CCP vinnur með frægum hönnuði 8. september 2011 03:00 Tölvuteiknuð fígúra í líki fyrirsætunnar Rick Genest. Mynd/CCP Nicola Formichetti, listrænn stjórnandi Mugler-tískuhússins, hefur unnið með tölvuleikjafyrirtækinu CCP að sýningu sem opnuð verður á tískuvikunni í New York í dag. „Ég held að CCP sé fyrsti leikjaframleiðandi heims sem vinnur með þekktum fatahönnuði á borð við Formichetti, en hann er þekktur fyrir samstarf sitt við Lady Gaga," segir Eldar Ástþórsson hjá CCP. Á sýningunni, sem stendur í tvær vikur, mun tölvuteiknuð fyrirsæta sýna fatnað sem Formichetti hannaði. Umgjörðin verður tölvuleikjaheimur sem unninn er út frá umhverfi EVE online. Nicola Formichetti er listrænn stjórnandi Thierry Mugler. Sýningin með CCP verður opnuð í dag á BOFFO pop-up sýningu Formichetti, en hún er hluti af tískuvikunni í New York og stendur næstu tvær vikur. Samstarfið hefur vakið nokkra athygli og fjallað var um það í grein í New York Times á dögunum. "Við notumst við Carbon tækni CCP og umhverfi úr EVE Online tölvuleiknum til að bjóða hönnun Formichetti velkomna í nýjan stafræna heim," segir Eldar. Fyrirsætan á sýningunni er ansi sérstæð en búinn var til "avatar" eða tölvuteiknuð fígúra út frá fyrirsætunni Rick Genest sem Formichetti uppgötvaði og hefur notað í auglýsingaherferðir og á tískusýningum Mugler. Genest, sem einnig gengur undir nafninu Zombie boy, er þakinn húðflúri um allan líkamann sem breytir honum í nokkurs konar lifandi beinagrind. Í sýningunni mun hinn tölvugerði Zombie boy ganga stafræna tískupallinn í leðurjakka með belti í kross yfir líkamann sem Formichetti hannaði sérstaklega fyrir tilefnið. Myndböndin verða sýnd á tveggja metra háum skjá. Sýningin verður gagnvirk þar sem áhorfendur geta breytt sjónarhorninu og hraðanum með iPad sem verður nálægt sviðinu. Þeir sem til þekkja segja myndböndin ótrúlega raunveruleg þó að andlitsdrættir fyrirsætunnar hafi vitanlega verið skerptir. Þá þykja fötin ótrúlega nákvæm. Þó samstarfið við Formichetti sé einstætt er CCP ekki óvant því að vinna með hönnuðum. "Hönnun skipar veigamikinn sess í leikjaþróun CCP og fatahönnun er þar ekki undanskilin. Í EVE Online geta spilarar í leiknum til dæmis keypt föt sem gerð eru af hönnuðum CCP og fatahönnuðir á vegum fyrirtækisins taka virkan þátt í sköpun fatnaðar á persónur í World of Darkness." Eldar segir samstarfið við Formichetti hafa verið mjög skemmtilegt. "Þetta samstarf getur opnað á ýmsa möguleika þegar kemur að áframhaldandi hönnun og þróun hjá fyrirtækinu," segir Eldar og telur jafnvel líklegt að hugað verði að frekari landvinningum í tískuheiminum. solveig@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira
Nicola Formichetti, listrænn stjórnandi Mugler-tískuhússins, hefur unnið með tölvuleikjafyrirtækinu CCP að sýningu sem opnuð verður á tískuvikunni í New York í dag. „Ég held að CCP sé fyrsti leikjaframleiðandi heims sem vinnur með þekktum fatahönnuði á borð við Formichetti, en hann er þekktur fyrir samstarf sitt við Lady Gaga," segir Eldar Ástþórsson hjá CCP. Á sýningunni, sem stendur í tvær vikur, mun tölvuteiknuð fyrirsæta sýna fatnað sem Formichetti hannaði. Umgjörðin verður tölvuleikjaheimur sem unninn er út frá umhverfi EVE online. Nicola Formichetti er listrænn stjórnandi Thierry Mugler. Sýningin með CCP verður opnuð í dag á BOFFO pop-up sýningu Formichetti, en hún er hluti af tískuvikunni í New York og stendur næstu tvær vikur. Samstarfið hefur vakið nokkra athygli og fjallað var um það í grein í New York Times á dögunum. "Við notumst við Carbon tækni CCP og umhverfi úr EVE Online tölvuleiknum til að bjóða hönnun Formichetti velkomna í nýjan stafræna heim," segir Eldar. Fyrirsætan á sýningunni er ansi sérstæð en búinn var til "avatar" eða tölvuteiknuð fígúra út frá fyrirsætunni Rick Genest sem Formichetti uppgötvaði og hefur notað í auglýsingaherferðir og á tískusýningum Mugler. Genest, sem einnig gengur undir nafninu Zombie boy, er þakinn húðflúri um allan líkamann sem breytir honum í nokkurs konar lifandi beinagrind. Í sýningunni mun hinn tölvugerði Zombie boy ganga stafræna tískupallinn í leðurjakka með belti í kross yfir líkamann sem Formichetti hannaði sérstaklega fyrir tilefnið. Myndböndin verða sýnd á tveggja metra háum skjá. Sýningin verður gagnvirk þar sem áhorfendur geta breytt sjónarhorninu og hraðanum með iPad sem verður nálægt sviðinu. Þeir sem til þekkja segja myndböndin ótrúlega raunveruleg þó að andlitsdrættir fyrirsætunnar hafi vitanlega verið skerptir. Þá þykja fötin ótrúlega nákvæm. Þó samstarfið við Formichetti sé einstætt er CCP ekki óvant því að vinna með hönnuðum. "Hönnun skipar veigamikinn sess í leikjaþróun CCP og fatahönnun er þar ekki undanskilin. Í EVE Online geta spilarar í leiknum til dæmis keypt föt sem gerð eru af hönnuðum CCP og fatahönnuðir á vegum fyrirtækisins taka virkan þátt í sköpun fatnaðar á persónur í World of Darkness." Eldar segir samstarfið við Formichetti hafa verið mjög skemmtilegt. "Þetta samstarf getur opnað á ýmsa möguleika þegar kemur að áframhaldandi hönnun og þróun hjá fyrirtækinu," segir Eldar og telur jafnvel líklegt að hugað verði að frekari landvinningum í tískuheiminum. solveig@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Sjá meira