Ítalir styðja aðildarumsókn Íslands að ESB 8. september 2011 14:14 Össur ásamt Frattini mynd/ítalska utanríkisráðuneytið Ítalski utanríkisráðherrann, Franco Frattini, lýsti fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu á fundi sem hann átti í morgun með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Ráðherrarnir fóru yfir stöðuna í aðildarviðræðum Íslendinga við Evrópusambandið og lýsti Frattini eindregnum vilja Ítala til að viðræðurnar gengju sem greiðast. Hann hvatti Íslendinga til að knýja á dyr Ítala ef flækjur kæmu upp í samningunum, og kvaðst hafa mikinn skilning á mikilvægi fiskveiða í efnahagslífi Íslendinga. Utanríkisráðherran árréttaði sérstaklega hversu langt Íslendingar væru nú þegar komnir í samstarfi við Evrópuríki gegnum EES samninginn, segir í tilkynningunni. „Frattini ræddi stöðu mála á evrusvæðinu og aðgerðir sem gripið hefur verið til meðal annars á Ítalíu þar sem ríkisstjórnin tók í morgun ákvörðun um aðgerðir til að ná niður fjárlagahalla á næstu tveimur árum. Kvaðst hann þess fullviss að evran kæmi sterkari út úr þeim aðgerðum sem nú er verið að grípa til á evrusvæðinu. Ráðherrarnir ræddu ástandið í Líbíu að loknum sigri uppreisnarmanna og voru sammála um mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið tæki virkan þátt í að tryggja framgang lýðræðis í landinu og styddi við efnahagslega uppbyggingu. Málefni norðurslóða voru rædd sérstaklega og hrósaði Frattini frumkvæði Íslendinga á því sviði. Hann þakkaði sérstaklega eindreginn stuðning Íslands við áheyrnaraðild Ítala að norðurskautsráðinu. Frattini utanríkisráðherra hefur ítrekað lýst miklum áhuga á norðurslóðum út frá vísindastarfi Ítala á heimskautasvæðunum. Ítalir hafa boðið Íslendingum til samstarfs um rannsóknir á eldfjöllum og eldfjallaösku í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli, en Ítalía og Ísland eru einu lönd Evrópu þar sem virk eldjföll láta reglulega að sér kveða. Ræddu ráðherrarnir tillögur um að dýpka þetta samstarf, meðal annars með hugsanlegri aðkomu Evrópusambandsins.“ Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Sjá meira
Ítalski utanríkisráðherrann, Franco Frattini, lýsti fullum stuðningi við aðildarumsókn Íslendinga að Evrópusambandinu á fundi sem hann átti í morgun með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Utanríkisráðuneytinu. Ráðherrarnir fóru yfir stöðuna í aðildarviðræðum Íslendinga við Evrópusambandið og lýsti Frattini eindregnum vilja Ítala til að viðræðurnar gengju sem greiðast. Hann hvatti Íslendinga til að knýja á dyr Ítala ef flækjur kæmu upp í samningunum, og kvaðst hafa mikinn skilning á mikilvægi fiskveiða í efnahagslífi Íslendinga. Utanríkisráðherran árréttaði sérstaklega hversu langt Íslendingar væru nú þegar komnir í samstarfi við Evrópuríki gegnum EES samninginn, segir í tilkynningunni. „Frattini ræddi stöðu mála á evrusvæðinu og aðgerðir sem gripið hefur verið til meðal annars á Ítalíu þar sem ríkisstjórnin tók í morgun ákvörðun um aðgerðir til að ná niður fjárlagahalla á næstu tveimur árum. Kvaðst hann þess fullviss að evran kæmi sterkari út úr þeim aðgerðum sem nú er verið að grípa til á evrusvæðinu. Ráðherrarnir ræddu ástandið í Líbíu að loknum sigri uppreisnarmanna og voru sammála um mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið tæki virkan þátt í að tryggja framgang lýðræðis í landinu og styddi við efnahagslega uppbyggingu. Málefni norðurslóða voru rædd sérstaklega og hrósaði Frattini frumkvæði Íslendinga á því sviði. Hann þakkaði sérstaklega eindreginn stuðning Íslands við áheyrnaraðild Ítala að norðurskautsráðinu. Frattini utanríkisráðherra hefur ítrekað lýst miklum áhuga á norðurslóðum út frá vísindastarfi Ítala á heimskautasvæðunum. Ítalir hafa boðið Íslendingum til samstarfs um rannsóknir á eldfjöllum og eldfjallaösku í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli, en Ítalía og Ísland eru einu lönd Evrópu þar sem virk eldjföll láta reglulega að sér kveða. Ræddu ráðherrarnir tillögur um að dýpka þetta samstarf, meðal annars með hugsanlegri aðkomu Evrópusambandsins.“
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Sjá meira