Þingmenn hvetja stjórnvöld til samninga við Nubo 8. september 2011 05:00 Magnús Orri Shcram hvatti ráðherra til að funda með kínverska fjárfestinum Nubo og liðka fyrir kaupum á Grímsstöðum. Annar samfylkingarmaður, Sigmundur Ernir Rúnarsson, tók undir og sagði kaupin auka fjölbreytni atvinnulífsins. fréttablaðið/stefán ragnheiður elín Árnadóttir Skiptar skoðanir eru um fyrirhuguð kaup kínverska fjárfestisins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Þingmenn þriggja flokka kölluðu eftir því, á Alþingi í gær, að stjórnvöld settust að samningaborðinu með Nubo og gengju frá málinu í nafni fjárfestinga, uppbyggingar og fjölbreytni í atvinnulífi. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna og hvatti til þess að fundað yrði með Nubo. Hann vildi leysa málið með hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga, sem og landsvæðisins sem hann sagði teljast kalt í atvinnulegu tilliti. Hann spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hvort hún væri ekki sama sinnis. Þorgerður játti því og taldi farsælast að leita lausna á málinu. „Allar þjóðir eiga að vita að landið sé opið fyrir fjárfestingum. Hér gildi reglur og lög sem allir fara eftir og sé það gert á ekki að skipta máli hvaðan menn koma. Þorgerður gagnrýndi ráðherra fyrir málflutning sem fældi fjárfesta frá. Forsætisráðherra vildi þjóðnýta ákveðnar eignir, landbúnaðarráðherra ræddi ekki við Evrópusambandið og innanríkisráðherra vildi loka og læsa fyrir Kínverjum. Athygli vekur að við annan tón kveður hjá Þorgerði en formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni, sem hefur goldið varhug við jarðarkaupum af þessari stærðargráðu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, einnig í Sjálfstæðisflokknum, fagnaði, líkt og Þorgerður Katrín, áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki, kallaði eftir viljayfirlýsingu forsætis-, eða fjármálaráðherra um viðræður við Nubo. Hann sagði mikilvægt að Nubo hefði lýst yfir fullum vilja til samráðs við heimamenn. Sigmundur Ernir Rúnarsson, Samfylkingunni, sagði brýnt að taka málinu með opnum huga og nauðsynlegt væri að tryggja fjölbreytni í atvinnulífinu. „Við þurfum erlenda fjárfestingu, ef hún stenst íslenskar kröfur eigum við ekki að hafna henni, slíkt afturhald er ekki í boði.“kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
ragnheiður elín Árnadóttir Skiptar skoðanir eru um fyrirhuguð kaup kínverska fjárfestisins Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Þingmenn þriggja flokka kölluðu eftir því, á Alþingi í gær, að stjórnvöld settust að samningaborðinu með Nubo og gengju frá málinu í nafni fjárfestinga, uppbyggingar og fjölbreytni í atvinnulífi. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, hóf umræðuna og hvatti til þess að fundað yrði með Nubo. Hann vildi leysa málið með hagsmuni ferðaþjónustunnar í huga, sem og landsvæðisins sem hann sagði teljast kalt í atvinnulegu tilliti. Hann spurði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmann Sjálfstæðisflokksins, hvort hún væri ekki sama sinnis. Þorgerður játti því og taldi farsælast að leita lausna á málinu. „Allar þjóðir eiga að vita að landið sé opið fyrir fjárfestingum. Hér gildi reglur og lög sem allir fara eftir og sé það gert á ekki að skipta máli hvaðan menn koma. Þorgerður gagnrýndi ráðherra fyrir málflutning sem fældi fjárfesta frá. Forsætisráðherra vildi þjóðnýta ákveðnar eignir, landbúnaðarráðherra ræddi ekki við Evrópusambandið og innanríkisráðherra vildi loka og læsa fyrir Kínverjum. Athygli vekur að við annan tón kveður hjá Þorgerði en formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni, sem hefur goldið varhug við jarðarkaupum af þessari stærðargráðu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, einnig í Sjálfstæðisflokknum, fagnaði, líkt og Þorgerður Katrín, áhuga erlendra fjárfesta á Íslandi. Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki, kallaði eftir viljayfirlýsingu forsætis-, eða fjármálaráðherra um viðræður við Nubo. Hann sagði mikilvægt að Nubo hefði lýst yfir fullum vilja til samráðs við heimamenn. Sigmundur Ernir Rúnarsson, Samfylkingunni, sagði brýnt að taka málinu með opnum huga og nauðsynlegt væri að tryggja fjölbreytni í atvinnulífinu. „Við þurfum erlenda fjárfestingu, ef hún stenst íslenskar kröfur eigum við ekki að hafna henni, slíkt afturhald er ekki í boði.“kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira