:58 Össur: Forsetinn gekk of langt Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, telur að forseti Íslands hafi gengið of langt þegar hann gagnrýndi ríkisstjórnina í erlendum fjölmiðlum vegna Icesave málsins. Ekki sé hægt að líta ummæli forseta öðruvísi en sem beina árás á stjórnvöld. 5.9.2011 18:45 Ekki vanur að sitja í réttarsal en það venst Ákæra á hendur Geir Haarde er stórkostlega vanreifuð, sakborningur hefur enn ekki fengið að sjá öll málsgögn og saksóknari Alþingis er vanhæfur í málinu. Þetta er meðal þess sem verjandi Geirs sagði í morgun þegar frávísunarkrafa hans var tekin fyrir. 5.9.2011 18:37 Vill að bygging á nýju fangelsi verði rædd í sölum Alþingis Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður og fulltrúi í fjárlaganefnd, segir að ákvörðun Ögmundar Jónasson, innanríkisráðherra, um að nýtt öryggisfangelsi verði byggt á Hólmsheiði eigi að ræða í sölum Alþingis. Hann segir það megi spara mikinn pening með því að byggja nýja öryggisálmum við Litla Hraun. 5.9.2011 17:58 Snákur og kannabis í húsi í Garðabæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Garðabæ á föstudag. Við húsleit var lagt hald á um þrjátíu kannabisplöntur og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Á sama stað var einnig að finna þrjá snáka og voru þeir líka fjarlægðir. Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar. 5.9.2011 17:23 Vill nánari skýringar frá Evrópusambandinu Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur nauðsynlegt að fulltrúar Evrópusambandsins skýri með fullnægjandi og tæmandi hætti hvað átt er við með þeim skilyrðum, sem sambandið setur fyrir því að hafnar verði samningaviðræður um landbúnaðarmál við ESB. 5.9.2011 17:20 Tveir menn reyndu að tæla barn upp í bíl - buðu dreng sælgæti Tveir á menn á bíl buðu dreng sælgæti þar sem hann beið eftir strætó í Hlíðarhjalla í Kópavogi, skammt frá Álfhólsskóla, um klukkan eitt í dag. 5.9.2011 16:05 Mosfellsbær semur við Alexander: Fær að taka leigubíl Hestamaðurinn Alexander Hrafnkelsson hefur hætt við að stefna Mosfellsbæ fyrir að hafa vanrækt lögboðnar skyldur sínar gagnvart honum, en hann er blindur. 5.9.2011 15:32 Dæmd fyrir að framvísa röngu vegabréfi Sómölsk kona var dæmd í eins mánaðar langt fangelsi í héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir misnotkun skjals þegar hún framvísa vegabréfi annarrar konu þegar hún kom til landsins á fimmtudaginn í síðustu viku. 5.9.2011 15:24 Sökuð um að svíkja sex milljónir út úr hafnfirskri fasteignasölu Kona á fertugsaldrinum hefur verið ákærð fyrir að svíkja rúmlega sex milljónir króna úr fasteignasölu í Hafnarfirði þar sem hún starfaði sem bókari og gjaldkeri á árunum 2007 til 2008. 5.9.2011 14:45 Harður þriggja bíla árekstur á Miklubraut Harður árekstur þriggja bifreiða varð á Miklubraut skammt austan við Skaftahlíð í dag. Einn bíllinn skemmdist svo mikið að nauðsynlegt var að flytja hann á brott með kranabifreið. Í tilkynningu frá árekstur.is kvartaði einn ökumanna undan smávægilegum meiðslum. Þá þurfti að kalla út slökkvilið höfuðborgarsvæðisins til að þrífa olíu sem lekið hafði á götuna í kjölfar óhappsins. 5.9.2011 14:35 Fjórtán stútar teknir um helgina Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Ellefu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Einn var tekinn á föstudagskvöld, níu á laugardag og fjórir á sunnudag. 5.9.2011 14:17 ESB og landbúnaðurinn: Tímasett áætlun forsenda viðræðna Evrópusambandið segir í nýrri rýniskýrslu að landbúnaður á Íslandi sé mikilvægur vegna dreifbýlisþróunar, fæðuröryggis og sjálfbærni. Þá sé sérstaða íslensks landbúnaðar rík, einkum vegna erfiðra loftslagsskilyrða og strjálbýlis. Því verði nauðsynlegt að leita sértakra lausna fyrir Ísland. Í bréfi frá Jan Tomlinsson, fastafulltrúa Póllands sem fer með formennsku í sambandinu nú um stundir, segir að ekki sé hægt að hefja samningaviðræður um landbúnaðinn fyrr en tímasett vinnuáætlun hafi verið lögð fram. 5.9.2011 14:02 Óforsvaranlegt að veita Nubo undanþágu Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingkona VG segir það óforsvaranlegt fyrir ríkið að veita Huang Nubo, kínverska auðkýfingnum sem vill kaupa Grímsstaði á Fjöllum, undanþágu til þess að kaupin megi ganga í gegn. Guðfríður segir nauðsynlegt að endurskoða lögin um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu áður en slíkar undanþágur séu veittar. 5.9.2011 13:28 Nokkuð um innbrot á Suðurlandi Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning rétt fyrir klukkan sjö síðastliðinn fimmtudagsmorgun um yfirstandandi innbrot í sumarbústað í Reykjaskógi í Bláskógabyggð. 5.9.2011 13:05 Stálu verkfærum fyrir þrjár milljónir Aðfaranótt síðastliðins miðvikudags var brotist inn í hjólbarðaverkstæði við Minni Borg í Grímsnesi og þaðan stolið loftlykli, topplyklasettum, tveimur hjólatjökkum og fleiri minni verkfærum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. 5.9.2011 13:01 Stoltastur af einni milljón trjáa Vallanes á Fljótsdalshéraði er leiðandi bú á sviði lífrænnar ræktunar á Íslandi. Eymundur Magnússon og eiginkona hans Eygló Ólafsdóttir rækta og framleiða vörur undir eigin vörumerki. Þau telja lífrænum bændum betur borgið innan ESB. 5.9.2011 13:00 Málflutningi lokið í Þjóðmenningarhúsinu Málflutningi varðandi frávísunarkröfu verjanda Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra í landsdómi er lokið. Dómurinn hefur nú fjórar vikur til þess að leggja mat á kröfuna. 5.9.2011 12:52 Ákærður fyrir að eyðileggja húsið sitt - og svíkja fé út úr fólki Dómsmál gegn Birni Braga Mikkelssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en Björn Bragi mætti ekki í þingfestinguna. Björn er meðal annars ákærður fyrir að eyðileggja húsið sitt á Álftanesi í júní árið 2009. Húsið var í eigu Frjálsa fjárfestingabankans. 5.9.2011 12:30 Vill ljúka aðildarviðræðum við ESB Kristbjörg Þórisdóttir var kjörin formaður Landssambands Framsóknarkvenna á nýafstöðnu landsþingi en aðeins munaði einu atkvæði á henni og Þuríði Bernódusdóttur. Þuríði og Kristbjörgu greindi á um á um næstu skref í ESB viðræðum Íslands. 5.9.2011 11:53 Segir ótrúlegt að Geir hafi ekki fengið að sjá málsgögnin Verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, krafðist þess í morgun fyrir Landsdómi að málinu gegn honum verið vísað frá og sagði ótrúlegt að Geir hefði ekki enn séð málsgögn. 5.9.2011 11:27 Frestun reglugerðar blaut tuska í andlit neytenda Samtök lífrænna neytenda og Slow Food Reykjavík gagnrýna Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, harðlega fyrir frestun gildistöku á reglugerð um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs sem átti að taka gildi 1. september. Ráðherra hefur frestað gildistökunni til 1. janúar 2012. 5.9.2011 11:02 Mótmæla harðlega niðurskurði í velferðarmálum Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu mótmæla harðlega frekari niðurskurði í velferðarmálum á fjárlögum næsta árs samkvæmt tilkynningu frá aðildarfélögunum en félagsfundur samtakanna var haldinn á Hrafnistu í Kópavogi um helgina. 5.9.2011 10:45 Ríkisstjórnarfundir verða hljóðritaðir Ríkisstjórnarfundir verða hljóðritaðir en frumvarp um Stjórnarráð Íslands var samþykkt úr allsherjarnefnd Alþingis í morgun. 5.9.2011 10:28 Lýst eftir vitnum á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir vitnum að árekstri sem átti sér stað á bifreiðastæði við Brunngötu á Ísafirði. En þá var ekið utan í mannlausa Subaru Legacy bifreið, rauða að lit. Sá er árekstrinum olli keyrði af vettvangi án þess að gera hreint fyrir sínum dyrum. Talið er að áreksturinn hafi átt sér stað á milli kl.03:00 til 15:00 föstudaginn 26. ágúst sl. Sími lögreglunnar er 450 3730. 5.9.2011 10:00 Fagna áformum kínverska kaupsýslumannsins Framsýn - stéttarfélag hvetur stjórnvöld og aðra til þess að vinna þétt og styðjandi við þá aðila sem vinni að því að styrkja- og bæta atvinnu- og mannlíf í Þingeyjarsýslum. Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsis í gær voru fyrirhuguð kaup kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum rædd. 5.9.2011 08:44 Sjö tilkynningar hjá söfnuði Votta Jehóva Öldungaráð Votta Jehóva hefur fengið sjö tilkynningar um kynferðisbrot inn á borð til sín síðan árið 1960. Eitt málið var kært til lögreglu, en var vísað frá. 5.9.2011 07:00 Frávísunarkrafa Geirs tekin fyrir í landsdómi Landsdómur kemur saman nú fyrir hádegi þar sem frávísunarkrafa verjanda Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra verður tekin fyrir. Þetta er önnur frávísunarkrafan í málinu en í fyrra skiptið hafnaði landsdómur þeirri kröfu verjandans að vísa bæri málinu frá á grundvelli þess að dómurinn væri ekki rétt skipaður. 5.9.2011 06:48 Mengun gæti breytt ásýnd Þingvallavatns Aukin bílaumferð um Þingvelli í kjölfar vegabóta á Lyngdalsheiði getur haft aukna mengun í för með sér í þjóðgarðinum. Auka þarf eftirlit með mengun frá veginum segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 5.9.2011 06:00 Alþingi að ljúka olíuumræðu Frumvarp iðnaðarráðherra um leit, rannsóknir og vinnslu kolefnis verður til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi í dag. Þá verða einnig rædd tvö frumvörp fjármálaráðherra um skattlagningu á kolvetnisvinnslu, en þau eru til annarrar umræðu. 5.9.2011 03:15 Segir vændisstarfsemi viðgangast á stefnumótasíðu Verkefnastýra hjá Stígamótum segir vændisstarfsemi viðgangast á íslenskri stefnumótasíðu þar sem fólk selur meðal annars kynlífsmyndbönd af sjálfu sér. Eigandi síðunnar þvertekur fyrir að um vændi sé að ræða, síðan sé ætluð fólki sem aðhyllist svokölluð djörf stefnumót. 4.9.2011 19:17 Indverskir læknar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfa nú nokkrir indverskir læknar. Framkvæmdastjóri lækninga segir sjúkrahúsið leita til útlanda eftir starfskröftum þegar engar umsóknir berist frá íslenskum læknum. 4.9.2011 19:05 Setti bílrúðuvökva í drykk starfsmanns Starfsmaður á meðferðarheimilinu Geldingalæk þurfti að leita sér aðhlynningar á spítala eftir að unglingur á heimilinu laumaði eitruðum vökva í glas hjá honum. 4.9.2011 18:30 Fjársjóðsleit við Íslandsstrendur Sesselja Ómarsdóttir dósent lærði að kafa á síðasta ári. Ástæðan fyrir því var áhugi hennar á lífverum undirdjúpanna sem mögulega er hægt að nýta í lyf framtíðarinnar. Sesselja sagði Sigríði B. Tómasdóttur frá því hvað getur leynst á hafsbotninum. 4.9.2011 17:50 Bjarni Benediktsson hefur efasemdir um jarðarkaup Nubos Það þarf að fara mjög vandlega yfir það hvaða skilyrðum það á að vera háð þegar aðilar ytan Evrópska efnahagssvæðisins sækjast eftir því að kaupa jarðir og lönd á Íslandi, segir Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Bjarni segir það alls ekki vera sjálfgefið að fallast eigi á slíkt í öllum tilvikum. Kínverski auðjöfurinn Huang Nubo hefur, sem kunnugt er, sóst eftir að kaupa 300 ferkílómetra á Grímsstöðum á Fjöllum. 4.9.2011 17:35 Flugvél hvolfdi á Hellu Flugvél hvolfdi eftir að henni hlekktist á í flugtaki á Helluflugvelli í gærkvöld. Tveir voru í flugvélinni þegar atvikið átti sér stað en þá sakaði ekki. Lögreglan á Hvolsvelli og Rannsóknarnefnd flugslysa rannsaka málið. 4.9.2011 16:28 Lúðvík tekur sæti á Alþingi Lúðvík Geirsson hefur ákveðið að taka sæti Þórunnar Sveinbjarnardóttur á Alþingi á morgun. Þórunn tilkynnti óvænt á þingfundi á föstudaginn að hún hygðist láta af þingstörfum og setjast á skólabekk í Háskóla Íslands. 4.9.2011 16:22 Dýrbítar drápu þrettán kindur Að minnsta kosti þrettán kindur hafa drepist á tveimur vikum vegna dýrbíta sem ganga lausir í Rangárvallasýslu. Allt bendir til þess að dýrbítarnir séu hundar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Sjö kindur fundust dauðar í Vestur-Landeyjum aðfararnótt laugardagsins ásamt þremur særðum lömbum. Í vikunni áður var búið að drepa þrjú lömb í Vestur - Landeyjum. Þá fundust jafnframt þrjú dauð lömb í Fljótshlíðinni. 4.9.2011 16:12 Ekið á tíu ára barn Ekið var á tíu ára gamlan dreng á hjóli í Laugardalnum um fimmleytið í dag. Hann var fluttur á slysadeild. Talið er að drengurinn hafi fótbrotnað en ekki er vitað um frekari meiðsl, samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum. Drengurinn var með hjálm á höfðinu þegar óhappið varð. 4.9.2011 16:00 Líðan konunnar stöðug Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi rétt fyrir klukkan tvö í dag með konu sem hafði veikst alvarlega í Hvannagilshnausum, sunnan við Álftavatn, fyrir hádegi í dag. Læknir á bráðamóttöku spítalans segir að ástand konunnar sé stöðugt en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvers eðlis veikindi hennar eru. 4.9.2011 15:03 Sjá næstu 50 fréttir
Tollarar fá einkennisskjöld og ný föt Á morgun munu tollarar fá ný einkennisföt frá embættinu og er helsta nýjungin sú að einkennisskjöldur með starfsnúmeri tollvarðar verður sýnilegur á vinstra brjósti. 5.9.2011 21:00
Struku af meðferðarheimili og brutust inn í sumarbústaði Þrír ungir drengir struku af meðferðarheimilinu Geldingalæk um miðjan síðasta mánuð og brutust inn í nokkur sumarhús, höfðust þar við í sólarhring og ollu gífurlegum skemmdum. Sumarhúsaeigendur furða sig á skipulagi starfsemi heimilisins og afskiptaleysi lögreglu. 5.9.2011 20:15
Alvarlega slasaður eftir kappakstur í Kópavogi Ökumaður bifreiðar er alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Hafnafjarðarvegi við Kópavogslæk um klukkan korter yfir sjö í kvöld. 5.9.2011 19:48
Fengu sér að borða og skildu barnið eftir í bílnum - málið í skoðun Ungabarn var skilið eftir bundið í bílstól í bifreið fyrir utan veitingahúsið Rána við Hafnargötu í Reykjanesbæ síðdegis í gær. Barnaverndaryfirvöld í bænum eru nú með atvikið til meðferðar. 5.9.2011 19:29
Grænland og Ísland ræða samstarf vegna olíuleitar Grænlendingar vonast til að olía geti leitt til sjálfstæðis. Sameiginlegir hagsmunir Íslendinga og Grænlendinga vegna olíuleitar er meðal umræðuefna í þriggja daga opinberri heimsókn Kuupik Kleist, formanns grænlensku landstjórnarinnar, sem hófst í dag. Kuupik Kleist hóf Íslandsheimsóknina á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra í morgun og eftir hádegi fundaði hann Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Þingvöllum. 5.9.2011 18:59
Ellilífeyrisþegar gætu þurft að greiða fyrir þvott og mat Heimilismenn á dvalarheimilum gætu þurft að greiða sérstaklega fyrir sjúkraþjálfun, þvott og mat ef niðurskurðartillögur stjórnvalda ná fram að ganga. Dvalarheimilið Hrafnista þarf að skera niður um allt að áttatíu milljónir ef af verður. 5.9.2011 18:58
Össur: Forsetinn gekk of langt Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, telur að forseti Íslands hafi gengið of langt þegar hann gagnrýndi ríkisstjórnina í erlendum fjölmiðlum vegna Icesave málsins. Ekki sé hægt að líta ummæli forseta öðruvísi en sem beina árás á stjórnvöld. 5.9.2011 18:45
Ekki vanur að sitja í réttarsal en það venst Ákæra á hendur Geir Haarde er stórkostlega vanreifuð, sakborningur hefur enn ekki fengið að sjá öll málsgögn og saksóknari Alþingis er vanhæfur í málinu. Þetta er meðal þess sem verjandi Geirs sagði í morgun þegar frávísunarkrafa hans var tekin fyrir. 5.9.2011 18:37
Vill að bygging á nýju fangelsi verði rædd í sölum Alþingis Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður og fulltrúi í fjárlaganefnd, segir að ákvörðun Ögmundar Jónasson, innanríkisráðherra, um að nýtt öryggisfangelsi verði byggt á Hólmsheiði eigi að ræða í sölum Alþingis. Hann segir það megi spara mikinn pening með því að byggja nýja öryggisálmum við Litla Hraun. 5.9.2011 17:58
Snákur og kannabis í húsi í Garðabæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í húsi í Garðabæ á föstudag. Við húsleit var lagt hald á um þrjátíu kannabisplöntur og ýmsan búnað tengdan starfseminni. Á sama stað var einnig að finna þrjá snáka og voru þeir líka fjarlægðir. Karl á þrítugsaldri var yfirheyrður í þágu rannsóknarinnar. 5.9.2011 17:23
Vill nánari skýringar frá Evrópusambandinu Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, telur nauðsynlegt að fulltrúar Evrópusambandsins skýri með fullnægjandi og tæmandi hætti hvað átt er við með þeim skilyrðum, sem sambandið setur fyrir því að hafnar verði samningaviðræður um landbúnaðarmál við ESB. 5.9.2011 17:20
Tveir menn reyndu að tæla barn upp í bíl - buðu dreng sælgæti Tveir á menn á bíl buðu dreng sælgæti þar sem hann beið eftir strætó í Hlíðarhjalla í Kópavogi, skammt frá Álfhólsskóla, um klukkan eitt í dag. 5.9.2011 16:05
Mosfellsbær semur við Alexander: Fær að taka leigubíl Hestamaðurinn Alexander Hrafnkelsson hefur hætt við að stefna Mosfellsbæ fyrir að hafa vanrækt lögboðnar skyldur sínar gagnvart honum, en hann er blindur. 5.9.2011 15:32
Dæmd fyrir að framvísa röngu vegabréfi Sómölsk kona var dæmd í eins mánaðar langt fangelsi í héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir misnotkun skjals þegar hún framvísa vegabréfi annarrar konu þegar hún kom til landsins á fimmtudaginn í síðustu viku. 5.9.2011 15:24
Sökuð um að svíkja sex milljónir út úr hafnfirskri fasteignasölu Kona á fertugsaldrinum hefur verið ákærð fyrir að svíkja rúmlega sex milljónir króna úr fasteignasölu í Hafnarfirði þar sem hún starfaði sem bókari og gjaldkeri á árunum 2007 til 2008. 5.9.2011 14:45
Harður þriggja bíla árekstur á Miklubraut Harður árekstur þriggja bifreiða varð á Miklubraut skammt austan við Skaftahlíð í dag. Einn bíllinn skemmdist svo mikið að nauðsynlegt var að flytja hann á brott með kranabifreið. Í tilkynningu frá árekstur.is kvartaði einn ökumanna undan smávægilegum meiðslum. Þá þurfti að kalla út slökkvilið höfuðborgarsvæðisins til að þrífa olíu sem lekið hafði á götuna í kjölfar óhappsins. 5.9.2011 14:35
Fjórtán stútar teknir um helgina Fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Ellefu þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Einn var tekinn á föstudagskvöld, níu á laugardag og fjórir á sunnudag. 5.9.2011 14:17
ESB og landbúnaðurinn: Tímasett áætlun forsenda viðræðna Evrópusambandið segir í nýrri rýniskýrslu að landbúnaður á Íslandi sé mikilvægur vegna dreifbýlisþróunar, fæðuröryggis og sjálfbærni. Þá sé sérstaða íslensks landbúnaðar rík, einkum vegna erfiðra loftslagsskilyrða og strjálbýlis. Því verði nauðsynlegt að leita sértakra lausna fyrir Ísland. Í bréfi frá Jan Tomlinsson, fastafulltrúa Póllands sem fer með formennsku í sambandinu nú um stundir, segir að ekki sé hægt að hefja samningaviðræður um landbúnaðinn fyrr en tímasett vinnuáætlun hafi verið lögð fram. 5.9.2011 14:02
Óforsvaranlegt að veita Nubo undanþágu Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingkona VG segir það óforsvaranlegt fyrir ríkið að veita Huang Nubo, kínverska auðkýfingnum sem vill kaupa Grímsstaði á Fjöllum, undanþágu til þess að kaupin megi ganga í gegn. Guðfríður segir nauðsynlegt að endurskoða lögin um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu áður en slíkar undanþágur séu veittar. 5.9.2011 13:28
Nokkuð um innbrot á Suðurlandi Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning rétt fyrir klukkan sjö síðastliðinn fimmtudagsmorgun um yfirstandandi innbrot í sumarbústað í Reykjaskógi í Bláskógabyggð. 5.9.2011 13:05
Stálu verkfærum fyrir þrjár milljónir Aðfaranótt síðastliðins miðvikudags var brotist inn í hjólbarðaverkstæði við Minni Borg í Grímsnesi og þaðan stolið loftlykli, topplyklasettum, tveimur hjólatjökkum og fleiri minni verkfærum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. 5.9.2011 13:01
Stoltastur af einni milljón trjáa Vallanes á Fljótsdalshéraði er leiðandi bú á sviði lífrænnar ræktunar á Íslandi. Eymundur Magnússon og eiginkona hans Eygló Ólafsdóttir rækta og framleiða vörur undir eigin vörumerki. Þau telja lífrænum bændum betur borgið innan ESB. 5.9.2011 13:00
Málflutningi lokið í Þjóðmenningarhúsinu Málflutningi varðandi frávísunarkröfu verjanda Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra í landsdómi er lokið. Dómurinn hefur nú fjórar vikur til þess að leggja mat á kröfuna. 5.9.2011 12:52
Ákærður fyrir að eyðileggja húsið sitt - og svíkja fé út úr fólki Dómsmál gegn Birni Braga Mikkelssyni var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en Björn Bragi mætti ekki í þingfestinguna. Björn er meðal annars ákærður fyrir að eyðileggja húsið sitt á Álftanesi í júní árið 2009. Húsið var í eigu Frjálsa fjárfestingabankans. 5.9.2011 12:30
Vill ljúka aðildarviðræðum við ESB Kristbjörg Þórisdóttir var kjörin formaður Landssambands Framsóknarkvenna á nýafstöðnu landsþingi en aðeins munaði einu atkvæði á henni og Þuríði Bernódusdóttur. Þuríði og Kristbjörgu greindi á um á um næstu skref í ESB viðræðum Íslands. 5.9.2011 11:53
Segir ótrúlegt að Geir hafi ekki fengið að sjá málsgögnin Verjandi Geirs H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, krafðist þess í morgun fyrir Landsdómi að málinu gegn honum verið vísað frá og sagði ótrúlegt að Geir hefði ekki enn séð málsgögn. 5.9.2011 11:27
Frestun reglugerðar blaut tuska í andlit neytenda Samtök lífrænna neytenda og Slow Food Reykjavík gagnrýna Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, harðlega fyrir frestun gildistöku á reglugerð um merkingu og rekjanleika erfðabreyttra matvæla og erfðabreytts fóðurs sem átti að taka gildi 1. september. Ráðherra hefur frestað gildistökunni til 1. janúar 2012. 5.9.2011 11:02
Mótmæla harðlega niðurskurði í velferðarmálum Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu mótmæla harðlega frekari niðurskurði í velferðarmálum á fjárlögum næsta árs samkvæmt tilkynningu frá aðildarfélögunum en félagsfundur samtakanna var haldinn á Hrafnistu í Kópavogi um helgina. 5.9.2011 10:45
Ríkisstjórnarfundir verða hljóðritaðir Ríkisstjórnarfundir verða hljóðritaðir en frumvarp um Stjórnarráð Íslands var samþykkt úr allsherjarnefnd Alþingis í morgun. 5.9.2011 10:28
Lýst eftir vitnum á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir vitnum að árekstri sem átti sér stað á bifreiðastæði við Brunngötu á Ísafirði. En þá var ekið utan í mannlausa Subaru Legacy bifreið, rauða að lit. Sá er árekstrinum olli keyrði af vettvangi án þess að gera hreint fyrir sínum dyrum. Talið er að áreksturinn hafi átt sér stað á milli kl.03:00 til 15:00 föstudaginn 26. ágúst sl. Sími lögreglunnar er 450 3730. 5.9.2011 10:00
Fagna áformum kínverska kaupsýslumannsins Framsýn - stéttarfélag hvetur stjórnvöld og aðra til þess að vinna þétt og styðjandi við þá aðila sem vinni að því að styrkja- og bæta atvinnu- og mannlíf í Þingeyjarsýslum. Á fundi stjórnar og trúnaðarmannaráðs félagsis í gær voru fyrirhuguð kaup kínverska kaupsýslumannsins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum rædd. 5.9.2011 08:44
Sjö tilkynningar hjá söfnuði Votta Jehóva Öldungaráð Votta Jehóva hefur fengið sjö tilkynningar um kynferðisbrot inn á borð til sín síðan árið 1960. Eitt málið var kært til lögreglu, en var vísað frá. 5.9.2011 07:00
Frávísunarkrafa Geirs tekin fyrir í landsdómi Landsdómur kemur saman nú fyrir hádegi þar sem frávísunarkrafa verjanda Geirs Haarde fyrrverandi forsætisráðherra verður tekin fyrir. Þetta er önnur frávísunarkrafan í málinu en í fyrra skiptið hafnaði landsdómur þeirri kröfu verjandans að vísa bæri málinu frá á grundvelli þess að dómurinn væri ekki rétt skipaður. 5.9.2011 06:48
Mengun gæti breytt ásýnd Þingvallavatns Aukin bílaumferð um Þingvelli í kjölfar vegabóta á Lyngdalsheiði getur haft aukna mengun í för með sér í þjóðgarðinum. Auka þarf eftirlit með mengun frá veginum segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum. 5.9.2011 06:00
Alþingi að ljúka olíuumræðu Frumvarp iðnaðarráðherra um leit, rannsóknir og vinnslu kolefnis verður til þriðju og síðustu umræðu á Alþingi í dag. Þá verða einnig rædd tvö frumvörp fjármálaráðherra um skattlagningu á kolvetnisvinnslu, en þau eru til annarrar umræðu. 5.9.2011 03:15
Segir vændisstarfsemi viðgangast á stefnumótasíðu Verkefnastýra hjá Stígamótum segir vændisstarfsemi viðgangast á íslenskri stefnumótasíðu þar sem fólk selur meðal annars kynlífsmyndbönd af sjálfu sér. Eigandi síðunnar þvertekur fyrir að um vændi sé að ræða, síðan sé ætluð fólki sem aðhyllist svokölluð djörf stefnumót. 4.9.2011 19:17
Indverskir læknar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfa nú nokkrir indverskir læknar. Framkvæmdastjóri lækninga segir sjúkrahúsið leita til útlanda eftir starfskröftum þegar engar umsóknir berist frá íslenskum læknum. 4.9.2011 19:05
Setti bílrúðuvökva í drykk starfsmanns Starfsmaður á meðferðarheimilinu Geldingalæk þurfti að leita sér aðhlynningar á spítala eftir að unglingur á heimilinu laumaði eitruðum vökva í glas hjá honum. 4.9.2011 18:30
Fjársjóðsleit við Íslandsstrendur Sesselja Ómarsdóttir dósent lærði að kafa á síðasta ári. Ástæðan fyrir því var áhugi hennar á lífverum undirdjúpanna sem mögulega er hægt að nýta í lyf framtíðarinnar. Sesselja sagði Sigríði B. Tómasdóttur frá því hvað getur leynst á hafsbotninum. 4.9.2011 17:50
Bjarni Benediktsson hefur efasemdir um jarðarkaup Nubos Það þarf að fara mjög vandlega yfir það hvaða skilyrðum það á að vera háð þegar aðilar ytan Evrópska efnahagssvæðisins sækjast eftir því að kaupa jarðir og lönd á Íslandi, segir Bjarni Bendiktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Vísi. Bjarni segir það alls ekki vera sjálfgefið að fallast eigi á slíkt í öllum tilvikum. Kínverski auðjöfurinn Huang Nubo hefur, sem kunnugt er, sóst eftir að kaupa 300 ferkílómetra á Grímsstöðum á Fjöllum. 4.9.2011 17:35
Flugvél hvolfdi á Hellu Flugvél hvolfdi eftir að henni hlekktist á í flugtaki á Helluflugvelli í gærkvöld. Tveir voru í flugvélinni þegar atvikið átti sér stað en þá sakaði ekki. Lögreglan á Hvolsvelli og Rannsóknarnefnd flugslysa rannsaka málið. 4.9.2011 16:28
Lúðvík tekur sæti á Alþingi Lúðvík Geirsson hefur ákveðið að taka sæti Þórunnar Sveinbjarnardóttur á Alþingi á morgun. Þórunn tilkynnti óvænt á þingfundi á föstudaginn að hún hygðist láta af þingstörfum og setjast á skólabekk í Háskóla Íslands. 4.9.2011 16:22
Dýrbítar drápu þrettán kindur Að minnsta kosti þrettán kindur hafa drepist á tveimur vikum vegna dýrbíta sem ganga lausir í Rangárvallasýslu. Allt bendir til þess að dýrbítarnir séu hundar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Sjö kindur fundust dauðar í Vestur-Landeyjum aðfararnótt laugardagsins ásamt þremur særðum lömbum. Í vikunni áður var búið að drepa þrjú lömb í Vestur - Landeyjum. Þá fundust jafnframt þrjú dauð lömb í Fljótshlíðinni. 4.9.2011 16:12
Ekið á tíu ára barn Ekið var á tíu ára gamlan dreng á hjóli í Laugardalnum um fimmleytið í dag. Hann var fluttur á slysadeild. Talið er að drengurinn hafi fótbrotnað en ekki er vitað um frekari meiðsl, samkvæmt upplýsingum frá sjúkraflutningamönnum. Drengurinn var með hjálm á höfðinu þegar óhappið varð. 4.9.2011 16:00
Líðan konunnar stöðug Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti við Landspítalann í Fossvogi rétt fyrir klukkan tvö í dag með konu sem hafði veikst alvarlega í Hvannagilshnausum, sunnan við Álftavatn, fyrir hádegi í dag. Læknir á bráðamóttöku spítalans segir að ástand konunnar sé stöðugt en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvers eðlis veikindi hennar eru. 4.9.2011 15:03