Fleiri fréttir

Komu hingað til lands vegna líflátshótana

Þrjátíu og átta ára gamall maður og tuttugu og þriggja ára gömul kona, bæði frá Írak, voru dæmd í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag.

Ítalir styðja aðildarumsókn Íslands að ESB

Ítalski utanríkisráðherrann, Franco Frattini, lýsti fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu á fundi sem hann átti í morgun með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu.

180 milljónir til að flýta framkvæmdum

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu borgarstjóra um að flýta framkvæmdum við Norðlingaskóla með því veita hundrað og áttatíu milljónum króna til viðbótar í framkvæmdirnar á þessu ári.

Ótrúlegasta reynsla ævi minnar

Gina Belafonte, dóttir goðsagnarinnar Harry Belafonte, verður á meðal gesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 22. september. Gina segir að gerð heimildarmyndar um föður sinn hafi verið ótrúlegasta reynsla ævi sinnar. Myndin verður sýnd á RIFF.

Má veiða 181 þúsund tonn af loðnu

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gaf í morgun út heimild til íslenskra loðnuveiðiskipa á komandi loðnuvertíð um veiðar á rúmum hundrað áttatíu og eitt þúsund tonnum af loðnu.

Segir Morgunblaðið draga rangar ályktanir af gögnum

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra sagði ekkert standa uppi á stjórnvöld á kaupum Magma á HS Orku en þar svaraði hún fyrirspurn Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun.

Menntamálaráðherra setur málefni kvikmyndanema í forgang

"Það er fullur vilji minn að leysa málið og ég set það í forgang,“ svaraði Svandís Svavarsdóttir, sitjandi menntamálaráðherra, þegar þingmaður Framsóknarflokksins, Gunnar Bragi Sveinsson, spurði Svandísi um stöðu Kvikmyndaskóla Íslands í óundirbúnum fyrirspurnum í morgun.

Öryggismálin snúast um umhverfið

„Öryggismálin snúast í dag meira um umhverfisvernd og björgunarstarf,“ segir Kuupik Kleist, formaður grænlensku landstjórnarinnar, sem undanfarna daga hefur verið í opinberri heimsókn á Íslandi.

Talin hafa smitað marga af HIV - beiðni um einangrun synjað

Sóttvarnalæknir telur að mörg HIV-smit megi rekja til konu sem hann fór fram á að yrði sett í tímabundna einangrun árið 2007 þar sem hún væri skaðleg öðrum. Héraðsdómur synjaði kröfu sóttvarnalæknis og fékk konan að fara frjáls ferða sinna.

Tollar miða við neysluumhverfi frá 1995

Tekist var á um tolla á landbúnaðarvörur á Alþingi í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var málshefjandi í utandagskrárumræðu og spurði hún Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, þriggja spurninga: Ætlar ráðherra að breyta tollaumhverfi til samræmis við álit umboðsmanns Alþingis, ætlar hann að breyta landbúnaðarkerfinu með hliðsjón af breyttu neysluumhverfi og ætlar hann að auka innflutning á búvörum?

Leitað að ítölskum ferðamönnum við Öskju

Leit var gerð í gærkvöldi að tveimur ítölum sem voru á ferð á svæðinu í kringum Öskju. Björgunarsveitin á Mývatni og lögreglan á Húsavík leitaði mannana og fundust þeir nokkrum tímum síðar samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Ekkert mun hafa amað að mönnunum.

Reyndu að stinga lögregluna af - táragasbrúsi í bílnum

Ökumaður bifreiðar lét sér ekki segjast í nótt þegar lögregla reyndi að stöðva hann við venjubundið eftirlit. Bíllinn ók greitt í burtu og inn í íbúðarhverfi. Þar ók hann hinsvegar á kyrrstæða bifreið. Þrennt var í bílnum og reyndu þau að komast undan. Tveimur þeirra, pilti og stúlku, tókst það en sá þriðji, sem hafði verið farþegi í bílnum var handtekinn af lögreglu.

Mest 700 MW til ráðstöfunar á næstu árum

Verði þingsályktunartillaga um rammasamkomulag í orku- og umhverfismálum samþykkt verða að hámarki 700 MW til ráðstöfunar í iðnaðaruppbyggingu á næstu fjórum til sex árum.

Tilraun sem breytti litlu

„Þetta var tilraun og hefði engu breytt. Það var verið að reyna að tryggja hagsmuni ríkisins og þessar kröfur eins og hægt var,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra.

Roskni ökuþórinn er alræmdur á götunum

Tæplega 67 ára maður sem slapp ótrúlega vel úr alvarlegu slysi eftir kappakstur á Hafnarfjarðarvegi á mánudag er umtalaður fyrir hegðun sína í umferðinni. Þeir sem fylgst hafa með aðförum hans eru ekki hissa á að hann hafi nánast orðið sér að aldurtila með glannaskap.

Aldrei fleiri ferðamenn

Aldrei hafa fleiri ferðamenn heimsótt Ísland í einum mánuði en í ágúst. Samkvæmt talningu Ferðamálastofu fór 101.841 ferðamaður frá landinu í mánuðinum en aldrei áður hafa fleiri en 100 þúsund ferðamenn sótt landið heim í einum mánuði.

Innbrot á Akureyri

Innbrot var framið í Giljahverfi á Akureyri í gærdag en húsráðendur uppgötvuðu það þó ekki fyrr en þeir komu heim í gærkvöldi. Óljóst er hvernig þjófarnir komust inn í íbúðina því þeir skyldu ekki eftir sig nein verksummerki eða skemmdir. Þeir komust hinsvegar á brott með sjónvarp heimilisins, fartölvu og eitthvað af skartgripum. Að sögn lögreglunnar á Akureyri eru innbrot af þessu tagi mjög fátíð í bænum og er málið í rannsókn. Þá var einn ökumaður tekinn á Akureyri í nótt, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Tapaði verðmætum í óþekktum leigubíl

„Það er alveg skelfilegt að lenda í þessu, sérstaklega vegna þess að maður býst við því að leigubílstjórar séu traustsins verðir,“ segir Ólafur Sigurðsson, sem varð fyrir því á dögunum að gleyma kassa af verðmætum í farangursgeymslu leigubíls. Þrátt fyrir mikla eftirgrennslan hefur hann ekki fundið viðkomandi leigubílstjóra og þar af leiðandi ekki fengið eigur sínar til baka. Ólafur hefur því kært málið til lögreglu.

Setja upp hver sína hreinsistöð fyrir skolp

„Okkur finnst kominn tími til að fara að gera eitthvað því það liggur við að hér flæði skolp beint út í árnar,“ segir Jón Jóhannsson í Mosskógum í Mosfellsdal. Jón og tveir nágrannar hans hafa keypt hver sína skolphreinsistöðina til að leysa af gagnslitlar rotþrær.

Forstjórinn segir uppgjörið vera traust

„Uppgjörið er mjög traust, í samræmi við áætlanir og stenst þær arðsemiskröfur sem eru gerðar,“ segir Höskuldur H. Ólafsson, forstjóri Arion banka.

Brýnt að losa höftin sem fyrst

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir brýnt að losa gjaldeyrishöftin sem fyrst, þar sem kostnaður við þau vaxi með tímanum. Ábatann af hröðu afnámi verði hins vegar að meta á móti skammtímakostnaði vegna óstöðugleika á gjaldeyrismarkaði sem losunin geti valdið.

Óvenjulítið um rifsber í haust

Rifsberjauppskera í görðum landsmanna hefur verið heldur dræm þetta haustið. Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur segir ástæðuna vera kalt vor með næturfrostum fram í júní og það hafi skaðað blómgun rifsberjarunnanna. Einnig var minna af skordýrum á sveimi til að frjóvga þau blóm sem höfðu frostin af.

Þingmenn hvetja stjórnvöld til samninga við Nubo

Skiptar skoðanir eru um fyrirhuguð kaup kínverska fjárfestisins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Þingmenn þriggja flokka kölluðu eftir því, á Alþingi í gær, að stjórnvöld settust að samningaborðinu með Nubo og gengju frá málinu í nafni fjárfestinga, uppbyggingar og fjölbreytni í atvinnulífi.

Umhverfisráðuneytið veitir verðlaun

Dómnefnd á vegum umhverfisráðuneytisins hefur tilnefnt fjóra til fjölmiðlaverðlauna ráðuneytisins. Verðlaunin verða veitt í fyrsta sinn 16. september næstkomandi, á Degi íslenskrar náttúru. Dómnefndina skipa María Ellingsen, Jónatan Garðarsson og Valgerður A. Jóhannsdóttir.

CCP vinnur með frægum hönnuði

Nicola Formichetti, listrænn stjórnandi Mugler-tískuhússins, hefur unnið með tölvuleikjafyrirtækinu CCP að sýningu sem opnuð verður á tískuvikunni í New York í dag.

Konur fá aðeins brot styrkja

„Konur eru stundum ekki nógu duglegar við að stíga fram. Það er ekki nóg að þær hafi hugmynd á blaði, mikilvægt er að gera þær að veruleika og koma þeim í formi vöru á markað, segir Elinóra Inga Sigurðardóttir, formaður og stofnandi Samtaka frumkvöðlakvenna.

Hallar á hlut kvenna í íslenskum kennslubókum

Námsgagnastofnun ætlar að endurskoða sögubækur fyrir grunnskólanema eftir að rannsókn Jafnréttisstofu leiddi í ljós að verulega hallar á hlut kvenna í bókunum. Dæmi eru um að engin kona sé nefnd í atriðisorðaskrá í kennslubókum.

Fræðilegur möguleiki að mönnunum hafi tekist að brjóta á börnum

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglan sé að styðjast við eftirlitsmyndavélar, sem eru nálægt fyrirtækjum og skólum, til að reyna að finna meinta barnaníðinga sem hafa reynt að lokka börn upp í ökutæki sín á höfuðborgarsvæðinu undanfarið.

Neyðarljós sást á lofti

Um klukkan hálf fimm í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynning í gegnum Neyðarlínuna um neyðarljós á lofti yfir Sundunum við Reykjavík. Björgunarskip og björgunarbátar voru kallaðir út til leitar auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Formannsslagur í uppsiglingu?

Hanna Birna Kristjánsdóttir útilokar ekki að fara gegn Bjarna Benediktssyni í formannskjöri á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hún segist þó ekki hafa tekið neina ákvörðun enn. Mikill þrýstingur er innan flokksins á mótframboð.

Vann ferð til Flórída fyrir fjölskylduna

Dregið var í 25 ára afmælisleik Lottó og Bylgjunnar í þætti Simma og Jóa í sumarlok. Simmi og Jói hringdu í Maríu S. Jensdóttur og færðu henni þær fréttir að hún hefði unnið Flórída ferð fyrir fjölskylduna.

Sprengdu jeppa

Sprengja sprakk inn í jeppabifreið yfir utan heimili í Reykjahlíð aðfaranótt þriðjudags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni brotnuðu rúður bílsins.

70 ára afmæli flugvallarins haldið á laugardag

Flugsýning verður haldin á Reykjavíkurflugvelli á laugardag þar sem minnst verður 70 ára afmælis flugvallarins. Breskur herflugmaður í síðari heimstyrjöld var fyrsti flugmaðurinn sem lenti á vellinum og kemur hann sérstaklega til landsins til að fagna tímamótunum.

Mikil óánægja með Jón Gnarr

Rétt tæplega 62 prósent eru óánægð með störf Jóns Gnarr, borgarstjóra Reykjavíkur, samkvæmt könnun MMR. Þar kemur fram að 38,3 prósent aðspurðra eru ánægð með störf borgarstjórans.

Stöðvuðu kannabisræktun í fjölbýlishúsi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlishúsi í austurborginni í gær. Við húsleit á áðurnefndum stað var lagt hald á 10 kannabisplöntur, auk græðlinga samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Sjá næstu 50 fréttir