Ótrúlegasta reynsla ævi minnar 8. september 2011 12:00 Gina og Harry Belafonte hafa ferðast um allan heiminn til að kynna heimildarmyndina Sing Your Song. nordicphotos/getty Gina Belafonte, dóttir goðsagnarinnar Harry Belafonte, verður á meðal gesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 22. september. Gina segir að gerð heimildarmyndar um föður sinn hafi verið ótrúlegasta reynsla ævi sinnar. Myndin verður sýnd á RIFF. Hún kemur hingað sem meðframleiðandi heimildarmyndarinnar Sing Your Song sem fjallar um söngvarann, leikarann, „calypso-kónginn“ og mannréttindafrömuðinn Harry Belafonte. Hún verður viðstödd sýningu myndarinnar og tekur þátt í umræðum að henni lokinni. „Þessi mynd hefur gefið mér tækifæri til að ferðast út um allan heim og ég er spennt yfir því að Ísland sé einn af áfangastöðunum,“ segir Belafonte. Sing Your Song hefur þegar verið valin til sýninga á kvikmyndahátíðunum í Berlín, Tribeca og Sundance, og hefur hvarvetna vakið athygli og fengið góða dóma. Myndin rekur ævi þessa rómaða listamanns, gegnum líf, listir og baráttu hans fyrir jöfnuði og grundvallarmannréttindum öllum til handa. Flestir þekkja söngvarann Harry Belafonte, sem er 84 ára, og smelli hans á borð við Banana Boat Song og Jump in the Line. Færri vita að hann vann náið með Martin Luther King í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, tók virkan þátt í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og gagnrýndi opinberlega utanríkisstefnu ríkisstjórnar George W. Bush. Hann er einnig upphafsmaður átaksins We Are the World og hefur verið góðgerðasendiherra UNICEF í næstum tuttugu ár. Gerð heimildarmyndarinnar tók sex og hálft ár. Spurð hvort framleiðslan hafi verið krefjandi segir hin fimmtuga Belafonte að vissulega taki slíkt verkefni tíma og fyrirhöfn. „Við þurftum að takast á við margar áskoranir en að mestu leyti var þetta ótrúlegasta reynsla ævi minnar. Það var ómetanlegt að fá tækifæri til að skrásetja arfleifð föður míns og komast að því hvers konar maður hann er og var og hvert framlag hans var til bandarískrar sögu,“ segir hún. Sjálf á hún að baki feril sem leikkona í breikdansmyndinni Beat Street, Bright Lights Big City með Michael J. Fox í aðalhlutverki og Kansas City eftir Robert Altman. Þau feðgin hafa unnið saman í næstum tuttugu ár við hin ýmsu samfélagsverkefni og einnig hafa þau gert nokkrar myndir saman. Er auðvelt að vinna með honum? „Ég veit það ekki. Er auðvelt að vinna með snillingum?“ segir hún og hlær. „Ég get ekki borið hann saman við neinn annan. Það er frábært að vinna með honum. Hann er samstarfsfús, ástríðufullur og hefur skýrar hugmyndir um hverju hann vill ná fram.“ En hvers vegna ákvaðstu að gera þessa heimildarmynd? „Mig langaði að svara ýmsum spurningum. Þegar ég ólst upp var ýmislegt sem ég vildi vita og síðan var dóttir mín að verða sjö ára og bróðir minn var að eignast sitt barn. Mig langaði að skrásetja fyrir þau ævi föður míns, sérstaklega frá hans sjónarhorni. Þannig að þegar þau yxu úr grasi hefðu þau betri skilning á því hver hann var og hvert framlag hans var.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira
Gina Belafonte, dóttir goðsagnarinnar Harry Belafonte, verður á meðal gesta á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík sem hefst 22. september. Gina segir að gerð heimildarmyndar um föður sinn hafi verið ótrúlegasta reynsla ævi sinnar. Myndin verður sýnd á RIFF. Hún kemur hingað sem meðframleiðandi heimildarmyndarinnar Sing Your Song sem fjallar um söngvarann, leikarann, „calypso-kónginn“ og mannréttindafrömuðinn Harry Belafonte. Hún verður viðstödd sýningu myndarinnar og tekur þátt í umræðum að henni lokinni. „Þessi mynd hefur gefið mér tækifæri til að ferðast út um allan heim og ég er spennt yfir því að Ísland sé einn af áfangastöðunum,“ segir Belafonte. Sing Your Song hefur þegar verið valin til sýninga á kvikmyndahátíðunum í Berlín, Tribeca og Sundance, og hefur hvarvetna vakið athygli og fengið góða dóma. Myndin rekur ævi þessa rómaða listamanns, gegnum líf, listir og baráttu hans fyrir jöfnuði og grundvallarmannréttindum öllum til handa. Flestir þekkja söngvarann Harry Belafonte, sem er 84 ára, og smelli hans á borð við Banana Boat Song og Jump in the Line. Færri vita að hann vann náið með Martin Luther King í réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, tók virkan þátt í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður-Afríku og gagnrýndi opinberlega utanríkisstefnu ríkisstjórnar George W. Bush. Hann er einnig upphafsmaður átaksins We Are the World og hefur verið góðgerðasendiherra UNICEF í næstum tuttugu ár. Gerð heimildarmyndarinnar tók sex og hálft ár. Spurð hvort framleiðslan hafi verið krefjandi segir hin fimmtuga Belafonte að vissulega taki slíkt verkefni tíma og fyrirhöfn. „Við þurftum að takast á við margar áskoranir en að mestu leyti var þetta ótrúlegasta reynsla ævi minnar. Það var ómetanlegt að fá tækifæri til að skrásetja arfleifð föður míns og komast að því hvers konar maður hann er og var og hvert framlag hans var til bandarískrar sögu,“ segir hún. Sjálf á hún að baki feril sem leikkona í breikdansmyndinni Beat Street, Bright Lights Big City með Michael J. Fox í aðalhlutverki og Kansas City eftir Robert Altman. Þau feðgin hafa unnið saman í næstum tuttugu ár við hin ýmsu samfélagsverkefni og einnig hafa þau gert nokkrar myndir saman. Er auðvelt að vinna með honum? „Ég veit það ekki. Er auðvelt að vinna með snillingum?“ segir hún og hlær. „Ég get ekki borið hann saman við neinn annan. Það er frábært að vinna með honum. Hann er samstarfsfús, ástríðufullur og hefur skýrar hugmyndir um hverju hann vill ná fram.“ En hvers vegna ákvaðstu að gera þessa heimildarmynd? „Mig langaði að svara ýmsum spurningum. Þegar ég ólst upp var ýmislegt sem ég vildi vita og síðan var dóttir mín að verða sjö ára og bróðir minn var að eignast sitt barn. Mig langaði að skrásetja fyrir þau ævi föður míns, sérstaklega frá hans sjónarhorni. Þannig að þegar þau yxu úr grasi hefðu þau betri skilning á því hver hann var og hvert framlag hans var.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Kemur til greina að sækjast eftir sæti Einars Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Sjá meira